Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú eru síðustu forvöð að ganga frá
þeim málum sem þú hefur tekið að þér. Tal-
aðu um tilfinningar þínar og tjáðu þær.
20. apríl - 20. maí
Naut Láttu allar illdeilur á vinnustað sem
vind um eyru þjóta. Vandamálin eru eftir sem
áður til staðar og eina leiðin er að bretta upp
ermarnar og leysa þau.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú vilt fá meira út úr starfi þínu en
raun ber vitni en einhver hindrun er í veg-
inum. Vog kemur að miklu gagni þegar leysa
á vandamál. Dagurinn hentar vel til alls konar
rannsóknarvinnu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viðræður við fjölskyldumeðlimi verða
mikilvægar í dag. Fyrr en síðar nærðu tökum
á aðstæðunum og þá er allt í góðu. Að sama
skapi áttu ekki að láta aðra valta yfir þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu það ekki draga úr þér þótt sam-
starfsmenn þínir séu að pískra eitthvað þér á
bak. Viljirðu ná athygli annarra fer best á því
að setja mál sitt rólega fram en ákveðið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Freistingar láta á sér kræla. Kannski
er þrýstingurinn sem þú finnur fyrir til að
ganga í augun á öðrum bara kominn frá þér
sjálfum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hugsun þín er skýr og því ættirðu að
komast til botns í því sem þú ert að velta fyrir
þér. Aðeins þannig verður þér eitthvað
ágengt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur allt sem þarf til að tak-
ast á við erfiðleikana. Sinntu yfirmanni þínum
í dag. Haltu ró og reyndu að vinna skipulega
því þannig nýtist tíminn þér best.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér er ekki eðlislægt að taka
nokkra áhættu svo þú skalt láta það eiga sig.
Klæddu þig eftir eigin höfði og segðu það
sem þér býr í brjósti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sumir dagar eru góðir og aðrir
dagar eru ennþá betri. Farðu vel með þau
einkamál sem þér er trúað fyrir og gættu
þess að láta ekki glepjast til slúðurs þótt
freistingarnar séu margar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Frábær samvinna eykur velsæld
og félagi þinn kemur með tillögur. Vertu sem
mest með þeim sem kunna að meta þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hver einasta breyting í lífinu þarf ekki
að gerast af djúpum og þýðingarmiklum
ástæðum. Njóttu þess bara að vera innan um
fólk og láta gott af þér leiða.
Rit það sem hér er hleypt afstokkunum hefur fengið nafn-
ið Stuðlaberg,“ segir í inngangs-
orðum Ragnars Inga Aðalsteins-
sonar í fyrsta tölublaði
Stuðlabergs, tímarits helgaðs hefð-
bundinni ljóðlist. „Það er sett sam-
an og gefið út til að styðja við og
styrkja þá kveðskaparhefð sem hef-
ur þróast og lifað meðal Íslendinga
í meira en 1100 ár. Stuðlaberg er
helgað þeirri hugsun að þessi kveð-
skaparhefð sé óaðskiljanlegur hluti
af menningararfi sem okkur beri að
varðveita, leggja rækt við og sýna
virðingu.“
Á meðal efnis eru viðtöl við Ómar
Ragnarsson og Kristínu á Hlíð, um-
sagnir um vísnabækur útgefnar á
árinu, limrur eftir krakka, lausavís-
ur og ýmislegt um bragfræði. Þá er
þar grein Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis um tvennur undir yfir-
skriftinni „Latur skrifar letingja“,
en tvennur kallar hann vísnapar
þar sem varpað er vísu að einum, en
sá svarar á móti. Og hann nefnir
dæmi:
„Markús Jónsson á Borgareyrum
kom til granna síns Valdimars Auð-
unssonar frá Dalseli. Valdimar svaf
og Markús náði ekki sambandi við
hann. Hann skildi þá eftir vísu og
fór:
Á sunnudögum sefur vært
í sínu fleti.
Af honum geta aðrir lært
aðeins leti.
Valdimar rumskaði og sendi
þessa vísu á eftir gestgjafanum:
Latur skrifar letingja
af lítilli snilli.
Latur hefur litla hylli.
Latur flækist bæja milli.“
Í tímaritinu er rifjað upp ljóð
Jöklaskáldsins Kolbeins Gríms-
sonar sem uppi var á 17. öld og varð
frægur fyrir að kveða djöfulinn í
kútinn. Bragur Kolbeins hljóðar
svo:
Hér í vörum heyrist bárusnarið,
höld ber kaldan öldu vald á faldi,
seltu piltar söltum veltast byltum,
á sólar bóli róla í njólu gjólu;
öflgir tefla afl við skeflu refla,
sem að þeim voga boga toga, soga;
en suma geymir svíma-drauma rúmið;
sofa ofurdofa í stofu kofa.
Stuðlaberg skorar á hagyrðinga
að keppa við Jöklaskáldið, yrkja
undir þessum hætti og senda
blaðinu. Félag ljóðaunnenda á
Austurlandi veitir vegleg bóka-
verðlaun fyrir bestu vísurnar.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Stuðlabergi, tvennum
og vísnakeppni
Í klípu
„ÞAÐ VAR ENGINN TÍMI TIL AÐ GERA
ÞETTA EFTIR BÓKINNI SVO ÉG GERÐI
ÞETTA EFTIR FREMRA INNÁBROTINU
AF BÓKARKÁPUNNI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LÁTTU ÞIG DREYMA, ÞAÐ MUN EKKERT
LÍTA SVONA VEL ÚT Á ÞÉR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finna hamingjuna
öðru sinni.
Bindi
50%
afsláttur
Herraföt
LÚÐVÍK, VEISTU HVAÐ
MUNDI GERAST EF ÞÚ
YFIRGÆFIR MIG?
ÞÚ YRÐIR
EYÐILÖGÐ?
NEI, LÚÐVÍK.
ÞÚ YRÐIR
EYÐILAGÐUR ...
... MEÐ
STÓRRI
KYLFU!
VÍÍÍÍÍ! ÉG GET
FLOGIÐ!
ÞAÐ ER ÞÍN
SKOÐUN!Víkverji hefur nú ekki mikið veriðað flíka sínum pólitísku skoð-
unum en hann neytir þó atkvæð-
isréttar síns hvenær sem færi gefst,
hvort sem það er í prófkjörum eða
kosningum. Fyrir prófkjör síðustu
helgar var mikið hringt frá skrif-
stofum frambjóðenda og póstur hrúg-
aðist inn, ýmist með rafrænum hætti
eða gamla laginu inn um póstlúguna.
Beðið var um stuðningsyfirlýsingar
og til að hafa nú alla góða, og nokkuð
volga, sagðist Víkverji styðja allt gott
fólk til góðra verka.
x x x
Vel getur verið að heiðarlegra sé aðsegja bara „nei, kemur ekki til
greina að ég styðji þennan mann“. En
það finnst Víkverja bara ókurteisi.
Þegar mannvalið er mikið getur verið
erfitt að velja á milli og Víkverji er
ekki þannig gerðar að hann segi bara
upp í opið geðið á fólki að það sé von-
laust og ekki traustsins vert. Hins
vegar hafa þeir fengið að njóta þess
sem þó muna eftir Víkverja og taka
upp tólið! Það gerðu ekki allir fram-
bjóðendur.
x x x
Einn þeirra var hins vegar svoóheppinn að kynningar- og
hvatningarbréf barst Víkverja ekki í
pósti fyrr en í gær, að prófkjöri af-
stöðnu. Mikil er samviska Póstsins ef
þetta hefur klikkað í fleiri tilvikum.
Það er fljótvirkara og ódýrara að
senda bara tölvupóst.
x x x
Eitt finnst Víkverja hallærislegafyndið eftir kosningar og próf-
kjör, þegar talað er við
stjórnmálafræðiprófessora og -kenn-
ara og beðið um álit á úrslitum. Þeir
bæta yfirleitt aldrei neinu við, sem
þegar var ekki vitað, og alveg eins
hægt að spyrja Jón og Gunnu úti í
bæ. Þetta er ekki fagur vitnisburður
um heila stétt en svona er þetta bara
því miður í langflestum tilvikum, þó
ekki alveg öllum.
Þetta er svipað og þegar talað er
við leikmenn og þjálfara eftir fót-
boltaleiki. „Ja, við skoruðum ekki
nógu mikið af mörkum og hinir skor-
uðu of mörg, þetta gengur jú út á að
skora mörk og fá ekki á sig mörk.“
víkverji@mbl.is
Víkverji
En öllum þeim sem tóku við honum
gaf hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim sem trúa á nafn hans. (Jóhannes-
arguðspjall 1:12)