Morgunblaðið - 27.11.2012, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Gréta Hergils sópransöngkona heldur útgáfu-
tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, þriðjudag,
klukkan 20, og fagnar útgáfu nýs geisladisks
sem nefnist Ave Maria og er hennar fyrsti
diskur. Hún segir öll ellefu lögin tengd Maríu
Guðsmóður á einn eða annan hátt.
„Þessi lög eru öll ólík þótt þau fjalli um
þessa helgu persónu í kristinni trú,“ segir
söngkonan og bætir brosandi við að hún sé þó
alls ekki að syngja sama lagið aftur og aftur.
„Margir þekkja bara eina „Ave Maríu“, þá sem
Schubert samdi og hún er á diskinum, og sum-
ir þekkja önnur lög þar einnig, til að mynda
það sem Sigvaldi Kaldalóns samdi, en sum
hafa lítið sem ekkert heyrst hér.
Eitt lagið er til að mynda samið um 1500 og
það má ímynda sér að sú Ave Maria kunni að
hafa hljómað hér í kirkjum fyrir siðaskiptin, en
eftir siðaskipti og fram undir árið 1930 er þessi
tónlist bönnuð hér, eftir að kaþólsk trú vék. Á
síðustu áratugum hefur þessi fallega tónlist
farið að heyrast aftur í kirkjum og við fögnum
því,“ segir Gréta Hergils.
„Þetta eru allt svo fín tónskáld“
Í mörgum laganna er sunginn hinn forni lat-
neski texti en Gréta syngur einnig á spænsku
og þrjú laganna eru á íslensku. „Það eru Ave
María eftir Kaldalóns, við afar fallegan texta
Indriða Einarssonar, þá syng ég Máríuvers
Páls Ísólfssonar, sem ég fékk tvær vinkonur
mínar til að syngja með mér í tríói, og loks
Máríukvæði Atla Heimis Sveinssonar við ljóð
Halldórs Laxness,“ segir hún.
„Þetta eru allt svo fín tónskáld. Lag Sig-
valda Kaldalóns er ekki auðvelt í flutningi,
þetta er alvöru tónlist og það þarf alvöru radd-
bönd í þetta,“ segir hún og hlær.
Gréta hefur gengið lengi með þá hugmynd
að gefa disk með lögum um Maríu.
„Ég hef verið að safna Ave Maríum í nokk-
urn tíma. Eitt lagið hef ég sungið oft und-
anfarið, en það er eftir spænska tónskáldið
William Gomez og samið um árið 2000. Þetta
er einstaklega fallegt tónlist sem ég fann á net-
inu. Tónlistin var upphaflega samin fyrir
messósópran og ég benti vinkonu minni á hana
en þegar hún gerði ekkert með það sat ég uppi
með þetta fallega lag og það hefur fylgt mér
síðan. Ég fer hreinlega í annan heim þegar ég
syng það.“ Gréta Hergils bætir við að hún hafi
sungið mörg laganna á diskinum oft á und-
anförnum árum en þetta spænska verk finnst
henni vera „drottningin á diskinum. Þetta er
léttara lag en mörg hinna og á heima víðar en í
kirkjum,“ bætir hún við.
Á tónleikunum koma Jónas Þórir píanóleik-
ari og Matthías Stefánsson fiðluleikari fram
með Grétu, auk félaga í kór Bústaðakirkju en
hann er skipaður þrautþjálfuðum söngvurum.
Gréta hefur sungið víða undanfarin ár og nú
síðast í Il trovatore í Íslensku óperunni.
„Nú eru jólin framundan og það verður mik-
ið um einsöng í kirkjum og víðar kringum há-
tíðirnar,“ segir hún.
Margir þekkja bara eina „Ave Maríu“
Öll lögin á diski Grétu Hergils fjalla um Maríu
Guðsmóður Söngkonan heldur útgáfutónleika
Morgunblaðið/Kristinn
Söngkonan „Þessi lög eru öll ólík þótt þau fjalli um þessa helgu persónu í kristinni trú,“ segir
Gréta Hergils um lagavalið á nýja diskinum. Hún hefur lengi safnað lögum um Maríu mey.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Aþena er ein af þessum persónum
sem heimta alltaf framhaldslíf. Það
er auðvitað ákveðin frekja hjá sögu-
persónum þegar þær vilja ekki láta
afgreiða sig í einni bók,“ segir Mar-
grét Örnólfsdóttir sem sent hefur
frá sér þriðju bókina um Aþenu, sem
nefnist Aþena – að eilífu, kúmen.
Margrét viðurkennir að hún hafi
skilið Aþenu eftir í lausu lofti í síð-
ustu bók sem út kom fyrir tveimur
árum. „Ég var ekki búin að ákveða
hvort það yrði þriðja bók eða ekki,
en þegar ég fór svo að fá áskorarnir
frá lesendum sem heimtuðu fram-
hald þá hugsaði ég með mér að
Aþena ætti það skilið að ég gæfi
henni a.m.k. þessa þriðju bók í við-
bót. Svo verður bara að sjá til hvort
hún lætur sér það nægja eða heldur
áfram að suða í mér,“ segir Margrét
og tekur fram að hún sé með svo
mörg járn í eldinum að hún sé ekki
tilbúin að einskorða sig aðeins við
eina skáldsagnapersónu.
Ekki bara bók fyrir stelpur
Í Aþenu – að eilífu, kúmen er
Aþena komin á fermingaraldurinn
og undirbúningur fermingarinnar og
pælingar þar að lútandi eru því fyr-
irferðarmikil í sögunni. „Aþena er að
eldast og verða unglingur. Því fylgir
mikið umrót í sálarlífinu. Hún stend-
ur á ákveðnum tímamótum og því
snýst bókin mikið um val, um þessa
kvöl að þurfa að velja og finna sína
leið. Hún þarf aðeins að prófa sig
áfram og kanna hluti sem gætu leitt
hana inn á lendur sem eru ekki endi-
lega réttur staður fyrir 13 ára stelpu,
enda er þetta hættulegur heimur.
Við fáum að fylgjast með henni fóta
sig í þessu nýja umhverfi, en hún
lendir í skrautlegum félagsskap.“
Aðspurð segist Margrét verða vör
við að Aþena hitti vel í mark hjá
ákveðnum lesendahóp. „Það eru
stelpur sem eru aðeins yngri og að-
eins eldri en Aþena. Þær hafa þörf
fyrir að spegla sig í þessum sögu-
heimi,“ segir Margrét og bætir við:
„Raunar hafa strákar, sem ekki eru
með ofnæmi fyrir bleikum bókakáp-
um, líka gaman af bókunum. Enda
eru þetta ekki bara stelpubækur
þótt þær séu um stelpu.“ Margrét
segist bæði glöð og þakklát fyrir
þann áhuga sem lesendur sýni bók-
um hennar. „Mér finnst ekki sjálf-
sagt að fólk setjist niður í marga
klukkutíma og lesi bækur eftir mig.
Ég er hrærð yfir því að fólk skuli
verja sínum tíma þannig og ef það
hefur svo ánægju af þá er ég svaka-
lega hamingjusöm líka.“
Athygli vekur að bókin er skrifuð
á Íslandi, Frakklandi, Indlandi og
Ástralíu. „Það er ekkert því til fyr-
irstöðu að skrifa bók þegar maður er
á flakki. Ég get skrifað hvar sem er.
Maður þarf bara finna sér eitthvert
skot og hafa næði,“ segir Margrét og
segist sannfærð um að allir hafi gott
af því að skoða heiminn. „Hvort sem
það endar síðan í bók eða bara sem
næring fyrir sálina.“
„Aþena heimtar
alltaf framhaldslíf“
Sögupersónan
Aþena stendur á
tímamótum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flakk Margrét segist sannfærð um að allir hafi gott af því að skoða heiminn,
en hún er sjálf nýkomin heim úr fimm mánaða flakki um heiminn.