Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 39

Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Herbert Guðmundsson er í fanta- formi á nýútkominni breiðskífu sinni Nýtt upphaf, níundu hljóðversskíf- unni á ferli sem nær aftur til ársins 1985 þegar platan Dawn of the Hum- an Revolution kom út og skaut Her- berti upp á stjörnuhimin íslenska poppheimsins. Ástarsöngvar eru í öndvegi á nýju plötunni og er hún til- einkuð unnustu hans, Lísu Dögg Helgadóttur, sem á auk þess texta við upphafslag plötunnar, „Camilia“. „Plötuna kalla ég Nýtt upphaf vegna þess nýja upphafs sem er í lífi mínu þessa dagana. Ný, yndisleg kona, ný plata þar sem flest lögin eru sungin á ylhýra móðurmálinu en síðasta plata sem ég vann, Tree Of Life, með syni mínum Svani, var næstum öll sungin á engilsaxnesku. Og nýtt upphaf að því leytinu til að í dag eru liðlega fimm ár frá því ég tók þá ákvörðun að gerast algjör reglumaður á tóbak, áfengi og önnur hugbreytandi efni sem hefur gefið mér algjörlega nýtt upphaf á öllum sviðum lífsins,“ segir Herbert, spurður að því hvaðan titill plötunnar komi. Bullandi ástfanginn – Nú er unnusta þín Lísa Dögg áberandi á plötuumslagi og bæklingi. Hafði samband ykkar mikil áhrif á þig við plötusmíðina? „Já samband okkar Lísu Daggar hafði stórkostleg og góð áhrif við vinnslu plötunnar. Í fyrsta lagi er ég bullandi ástfanginn að syngja inn lög plötunnar sem gefur manni sterkt tilfinningalegt samband við textana og lögin. Í öðru lagi kom í ljós að hún hafði til að bera hæfileika til að semja texta á plötuna og vera nokk- urs konar aðstoðarmaður minn í að leiðrétta texta og að hlusta með mér á lögin í vinnsluferlinu og benda mér á margt sem betur mátti fara.“ –Lögin eru eftir hina og þessa, m.a. þig, en þarna eru nokkur lög eftir erlenda höfunda. Hvaða höf- undar eru þetta og hvernig komu þeir að plötunni? „Ég ákvað að leita víða fanga við vinnslu plötunnar til að gefa henni meira vægi og ásamt því að semja sjálfur lög og texta samdi Þórir Úlf- arsson lög á henni og Friðrik Sturluson gerði nokkra texta. Það var mikil gæfa að fá þá til liðs við mig. Einnig kynntist ég nokkrum frábærum tónlistarmönnum á meðan ég bjó í Svíþjóð í kringum 1995 og hafði gengið með það í maganum að ef ég myndi einhvern tíma taka „co- ver“-lög þá yrði það eftir sænska höfunda en þeir sem koma m.a. við sögu eru Jan Johansen, Tomas Led- in, Stefan Andersson og fleiri góðir, en öll þessi lög hafa verið smellir í heimalandi höfundanna. Og ekki má gleyma þeim frábæru tónlist- armönnum sem sjá um undirleik plötunnar, trymblunum Gulla Briem og Ingólfi Sigurðssyni, gítarleik- urunum Pétri Valgarði Péturssyni, Stefáni Má Magnússyni og Sig- urgeiri Sigmundssyni, Friðriki Sturlusyni á bassa og síðast en ekki síst upp- tökumanninum, hljóð- blandaranum og hljóm- borðssnillingnum Þóri Úlfarssyni.“ – Útsetningarnar eru dálítið í anda 9. og 10. áratugarins. Passar það? „Já, það stemmir al- veg enda eru þessi erlendu lög samin á því timabili sem þú nefnir. En fyrir mér er tónlist tímalaus, því ef mel- ódían er góð lifir hún endalaust, kyn- slóð eftir kynslóð.“ Aldrei haft jafnmikið að gera – Hvað er svo framundan? Tón- leikahald, önnur plata? „Framundan er að syngja út um allt eins og ég hef verið að gera, kynna plötuna og skemmta fólki ásamt því að flytja eldra efni, enda lifi ég á því að vera tónlistarmaður og hef aldrei haft eins mikið að gera og í dag. Einnig erum við feðgar byrjaðir að leggja drög að plötu með dans- tónlist í anda áttunda áratugarins sem virðist vera svo mikið inn í dag.“ Nýr maður, ný plata  Nýtt upphaf nefnist níunda hljóðversskífa Herberts Guðmundssonar  „Ef melódían er góð lifir hún endalaust“ Ást Herbert Guðmundsson og unnusta hans Lísa Dögg Helgadóttir. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 aukas Sun 2/12 kl. 20:00 aukas Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 19:00 11.k Lau 8/12 kl. 20:00 Rómantískur gamanleikur í leikstjórn Sigga Sigurjóns og Bjarna Hauks Gulleyjan (Stóra sviðið) Sun 2/12 kl. 14:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Sun 30/12 kl. 14:00 lokas Sun 9/12 kl. 14:00 Mið 26/12 kl. 14:00 Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Sýningum lýkur í desember Rautt (Litla sviðið) Þri 27/11 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 lokas Margverðlaunað meistaraverk. Síðustu sýningar Gullregn (Nýja sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 13.k Fim 27/12 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 14.k Fös 28/12 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 1/12 kl. 20:00 aukas Lau 29/12 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 15.k Sun 30/12 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 8/12 kl. 20:00 16.k Fim 3/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Fös 14/12 kl. 20:00 17.k Fös 4/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 15/12 kl. 20:00 aukas Lau 12/1 kl. 20:00 Sun 16/12 kl. 20:00 aukas Sun 13/1 kl. 20:00 Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 12.k Lau 8/12 kl. 20:00 15.k Fös 4/1 kl. 20:00 Fös 30/11 kl. 20:00 13.k Fös 14/12 kl. 20:00 16.k Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 7/12 kl. 20:00 14.k Lau 15/12 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Íslenski Dansflokkurinn: Á nýju sviði (Nýja sviðið) Mið 28/11 kl. 20:00 3.k Fim 6/12 kl. 20:00 Fim 13/12 kl. 20:00 Sun 2/12 kl. 20:00 4.k Sun 9/12 kl. 20:00 Fjögur spennandi og ólík dansverk eftir dansara Íslenska dansflokksins Mýs og Menn (Stóra svið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Fös 4/1 kl. 20:00 2.k Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 6/1 kl. 20:00 3.k Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Mið 9/1 kl. 20:00 4.k Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Saga um gildi manneskjunnar, drauma hennar og þrár Hinn eini sanni jólaandi (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 16:30 Frums Sun 9/12 kl. 16:00 Sun 16/12 kl. 14:00 Lau 8/12 kl. 14:00 Lau 15/12 kl. 16:00 Notaleg stund á Litla sviðinu Rautt – HHHHH – MT, Ftími Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 2/12 kl. 14:00 25.sýn Lau 29/12 kl. 17:00 30.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 26.sýn Sun 30/12 kl. 14:00 31.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Lau 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 30/12 kl. 17:00 32.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Lau 8/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 5/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 27.sýn Lau 5/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 28.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 33.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn Lau 29/12 kl. 14:00 29.sýn Sun 6/1 kl. 16:00 34.sýn Sýningar í janúar komnar í sölu! Tveggja þjónn (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 lokas. Síðustu sýningar! Jónsmessunótt (Kassinn) Fim 29/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 24.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 6/12 kl. 19:30 23.sýn Meinfyndið nýtt íslenskt verk, svört kómedía beint úr íslenskum samtíma. Macbeth (Stóra sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums. Fim 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Miðasala hafin á jólasýningu Þjóðleikhússins! Tryggðu þér sæti! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 1/12 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 12:30 Sun 9/12 kl. 12:30 Lau 1/12 kl. 13:00 Lau 8/12 kl. 11:00 Lau 15/12 kl. 11:00 Lau 1/12 kl. 14:30 Lau 8/12 kl. 13:00 Lau 15/12 kl. 13:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Sun 9/12 kl. 11:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins - áttunda árið í röð! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Sun 10/2 kl. 20:30 Myndband suðurkóreska rapparans Psys við lagið „Gangnam Style“ er þeð vinsælasta sem sett hef- ur verið út á YouTube-vefinn. Horft hefur verið á myndbandið yfir 820 milljón sinnum, oftar en á myndband Justins Biebers með laginu „Baby“ sem horft hefur verið á 803 milljón sinnum. Psy, sem heitir réttu nafni Park Jae-sang, er orðinn alþjóðleg stjarna síðan lagið kom út í júlí í sumar. Í textanum gerir hann grín að neysluæði íbúanna í Gangnam-hverfinu í Seúl. Auk vinsælda í netheimum hafa yfir fjórar milljónir manna keypt lagið og hefur það sest á topp vinsældalista víða. Gangnam Style-myndbandið vinsælast Dansæði Rapparinn Psy á fjölsóttum tónleikum í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.