Morgunblaðið - 27.11.2012, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Óþolandi athugsemdir …
2. Kynlíf, njósnir og leynilöggur
3. „Þetta er mjög óþægilegt“
4. Þurftum að mana okkur …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamað-
ur á Ríkisútvarpinu, bar sigur úr být-
um í keppninni um fyndnasta mann
Íslands árið 2012. Á lokakvöldi
keppninnar atti hann kappi við fjóra
aðra brandarakarla og -kerlingar en í
öðru sæti lenti Elva Dögg Gunn-
arsdóttir. Margir minnast hennar úr
heimildakvikmyndinni „Snúið líf
Elvu“ sem fjallar um glímu hennar við
Tourette-heilkennið.
Ljósmynd/Halldór Ingi
Fréttamaðurinn er
sá fyndnasti í ár
Leikararnir
Guðjón Davíð
Karlsson, Gói, og
Þröstur Leó Gunn-
arsson hefja um
næstu helgi sýn-
ingar í Borgarleik-
húsinu á nýrri
sögu eftir Góa og
nefnist hún Hinn
eini sanni jólaandi. Verða félagarnir
með þessa sögustund til jóla.
Þröstur Leó og Gói
finna jólaandann
Tökum er lokið á sjónvarpsþáttum
um tónlist eftir Víking Heiðar Ólafs-
son, Höllu Oddnýju Magnúsdóttur og
Viðar Víkingsson. Þetta eru tíu þættir
með ólíkum þemum, allt frá ólíkum til-
brigðum tónlistar með dæmum til
þess hvernig tónlist spilaði inn í þróun
mannsins. Rætt er við
fólk af öllu sauðahúsi
og það fylgir sögunni
að Atli Ingólfsson tón-
skáld hefur samið fúgu
við þekkt dæg-
urstef. Þættirnir
verða sýndir á
RÚV með vorinu.
Í upphafi var tónlist
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða bjart veður. Geng-
ur í suðaustan 5-13 m/s eftir hádegi og þykknar upp S- og V-lands
með lítilsháttar úrkomu þar um kvöldið. Frost víða 0 til 10 stig.
VEÐUR
Dröfn Haraldsdóttir, mark-
vörður úr FH, er í landsliðs-
hópnum í handbolta sem fer
á Evrópumótið í Serbíu en
hún er eini nýliðinn í hópn-
um sem Ágúst Þór Jóhanns-
son tilkynnti í gær. „Ég hef
æft gríðarlega vel og tekið
aukaæfingar sem hafa svo
sannarlega skilað sér. Ég
hef lengi stefnt að því að
komast í landsliðið og nú er
sá draumur orðinn að veru-
leika,“ segir Dröfn. »1
Aukaæfingarnar
hafa skilað sér
Það tók Alfreð Finnbogason 60 daga
að skora sitt fyrsta mark á árinu
2012 en síðan hefur hann verið
óstöðvandi. Hann gerði sitt 30. mark
á árinu um helgina. „Einhvern veginn
hefur þetta allt smollið saman og þar
kemur til sam-
spil margra
þátta,“ segir
Alfreð um
þessa mark-
heppni sína en
hann á enn
eftir að spila
fjóra leiki
fyrir jólafrí.
»4
Alfreð kominn með þrjá-
tíu mörk á árinu 2012
Guðlaugur Arnarsson var hættur í
handboltanum og lék sér í „bumbufót-
bolta“ tvisvar í viku. Þjálfarar Akureyr-
arliðsins fengu hann til að taka fram
skóna og Guðlaugur er leikmaður 9.
umferðar hjá Morgunblaðinu. „Von-
andi get ég eitthvað hjálpað til þótt
ástandið á mér sé þannig að ég telji
mig ekki hafa mikið fram að færa,“
segir Guðlaugur. »2-3
Vonandi get ég
eitthvað hjálpað til
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Landvættunum mun fjölga til muna
næsta sumar þegar Landvætta-
keppnin sem svo er nefnd verður
haldin í fyrsta skipti. Um er að ræða
keppnisröð og þurfa þeir sem vilja
kalla sig landvætti að ljúka Fossa-
vatnsgöngunni (50 km skíðaganga á
Ísafirði), Bláalónsþrautinni (60 km
fjallahjólakeppni á Suðurnesjum),
Urriðavatnssundinu (2,6 km, skammt
frá Fellabæ) og Jökulsárhlaupinu
(32,7 km utanvegahlaup sem lýkur í
Ásbyrgi). Ljúka verður öllum keppn-
unum innan 12 mánaða tímabils.
Fyrirmyndin að Landvættakeppn-
inni er sótt til Svíþjóðar en þar
mynda fjórar keppnir, í sömu grein-
um og taldar eru hér að ofan, Sænska
klassíkerinn og þykir mikið afrek að
ljúka honum.
Einn þeirra sem hafa unnið að því
að koma Landvættakeppninni á
koppinn er Bobbi, Kristján Róbert
Sigurjónsson, en hann hafði m.a. ver-
ið formaður Fossavatnsgöngunnar í
15 ár áður en hann lét embættið af
hendi í fyrra. „Og ég ætla að sjálf-
sögðu að vera með,“ segir hann.
Eins og PGA-mótaröðin í golfi
Og það er fleira spennandi að ger-
ast í keppnismálum. Fossavatns-
gangan kemur nú sterklega
til greina sem hluti af
World Loppet-skíða-
gönguseríunni og mun
það væntanlega skýrast á
næstu mánuðum hvort af
verður. „Þetta er svipað og
ef Golfklúbbur Ísafjarðar
fengi að taka þátt í PGA-
mótaröðinni í golfi. Við
kæmumst í flokk með
bestu skíðagöngum í heimi
og fengjum mikið fleiri er-
lenda keppendur,“ segir
Bobbi og er greinilega afar
kátur með þetta.
Í fyrra tóku
um 280 manns þátt í Fossavatns-
göngunni en stefnt er að því að kepp-
endur verði 500-1000 eftir um áratug
eða svo. Bobbi segir að erlendir kepp-
endur hafi á orði að gangan sé einstök
og meðal þeirra bestu í heimi. „Það
sem við höfum fram yfir alla aðra er
útsýnið. Ef þú ferð að skíða erlendis
sérðu ekkert nema tré.“ Svíinn Oskar
Svärd sem hefur unnið sænsku Vasa-
gönguna og Fossavatnsgönguna
þrisvar varð svo bergnuminn af út-
sýninu að hann gat ekki annað en
stoppað. „Honum féllust bara hendur
en það var allt í lagi því hann var
langfyrstur,“ segir Bobbi og bætir við
að aðstæður til íþróttaiðkunar og úti-
vistar séu frábærar á Ísafirði og víðar
á Vestfjörðum.
Hann ætti að vita það því hann
stundar hjólreiðar, hlaup, sund og
skíðagöngu af miklum móð. „Það eina
sem ég öfunda Reykvíkinga af eru
þessir fínu stígar þeirra,“ segir hann.
Landvættunum mun fjölga
Fossavatns-
gangan á góðri leið
í World Loppet
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Verslunarmaður Bobbi rak byggingarvöruverslunina Núp í 20 ár en hætti öllu „byggingarstússi“ í fyrra. Nú rekur
hann Craftsport-verslunina á Ísafirði og selur og dreifir m.a. Craft-fatnaði og Madshus-gönguskíðum um allt land.
Í æfingabúðum fyrir
Fossavatnsgönguna
sem haldnar voru á Ísafirði
um helgina var Bobbi, sem æf-
ir oft í viku, fenginn til að sjá um
vísindafyrirlestur um áburð og
klístur. Á́ veturna ber hann einu
sinni í viku á skíðin sín, alltaf á
sunnudögum. Það tekur hann um
1½ tíma að bera áburð á fjögur pör
en alls er hann með átta pör af
gönguskíðum í notkun, fjögur af
klassískri gerð og fjögur af skauta-
skíðum sem svo nefnast. Undir
skíði sem hafa verið notuð setur
hann tvær til fjórar um-
ferðir af áburði en á ný skíði þarf að
setja að lágmarki sex umferðir.
Nauðsynlegt er að eiga góðan
straubolta til verksins til að bræða
áburðinn en slíkur kostar um
35.000 krónur og byrjendapakki af
áburði kostar um 25.000 krónur. Þó
er hægt að fá mun dýrari og betri
áburð og sá allra dýrasti er flúor-
áburður en 30 grömm af honum
kosta 20.000 krónur og dugar sá
skammtur aðeins undir fimm pör.
Slíkur áburður er þó ekki settur
undir nema fyrir keppni og er ekki
fyrir byrjendur. Nánari umfjöllun
um áburð er inni í blaðinu. »10-11
NAUÐSYNLEGT AÐ HUGSA VEL UM SKÍÐIN
Alltaf á sunnudögum
Á miðvikudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en sums staðar
slydda í fyrstu. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur N- og A-lands, bjart-
viðri og frost 1 til 8 stig.