Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
✝ Rannveig Hálf-dánardóttir
húsmóðir fæddist á
Grænhól í Glæsi-
bæjarhreppi, Eyja-
firði, 9. janúar
1917. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
9. desember síðast-
liðinn í faðmi
barna og tengda-
barna.
Foreldrar hennar voru Hálf-
dán Hallgrímsson, verkamaður
og bóndi, f. 1872, d. 1919, og
Kristín Rannveig Sigurð-
ardóttir húsfreyja, f. 1874, d.
1955. Rannveig var yngst af al-
systkinum sínum, en faðir
hennar lést er hún var tæplega
þriggja ára gömul. Móðir henn-
ar fór í sambúð með Benedikt
Sveinbjarnarsyni og eignaðist
með honum eftirlifandi systur
hennar Sveingerði Benedikts-
dóttur, f. 1922. Eldri systkini
hennar voru Sigurveig, f. 1897,
d. 1929, Jónas, f. 1899, d. 1978.
Ólafía Valgerður, f. 1901, d.
1992. Guðrún, f. 1906, d. 1980.
Margrét, f. 1912, d. 1985. Rann-
veig giftist Þórarni Ólafssyni
kennara 1943, sem var f. 1912 á
Nauteyri við Ísafjarðardjúp, d.
1995. Þau eignuðust 4 börn,
hól í Kræklingarhlíð. Hún lauk
skólaskyldunni í Glerárþorpi.
Rannveig sótti sauma- og mat-
argerðarnámskeið á unglings-
árum sínum. Tuttugu og
tveggja ára fer hún suður með
Esjunni og ræður sig sem ráðs-
kona hjá frú Ingibjörgu og
Ólafi Thors í eitt ár. Hún fór og
lærði kjólasaum hjá Einöru
Jónsdóttur klæðskera og nam
hárgreiðslu í eitt ár hjá Agnesi
Guðmundsdóttur á Skólavörðu-
stíg. Rannveig og Þórarinn
kynntust hjá Ingu Petu systur
Þórarins sem Rannveig leigði
með í Garðastræti. Hann var þá
svo til nýkominn frá námi í
Danmörku og bauðst til að
kenna henni dönsku. Mamma
og pabbi undu sér á skíðum
saman, dönsuðu í Gúttó og nutu
þess að vera ungt og ástfangið
par. Stuttu seinna giftu þau sig
og fóru austur á Eiða þar sem
pabbi kenndi í tvö ár áður en
þau fluttu á Akranes 1946. Eft-
ir fyrsta árið þar ákváðu þau að
setjast að og byggðu sér hús,
Háholt 3, Akranesi, sem þau
fluttu í árið 1952. Eftir lát Þór-
arins bjó Rannveig ein þar til
hún flutti til Þórgunnu dóttur
sinnar árið 2005. Eftir erfitt
veikindatímabil, fékk hún pláss
á Höfða árið 2008. Rannveig
var mjög þakklát fyrir hvað
starfsfólkið á Höfða var gott og
viljum við börnin hennar þakka
kærlega fyrir góða umönnun.
Útför Rannveigar fer fram í
dag, föstudaginn 21. desember
2012, kl. 14 í Akraneskirkju.
sem eru: 1) Ólafur
Hálfdán, húsa-
smíðameistari, f.
1946 giftur Sigríði
B. Ásgeirsdóttur
og eiga þau 5 börn
saman og 8 barna-
börn. Ásgeir, f.
1968, Rannveigu, f.
1970, Þórarinn, f.
1976, Ólaf Halldór,
f. 1982, og Salóme
Maríu, f. 1983. 2)
Þórgunna svæða- og ung-
barnanuddkennari, var gift
Declan Hammond hómópata frá
Dublin Írlandi og eignaðist með
honum tvíburana Eilíf Go-
pendra Hammond, f. 1979, d.
2006, og Aileen Giitu Ham-
mond, f. 1979. Þórgunna og
Declan eiga 2 barnabörn. 3)
Kristín Sigríður, hjúkrunfræð-
ingur, f. 1953, gift Unnþóri
Bergmanni Halldórssyni út-
gerðarmanni og eiga þau 2
syni. Ívar Hermann, f. 1978, og
Örvar Halldór, f. 1987 og 4
barnabörn. 4) Þórunn Rannveig
iðjuþjálfi, f. 1957, gift Kristjáni
Kristjánssyni tónlistarmanni.
Þau eiga 3 börn. Sóleyju, f.
1978. Sölva, f. 1980, og Kristján
Stein, f. 1996. Þórunn og Krist-
ján eiga 1 barnabarn. Rannveig
ólst upp í litlum torfbæ, Græn-
Það er ekki auðvelt að kveðja
móður sína í hinsta sinn. Betri
móður hefðum við ekki getað ósk-
að okkur. Alltaf til staðar fyrir
börnin sín, tilbúin að styðja og
styrkja mann frá fyrstu tíð. Hún
vildi gera okkur sjálfstæð. Ól
okkur upp í heiðarleika, stundvísi
og dugnaði. Hún var trúuð og las
fyrir okkur bænir og gerði kross-
mark yfir okkur fyrir svefninn.
Einnig hélt hún fast í gamla siði.
Fjölskyldan kom t.d. alltaf saman
fyrir jólin til að skera út lauf-
brauð. Það var ekki leyfilegt að
spila á jólanótt, en við dönsuðum
og sungum kringum jólatréð og
allir fengu að velja sér kramar-
hús fyllt góðgæti, sem hékk á
trénu. Kveikt var upp í arninum
og svo las heimilisfaðirinn öll
jólakortin meðan börnin mændu
óþolinmóð á pakkana undir
trénu. Ógleymanlegur er einnig
tíminn þegar við systurnar kom-
um síðar heim um jólin með fjöl-
skyldur okkar og hreiðruðum um
okkur í faðmi fjölskyldunnar yfir
hátíðarnar. Móðir okkar var
listakokkur og myndar húsmóðir.
Hún var vandvirk og góð sauma-
og hannyrðakona og nutum við
börnin, barnabörnin og tengda-
börnin góðs af því. Við stelpurnar
fengum nýja kjóla, kápur og nátt-
föt fyrir hver jól og sumarföt sem
hún sneið og saumaði sjálf á okk-
ur og vakti við það fram eftir
nóttu. Það voru ófáar lopapeysur,
sokkar, húfur og vettlingar sem
hún prjónaði á okkur og aðra.
Hún bæði gaf til vandlausra og
seldi falleg sjöl í Rammagerðina.
Þessi dugnaðarforkur eins og
pabbi orðaði það. Við eigum erfitt
með að skilja hvernig hún fór að
þessu. Alltaf hreint og fínt innan
dyra og garðurinn í góðri rækt.
Sjálf vildi hún vera vel til höfð og
heilsuhraust, stundaði t.d. göng-
ur og leikfimi daglega og var í
gönguhóp í mörg ár með kjarna-
konum á Akranesi og klifu þær
fjöll í nærliggjandi sveitum og
gistu í hlöðum fullum af heyi.
Mamma var virkur félagi Bind-
indishreyfingunni á Akranesi og
gegndi þar ýmsum störfum. For-
eldrar okkar höfðu bæði gaman
af því að ferðast utan- og innan-
lands og voru mikil náttúrubörn.
Þau tóku okkur með í margar úti-
legur og þá var sungið og sagðar
sögur og svo kom besta nestið
upp úr matarkassanum. Hún fór
vel með fjármál heimilisins og gat
iðulega lagt svolítið til hliðar. Til
gamans má nefna að hún safnaði
þannig fyrir fyrstu utanlandsferð
þeirra hjóna og kom manni sínum
á óvart með því að bjóða honum
til Skotlands á Edinborgarhátíð-
ina 1964. Mamma átti fáar en
góðar vinkonur sem hún hélt
tryggð við alla ævi og á Háholtinu
skruppu nágrannakonurnar í
kaffi hver til annarrar og hlógu
oft dátt saman. Þær héldu veisl-
ur, kvöldvökur og spilakvöld til
skiptis og svo skelltu þær sér á
Rótarýböll og var dansað fram á
nótt.
Mamma var alla tíð heima-
vinnandi meðan við vorum í skóla
en vann ýmis störf tímabundið á
sjúkrahúsinu og í uppgripum eins
og þegar síldin kom. Þá tók hún
mig með sér að salta síld og við
kepptumst við að fylla tunnurnar
og höfðum lúmskt gaman af. Þeg-
ar börnin voru flogin úr hreiðrinu
vann hún við ræstingar í Fjöl-
brautaskólanum til margra ára.
Við eigum ótal margar góðar
minningar um fallegu sterku
móður okkar, sem við munum
alltaf geyma í hjartanu sem er
fullt af þakklæti fyrir allt sem
hún hefur verið okkur og okkar
fjölskyldum.
Þórgunna, Kristín og Þórunn.
Elsku amma mín. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið. Það var svo
gott að knúsa þig og kyssa mjúku
kinnarnar þínar.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig. Sérstaklega þegar
ég var lítil og við bróðir minn
heimsóttum ykkur afa á Háholt-
inu. Við hlökkuðum alltaf til að
fara til ykkar. Þið tókuð svo vel á
móti okkur og dekruðuð alveg við
okkur.
Amma, ég sakna þess að sitja í
eldhúsinu þínu og fylgjast með
þér baka pönnukökur, sötrandi
kaffi, með Rás 1 í bakgrunninum.
Þegar ég flutti til Írlands um
tvítugt hitti ég þig bara þegar ég
kom heim um jólin og á sumrin.
Þá fengum við okkur kaffi, klein-
ur og vínarbrauð og spjölluðum
saman. Ég knúsaði þig fast og
lengi. Það var alltaf gott að sjá
þig, þótt það væri allt of sjaldan.
Ég leit svo upp til þín, svo flott
sterk kona og mikil húsmóðir. Þú
barst aldurinn vel og spurðir allt-
af um ömmu mína og fjölskyldu á
Írlandi og vildir vita hvernig mér
gengi að starfa sem ljósmyndari.
Þér fannst ég taka allt of margar
myndir af þér og kvartaðir undan
því, en mér fannst þú bara svo
falleg. Ég elska þig svo mikið
amma mín.
Hvíldu þig og njóttu þess að
vera hjá afa, Gópa og fjölskyld-
unni þinni þarna hinum megin.
Eilíf ást.
Þín
Giita.
Elsku amma Rannveig, það er
komið að kveðjustund. Það var
ómetanlegt að fá að sjá þig í síð-
asta skipti þegar ég heimsótti þig
á Höfða fyrsta sunnudaginn í að-
ventu. Ég fann á mér þá að þetta
væri líklega í síðasta skipti sem
ég fengi að sjá þig. Minningarnar
um Háholt 3 hafa streymt til mín
síðustu daga, heimili ykkar afa
Þórarins eða afa og ömmu í Há-
holtinu eins og við systkinin á
Grenigrundinni kölluðum ykkur.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ykkur í Háholtið, stórt og
fallegt hús með fallegum garði og
gaman fyrir ungar manneskjur
að leika sér í. Húsið var auðvitað
alltof stórt fyrir þig eina þegar afi
fór frá okkur en samt var eitt-
hvað sem hélt í þig og þú bjóst
þar í yfir tíu ár ein. Þau tvö ár
sem ég stundaði nám við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands kom ég
til þín þangað í mat oft í viku og
eru það dýrmætar stundir fyrir
mig í dag. Ég kveð þig með sökn-
uði elsku amma mín.
Þinn
Ólafur Halldór (Óli Dóri).
Nú er amma okkar farin, farin
til afa okkar. Minningarnar hell-
ast yfir, minningar af Háholtinu
þar sem amma og afi bjuggu alla
tíð. Þar sem mamma og systkini
hennar ólust upp. Þar sem jólun-
um var fagnað í faðmi stórfjöl-
skyldunnar á ungu árunum okk-
ar. Alltaf var tekið vel á móti
manni heima hjá ömmu og afa,
eins og að koma heim. Amma í
eldhúsinu, sannfærð um að við
værum öll að detta í sundur og
þyrftum að láta fita okkur. Spag-
hettíið hennar ömmu var uppá-
haldsréttur okkar systkinanna
lengi vel, spaghettí sem við höld-
um að hún hafi steikt á pönnu.
Suðræna tertan var líka í uppá-
haldi, hvergi eins góðar kökur og
hjá ömmu sinni.
Hvíl í friði elsku amma okkar.
Takk fyrir okkur.
Þín barnabörn,
Sóley, Sölvi og Kristján
Steinn Kristjánsbörn.
Rannveig
Hálfdánardóttir
✝ GarðarTryggvason
fæddist í Vest-
mannaeyjum 10.
febrúar 1933. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans við
Hringbraut 13. des-
ember 2012.
Foreldrar Ingi-
bergs Garðars eins
og hann hét fullu
nafni voru Tryggvi
Yngvarsson frá Neðra-dal, Eyja-
fjöllum, sem hann missti ungur,
og Jóna Sveinsdóttir frá Niku-
lásarhúsum í Fljótshlíð. Síðar
giftist Jóna Samúel Yngvarssyni
sem gekk systkinunum í föð-
urstað. Systkini: Ólafur, látinn,
Svanhvít, látin, og Guðrún Jóna.
Systkini sammæðra: Tryggvi,
Ásta Gréta og Bjarni Sam-
úelsbörn. Auk þess átti Samúel
tvær dætur frá fyrra hjóna-
bandi, þær Huldu og Jennýju.
mundssyni. Sonur þeirra er
Garðar Óli, f. 8.7. 1992. 4) Vil-
hjálmur Kristinn, grafískur
hönnuður, f. 3.9. 1960, giftur
Bente Höjgaard Garðarsson.
Sonur Vilhjálms er Daði, f. 30.9.
1991. 5) Sigurjón Ingi, tölvunar-
fræðingur, f. 16.7. 1970, giftur
Ernu Kristjánsdóttur. Dætur
þeirra eru Alma Kristín, f. 30.1.
2006, og Aníta Ósk, f. 7.7. 2009.
Garðar bjó stærstan hluta æv-
innar í Vestmannaeyjum en
fluttist til Reykjavíkur árið
2000. Hann vann ýmis störf í
Eyjum, vann í fiskvinnslu, var til
sjós, rak smurstöð og vann sein-
ustu starfsár hjá Vest-
mannaeyjabæ. Áhugamál Garð-
ars voru mörg, en stóran sess
átti tónlistin og þá sérstaklega
harmonikkan. Hann var í Sam-
kór Vestmannaeyja og stóð að
stofnun Harmonikkufélags
Vestmannaeyja. Eftir að til
Reykjavíkur kom tók hann þátt í
félagsstarfi Blindrafélagsins af
miklu kappi og spilaði meðal
annars fyrir söng í opnu húsi fé-
lagsins.
Útför Garðars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. desem-
ber 2012, klukkan 13.
Garðar kvæntist
26.12. 1954 Kol-
brúnu Huldu Sig-
urjónsdóttur frá
Þórshöfn. For-
eldrar hennar voru
Sigurjón Hall-
dórsson og Sigríð-
ur Friðriksdóttir
sem bjuggu á Húsa-
vík. Kolbrún fór
ung í fóstur vegna
veikinda móður til
Vilhjálms Sigtryggssonar og
Kristrúnar Jóhannsdóttur á
Þórshöfn. Börn Garðars og Kol-
brúnar eru: 1) Tryggvi Friðrik,
flugvirki, f. 20.2. 1955, giftur
Jayne Garðarsson. Börn hans
eru Bergur Pétur, f. 23.5. 1974,
Kolbrún Hulda, f. 25.2. 1975,
Þórunn, f. 23.10. 1976, og Rún-
ar, f. 14.8. 1980. 2) Valgeir Örn,
garðyrkjumaður, f. 20.8. 1957,
d. 9.3. 1998. 3) Jóna Ósk, sjúkra-
liði, f. 3.3. 1959, gift Ágústi Guð-
Elsku afi.
Það hefur alltaf verið svo nota-
legt að koma í heimsókn til ykkar
ömmu í Hamrahlíðina og nú er
mjög skrítið að þú sért ekki í
stólnum þínum að segja okkur
skemmtilegar sögur. Það var allt-
af mikil spenna að koma með dós-
irnar til þín og fá pening fyrir
sem við settum í baukinn okkar
og í hvert skipti sem við fundum
dós var sagt „við skulum láta afa
fá þessa“.
Dagsferðirnar sem við fórum í
nánast á hverju sumri að Selja-
landsfossi til að skoða æskustöðv-
ar þínar í Hamragörðum gáfu þér
mikið og lifa í okkar minni og það
verður öðruvísi að fara þangað án
þín næst. Það huggar okkur að
vita að nú ert þú hjá Valla frænda
og við getum heimsótt ykkur
báða í kirkjugarðinn.
Elsku afi okkar, við munum
sakna þín og vitum að sál þín lifir
í hjörtum okkar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Alma Kristín og
Aníta Ósk afastelpur.
Sjaldan er ein báran stök,
flaug um hugann þegar mér
barst andlátsfregn Garðars en
sagt er um Eyjamenn að þeir
kveðji þessa jarðvist jafnan
nokkrir í einu, berist andláts-
fregn séu líkur á að ein eða fleiri
fylgi í kjölfarið. Örfáum dögum
áður hafði annar kær mágur lát-
ist.
Garðar mágur var eiginmaður
Kollu fóstursystur minnar sem al-
in var upp á heimili foreldra
minna norður á Þórshöfn. Garðar
var ekki eingöngu mágur og góð-
ur vinur til æviloka. Kornungur
fóstraði hann mig í þrjá vetur eftir
að ég lauk barnaprófi norður á
Þórshöfn og frekari skólaganga
ekki í boði í þorpinu. Þá höfðu þau,
hann og Kolla, stofnað heimili í
Vestmannaeyjum og eignast sitt
fyrsta barn, hún átján ára, hann
tuttugu og eins. Táningurinn ég
var því litlu yngri en unga parið
þegar ég settist á skólabekk í
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
og varð hluti af litlu fjölskyldunni
sem reyndar stækkaði bæði fljótt
og vel. Frá skólaárunum í Eyjum
á ég góðar minningar, ekki síst
vegna elskusemi og lífsgleði ungu
fósturforeldranna. Garðar með
sína léttu lund, örlítið stríðna,
greip gjarnan í nikkuna sína að
loknum vinnudegi og spilaði fyrir
okkur Kollu. Stundum söng hann
af innlifun, við eigin undirleik, sí-
gild lög eins og Kolbrún mín ein-
asta, ástfólgna Hlín eða Maja litla
með ljósa hárið.
Forlögin leiddu mig aftur til
Eyja nokkrum árum síðar og
stofnaði ég þar mitt eigið heimili.
Ég varð þá tíður gestur á heimili
Kollu og Garðars og þau á mínu. Á
þeim árum þótti við hæfi að eiga
jafnan heimagert bakkelsi ef gesti
bar að garði og var ég enginn eft-
irbátur kynslóðar minnar í þeim
efnum. Að áliti Garðars stóð þó
engin almennileg húsmóðir undir
nafni sem ekki bauð gestum sín-
um reglulega upp á nýbakaðar
pönnukökur með sykri. Það gerði
Kolla hans og fór létt með. Af
áhugaleysi hafði ég ekki komið
mér upp pönnukökupönnu enda
óx mér það vandaverk mjög í aug-
um, og gerir enn. Að bera fyrir
mig skort á réttu áhaldi var afsök-
un sem dugði skammt því fljót-
lega kom Garðar færandi hendi,
með pönnu og stríðnisglampa í
augum. Segir ekki frekar af
pönnukökum.
Garðar var mannblendinn og
félagslyndur. Eftir að þau Kolla
fluttu til Reykjavíkur árið 2000 og
settust að í íbúðablokk Blindra-
félagsins við Hamrahlíð varð hann
fljótt virkur í félagslífinu þar.
Tvisvar í viku fór hann með nikk-
una sína í svokallað opið hús í
blokkinni og lék undir fjöldasöng.
Einnig lét hann til sín taka í hvers
konar handverki sem í boði var og
gerði margan góðan gripinn úr
gleri, leir eða með nál og garni, á
meðan heilsan leyfði.
Kolla annaðist mann sinn sjúk-
an heima af aðdáunarverðri elju-
semi þar til yfir lauk. Ætla má að
eðlislæg umhyggjusemi hennar
og einstaklega létt lund hafi gert
henni það fallega verkefni bæri-
legra en ella þótt strit áranna væri
farið að segja til sín og líkamsþrek
hennar að dvína.
Ég sendi elskulegri fóstursyst-
ur og fjölskyldu mínar innilegustu
samúðarkveðjur með þakklæti
fyrir að eiga þau að.
Blessuð sé minning Garðars
Tryggvasonar.
María Vilhjálmsdóttir.
Garðar
Tryggvason
Við í Kristilegu félagi heil-
brigðisstétta viljum þakka fyrir
störf og samfélag við Jóhann til
margra ára. KFH var stofnað í
janúar 1978. Grunnur þess var
Kristilegt félag hjúkrunar-
kvenna, sem hafði starfað frá
árinu 1952. Jóhann var með frá
byrjun, þegar félagið og starf-
semin var víkkuð út fyrir allar
heilbrigðisstéttir á landinu og
sjálfur var hann deildarstjóri við
Jóhann Finnbogi
Guðmundsson
✝ Jóhann Finn-bogi Guð-
mundsson flug-
umferðarstjóri
fæddist í Reykjavík
1. desember 1923.
Hann lést á Landa-
kotsspítala 5. nóv-
ember 2012.
Útför Jóhanns
fór fram frá Foss-
vogskirkju 15. nóv-
ember 2012.
heilalínuritun á
Landspítalanum á
þessum tíma. Hann
var brennandi í hug-
sjón og áhuga fyrir
hinu nýstofnaða fé-
lagi og lagði ótrú-
lega mikið af mörk-
um í orði og athöfn.
Bænabæklingurinn,
sem gefinn var út
mjög snemma á
fyrsta starfsárinu,
var hans hjartans mál og gjöf.
Bænabæklingnum var dreift
inn á allar heilbrigðisstofnanir
landsins og lagður í náttborðs-
skúffu hvers einasta sjúklings.
Og ekki einungis það, heldur líka
til allra kirkna og safnaða og
fleiri aðila á landinu okkar, eins
og öldrunarstofnana og fangelsa.
Lára, konan hans, og hann sjálf-
ur voru einnig mjög virk í að
koma með okkur og jafnvel
standa fyrir helgistundum inni á
deildum Landspítala, Borgar-
spítala og Landakotsspítala og
raunar víðar.
Við í Kristilegu félagi heil-
brigðisstétta viljum af heilum
hug og hjarta þakka Drottni okk-
ar og Frelsara, Jesú Kristi, fyrir
störf og kærleika Jóhanns til
allra þeirra, sem áttu um sárt að
binda, og þráði hann það eitt að
flytja kærleiksboðskapinn til
þeirra. Við viljum líka þakka
Láru, eiginkonu Jóhanns, og fjöl-
skyldu þeirra fyrir þann ríka
þátt, sem þau áttu í þessu mik-
ilvæga starfi.
Jesús sagði við lærisveina sína,
áður en hann leið og dó:
„Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð
og trúið á mig. Í húsi Föður míns eru
margar vistarverur. Væri ekki svo,
hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt
að búa yður stað? Þegar ég er farinn
burt og hef búið yður stað, kem ég aft-
ur og tek yður til mín, svo að þér séuð
einnig þar sem ég er.“
(Jóh. 14. 1-3)
Jóhann er kominn heim. Bless-
uð sé minning hans.
Fyrir hönd stjórnar KFH,
Margrét Hróbjartsdóttir.