Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012
Frumlegur fantasíuheimur
bbbbn
Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
JPV 2012. 210 bls.
Kolfinna, aðalsöguhetja bókarinnar Spá-
dómurinn, er 15 ára og með höfuðið sneisa-
fullt af spurningum eins og títt er með fólk á
hennar aldri. Hún
býr ásamt fjöl-
skyldu sinni í
litlum og að því er
virðist einangr-
uðum bæ, þar sem
járnvinnsla og
-smíði er aðal-
atvinnuvegurinn.
Nóttina eftir að
börn fæðast í
bænum birtast
vængir við hlið
þeirra. Þau mega
aldrei skilja þá við
sig, en þau mega
heldur ekki nota
þá, ekki fyrr en spádómurinn rætist.
Eftir að Kolfinna hittir kynlegan tunglfisk
í fjöru og undur gerast á himni gerast hlut-
irnir hratt, upp lykst áður hulinn heimur, allt
hennar líf og allra annarra bæjarbúa breytist
til frambúðar og hún er skyndilega komin í
aðstæður sem hana hefði aldrei órað fyrir.
Hildur skapar hér fantasíuheim þar sem
fiskar tala og ferðast á milli himinhnatta,
ýmsar furðuverur bæði góðar og illar eru á
kreiki og barátta góðs og ills tekur á sig ýms-
ar myndir.
Þetta er fyrsta barna- og unglingabók
Hildar, en áður hefur komið út eftir hana
skáldsaga. Spádómurinn er að sumu leyti
dæmigerð ævintýrasaga og að öðru leyti
óskaplega ódæmigerð. Barátta góðs og ills,
ekki síst innra með fólki, er fyrirferðarmikil,
ýmsum minnum úr ævintýrum bregður fyrir
en hér kveður líka við brakandi ferskan blæ.
Til dæmis er bjargvætturinn Jón líklega eins
langt frá riddaranum á hvíta hestinum og
mögulegt er og Kolfinna er síður en svo
dæmigerð aðalpersóna í ævintýrabók.
Svo eru lausnirnar í bókinni ekki eins ein-
faldar og títt er í ævintýrabókum og flott hjá
Hildi að láta ekki staðar numið eftir að hætt-
unni hefur verið bægt frá og takast á við af-
leiðingarnar af því þegar fólk sleppur úr mik-
ili hættu.
Þetta er frábærlega vel heppnuð bók, hér
gengur flest upp og útkoman er æsispenn-
andi ævintýri, þar sem lesandanum er oft
komið hressilega á óvart.
Ævintýrahetjur í nýjum búningi
bbbmn
Grimmsystur. Ævintýraspæjarar eftir Michael
Buckley. Íslensk þýðing: Marta Hlín Magnadótt-
ir og Birgitta Elín Hassell.
Bókabeitan 2012. 285 bls.
Beinir afkomendur Grimmbræðranna eru
þessar líka hressu stelpur, þær Dagný og Sa-
brína. Þær höfðu ekki hugmynd um þetta
ætterni sitt fyrr en foreldrar þeirra hverfa og
þær þurfa að flytja til ömmu sinnar. Þar þurfa
þær heldur betur að endurskoða heimsmynd
sína, því amman býr í ævintýraheimi þar sem
þær hitta fyrir
risa og aðrar
ævintýraverur
sem búa á hálf-
gerðu vernd-
arsvæði.
Níu bækur um
Grimmsystur
hafa komið út í
Bandaríkjunum
frá árinu 2005 og
nú er sú fyrsta,
Grimmsystur.
Ævintýraspæj-
arar, komin út á
íslensku. Þær
hafa hlotið fjöl-
margar viðurkenningar og góðar viðtökur,
meðal annars vermt lista The New York Tim-
es yfir mest seldu bækurnar. Hér heima hefur
hún þegar fengið verðlaun, sem ein af þremur
best þýddu barna- og unglingabókunum þessi
jólin.
Í bókinni bregður fyrir ýmsum kunn-
uglegum karakterum úr ýmsum ævintýrum,
nýjum og gömlum; grísunum þremur, Mjall-
hvíti, Þyrnirós, böngsunum þremur og Artúr
konungi, svo einhver séu nefnd. Þau haga sér
aftur á móti ekkert endilega eins og þau gera í
þeim ævintýrum sem þau eiga rætur að rekja
til; til dæmis er vondi úlfurinn kannski ekkert
alslæmur.
Þetta hefur svo sem verið reynt áður; að
stilla hinum ýmsu ævintýrapersónum upp á
nýjan leik. Það hefur tekist misjafnlega, en
heppnast býsna vel hér. Svo er bókin líka afar
vel þýdd. Ekki er að undra að bækurnar hafi
fengið jafngóðar viðtökur og raun ber vitni,
því fyrir utan ferska nálgun á gömul ævintýri
og persónur þeirra, þá er hér á ferðinni
skemmtileg, hnyttin, spennandi og snörp
saga sem vafalaust skemmtir mörgum, bæði
börnum og fullorðnum. Hæfilega blóðug og
grimm, en voru gömlu Grimms-ævintýrin
ekki einmitt þannig?
Hressileg bók um „alvöru“ efni
bbbnn
Hvalirnir syngja eftir Jacqueline Wilson.
Íslensk þýðing: Halla Sverrisdóttir.
JPV 2011. 278 bls.
Hvað gerir Ella, átta ára mömmustelpa, þeg-
ar mamma hennar fellur í dá eftir barnsburð?
Stelpa sem býr með fósturpabba sínum sem
henni er meinilla við og
nýfæddum bróður. Ofan
á það þarf hún að fást
við vinkonuvesen, að
vera lélegust í bekknum
í sundi, brellið hrekkju-
svín og allt mögulegt
annað sem getur fylgt
því að vera átta ára.
Ella er aðalpersóna
bókarinnar Hvalirnir
syngja. Heillandi, óút-
reiknanleg og bæði
sterk og viðkvæm eins
og gerist og gengur
með fólk. Þegar mamma hennar fellur í dá þarf
hún að vera óskaplega vongóð og hugrökk og
læra að fást við nýjar aðstæður.
Hér tekur Jacqueline Wilson á viðkvæmu
efni, veikindum foreldra og stjúptengslum, og
ferst það prýðilega úr hendi. Bókin fjallar um
„alvöru efni“, sem fjallað er um á léttan hátt, án
þess að höfundurinn missi nokkurn tímann
sjónar á viðfangsefninu eða glati virðingu fyrir
því.
Líklega vöknar einhverjum ungum lesanda
um augu við lesturinn. En er það ekki bara allt
í lagi, að komast við þegar góðar bækur eru
lesnar?
Undirrituð á því láni að fagna að hafa ungt
aðstoðarfólk innan seilingar sem er ávallt fúst
til að gefa álit sitt á barnabókum. Það var sam-
róma álit tveggja úr þeim hópi að þetta væri
„æðisleg bók. Kannski smá sorgleg, en líka
fyndin og skemmtileg“. Reyndar játaði annar
þessara aðila, þegar á hann var gengið, að hafa
vakað lengur en góðu hófi gegndi við lesturinn.
Eru það ekki bara fyrirtaks meðmæli með
barnabók?
Fjörugar fantasíur og
bók sem vakað var yfir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Yfirlit yfir nýjar íslenskar og
þýddar unglingabækur
Life of Pi
Gagnrýni um kvikmyndina má
finna á bls. 45.
Metacritic: 79/100
The Impossible
Yfir 230 þúsund manns létu lífið og
milljónir misstu heimili þegar gríð-
arstór flóðbylgja, sem myndaðist
við jarðskjálfta á botni Indlands-
hafs, skall á fjórum löndum á annan
dag jóla árið 2004. Í kvikmyndinni
The Impossible, Hinu ómögulega,
segir af þessum hörmulega atburði,
sönn saga af fimm manna fjöl-
skyldu, hjónunum Henry og Mariu
og þremur sonum þeirra, sem upp-
lifði hamfarirnar. Fjölskyldan var í
fríi á Taílandi þegar flóðbylgjan
gekk á land. Leikstjóri mynd-
arinnar er Spánverjinn Juan Ant-
onio Bayona og í aðalhlutverkum
eru Ewan McGregor og Naomi
Watts.
Metacritic: 78/100
Bíófrumsýningar
Hörmungar Úr The Impossible sem
verður frumsýnd í dag í Sambíóum.
Hamfarir við
Indlandshaf
LIFE OF PI 3D Sýndkl.5-8-10:30
SO UNDERCOVER Sýndkl.4
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.2-4-6
GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D Sýndkl.2
KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10
SKYFALL Sýndkl.6-9
NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Bráðskemmtileg gamanmynd
í anda MISS CONGENIALITY
12
10
7
16
L
L
L
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM ANG LEE
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
,,Sú besta í allri seríunni”
T.V - Kvikmyndir.is
,,Fyrsta flokks 007”
J.A.Ó - MBL
,,Þrælspennandi og skemmtileg
frá upphafi til enda”
H.V.A - FBL
Þ.Þ - FBL
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
NÁNAR Á MIÐI.IS
-S.G.S., MBL
-H.V.A., FBL
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 8 - 10.45 10
LIFE OF PI 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 10
LIFE OF PI 2D KL. 5 - 8 - 10.45 10
SO UNDERCOVER KL. 5.50 7
GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 7
GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 7
KILLING THEM SOFTLY KL. 10.20 16
HERE COMES THE BOOM KL. 8 7
NIKO 2 KL. 3.40 L
SKYFALL KL. 9 12
LIFE OF PI 3D KL. 5.40 - 8 - 10 10
SO UNDERCOVER KL. 8 L
KILLING THEM SOFTLY KL. 10 1
SKYFALL KL. 5.20 12
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 8 - 9 10
SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 10
GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a.
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
-Total Film-Roger Ebert -The Guardian