Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 ✝ Eugene R. Ma-ticko fæddist í Pennsylvania í Bandaríkjunum 11. júlí 1933. Hann lést á heimili sínu í Fa- irfax, Virginíu, 11. desember 2012. Eiginkona hans er Guðrún Ragn- arsdóttir Maticko, f. 3. nóvember 1936 í Reykjavík. Börn þeirra eru Karen, f. 1963, María, f. 1964, John Ragnar, f. 1969, og Rebecca, f. 1972. Barnabörnin eru 9. Útför hans fer fram í Fairfax í dag, föstudaginn 21. desember 2012. Jarðsett verður í Arlington- kirkjugarðinum. Það var glæsilegur ungur mað- ur sem Guðrún móðursystir mín kynnti fyrir fjölskyldunni á sjötta ártug síðustu aldar. Þetta var hann Gene, mannsefni hennar. Ég var 12 ára og fannst hann æð- islegur, minna mest á kvik- myndastjörnu, myndarlegur með ríka persónutöfra. Hann hafði allt sem prýða mátti góðan eigin- mann og lífsförunaut. Ég átti eftir að kynnast honum vel þegar ég dvaldi á heimili þeirra, fyrst 15 ára gömul sem barnfóstra hjá þeim á Spáni í fjóra mánuði, en þá voru elstu dæturnar á fyrsta og öðru ári, og síðar á heimili þeirra í Bandaríkj- unum. Gene var mikill fjölskyldu- maður og lét velferð Guðrúnar og barnanna ganga fyrir öllu. Hann var mér einstaklega góð- ur þegar ég dvaldi með þeim á Spáni á valdatíma Francos, í öðru andrúmslofti en ríkir á Spáni í dag. Þau bjuggu þá í litlu þorpi nálægt Rota, sem var bækistöð Bandaríkjahers, þar sem Gene starfaði. Unglingar voru þá ekki einir á ferli og almenningssam- göngur litlar sem engar. Alltaf var hann boðinn og búinn að skutla mér til að hitta bandaríska jafnaldra mína sem bjuggu í Rota og sækja mig aftur, alveg einstak- lega bóngóður. Fyrir þennan lær- dómsríka og skemmtilega tíma verð ég þeim hjónum ætíð þakk- lát. Okkur í fjölskyldunni var tekið opnum örmum á heimili þeirra hjóna hvar sem þau voru búsett og við nutum þar einstakrar gest- risni. Þar var alltaf gott að vera. Gene var í miklum metum hjá tengdaforeldrum sínum, ömmu minni og afa, þeim Guðrúnu Guð- mundsdóttur og Ragnari Guð- laugssyni, og var ekki örgrannt um að það væri aðdáunartónn í röddinni þegar hann kom til tals. Þau nutu þess svo sannarlega að heimsækja Guðrúnu, Gene og börnin erlendis, sem var mikið ævintýri hverju sinni. Þeir feðgar Gene og John Ragnar, einkason- urinn, voru miklir félagar, fóru saman í stangveiðiferðir á hverju sumri til Íslands og eignuðust marga góða veiðivini. Þeir hnýttu flugur sem urðu frægar. „Ma- ticko black“ heitir ein sem var einstaklega fengsæl í íslenskum ám er mér sagt og lætur Gene eft- ir sig mikið og merkt veiðiflugu- safn. Fjölskyldan samheldna var honum allt. Hennar missir er nú mikill, en minningar ylja um góð- an eiginmann, föður, tengdaföður og afa, umhyggju hans og ást. Eugene R. Maticko verður jarðsunginn frá sóknarkirkjunni sinni í Fairfax í Virginiu í dag og jarðsettur á nýju ári í Arlington- kirkjugarðinum. Fjölskyldan á Íslandi kveður hann með þakk- læti og söknuði og sendir samúð- arkveðjur vestur um haf. Ásta R. Jóhannesdóttir. Nú brast gott hjarta; hvíl vært kæri prins; og englasveimur syngi þig til náða. (W. Shakespear/Helgi Hálfdánars.) Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, Þar ríkir feg- urðin ein, ofar hverri kröfu. (H.K. Laxness.) Ofanskráð orð tveggja meist- ara orðsins komu okkur í hug er við fréttum lát vinar okkar Eu- gene R. Maticko. Í minningunni um hann ríkir fegurðin ein. Nú hvílir hann vært eftir erfið veik- indi síðustu mánuði. Hann vissi hvert stefndi. Því kaus hann að vera heima og mæta örlögum sín- um af karlmennsku og hjá sínum nánustu – svo brast gott hjarta. Hann hlaut trúarlegt uppeldi í kaþólskum sið þar sem honum var meðal annar kennt þetta: „Enn nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (I. Kor. 13.1.3) Þetta uppeldi mótaði hjá honum sterka trú. Og kærleiki hans var mikill. Þar sem háfjöllin heilög rísa mót heiðskírri norðurátt, á landi íslenskra ísa, þar er þér sál mín svo dátt; þar sem öræfafuglinn flögrar í frosti um skarð og tind og jökulauðnin þér ögrar sem óklöppuð dýrlíngsmynd, þar sem Urðhæð og Einbúi vaka og eldborgin hvíta rís og fornir fjallgalar kvaka þar finn ég þig loks mín dís! (H.K. Laxness.) Og hér á landi fann Eugene sína dís, Guðrúnu Ragnarsdóttur, æskuvinkonu Kolbrúnar. Kynni okkar hjónanna og Gene, eins og hann var gjarnan kallaður, hófust þá. Guðrún varð síðar eiginkona hans. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 17. nóvember 1962. Þar sem jökulinn ber við loft undi Gene sér vel. Hann var mjög snjall stangveiðimaður. Margar urðu ferðir hans, ásamt John Ragnari syni sínum til Íslands til veiða, m.a. í Langá á Mýrum og síðar í Laxá í Aðaldal. Þeir nutu sín við veiðar í íslenskri náttúru. Gene starfaði sem yfirmaður í bandaríska sjóhernum víða um heim á starfsævi sinni. Þar gat hann sér gott orð sem annars staðar. Fjölskyldan bjó m.a. á Spáni, í Flórída og um tíma á Ís- landi. Árið 1970 hóf Gene störf í höf- uðstöðvum Varnarmálastofnunar Bandaríkjanna í Arlington, Virg- iníu. Sama ár keyptu þau hjónin hús sitt í Fairfax, Virginíu. Á því glæsilega heimili áttum við marg- ar góðar stundir. Við hjónin þökkum samfylgd- ina. Fjölskyldunni sendum við hugheilar samúðarkveðjur. „Nú lætur þú Drottinn þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér.“ (Lk. 2.29). Gene hef- ur nú fengið hlutdeild í himnin- um. Þar ríkir fegurðin ein. Blessuð sé minning Eugene R. Maticko. Kolbrún og Erling. Eugene R. Maticko ✝ Róbert Maits-land fæddist 3. september 1943. Hann lést 14. des- ember 2012. Foreldrar Ró- berts voru: El- ísabet Jóhanns- dóttir, f. 19.11. 1910, d. 16.8. 1976, frá Miðkrika, Hvolhreppi, til heimilis þar til 1964, verkakona í Reykjavík og síðan bóndi á Þjótanda í Flóa, Árnessýslu, og Jack Luis Maitsland, frá Bandaríkjunum. Maki Róberts var Agnes Jóna Ólafsdóttir, f. 16.9. 1959, d. 9.6. 2000. Börn Róberts og Agnesar eru: Sara Sif Maits- land, f. 26.10. 1981. Maki: Ka- sper Christensen, f. 1.3. 1980. Elma Maitsland Kristensen, f. 20.2. 1979. Maki: Kiehn Maits- land Kristensen f. 2.2. 1979, börn þeirra eru tvíburarnir Celia og Elias, f. 5.1. 2009. Að auki átti Róbert þrjú börn úr fyrri samböndum. Rúnar Ben Maitsland, f. 23.7. 1972, maki: Anna Aneta. Rúnar á ein son frá fyrra sambandi: Jordan merkur kom settist hann fljót- lega að á Falster og stjórnaði þar verslun í Hoki-versl- unarkeðjunni. Eftir það fluttu þau til Spánar. Frá Spáni lá leiðin til Suður-Jótlands þar sem hann stundaði íþróttaþjálf- um við góðan orðstír. Agnes og Róbert áttu lítið sjálfstætt fyrirtæki sem þau ráku um tíma, Marsea import/export. Róbert hefur alltaf haft gaman af að skrifa. Hann á jafnvel handrit af heilu bókunum og allskonar heimildum um íþrótt- ir. Hann skrifaði bókina Högg- ormur í Paradís. Hún var byggð á sannsögulegum sögum um menn og málefni á Suður- landi. Róbert ferðaðist mikið, einkanlega á seinni árum. Af- ríka var honum hugleikin en hann dvaldi í Gambíu 1-3 mán- uði á ári síðastliðin 10 ár ásamt góðum vinum. Indland, Tyrkland, Búlgaría, Rúmenía, Egyptaland eru líka meðal landa sem honum auðnaðist að heimsækja. Þó að hann hafi lengi verið búsettur erlendis glataði hann aldrei trúnni á landið sitt og var hann alltaf mikill Íslendingur. Útför Róberts verður gerð frá Hellig Kors Kirke í Kaup- mannahöfn í dag, 21. desember 2012, kl. 12. Victor, f 10.7. 1997. Davíð Ben Maitsland, f. 23.7. 1972, maki: Svala Birna Sæbjörns- dóttir, f. 8.8. 1978, börn þeirra eru: Ásthildur Ben., f. 18.2. 2001 og Ágústa Ben., f. 27.2. 2009. Móðir þeirra er Guðrún Benediktsdóttir. Heiðdís Maitsland, f. 3.5. 1976. Börn: Helena Ýr, f. 18.10. 1997 og Karen Birta, f. 28.6. 2001. Móðir hennar er Rósa Sigdórs- dóttir. Róbert fylgdi móður sinni frá Reykjavík og var bóndi á Þjótanda í Flóa til 1980 þegar hann flutti til Danmerkur. Um tíma bjó hann á Spáni en frá 1985 hefur hann haft fasta bú- setu í Danmörku. Róbert hafði alltaf mikinn áhuga á íþrótt- um. Á Íslandi þjálfaði hann frjálsar íþróttir hjá nokkrum ungmennafélögum á Suður- landi. Hann hafði frumkvæði að stofnun lyftingadeildar á Selfossi og þjálfaði þar lyft- ingar um árabil. Þegar til Dan- Elskulegur faðir okkar, Ró- bert Maitsland, er látinn. Eftir þriggja ára hetjulega baráttu við krabbamein kvaddi hann sína jarðvist föstudaginn 14. desember. Hann var síðustu dagana á hjúkrunarheimili hér í Kaupmannahöfn. Það hafði dregið mjög af honum og ljóst að hann myndi ekki sigra sjúk- dóminn. Elsku pabbi, Daddy Cool. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að kveðja þig. Það er svo sárt að vita til þess að þú sért farinn frá okk- ur. Minningin um góðan og ást- ríkan föður mun lifa með okkur og allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þeg- ar við þurftum á því að halda og þú hvattir okkur áfram í líf- inu hvað sem við tókum okkur fyrir hendur. Fyrir það erum við þakklátar. Takk fyrir stuðn- inginn á námsárunum, takk fyrir öll ferðalögin og takk fyr- ir allan stuðninginn þegar við vorum sjálfar að byggja upp okkar eigin fjölskyldur. Það má ekki heldur gleyma barnæsk- unni og íþróttaárunum þar sem þú stóðst alltaf hjá okkur á öll- um mótum og æfingum og hvattir okkur áfram. Takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur. Við elskum þig svo mikið og minningin um þig verður varðveitt. Núna bætist falleg stjarna á næturhimininn. Megi englanna her taka á móti þér og gæta þín að eilífu. Hvíldu í friði elsku pabbi, við munum sakna þín. Þínar dætur, Elma og Sara. Ég kynntist Róberti Maits- land á frjálsíþróttaæfingu hjá ungmennafélaginu Baldri í Hraungerðishreppi. Ég kom á þessa æfingu ásamt nokkrum félögum frá Oddgeirshólum. Ég var nú ekkert upprifinn yfir þessum nýja þjálfara hjá félag- inu í fyrstu en það átti eftir að breytast fljótlega. Með okkur tókust góð kynni enda höfðum við báðir mikinn áhuga á íþrótt- um. Á aðalfundi Ungmenna- félagsins vorum við kosnir sam- an í íþróttanefnd félagsins og árið þar á eftir var ég kosinn formaður í félaginu að undir- lagi Róberts. Næstu þrjú árin var ég formaður félagsins og Róbert frjálsíþróttaþjálfari fé- lagsins. Róbert var sérstaklega áhugasamur og góður þjálfari enda var árangur félagsins í frjálsum íþróttum á þessum ár- um góður einkum í unglinga- flokkum og meðal annars unn- um við aldursflokkamót Héraðssambandsins Skarphéð- ins eitt árið og slógum þar við mun stærri ungmennafélögum. Eftir þessi ár þurfti ég starfa minna vegna að hætta for- mennsku í félaginu en vinátta okkar Róberts hélt alla tíð upp frá því. Fyrst eftir að Róbert flutti til Danmerkur urðu sam- skiptin eðlilega minni en smám saman jukust þau aftur bæði með heimsóknum og símtölum. Ég heimsótti hann og Agnesi bæði í Kaupmannahöfn og Broager, og eftir að Róbert fluttist aftur til Kaupmanna- hafnar urðu samskiptin stöðugt meiri og meiri. Undanfarin 15 ár hef ég heimsótt hann flest árin og hann hefur komið til Ís- lands nokkrum sinnum. Ég var líka svo lánsamur að vera Ró- berti samferða í þrjú skipti í vetrarfríi í Gambíu. Róbert var einstaklega góður ferðafélagi og áttum við góðar stundir saman í þessum fríum. Í gegn- um bréfaskipti, símtöl og heim- sóknir gátum við félagarnir á Íslandi fylgst með uppvexti dætra Róberts og Agnesar, námsferli, íþróttaferli og síðan hvernig þær hafa eignast menn og stofnað heimili. Það er ljóst að dæturnar hafa erft margt frá föður sínum, þær geta verið harðar í horn að taka og semur kannski ekki alltaf við alla, en eins og hjá Róberti skín í gegn góðmennska, væntumþykja og vinátta. Það er einmitt þannig sem ég vil minnast míns góða vinar Róberts Maitsland sem nú hefur kvatt þessa jarðvist. Ég er sannfærður um að hann dvelur nú meðal góðra ættingja og vina á öðru sviði og að þar munum við einhvern tíma seinna hittast aftur og rifja upp takmarkaða kunnáttu okkar í gambískum málum og segja hvor við annan „Vá, Vá, Lama, Lama“. Börnum, ættingjum og vinum Róberts sendi ég sam- úðarkveðjur. Heiðar Ragnarsson. Föstudagurinn 14. desember sl. var bjartur og fagur við Gullfoss. Fjallahringurinn ljóm- aði mjallhvítur í sólinni. Á þess- um fagra degi barst mér sú fregn að vinur minn Róbert Maitsland hefði kvatt þessa jarðvist, laust eftir hádegið. Í raun kom þetta mér ekki mikið á óvart en alltaf er erfitt að sætta sig við að missa góðan vin. Í febrúar 2010 komum við fé- lagarnir heim úr einni af mörg- um ferðum okkar til Afríku. Róbert hafði farið til læknis og kom með þann úrskurð að hann ætti aðeins þrjá mánuði ólifaða. Skemmst er frá því að segja að Róbert háði þriggja ára hetju- lega baráttu við krabbameinið sem að lokum sigraði hann og lagði að velli þennan fagra des- emberdag. Sem ungir menn lágu leiðir okkar Róberts saman. Þá voru sveitaböll um hverja helgi. Fé- lagsheimilin á Suðurlandi, Glaumbær, Klúbburinn, Röðull og Þórskaffi voru okkar sam- komustaðir. Róbert þjálfaði íþróttir og ég vann fyrir ung- mennafélögin. Róbert hefur skráð sögu sína frá unglings- árum og til þess tíma að hann giftist og flutti til Danmerkur þar sem hann hefur búið meira en þrjá áratugi. Eftir ótímabært andlát Agnesar urðu fundir okkar tíð- ari. Róbert langaði að gleðja dæturnar eftir fráfall móður þeirra. Þá vildi svo til að eina ferðin sem var í boði og hentaði þeim var ferð til Gambíu í Afr- íku. Tveim árum seinna fórum við að kanna þetta skrítna land betur. Þetta varð til þess að síðan 2002 höfum við verið í landinu 1-3 mánuði á ári. Ýmist höfum við gist á hótelum eða haft hús á leigu. Við fengum tækifæri til að kynnast landinu mjög vel og höfum blandað geði við íbúana með því að búa í íbúðahverfum innfæddra. Þetta hefur verið dásamlegur tími. Róbert var góður ferðafélagi og endurminningar okkar frá öll- um ferðunum og ævintýrunum sem við höfum gengið í gegnum hafa kallað fram hlátur glens og gaman þegar við höfum hist eða talað saman í síma. Dagurinn leið og roða sló á Langjökul þegar sól lækkaði á lofti sem minnir okkur sem eft- ir standa á það að á morgun kemur annar dagur. Lífið held- ur áfram en í farteskinu höfum við söknuð í hjarta en bjartar minningar um góðan vin og förunaut. Ég kveð þig, kæri vinur, með söknuði en um leið þakklæti fyrir samveruna og öll þau ólýsanlegu ævintýri sem við höfum gengið í gegnum á ferðalögum okkar. Ég trúi því að sá dagur komi að leiðir okk- ar liggi saman aftur og æv- intýrin haldi áfram. Ég bið þig vel að fara, kæri vinur, en ég mun varðveita minninguna um góðan félaga og vin. Börnunum þínum, Elmu, Söru, Heiðdísi, Davíð og Rúnari, ættingjum þínum og vinum, bið ég alla heilla og sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Diðrik Haraldsson. Vinur minn Róbert Maits- land lést í Danmörku á föstu- dag. Við vorum sveitungar. Hann bjó á Þjótanda og ég á Neistastöðum. Við kynntumst 1974 þegar hann var lyftinga- þjálfari í kjallara Sundlaugar Selfoss. Róbert fékkst lítt við hefðbundinn búskap og hafði yfirleitt tíma aflögu til að taka á móti gestum, segja sögur, tæma flöskur og ræða allt milli himins og jarðar. Vorið 1977 var haldin fjáröflunarsamkoma á Þjótanda og allt sumarið þar á eftir var ferðast um Evrópu á Interrail og vinaböndin treyst. Róbert fæddist 1943. Elísa- bet Jóhannsdóttir móðir hans var frá Miðkrika í Hvolhreppi. Hún vann á hóteli í Reykjavík og kynntist þar sjarmerandi stýrimanni, sem kom reglulega til Reykjavíkur í skipalest yfir hafið. Í síðustu heimsókn hans var Elísabet veik og fannst út- lit sitt svo hræðilegt að hann mætti ekki sjá sig. Hann leitaði hennar um alla Reykjavík og var að lokum viss um að hún vildi ekkert meira með hann hafa. Stýrimaðurinn hvarf á braut og fannst ekki framar, jafnvel þótt hans væri leitað á veraldarvefnum hálfri öld síðar. Strax og ástandsbarnið Róbert er fætt flytur hún aftur í sveit- ina. Í þá daga voru fordómar óþekktir til sveita og orðið sjálft eflaust óskiljanlegt í sjálf- umgleði sveitasælunnar. Elísa- bet var vel gerð kona, en fékk aldrei tækifæri til að njóta sinna kosta. Róbert ólst upp í sveitinni og áttaði sig snemma á því að honum voru ætlaðir ýmsir varasamir eiginleikar vegna ótryggs upplags. Hann fékk snemma mikla íþrótta- og kraftadellu og var kappsamur í áflogum. 17 ára flytur hann með móður sinni til Reykjavík- ur og lék, eins og hann best kunni, töffara. Hann náði góð- um árangri í slagsmálum og stelpuveiðum, en gekk afleit- lega í fjáröflun og bílaútgerð. Róbert skrifaði sögu sína með tilþrifum 1982 í bókinni Högg- ormur í Paradís og ég bæti þar engu við hér. Róbert átti þrjú áhugamál alla tíð; ferðalög, konur og íþróttir. Fyrstu áratugina ferð- aðist hann aðallega í huganum og las bækur, en seinna varð ferðamátinn fjölbreyttari. Hann var greindur og athugull ferða- langur og skemmtilegur ferða- félagi. Sendi börnum hans og vinum mínar samúðarkveðjur. Björn Sigurðsson. Róbert Maitsland Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.