Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 ✝ Hróðmar Mar-geirsson fædd- ist á Ögmund- arstöðum í Staðarhreppi, Skagafirði, 5. sept- ember 1925. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki 13. desember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Helga Óskarsdóttir, f. 22. janúar 1901, d. 27. janúar 1998, frá Hamarsgerði í Lýtings- staðahreppi og Margeir Jóns- son bóndi, kennari og fræði- maður á Ögmundarstöðum, f. 15. október 1889, d. 1. mars 1943. Hálfbróðir Hróðmars samfeðra er Friðrik Lúther, skólastjóri á Sauðárkróki, f. 1919, d. 1995, kvæntur Öldu Ellertsdóttur. Alsystkin Hróð- mars eru: Jón Helgi, f. 1928, d. 1932, Margrét Eybjörg fé- lagsráðgjafi í Reykjavík, f. 1929, gift Sigurjóni Björnssyni. Jón Kristvin sagnfræðingur í Reykjavík, f. 1932 og Sigríður húsfreyja í Reykjavík, f. 1934, 1961, í sambúð með Maríu Jónsdóttur, f. 27.8. 1961. Dætur Jóns Margeirs og fyrri konu hans Hólmdísar Hjartardóttur, f. 6.10. 1958 eru: a) Urður, f. 17.2. 1990, og b) Hörn, f. 29.9. 1992. Sonur Maríu er Krist- leifur Jónsson, f. 5.12. 1980. 4) drengur andvana, f. 13.6. 1962. Hróðmar ólst upp á Ögmund- arstöðum og tók snemma þátt í bústörfum. Hann var hjálp- arhella móður sinnar meðan faðir hans var langdvölum til lækninga fjarri heimilinu. Hróðmar tók kennarapróf vor- ið 1947 og kenndi við Melaskól- ann í Reykjavík 1947-1956. Samhliða námi og kennslu vann hann búinu á sumrin og var vakinn og sofinn yfir velferð móður sinnar og systkina. Vor- ið 1956 tóku Hróðmar og Ásdís við búi á Ögmundarstöðum og áttu þar heima síðan. Hróðmar var skólastjóri Barnaskóla Staðarhrepps frá 1956 til 1993. Þau hjón byggðu upp á Ög- mundarstöðum og bjuggu myndarbúi til ársins 1999 að búrekstri var hætt að mestu. Hróðmar hélt nokkur hross fram á síðasta dag. Síðasta árið dvaldi Hróðmar á Heilbrigð- isstofnuninni Sauðárkróki. Útför Hróðmars verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 21. desember 2012, klukkan 14. Jarðsett verður á Reynistað. gift Þorsteini Sig- urðssyni. Hróðmar kvænt- ist Ásdísi Björns- dóttur hinn 10. apríl 1954. Ásdís var fædd 3. sept- ember 1930, d. 29. október 2005, hún var dóttir hjónanna Þor- bjargar Vilhjálms- dóttur, f. 17.1. 1908, d. 27.1. 1968, og Björns Jónssonar, f. 7.12. 1903, d. 8.3. 1977, sem bjuggu á Ölduhrygg í Svarfaðardal. Börn Hróðmars og Ásdísar eru 1) drengur and- vana, f. 13.1. 1954, 2) Sigríður, f. 27.12. 1954, gift Guðmundi Kr. Eydal, f. 16.3. 1956. Börn Sigríðar og Guðmundar eru a) stúlka, f. 9.9. 1986, d. samdæg- urs, b) Hróðmar, f. 13.1. 1988, c) Ríkey, f. 14.10. 1991. Stjúp- börn Sigríðar og börn Guð- mundar eru d) Kristbjörn Ey- dal, f. 30.9. 1976, kvæntur Unu Björgu Jóhannesdóttur, Krist- björn á þrjú börn, e) Sigrún Jóna, f. 30.11. 1977, hún á þrjú börn. 3) Jón Margeir, f. 30.5. Látinn er á 88. aldursári Hróðmar Margeirsson, fyrrver- andi skólastjóri og bóndi á Ög- mundarstöðum í Skagafirði. Hróðmar var vel látinn kennari, kenndi í Melaskólanum í Reykjavík í 9 ár og minntist þess tíma með ánægju. Hann var skólastjóri í heimasveit sinni í tæp 40 ár og stundaði jafn- framt búskap á Ögmundarstöð- um. Hróðmar og Ásdís bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttu árið 1956 norður þar sem þau tóku við búi af Helgu móður Hróðmars. Í búskapartíð þeirra hjóna var byggt myndarlega upp og tún ræktuð. Þau hættu búskap að mestu árið 1999, en áttu áfram heima á Ögmund- arstöðum. Hróðmar tók nærri sér veikindi og fráfall Ásdísar, en bjó þó áfram einn á jörðinni og sinnti hrossum og veiðiskap þar til í lok síðasta árs að hann flutti á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Þar fékk hann góða þjónustu og leið vel þar til í síðasta mánuði að veikindi gerðu vart við sig. Hann lést eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm 13. desember síðastlið- inn. Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar. Hróðmar tók nokkurn þátt í félagsstörfum á lífsleiðinni, sat í stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara á Reykjavíkurárunum, í stjórn veiðifélagsins þar sem hann barðist fyrir rétti þeirra, sem nýtt höfðu hlunnindi af veiði í Miklavatni. Hróðmar sat lengi í sóknarnefnd Reynistað- arkirkju, fyrst sem gjaldkeri og síðar formaður. Hann stóð fyrir endurbótum á kirkjunni eftir að hún hafði skemmst í illviðri og lagði kapp á að hún væri gerð upp sem næst upprunalegri mynd. Þau hjón gáfu kirkjunni veglegar gjafir og sinntu henni af alúð. Hróðmar var meðhjálp- ari í Reynistaðarkirkju um ára- raðir. Hróðmar var trúhneigður eins og starf hans fyrir kirkjuna ber vott um. Hann hafði sterkar skoðanir á landsmálum og studdi Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Hann var rökfastur og lét trauðla sinn hlut. Hann las mik- ið þegar stundir gáfust frá önn- um hversdagsins, mest þjóðleg- an fróðleik ýmiskonar og vitnaði oft í það sem hann hafði lesið. Börnin mín nutu þess að kynnast sveitastörfum hjá Hróðmari og reyndist hann þeim góður leiðbeinandi. Nafni hans naut þeirra samskipta sér- staklega og bar ávallt mikla virðingu fyrir afa sínum. Við áttum ágætlega saman, gátum rætt um dægurmál, sem oft beindust að stjórnmálum, bókmenntir, gamla búskapar- hætti og þjóðlegan fróðleik. Að leiðarlokum þakka ég tengda- föður mínum samfylgdina og bið honum Guðs blessunar um leið og ég færi börnum hans og barnabörnum innilegar samúð- arkveðjur. Guðmundur Kr. Eydal. Við fráfall bróður míns, Hróðmars Margeirssonar, gefst tilefni til að rifja upp ýmislegt frá liðnum tímum. Það var þungt áfall fyrir Hróðmar og systkini hans, er faðir okkar, Margeir Jónsson á Ögmundar- stöðum, féll frá árið 1943. Hróð- mar var þá ekki orðinn fullra 18 ára. Undirritaður var 10 ára en elstur í þessum fimm barna systkinahópi var Friðrik sem var 23 ára en hann var þá við nám í Háskóla Íslands. Það kom nú í hlut þeirra bræðra, Frið- riks og Hróðmars, að vera verk- stjórar í áframhaldandi búskap móður okkar á Ögmundarstöð- um. Þá kom það fljótt í ljós að Hróðmar hafði gott vit á því hvernig ætti að reka búskap og þá var ekki síður mikilvægt að eldri bróðirinn, Friðrik, var einnig hneigður fyrir búskap og hestamennsku, þótt nám hans í norrænum fræðum við háskól- ann væri forgangsmál og hlyti að taka tíma hans. Samvinna þeirra bræðra var jafnan með miklum ágætum, þeir voru hvor annars bestu vin- ir, og þrátt fyrir hinn mikla missi er móðir okkar hafði orðið fyrir við þetta fráfall eigin- manns hennar tókst henni að halda áfram búskap á Ögmund- arstöðum án stórra áfalla. Nokkurn þátt í þessu áttu for- eldrar hennar, Sigríður Hall- grímsdóttir og Óskar Þorsteins- son, og bróðir hennar, Ármann Óskarsson, en þau fluttu að Ög- mundarstöðum árið 1943 og voru þar í húsmennsku næstu árin. Ármann tók að sér að vera vetrarmaður hjá systur sinni næstu vetur og fyrir vikið gat Hróðmar farið í Kennaraskól- ann og lokið þar burtfararprófi nokkrum árum síðar. En bú- skapurinn átti enn hug hans og þar sá hann tækifæri. Hann ætl- aði þó fyrst að ná sér í duglega búkonu og það heppnaðist hon- um síðar. Hróðmar tilheyrði ekki þeim stóra hópi sem telur að sálin sé ekki til sem sjálfstæð eining. Hann var lúterstrúarmaður með miklu ívafi úr sálarrannsóknar- stefnunni og hefði vafalaust átt auðvelt með að fá stimpil frá Haraldi Níelssyni, guðfræðingn- um sem var meðal helstu frum- kvöðla sálarrannsókna á Íslandi. Nú er jarðvist hans lokið og fær hann nú vonandi tækifæri í áframhaldandi tilveru annars heims að sinna áhugamálum sín- um við þau skilyrði sem verða þar í boði fyrir hann. Jón Kristvin Margeirsson. Samfylgd okkar Hróðmars móðurbróður míns spannaði rúm fjörutíu ár eða frá því ég man eftir mér til hans hinstu stundar. Sem barn fór ég til hans í sveit og dvaldi sumar- langt, stundum jafnvel um há- tíðir og páska. Þau Ásdís kona hans tóku mér ævinlega fagn- andi og hjá þeim átti ég góðan tíma. Ögmundarstaðir voru myndarbú, snyrtilegt og reisu- legt og Hróðmar var snjall bóndi. Ég á fjölmargar myndir úr hugskotinu af sveitadvölinni og okkur frændunum. Opnar víðáttur Skagafjarðar blasa við af bæjarhlaðinu með hinum bláu dölum norðursins austan Héraðsvatna og Stað- aröxlina til vesturs. Ég minnist þess þegar við vitjuðum um net- in í Miklavatni og innbyrtum spriklandi laxa og silunga sem við reiddum heim á þeim Skjóna og Hrana, þegar við rákum fé á fjall, áttum við baldna fola, hug- uðum að nýköstuðum folald- smerum eða mörkuðum lömb í sauðburðinum. Hróðmar smitaði mig af gleðinni sem fylgir því að sjá hina mildu hönd vorsins kveikja lífið eftir strangan vet- ur. Ég var ákafur að taka þátt í bústörfunum og vildi stundum meira en mér var falið. Hróð- mar hafði lag á því að láta verk- efnin fylgja getunni og hrósaði mér þegar ég mannaðist upp fyrir mig. Mér er minnisstætt þegar ég fangaði og beislaði tvo hesta í fyrsta sinn, náði varla upp fyrir flipa og teymdi þá rogginn heim á hlað. Hróðmar kímdi og sagði „seigur frændi“. Vafalaust hafa þau hjónin bros- að í kampinn yfir hinum ákafa kaupamanni. Ég var lengst af eini kaupamaðurinn á bænum og naut góðs atlætis þeirra hjóna enda ríkti gagnkvæm væntumþykja og hlýhugur á milli okkar. Eftir því sem árin liðu kom það í minn hlut að brosa í kamp- inn yfir tilsvörum Hróðmars og hlutverkin snerust jafnvel við. Stundum þótti mér nóg um ákafa gamla mannsins í land- búnaðinum undir það síðasta en jafnan gátum við hlegið að uppátækjum hvor annars. Eftir því sem aldurinn færð- ist yfir þróaðist með okkur djúp vinátta og ég kynntist nýrri hlið á Hróðmari þegar kona hans veiktist. Það var aðdáunarvert að sjá hversu natinn hann var við að hugsa um hana Dúu sína og að verða vitni að þeirri hlýju og nærgætni sem hann sýndi henni. Hann hleypti mér einnig inn í huga sinn þegar við fórum saman að vitja um leiði ástvina hans í Reynistaðarkirkjugarði. Hann var einlægur trúmaður og fann styrk í trúnni eftir að hann varð ekkill. Ég átti alltaf athvarf á Ög- mundarstöðum hjá frænda mín- um og sótti þangað stuðning og vinarþel. Þegar árin færðust yf- ir frænda minn naut ég þess að geta endurgoldið þann hug eftir föngum. Það er ekki sjálfgefið að bönd vináttu og frændsemi haldi ára- tugum saman. Ég er þakklátur fyrir sumrin sem við áttum saman og okkar sameiginlegu vegferð öll þessi ár. Hún auðg- aði mig af minningum og þroska. Björn M. Sigurjónsson. Ég hef líklega verið fimm eða sex ára gamall þegar ég kom fyrst til sumardvalar í Ögmund- arstaði rétt fyrir miðjan sjöunda áratuginn og eftir það var til- veran mótuð af skagfirskum sumrum. Á Ögmundarstöðum bjó Hróðmar móðurbróðir minn ásamt konu sinni Ásdísi og börnum tveimur, Jóni Margeiri og Sigríði. Amma mín Helga bjó þar einnig og taldist ég á henn- ar ábyrgð. Sumrin voru sólrík og skemmtileg, auk heimilis- fólksins voru ávallt fleiri börn og unglingar í sumardvöl, allar kynslóðir gengu saman til verka, vinnan var leikur og leik- urinn vinna. Þarna mynduðust sterk bönd vináttu milli frænd- fólks sem staðið hafa óslitin þó að lífið hafi runnið í ýmsa far- vegi. Búskapur Hróðmars og Ás- dísar var hefðbundinn, kýr, sauðfé og hross. Sífellt var eitt- hvað að hlakka til; sauðburður, smalamennska, reka á fjall, vitja um net, sinna heyskap. Allir lögðu hönd á plóg og vinnu- framlag krakkanna skipti máli, maður var tekinn alvarlega. Það var auðvitað ekki fyrr en löngu síðar sem ég áttaði mig á því hversu gott lag Hróðmar hafði á okkur krökkunum og umgekkst okkur sem jafningja en var jafn- framt ábyrgur leiðbeinandi. Hann var kennari af lífi og sál. Ákafamaður til allrar vinnu, sí- fellt að störfum og við krakk- arnir löngum eini félagsskapur hans við vinnuna sem kannski eftir á að hyggja hefur eflaust stundum reynt á þolinmæðina. Á Ögmundarstöðum var gott bóka- safn og hvatningin til lestrar fólst í því að efni bókanna var oft á tíðum umræðuefni við dagleg störf. Vorið 1968 tókumst við hressi- lega á í aðdraganda forsetakosn- inga. Ég studdi Kristján, Hróð- mar var eldheitur stuðningsmaður Gunnars og ég fann ekki annað en honum væri kappsmál að fá mig til að skipta um skoðun. Hann tók mark á mér tíu ára gömlum. Ekki var ég látinn gjalda þess að hafa ekki gefið eftir sannfæringu mína en taldi þó réttara að fagna kosn- ingasigrinum hóflega. Ég rifja þetta upp til að þakka Hróðmari fyrir þann þátt sem hann átti í mótun minni á æsku- árum. Sveitadvöl var á þessum tíma allt að þriðjungur úr ári, 3-4 mánuðir, ekki svo lítill hluti þegar nánar er skoðað. Þegar ég löngu síðar leitaði til Hróðmars og Ásdísar um lausn með að eiga helgar með syni mínum barnungum sem þá bjó á Sauðárkróki var það auðsótt. Í tvo vetur komum við feðgar reglulega og nutum samvista hvor með öðrum á Ögmundar- stöðum og ekki síður við þau hjónin sem ávallt tóku okkur fagnandi. Þarna kynntist ég Hróðmari á annan hátt, við ræddum heima og geima, hann var vel lesinn og fylgdist vel með öllu sem gerðist á landsvísu og mér varð hugsað til þess að ekki þarf að eyða ævinni á torgum og í margmenni til að hafa yfirsýn. Hann rifjaði einnig upp sögur úr kennslunni í hreppnum og taldi það mestan árangur sinn að hafa tekist að kenna erfiðum nem- endum undirstöðuatriði í lestri, skrift og reikningi. Það væri þeirra besta veganesti út í lífið Hróðmar frændi minn skilaði góðu dagsverki og nestaði marga til lífsins vegferðar. Fyrir það á hann góðar þakkir skildar og samúðarkveðjur mínar ganga til fjölskyldu hans við fráfall hans. Hávar Sigurjónsson. Þeim fækkar óðum sem gengu út í vorið með kennara- próf frá Kennaraskóla Íslands í maí 1947. Nú hefur Hróðmar Margeirsson frá Ögmundarstöð- um í Skagafirði kvatt þetta líf. Hann skilur eftir sterka mynd í hugum okkar bekkjarfélaganna þessi ljóshærði grannvaxni og sviphreini piltur. Hróðmar var prýðisgóður námsmaður, íhugull, rólyndur, vinfastur og sífellt leitandi lausna á þeim vandamálum sem mæta kennaranum í starfi, en kennsla varð hans ævistarf þótt hann sinnti ýmsu fleiru. Til gamans má geta að hann lék engil í Gullna hliðinu þegar það var frumsýnt við vígslu Þjóð- leikhússins 1950. Hróðmar hóf kennslustarf sitt við Melaskólann í Reykjavík og kenndi þar þar til 1956, en þá söðlaði hann um og fluttist norður í Skagafjörðinn í heima- sveit sína og tók við skólastjórn í grunnskólanum í Staðarhreppi. Hann gegndi því starfi til starfsloka. Jafnframt stundaði hann búskap á föðurleifð sinni Ögmundarstöðum. Það orð fór af Hróðmari að hann væri sérlega laginn við kennslu ungra barna, sérstak- lega þeirra sem áttu erfitt með lestur, en það er ekki á færi allra kennara. Það getur skipt sköpum fyrir barn sem á í erf- iðleikum með lestrarnám að kennari skynji vandamálið og bregðist rétt við annars getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið. Það er ekki ætlun mín með þessum kveðjuorðum að fjalla mikið um kennslustarf Hróð- mars heldur að þakka fyrir hina áralöngu og traustu vináttu hans og Ásdísar konu hans og barna þeirra. Oft höfum við hjónin notið gestrisni á þeirra fallega heimili á Ögmundarstöð- um sem skartaði mörgum lista- verkum og margvíslegum hann- yrðum, sem þau hjónin höfðu næmt auga fyrir. Þar áttum við jafnan fróðlegar og skemmtileg- ar viðræður þar sem margt bar á góma því Hróðmar var marg- fróður um mannlíf í Skagafirði fyrr og nú og málefni líðandi stundar, enda fylgdist hann vel með því sem efst var á baugi. Við hjónin vottum börnum og ástvinum Hróðmars samúð okk- ar. Stefán Ólafur Jónsson. Hróðmar Margeirsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI EGILL GUÐNASON frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis að Sóltúni 5, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi mánudagsins 17. desember. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinson-samtökin. Brita Marie Guðnason, Jóhann Guðnason, Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Guðni Albert Guðnason, Ingólfur Guðnason, Sigrún Elfa Reynisdóttir Kjartan Guðnason, Sesselja Traustadóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra HERMÍNA G. HERMANNSDÓTTIR, Logafold 135, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. desember. Úförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Kári Jónsson, Bjarghildur Sólveig Káradóttir, Svala Skorradóttir, Dröfn Skorradóttir, Jón Trausti Kárason, Erna Kristín Jónsdóttir, Stefán Örn Kárason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDUR BERNDSEN MARÍUSSON, Tómasarhaga 24, Reykjavík, lést laugardaginn 15. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Inga Cleaver, Magnús Bjarni Baldursson, Sigríður Haraldsdóttir, Guðrún Edda og Sigríður Erla Baldursdætur Baldur Karl, Elín Inga og Edda Sólveig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.