Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  300. tölublað  100. árgangur  dagar til jóla 3 Gáttaþefur kemur í kvöld www.jolamjolk.is VONAR AÐ SKAUP- IÐ VERÐI ÞAÐ BESTA HINGAÐ TIL ÓTTAR FELIX TÁKNMYND BÍTLAAÐDÁENDA BJÚGNAKRÆKJA, KERTASNÍKJA OG STEKKJARSTÖNG AFDRIFARÍKT VIÐTAL SKÁLDSKAPUR 6 TVÍBURASYSTUR JÓLASVEINANNA 10FJÓRÐA SKAUP GUNNARS 49 Fagrir tónar hljómuðu í Kringlunni í gærkvöldi þegar lands- þekktir listamenn héldu jólatónleika. Unglingar í kammerkór Bústaðakirkju, undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur, sungu jólalögin eins og sannkallaðir englar; klæddir hvítum kyrtlum og með ljós í hendi. Kaupglatt fólk staldraði við og hlýddi á hátíðlega jólatónleika í miðri jólaösinni. Senn líður að jólum og eflaust munu margir nýta komandi helgi sem er sú síðasta fyrir jól til að kaupa gjafir og fylla skápa og kæla af kræsingum. Margir kaupmenn hafa búðir opnar lengur þessa síðustu daga fyrir jól, vel flestar eru opn- ar til kl. tíu. Á Þorláksmessu hefur tíðkast að verslunareig- endur haldi búðum sínum opnum til kl. ellefu. Hvítklæddir unglingar sungu jólalögin eins og englar Morgunblaðið/Kristinn Opin hugmyndasamkeppni var haldin á vegum Umhverfisstofn- unar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um umhverfi Gullfoss. Fyrstu verðlaun hlaut tillagan, Aldir renna. Höfundar hennar eru arkitektarnir Eyrún Margrét Stef- ánsdóttir og María Björk Gunn- arsdóttir. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýj- um útsýnisstöðum á svæðinu og efnisvalið er m.a. unnið úr íslenskri steypu. Hún mun verða lögð til grundvallar deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Svæðið í kringum Gullfoss hefur orðið fyrir miklum átroðningi und- anfarin ár. Umhverfisstofnun telur brýnt að byggja upp stíga og útsýn- ispalla til að hlífa umhverfinu og tryggja aðgengi allra að fossinum eins og kostur er, en þar er vinsæll áningarstaður ferðamanna. »20 Nýir út- sýnispallar  Tillaga um Gullfoss Morgunblaðið/Árni Sæberg Gullfoss Gert er ráð fyrir útsýn- ispöllum í vinningstillögu. Skúli Hansen skulih@mbl.is Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis leggur til að við álagningu opinberra gjalda verði sett nýtt gjald, vegagjald, á starf- semi bílaleiga en gjaldið á að reikn- ast út frá virðisaukaskattskyldri veltu vegna starfsemi bílaleiga. Breytingartillögu meirihlutans við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, svokallaðan band- orm, var útbýtt á Alþingi í gær- kvöldi. Samkvæmt drögum að nefnd- aráliti meirihlutans um frumvarpið verður ekki tekið tillit til innskatts- frádráttar við álagningu gjaldsins. Í breytingartillögunni segir að álagn- ingin skuli nema 1,% af virðisauka- skattskyldri veltu rekstrarársins á undan. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins og fulltrúa í nefndinni, er vega- gjaldið 1,5% en hann segir það í raun vera nýtt 27% virðisaukaskattsþrep fyrir bílaleigur. „Það er bara látið heita vegagjald en það er í rauninni 27%, nema það er verra af því að maður fær ekki að draga neinn inn- skatt af því,“ segir Guðlaugur Þór. Þá er gert ráð fyrir því í breyting- artillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að að- gangseyrir að íslenskum kvikmynd- um verði ekki lengur undanþeginn virðisaukaskatti. Sú undanþága hef- ur verið í gildi frá 1990. Leggja til nýtt vega- gjald á bílaleigur  Gjaldið mun nema 1,5% af virðisaukaskattskyldri veltu rekstr- arársins á undan  Í raun 27% skattþrep, segir þingmaður Morgunblaðið/Eggert Alþingi Fjárlög ríkisstjórnarinnar voru samþykkt á Alþingi í gær. MUmdeild fjárlög afgreidd »2  Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, keypti í sumar for- skautaverksmiðju hollenska álvers- ins Zalco sem var lokað um síðustu áramót. Kaupin voru gerð vegna breytinga í álverinu á Grundar- tanga en verksmiðjan mun einnig sjá álverinu í Helguvík fyrir raf- skautum, þegar þar að kemur. »26 Átta milljarða fjár- festing í rafskautum Meirihluti efnahags- og við- skipta- nefndar leggur til þá breytingu á umdeildri tillögu um afnám af- sláttar bílaleiga af vörugjaldi, að þær sem njóti þess skuli greiða leyfisgjald. Leyfisgjald þeirra yrði þá rúmlega 1,7 millj- ónir vegna innflutnings allt að 35 bíla, rúmar 3,7 millj. vegna allt að 250 bíla og rúmar 6,7 millj. vegna fleiri ökutækja. 1,7-6,7 millj- óna leyfisgjald NJÓTA LÆGRA VÖRUGJALDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.