Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, stóð fyrir litlu jólunum í Valhöll fyrr í desember. Rann aðgangseyrir óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Illugi Gunnarsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokks, spilaði jólalög á píanó þegar sungið var og dansað í kringum jólatréð. Fram kemur í tilkynningu, að margt hafi verið um manninn og það hafi vakið mikla gleði yngri kynslóðarinnar þegar Hurðaskellir mætti með óvæntan glaðning í poka. Boðið var upp á heitt kakó og léttar veitingar. Þetta er annað árið í röð sem Hvöt stendur fyrir jólaballi til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur en Hvöt er aðili að mæðrastyrksnefndinni. Gaman Hurðaskellir syngur fyrir börnin. Safnað fyrir mæðra- styrksnefnd Læknavaktin á höfuðborgarsvæð- inu sinnir að venju vaktþjónustu yf- ir jólin. Opið er fyrir móttöku og heimavitjanir og sólarhringsþjón- usta er í faglegri símaráðgjöf alla hátíðisdagana. Opið er í húsnæði Læknavakt- arinnar á Smáratorgi eins og hér segir: Aðfangadagur: Kl. 9-18 og svo aft- ur kl. 20.30-23 Jóladagur: Kl. 9-23.30 Annar í jólum: Kl. 9-23.30 Gamlársdagur: Kl. 9-18 og svo aft- ur kl. 20.30-23 Nýársdagur: Kl. 9-23.30 Vitjanaþjónusta Læknavaktarinnar er alla hátíðisdagana frá klukkan 8 á morgnana til miðnættis en hægt er að hringja í síma 1770. Þá er símaráðgjafaþjónusta Læknavakt- arinnar í síma 1770 opin allan sólar- hringinn. Læknavaktin opin yfir hátíðirnar Hið árlega Þorláksmessusund Breiðabliks fer fram í Kópavogs- lauginni þann 23. desember en það er nú haldið í 22. skipti. Sundið hefst klukkan 9. Skráðir þátttakendur eru rúmlega 70 og er uppselt í sundið. Þátttakendur synda 1.500 metra og synda allir í einu eins og tíðkast í þríþraut. Þorláksmessusund í Kópavogslaug STUTT DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar jólagjafir fyrir þá sem þú þekkir. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Opin hugmyndasamkeppni var haldin á vegum Umhverfisstofnunar í samvinnu við Arkitekta- félag Íslands um umhverfi Gullfoss. Fyrstu verðlaun hlaut tillagan Aldir renna. Höfundar hennar eru Eyrún Margrét Stef- ánsdóttir arkitekt og María Björk Gunn- arsdóttir arkitekt og hlutu þær 1,5 milljónir í verðlaunafé. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstöðum á svæðinu, efnisvalið er m.a. unnið úr íslenskri steypu og hugmyndir viðr- aðar um að leigja ferðamönnum hentugan fóta- búnað eins og mannbrodda. Tillagan ,Aldir renna, mun verða lögð til grundvallar deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Ekki hafa verið gefnar út nákvæmar tímasetn- ingar hvenær ráðist verður í að leggja göngu- stíga og smíða útsýnispalla á þessum fjölsótta ferðamannastað. Markmið samkeppninnar var að fá fram heildarsýn á allar samgöngur og móttökusvæði innan svæðisins. Mikill átroðningur ferðamanna Kveikjuna að samkeppninni má m.a. rekja til ársins 2010 þegar Umhverfisstofnun setti ferðamannasvæðið við Gullfoss á svokallaðan rauðan lista yfir svæði sem talin eru í hættu á að missa verndargildi sitt, en Gullfoss var frið- lýstur árið 1979. Þar af leiðandi varð ekki hjá því komist að byggja upp stíga og útsýnispalla fyrir alla þá gesti er koma að Gullfossi, bæði til þess að hlífa umhverfinu og einnig til að tryggja aðgengi allra að fossinum eins og kost- ur er. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun stendur að um það bil 80% þeirra sem sækja Ísland heim komi að Gullfossi. Árið 2011 komu u.þ.b. 567.000 ferðamenn og er áætlað að þeim fjölgi árið 2012. Til að undirbúa svæðið fyrir áfram- haldandi fjölgun ferðamanna liggur fyrir að svæðið umhverfis Gullfoss mun fara í deili- skipulag. Þar sem það er friðlýst er bannað að skerða gróður, trufla dýralíf eða raska jarð- myndunum. Útbjóðandi telur því mikilvægt að allar framkvæmdir á svæðinu verði aftur- kræfar og því verði skilað jafngóðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða. Í hugmyndasamkeppninni var m.a. lögð áhersla á að fram kæmu áhugaverðar, frum- legar og metnaðarfullar lausnir í anda sjálf- bærrar þróunar. Að allar framkvæmdir yrðu hannaðar með það fyrir augum að þær féllu vel að umhverfinu á Gullfoss-svæðinu og spilltu ekki þeirri náttúru sem þar er auk þess sem fram kæmu spennandi nýjungar fyrir umhverfi ferðamannastaða. Nýir útsýnisstaðir kynntir Í áliti dómnefndar um vinningstillöguna seg- ir m.a.: „Keppendur sýna í tillögunni nákvæm- an og blæbrigðaríkan skilning á umhverfinu […]Leiðir að nýjum útsýnisstöðum og nýjum tengingum eru fjölbreyttar og spennandi og benda á nægan efnivið til úrvinnslu í framtíð- inni. Tillaga að nýjum útsýnisstað umhverfis svonefndan Hvít er vel útfærð.“ Hallinn á göngubrautunum er mismikill og kemur til með að veita gestum nýtt sjónarhorn. Önnur verðlaun hlaut tillagan Hringferð um Gullfoss. Höfundar hennar eru R21 arkitekter: Bergur Thorsteinsson Briem arkitekt, Thomas Thorsnes arkitekt, Martin Smedsrud arkitekt. Þriðju verðlaun komu í hlut Birgis Þrastar Jó- hannssonar, arkitekts FAÍ, Laurents Ney verkfræðings, Vincents Disters verkfræðings og Snæfríðar Þorsteins iðnhönnuðar. Dómnefndina skipuðu Kristín S. Jónssdóttir, Umhverfisstofnun, og jafnframt formaður dómnefndar, Tryggvi Tryggvason, fulltrúi Fé- lags íslenskra landslagsarkitekta, Svavar Njarðarson, fulltrúi landeigenda, Pétur Ingi Haraldsson, fulltrúi Bláskógabyggðar. Aldir renna við Gullfoss  Vinningstillaga um umhverfi Gullfoss gerir ráð fyrir útsýnispöllum á nýjum stöðum  Átroðn- ingur ferðamanna verður úr sögunni þegar tillagan verður sett í deiliskipulag á þessu friðlýsta svæði Tölvuteikning/Aldir renna Útsýnispallur Litlir og stórir áningarstaðir á göngubrautinni mynda rými sem dreifir fólkinu um svæðið. Þá mun lofta um jarðveginn undir göngubrautunum svo jörðin undir nái að jafna sig. Morgunblaðið/Kristinn Vinningshafar Arkitektarnir Eyrún Margrét Stefánsdóttir og María Björk Gunnarsdóttir. Til- laga þeirra, Aldir renna, um umhverfi Gullfoss varð hlutskörpust í samkeppni Umhverfisstofu. Kort Yfirlitsmynd af svæðinu þar sem gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð og breyttu aðgengi. Tölvuteikning/Aldir renna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.