Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Steingrímur J. Sigfússon upplýstií gær að spurningin um afstöðu hans til þess hvernig fara eigi með umsókn Íslands að ESB og fram- hald viðræðna þar um sé stærri en svo að rúmist í þing- sal Alþingis. Hann fann beinlínis að því við Einar K. Guð- finnsson að hann skyldi spyrja út í svo stórt mál.    Málið er svostórt, að sögn Steingríms, að það þarfnast umræðu í þingflokki VG og samtals við Sam- fylkinguna.    Ekki verður umþað deilt að málið er stórt, en það er ekki nýtt og nægur tími hef- ur gefist til að taka afstöðu til þess.    Steingrímur segir nýafstaðnaríkjaráðstefnu gefa tilefni til að skoða málið en vill greinilega taka langan tíma í skoðunina. Allir sjá hins vegar að hann er aðeins að tefja málið og vandræðast með það.    Ekkert gerðist á ríkjaráðstefn-unni sem nokkru breytir og nú eru liðnir fjórir mánuðir frá því að þingmenn VG sögðu málið þarfnast endurskoðunar og nær fjögur ár frá því að Steingrímur sveik kjósendur sína vegna málsins.    Hvers vegna þarf hann lengritíma nú til að svara því hvaða afstöðu hann hefur til framhalds aðlögunarviðræðnanna?    Sennilega er tafsamt að finna leiðtil að láta líta út fyrir að af- staðan hafi breyst en halda um leið opnum möguleikanum á áfram- haldandi svikum eftir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon Flókið að finna nýja svikaleið STAKSTEINAR Einar K. Guðfinnsson Veður víða um heim 20.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 skúrir Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað Vestmannaeyjar 7 rigning Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló -10 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur -2 frostrigning Helsinki -10 snjóél Lúxemborg 1 skúrir Brussel 3 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 skúrir London 8 skúrir París 10 skýjað Amsterdam 2 skúrir Hamborg 2 alskýjað Berlín 1 skýjað Vín 0 léttskýjað Moskva -18 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -1 snjókoma New York 5 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34 DJÚPIVOGUR 11:02 14:50 Ólík viðhorf og skoðanir á væntan- legu kvótafrumvarpi innan stjórn- arflokkanna gætu tafið það að frum- varpið verði lagt fram. Jón Bjarna- son, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir fyrirvara við frumvarpið innan þingflokks Vinstri grænna. „Það eru mismunandi sjónarmið í okkar flokki að sjálfsögðu en hvort málið megi fara til þingsins er annað mál,“ sagði Jón sem vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Nokkrir þingmenn Samfylking- arinnar hafa slegið varnagla við kvótafrumvarpið en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ólíkar skoðanir innan Samfylkingarinnar um málið gætu tafið það enn frekar. Oddný G. Harðardóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, segir ekki búið að ganga frá málinu innan þingflokks Samfylkingarinnar. „Ég mun boða fljótlega til fundar um málið og þá verður farið yfir fyrir- varana og hvað þarf til að málið komist inn í þingið,“ segir Oddný en Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki ætla að falla frá sínum fyrirvörum um frum- varpið. Í sjónvarpsfréttum ríkissjón- varpsins á þriðjudaginn sagðist Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra ekki ætla að leggja fram frumvarpið nema hann fengi svar frá einstaka þingmönnum Sam- fylkingarinnar um hvort þeir muni falla frá fyrirvörum sínum. vilhjalmur@mlb.is Kvóta- málið strand? Jón Bjarnason Oddný G. Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.