Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 41
við Bangor University í Wales og eins árs sérfræðinám í hugrænni at- ferlismeðferð við Endurmenntun HÍ. Ásdís var skíðakennari í Kerling- arfjöllum 1979-81, flugfreyja í sum- arstarfi, fyrst hjá Loftleiðum og síð- an Flugleiðum 1984-92, kennari við Vesturbæjarskóla í Reykjavík 1989- 90, fréttamaður hjá RÚV – sjón- varpi 1990, kynningarfulltrúi Sjón- varpsins 1990-92, ritstjóri unglinga- þáttarins Ó við Sjónvarpið 1995-97, ritstjóri námsgagnagerðar við Námsgagnastofnun 1998-99, verk- efnisstjóri á Símenntunarstofnun KHÍ 2005-2006 og er aðjúnkt við KHÍ og síðan menntavísindasvið HÍ frá 2006. Ásdís hefur haldið fjölda fyr- irlestra um lífsleikni, kynfræðslu á unglingastigi, núvitund og jákvæða sálfræði. Hún var með útvarpsþátt- araðir í útvarpi, s.s. Fjallkonan býð- ur í mat, um náttúrunytjar á Ís- landi, Rás 1, 2002; Kynjavíddin í fræðunum, á Talstöðinni, 2005, og Hve glöð er vor æska? Útvarps- þáttaröð um uppeldis- og mennta- mál á Rás 1, 2006. Þá hafði hún um- sjón með umræðuþáttunum Mér finnst, ásamt Kolfinnu Baldvins- dóttur, á sjónvarpsstöðinni ÍNN, 2007-2008, og var höfundur og um- sjónarmaður sjónvarpsþáttanna Hamingjan sanna á Stöð 2, 2011. Skíðakona og fjallageit Ásdís var átta ára er hún hóf að æfa á skíðum í Kerlingarfjöllum í fylgd með móðursystur sinni, Berg- þóru Sigurðardóttur lækni. Hún æfði síðan og keppti á vegum skíða- deildar Ármanns, varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari í svigi og stórsvigi og keppti með íslenska skíðalandsliðinu víða um heim á ár- unum 1978-83. Ásdís er auk þess mikil fjallageit, gengur á fjöll allan ársins hring og hefur víða farið með gönguhópnum Fjallagarpar og gyðjur á undaförn- um árum. Þá á hún fjórar dætur og tvö barnabörn sem oft hefur verið ærið starf og er afar áhugasöm um hugleiðslu, hamingju og heilbrigði. Fjölskylda Fyrri maður Ásdísar var Halldór Þ. Birgisson, f. 30.12. 1960, lögmað- ur í Reykjavík. Dætur Ásdísar og Halldórs eru Bergþóra Halldórsdóttir, f. 9.10. 1983, saksóknarfulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara en maður hen- ner er Jón Heiðar Gunnarsson, fyrrv. atvinnumaður í handbolta, heimspekingur og MA-nemi og börn þeirra eru Matthildur Lilja og Ríkharður Már; Valgerður Hall- dórsdóttir, f. 16.6. 1986, nemi. Seinni maður Ásdísar var Karl Ágúst Úlfsson, f. 4.11. 1957, leikari og rithöfundur. Þau skildu 2011. Dætur þeirra eru Brynhildur Karlsdóttir, f. 14.6. 1994, nemi, og Álfheiður Karlsdóttir, f. 31.8. 2003, grunnskólanemi. Systkini Ásdísar eru Auður Ol- sen, f. 20.11. 1957, arkitekt, búsett í Kaupmannahöfn, og Sigurður Ol- sen, f. 23.8. 1966, viðskiptafræð- ingur, búsettur í Reykjavík. For- eldrar Ásdísar: Alfred Olsen, f. 10.9. 1930, d. 1.8. 2009, flugvélstjóri hjá Loftleiðum, og Halldóra Sigurð- ardóttir, f. 28.7. 1933, húsfreyja og fyrrv. flugfreyja. Úr frændgarði Ásdísar Olsen Ásdís Olsen Jón Þveræingur b. á Þverá Halldóra Sigurðardóttir húsfr. á Þverá Auður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Sigurðsson kennari í Rvík Halldóra Sigurðardóttir húsfr. og fyrrv. flugfreyja Bergþóra Einarsdóttir frá Horni í Hornafirði Sigurður Sigurðsson b. á Kálfafelli, af ætt Jóns Eiríkssonar konferesráðs Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Hjallaseli Lýður Árnason b. í Hjallaseli í Landsveit Ingiríður Olsen húsfr. í Rvík Jentoft Gerhard Hagelund Olsen beykir í Rvík Alfred Olsen flugvélstjóri Karoline Pedursdatter húsfr. í Skarvag Ole Andreas Olsen útvegsb. í Skarvag í Senja-eyju í Noregi Kristinn Olsen flugstjóri Gerhard Olsen flugvirki Ole Olsen flugstjóri Snorri Olsen skattstjóri Sigrún Olsen forstöðum. Lótushússins Snorri Jónsson b. á Þverá Áskell Snorrason tónskáld Benedikt á Auðnum Hulda skáldkona Valgerður Sigurðardóttir húsfr. á Hoffelli Halldóra Guðmundsd. húsfr. í Akurseli Egill Jónsson b. og alþm. á Seljavöllum María Víðis húsfr. í Hafnarfirði Herdís Þorvaldsd. leikkona Hrafn Gunnlaugss. kvikmyndagerðar- maður Þorvaldur Þorvaldsson fyrrv. forstöðum. Borgarskipulags Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússstjóri ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Hringur Jóhannesson mynd-listarmaður hefði orðið átt-ræður í dag. Hann fæddist í Haga í Aðaldal, sonur Jóhannesar Friðlaugssonar, kennara og rithöf- undar, og Jónu Jakobsdóttur hús- freyju. Jóhannes var bróðir Kristínar Sigurlaugar, móður Indriða Indr- iðasonar, ættfræðings frá Fjalli. Jó- hannes var sonur Friðlaugs, b. á Hafralæk, bróður Friðjóns, föður skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns á Litlulaugum. Friðlaugur var sonur Jóns, b. á Hafralæk, bróð- ur Péturs á Stóruvöllum, föður Bald- vins, skálds í Nesi. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug Jósefsdóttir, b. á Jarlsstöðum í Bárðardal, og Helgu, systur Ás- mundar, b. í Hvarfi, föður Valdimars ritstjóra, föður Héðins forstjóra og Laufeyjar. Jóna var systir Jónasar veður- fræðings. Hún var dóttir Jakobs, b. í Haga Þorgrímssonar, og Sesselju Jónasdóttur. Hringur var í hópi þekktari mynd- listarmanna þjóðarinnar á seinni helmingi síðustu aldar og var oft tal- inn helsti fulltrúi ljóðræns ný- raunsæis í íslenskri myndlist á 7. og 8. áratugnum. Hann vakti gjarnan athygli með nýjum og frumlegum sjónarhornum. Hringur útskrifaðist úr Handíða- og myndlistaskóla Íslands árið 1952 og hélt sína fyrstu einkasýningu tíu árum síðar. Hann hélt fjölda einka- sýninga um dagana og tók þátt í um 70 samsýningum, hér á landi og er- lendis. Þá var hann kennari við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1959-62 og við Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1962. Hringur myndskreytti einnig mikinn fjölda blaða og tímarita og hannaði minnismerki, bókamerki og auglýsingar auk þess sem verk hans prýða margar byggingar Verk eftir Hring má finna á öllum helstu listasöfnum landsins, í opin- berum stofnunum og á einkasöfnum. Hann hlaut starfslaun listmanns 1982 og listamannalaun í 25 ár. Hringur lést 17.7. 1996. Merkir Íslendingar Hringur Jóhannesson 90 ára Baldvin S. Jónsson Magnea G. Hannesdóttir Waage 85 ára Guðfinna Erla Jörundsdóttir Kristine G. Guðmundsdóttir Sæmundur Nikulásson 80 ára Esther Guðmundsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Kristín Jósteinsdóttir Sigurhanna Gunnarsdóttir 75 ára Ormar Oddur Skeggjason Sólrún Jónsdóttir 70 ára Anna Jórunn Stefánsdóttir Helgi Þór Magnússon 60 ára Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Gísli Sváfnisson Inga Hanna Guðmundsdóttir Margrét Björnsdóttir Sigrún Ágústa Harðardóttir Sveinn Ágúst Eyþórsson 50 ára Björk Birkisdóttir Einar Kristján Magnússon Elísabet Bjarnadóttir Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir Guðný Smith Ægisdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir Kolbeinn Hreinsson Ólöf María Sigurðardóttir Ragnheiður Lára Hanson Rut Ágústsdóttir Siggeir Stefánsson Sigríður Pétursdóttir Sigrún Lárusdóttir Soffía Erla Stefánsdóttir Örlygur Atli Guðmundsson 40 ára Adam Studzinski Ármann Viðar Sigurðsson Eyjólfur Pétur Pálmason Geir Harðarson Gísli Níls Einarsson Guðmundur Jón Jónsson Guðmundur Veturliði Einarsson Harpa Guðríður Hjartardóttir Hilmar Hjartarson Ingibjörg Sveinsdóttir Ívar Blöndal Björnsson Jón Heimir Sigurbjörnsson Kalayaan Gemina Mercado Lóa Dögg Pálsdóttir Marcin Pawel Baurski Marín Ásmundsdóttir Sigrún Laufey Sigurðardóttir 30 ára Arndís Þórarinsdóttir Arnfríður Hafþórsdóttir Bjarni Þór Scheving Cezary Rafal Szablowski Elísabet Gunnarsdóttir Gyða Agnarsdóttir Hafrún Elvan Vigfúsdóttir Jón Óskar Agnarsson Kazimieras Brazinskas Michal Zdzislaw Szornal Sigurgeir Guðni Ólafsson Skúli Helgason Þórunn María Þorgrímsdóttir Til hamingju með daginn 70 ára Ástbjörn er lærður prentari og hefur verið kirkjuhaldari Dómkirkj- unnar frá 1999. Maki: Elín Sæmunds- dóttir, f. 1933, húsfreyja. Dætur: Sædís Pálsdóttir (stjúpdóttir) f. 1954; Gerður Pálsdóttir (stjúp- dóttir) f. 1956; Agla, f. 1966, og Marta María, f. 1969. Foreldrar: Egill Ást- björnsson og Ásta María Stefánsdóttir. Ástbjörn Egilsson 30 ára Ingi Björn ólst upp á Hornafirði, lauk stúd- entsprófi frá FÁ, er bú- settur í Kópavogi og hefur lengst af starfað við múr- verk og í ferðaþjónustu. Systur: Guðrún Bára Gunnarsdóttir, f. 1974, og Helga Gunnarsdóttir, f. 1976. Foreldrar: Gunnar Páll Bjarnason, f. 1940, múr- ari, og Ingibjörg Ingi- mundardóttir, f. 1956, sjúkraliði. Ingi Björn Gunnarsson 40 ára Sindri ólst upp í Garðabæ, lauk atvinnu- flugmannsprófi og er at- vinnuflugmaður hjá Ice- landair og flugkennari. Maki: Erla Ágústsdóttir, f. 1985, lögfræðingur og starfar hjá Arionbanka. Foreldrar: Páll Grét- arsson, f. 1956, fram- kvæmdastjóri hjá Stjörn- unni, og Svanhildur Jónsdóttir, f. 1957, hjúkr- unarfræðingur við Land- spítalann. Sindri Már Pálsson Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.