Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Flott CUBE AIM DISC 2013 árgerð á flottu verði Verð: 109.990 kr. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu og á allar afgreiðslustöðvar Flytjanda á landsbyggðinni. Sigurður Hall- dórsson, fyrrverandi kaupmaður andaðist á Droplaugarstöðum 15. desember sl. 95 ára að aldri. Sigurður stofnaði og rak um áratugaskeið versl- unina Valborgu sem var fyrsta barnafata- verslunin á Íslandi. Sigurður var fædd- ur 26. júní 1917 og ólst upp á Syðstufoss- um í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurð- ardóttir húsmóðir og Halldór Jónsson bóndi. Sigurður stundaði nám við Héraðsskólann á Lauga- vatni. Hann flutti til Reykjavíkur 1943 og vann fjölbreytt störf, einkum verslunarstörfum, m.a. sem rekstrarstjóri Skóbúðar Reykjavíkur. Árið 1956 stofnaði hann, ásamt eiginkonu sinni Mattheu Þorleifsdóttur, versl- unina Valborgu. Fram til þess tíma saumuðu eða prjónuðu hús- mæður nær öll föt á sín börn. Í fyrstu var verslunin til húsa í Austurstræti 12 en var síðan flutt að Laugavegi 83. Sam- tals rak Sigurður verslunina í 30 ár. Hann stofnaði einnig Umboðssöluna en sú verslun seldi ódýran fatnað. Sigurður var virk- ur í Kaupmanna- samtökum Íslands og lét sér alla tíð annt um velferð og vel- gengni miðbæjarins sem versl- unarkjarna. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum, var einn stofnenda Oddfellow stúkunnar nr. 7, Þor- kels Mána, sat um árabil í sókn- arnefnd Grensáskirkju og kom þar m.a. að uppbyggingu kirkj- unnar og kapellunnar. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Matthea Þorleifsdóttir. Þau eignuðust þrjár dætur, sjö barna- börn og átta barnabarnabörn. Sigurður Halldórsson Brynhildur Ólafs- dóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, and- aðist á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 18. desember síðastliðinn, 56 ára að aldri. Brynhildur fæddist í Reykjavík 23. janúar 1956, dóttir hjónanna Áslaugar Þórólfs- dóttur og Ólafs Ingv- arssonar, fyrrverandi kennara og skóla- stjóra. Hún útskrif- aðist með versl- unarpróf frá Verslunarskóla Íslands 1974, varð stúdent frá MH 1979 og útskrifaðist með B.Ed.- próf frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Hún var í diplómanámi í stjórnun og forystu í skólaumhverfi við HÍ 2005-2006 og í framhaldsnámi með áherslu á BSC við HR 2008-2009. Að loknu verslunar- prófi starfaði Bryn- hildur hjá R. Sig- mundssyni hf. í fullri vinnu með skóla. Hún var kennari í Fella- skóla 1977-2002, að- stoðarskólastjóri Álftamýrarskóla 2002- 2005, skólastjóri skól- ans í afleysingum 2005-2007 og skóla- stjóri 2007-2011, en síðan skólastjóri Háaleitisskóla (sameinaðir Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli). Eftirlifandi eiginmaður Bryn- hildar er Þór Ottesen Pétursson og eiga þau þrjú börn. Andlát Brynhildur Ólafsdóttir Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur alls vikið þremur stjórnar- mönnum eftirlitsskyldra aðila úr stjórnum frá því í febrúar 2010. Þá var tekið upp það verklag að sjálfstæð ráðgjaf- arnefnd kannaði hæfi stjórnar- manna félaga sem heyra undir eftir- lit stofnunarinnar. Síðan þá hefur nefndin rætt við yfir hundrað stjórnarmenn. Í ráðgjafar- nefndinni sitja þrír fulltrúar, einn frá FME og tveir óháðir. Að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns nefnd- arinnar, fer hún yfir hæfi stjórnar- manna þegar FME óskar eftir því. Það sé svo stjórn FME sem taki hinar eiginlegu bindandi ákvarðanir eins og þær að víkja mönnum úr stjórn. Matið fer þannig fram að stjórn- armenn eru kallaðir í fjögurra klukkustunda langt samtal við nefnd- ina og segir Jón að yfirleitt fái fólk rúman mánuð til að undirbúa sig fyrir það. Í samtalinu er svo farið yfir víðan völl, allt frá almennum upplýsingum um manneskjuna yfir í þekkingu hennar á þeim lögum sem gilda um þá fjármálastofnun sem hún situr í stjórn fyrir og hina ýmsu þætti í tengslum við ársreikninga hennar. Þá er farið yfir reynslu stjórnar- mannsins, sögu og tengsl, álit hans á meðferð upplýsinga og mat hans á þeim áhættum sem félag hans stend- ur frammi fyrir í rekstri sínum. „Í öllu þessu erum við að tryggja að stjórnarmaðurinn sé vel meðvitaður um skyldur sínar og ekki síður rétt- indi, til dæmis til að leita eftir upplýs- ingum og ganga eftir að fá þær svo hann geti borið þá ábyrgð sem honum ber. Þetta er samtal, ekki yfirheyrsla, og reynt að vinna það sem mest sem samræðu aðila sem allir stefna að sama marki,“ segir Jón. Þeir sem ekki standa sig nægilega vel í viðtalinu fá annað tækifæri til að koma fyrir nefndina. Rúmlega tutt- ugu prósent þeirra sem hafa komið í viðtöl til nefndarinnar hafa verið köll- uð aftur til fundar við hana. Dæmi eru um að einstaklingar hafi sjálfir hætt í stjórnum í kjölfar viðtala og einnig áður en til þeirra kom. Jón leggur mikla áherslu á að stjórnarseta eigi ekki að vera ein- skorðuð við háskólafólk enda sé það í samræmi við lög. Í lögum um fjár- málafyrirtæki sé gerð krafa um menntun en á því megi gera undan- þágu, en hjá lífeyrissjóðum sé ekki gerð menntunarkrafa. „Það eru mjög mörg dæmi um að fólk sem er ekki skólagengið hafi leyst þessi verkefni og staðið sig með glæsibrag. Það er bókstaflega allur gangur á því hvernig fólki gengur með tilliti til skólagöngu þess.“ Hafa metið hæfi yfir hundrað stjórnarmanna  Seta í stjórnum ekki aðeins ætluð háskólamenntuðum Fjöldi viðtala ráðgjafarnefndar við stjórnar- menn frá febrúar 2010-september 2012 Heimild: FME 4 bankar 42 32 10 7 7 3 eignarhöldfélög banka 11 9 2 2 1 1 4 vátryggingafélög 26 18 8 6 5 1 4 lífeyrissjóðir 21 10 11 7 6 1 1 verðbréfssjóður 4 4 Alls 103 72 31 22 19 3 Fj öl di st jó rn ar m an na Fu lln æ gj an di Ó fu lln æ gj an di En du rt ek ið m at á hæ fi Fu lln æ gj an di ef tir en du rt ek ið m at Ó fu lln æ gj an di ef tir en du rt ek ið m at Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Árni Sæberg FME Hefur vikið mönnum úr stjórn. Sömu kröfur eru gerðar til vara- manna í stjórnum og stjórnar- mannanna sjálfra. Þannig vék stjórn Fjármálaeftirlitsins Sigurði Jóhannessyni úr stjórn lífeyris- sjóðsins Stapa nú í byrjun desem- ber. Sigurður var ekki talinn upp- fylla hæfisskilyrði og var þess því farið á leit við hann að hann léti af störfum sem varamaður í stjórn. Hann varð ekki við þeirri kröfu og því ákvað stjórn FME einhliða að víkja honum frá. Það voru Samtök atvinnulífsins sem tilnefndu Sigurð í stjórn Stapa og sendu þau frá sér yfirlýsingu í gær þar sem alvarlegar at- hugasemdir eru gerðar við brott- vikningu hans. SA telja Sigurð full- komlega hæfan til stjórnarsetu en segja að þar sem hann hafi ekki ætlað sér að sitja áfram í stjórn hafi ekki verið ástæða til að hann gengist undir hæfnismat. Var ekki talinn nægilega hæfur STJÓRNARMANNI LÍFEYRISSJÓÐSINS STAPA VIKIÐ FRÁ Alls söfnuðust 1,2 milljónir króna í söfnun til styrktar sauðfjárbændum á Norðurlandi sem urðu fyrir mikl- um búskaða vegna veðurofsa í sept- ember. Bónus og Hagkaup í sam- starfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Íslandslamb stóðu fyrir söfn- uninni og afhentu Gunnar Ingi Sig- urðsson og Guðmundur Marteins- son, fulltrúar fyrirtækjanna, það fé sem safnaðist. Guðni Ágústsson, sem setið hefur í verkefnisstjórn söfnunarinnar, veitti fénu viðtöku. 200 kr. af hverju seldu kílói af vörum Íslandslambs runnu óskiptar í söfnunarsjóðinn. 1,2 milljónir til styrktar bændum Ljósmynd/Sváfnir Sigurðarson Glaðir Styrkur til sauðfjárbænda afhentur. Nokkuð hefur borið á því að starfs- fólk í fæðingarorlofi hafi ekki feng- ið desemberuppbót. Sökum þessa vekur Starfsgreinasambandið at- hygli á að í flestum kjarasamn- ingum sé kveðið á um að eftir eins árs starf teljist fjarvistir vegna lög- bundins fæðingarorlofs til starfs- tíma við útreikning desember- uppbóta. Þetta kemur fram á vefsvæði Starfsgreinasambandsins. Desemberuppbót skuli greiða ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa sam- fellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi í fyrstu viku í desember. Fengu ekki uppbót í fæðingarorlofi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.