Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012
Öfugt við það sem látið hefur verið í
veðri vaka, meðal annars í skýrslu
ÍLS um stöðu Íbúðalánasjóðs, er
ríkissjóður ekki varnarlaus gagn-
vart uppgreiðsluáhættunni.
Þegar ráðist var í kerfisbreytingu
á húsnæðiskerfinu árið 2004 voru
settir varnaglar til að fyrirbyggja
opna vaxtaáhættu sjóðsins.
Í 26. grein laga um húsnæðismál
segir: „Ráðherra er heimilt, við sér-
stakar aðstæður og að fenginni um-
sögn stjórnar Íbúðalánasjóðs, að
ákveða að aukaafborganir og upp-
greiðsla ÍLS-veðbréfa verði aðeins
heimilar gegn greiðslu þóknunar
sem jafni út að hluta eða að öllu leyti
muninn á uppgreiðsluverði ÍLS-
veðbréfs og markaðskjörum sam-
bærilegs íbúða-
bréfs. Geta skal um
þessa heimild í
skilmálum ÍLS-
veðbréfa.“
Á árinu 2012
stefnir í að upp-
greiðslur verði
meiri en ný útlán
sjóðsins. Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra hefur þó ekki beitt
ákvæðinu og skýrir ráðuneytið það
með því að „í stóru lánasafni sé
ávallt gert ráð fyrir nokkrum upp-
greiðslum, vegna fasteignaviðskipta
og annarra þátta.“
Eigið fé Íbúðalánasjóðs er þó
naumar skammtað en hjá flestum
öðrum fjármálastofnunum, jafnvel
eftir að ríkissjóður hefur lagt til 13
milljarða.
Einnig kemur fram hjá ráðuneyt-
inu að á árunum 2004 og 2005 hafi
uppgreiðslur lána verið mjög miklar,
„en þær voru ekki á ÍLS-veðbréfum
heldur á lánum veittum úr Bygging-
arsjóði ríkisins, Byggingarsjóði
verkamanna og Húsbréfadeild.“
Ekki hafi því verið heimilt að beita
uppgreiðsluálagi.
Þrátt fyrir uppgreiðslur á ÍLS-
veðbréfum frá árinu 2008 hafa þær
ekki verið í slíkum mæli, að því er
kemur fram hjá ráðuneytinu, að
Íbúðalánasjóður „hafi séð ástæðu til
að beina því til ráðherra að beita
heimildinni … Ráðherra er hins-
vegar upplýstur reglulega um um-
fang uppgreiðslna hjá Íbúðalána-
sjóði og á vettvangi nefndar um
efnahagsstöðugleika hefur þessi
heimild verið rædd ítarlega.“
Af svari ráðuneytisins má ráða að
Íbúðalánasjóður þurfi að eiga frum-
kvæði að beitingu heimildarinnar til
að grípa inn í uppgreiðslur, en laga-
bókstafurinn virðist þó ekki útiloka
frumkvæði ráðherra. Stóra spurn-
ingin er hinsvegar sú hvort stjórn-
málamenn treysti sér til að beita
ákvæðinu og læsa fólk inni í lánum
Íbúðalánasjóðs á sama tíma og vext-
ir fara hríðlækkandi í húsnæðislána-
markaðnum.
Morgunblaðið/Golli
Uppgreiðslur
ekki ógn?
Engu munaði að viðskipti með
íbúðabréf Íbúðalánasjóðs yrðu
stöðvuð í þriðja skipti á
skömmum tíma í Kaup-
höll þegar stjórnar-
formaðurinn Jóhann Ár-
sælsson lét hafa eftir sér
á Mbl.is að útgáfu skulda-
bréfa í HFF-flokknum
hefði verið hætt. Sú yf-
irlýsing var leiðrétt fyrir
opnun markaða á
fimmtudagsmorgni.
Í byrjun vikunnar voru
viðskipti stöðvuð með
bréf sjóðsins er Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir sagði
á Bloomberg að Íbúða-
lánasjóður þyrfti að end-
ursemja um skuldir, af-
nema þyrfti ríkisábyrgð,
auk þess sem sjóðurinn þyrfti
um 10 milljarða aukningu eigin
fjár. Í síðustu viku voru þau
stöðvuð eftir heilsíðuviðtal við
Sigurð Erlingsson í Viðskipta-
blaðinu.
Það er ljóst að vandi Íbúða-lánasjóðs er mjög mikill,“sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra í óund-
irbúnum fyrirspurnum á fimmtu-
dag. Það var Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
sem vakti máls á vanda
Íbúðalánasjóðs í óundirbúnum
fyrirspurnum á Alþingi, en
þar sagði hann meðal annars:
„Það sem er undirliggjandi
hér er ríkisábyrgð vegna
skuldbindinga sem ef allt fer
í óefni geta verið yfir 200
milljörðum króna. Þetta gefur
okkur tilefni til að taka á
málinu strax, ræða það hér í
þinginu og við stjórnvöld, til
hvaða aðgerða eigi að grípa
til að lágmarka áhættu al-
mennings af stöðunni.“
Leitað að blóraböggli
Til að setja hlutina í sam-
hengi, þá hefur allt logað í
deilum á Bretlandi vegna um-
deildrar ríkisaðstoðar sem veitt
var Royal Bank of Scotland. Ef
horft er til hlutfalls af landsfram-
leiðslu hefur ríkissjóður þegar lagt
svipaða fjárhæð í Íbúðalánasjóð
eða um 46 milljarða, 13 milljarða
nú og 33 milljarða í lok árs 2010.
Þó er ljóst að það dugar hvergi
nærri til. Ef marka má orð Bjarna
gæti vandinn verið fimm sinnum
stærri.
Eins og jafnan er leit hafin að
pólitískum blóraböggli. Það kom
fram í máli Jóhönnu að upp-
greiðsluvandann mætti rekja til
kerfisbreytingar á skuldabréfaút-
gáfu Íbúðalánasjóðs árið 2004, en
þá var Árni Magnússon félags-
málaráðherra.
Rökin sækir hún í nýbirta
skýrslu ILS, þar sem segir að frá
þeim tíma hafi sjóðurinn verið með
opna vaxtaáhættu sem lýsi sér í
því að skuldir sjóðsins eru óupp-
greiðanlegar á meðan útlán sjóðs-
ins eru það ekki. Varað var við
uppgreiðsluáhættunni af nefnd sem
fjallaði um málið á þeim tíma, en
hún lagði til að „uppgreiðsla fast-
eignaveðbréfa verði aðeins heim-
iluð gegn greiðslu þóknunar, sem
yrði jafnhá mismun á markaðs-
verðmæti áþekks íbúðabréfs og
fasteignaveðlánsins“.
Um það sagði Bjarni að aðgerð-
irnar sem gripið var til til þess að
lágmarka áhættuna hefðu reynst
„alveg ófullnægjandi“. En eins og
lesa má um annars staðar á þess-
ari síðu var þó gerður fyrirvari,
sem ráðherra húsnæðismála getur
beitt.
Þáttur Jóhönnu
Bjarni bendir á að nægur tími hafi
gefist síðan þá til að taka á þess-
um vanda eftir að Jóhanna tók við
sem félagsmálaráðherra vorið 2007
og í tíð sitjandi ríkisstjórnar. Og
víst er að vandi Íbúðalánasjóðs er
ekki nýr af nálinni. Það þarf ekki
að koma neinum á óvart sem
fylgst hefur með afskriftum bank-
anna á húsnæðislánum að Íbúða-
lánasjóður lendi í hremmingum,
þar sem hann sérhæfir sig í lánum
til húsnæðiskaupa með útlánasafn
upp á 800 milljarða.
Sér til varnar segir Jóhanna að
eitt sitt fyrsta verk hafi verið að
lækka lánshlutfallið úr 90% af
kaupverði niður í 80%, en hækk-
unin í 90% lánshlutfall var skilyrði
Framsóknar við stjórnarmyndun
með Sjálfstæðisflokknum 2003.
Engu að síður heyrast gagnrýn-
israddir um að stjórnvöld hafi flot-
ið sofandi að feigðarósi. Breyta
hefði þurft ósjálfbærum fjármögn-
unarstrúktúr Íbúðalánasjóðs og
eins hafi rekstrarkostnaður aukist.
Þá hafi Jóhanna rýmkað reglur til
útlána árið 2008 eða á sama tíma
og fjármálakerfið var almennt að
draga saman seglin. Það var eftir
að hún samþykkti skilyrði norrænu
seðlabankanna fyrir gjaldeyr-
isskiptasamningi við Seðlabanka
Íslands, að því er fram hefur kom-
ið hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, en í honum fólst að gera
þyrfti breytingar á Íbúðalánasjóði
og draga úr áhættunni. Þess í stað
var blásið til sóknar, hámark hús-
næðislána hækkað úr 18 í 20 millj-
ónir og brunabótamat afnumið sem
viðmið fyrir lánveitingum, en þess
í stað miðað við allt að 80% af
kaupverði eigna þegar eignabólan
var við það að springa.
Morgunblaðið/Ómar
VIÐSKIPTI STÖÐVUÐ
Á hverju byggist vandi
Íbúðalánasjóðs?
RÍKISÁBYRGÐ YFIR 200 MILLJARÐAR EF ALLT FER Í ÓEFNI VARNIR GAGNVART UPPGREIÐSLUM INNBYGGÐAR Í KERF-
ISBREYTINGARNAR 2004 LEITIN AÐ BLÓRABÖGGLI STENDUR YFIR Á VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA
Jóhanna
Sigurðardóttir
Bjarni
Benediktsson
* „Þjóðin virðist ekki vilja lengur taka þau lán sem lána-sjóður þjóðarinnar býður upp á“. Árni Páll Árnason ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is