Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Heilsa og hreyfing Hreyfing er holl eins og mann- fólkið veit, en öllu má ofgera. Bandarískir hjartasérfræðingar nefna í nýrri grein í tímaritinu Hjartanu (Heart) að ekki sé heppilegt fyrir fólk að hlaupa maraþon oft. Best sé að renna vegalengdina aðeins í eitt skipti, eða nokkrum sinnum, því þau miklu átök á hjartað sem slíkri raun fylgi, geti verið lífshættuleg. James O’Keefe og Carl Lav- ie rifja upp að árið 490 fyrir Krist hafi hermaðurinn Feidippi- des hlaupið frá borginni Maraþon til Aþenu að segja fréttir af stórsigri Grikkja í stríðinu við Persa. Hann var sendur fót- gangandi þessa 42 km leið, en kastaði af sér herklæðunum og hljóp. „Sigur! Við sigruðum!“ kallaði Feidippides þegar á leið- arenda kom, en féll svo örendur niður. O’Keefe og Lavie segja stutta og snarpa áreynslu henta hjartanu best. Of mikil áreynsla geti hreinlega flýtt fyrir öldrun og því að fólk fari fyrr en ella í gegnum hið eina, sanna endamark. HREYFING Ekki hlaupa á þig! AFP Breskir sérfræðingar hvetja fólk til þess að ganga eða hjóla, í stað þess að fara á bílnum, ef það þarf að skreppa spölkorn. Sé vegalengdin ekki lengri en svo að hægt sé að ganga hana eða hjóla á 15-20 mín- útum ætti fólk að láta bílinn vera. Frá þessu var greint í fréttum breska ríkisútvarpsins, BBC, fyrir helgina. Bretar eru margir hverjir komnir langt yfir kjörþyngd og benda sér- fræðingarnir á að hreyfing af því tagi sem nefnd er geti verið gríðarlega mikilvæg í baráttunni við þann „þögla faraldur“ sem hreyfingarleysi almennings sé í raun. Er skorað á yfirvöld hvarvetna á Stóra-Bretlandi að leggja sérstakar göngu- og hjólaleiðir, og fyrirtæki og skólar beðin um að hvetja fólk til þess að ganga eða hjóla. Skv. frétt BBC halda breskir sérfræðingar því fram að hreyfingarleysi valdi orðið jafn mörgum dauðsföllum árlega í Bretlandi og reykingar. VENJUR Gangið eða hjólið Morgunblaðið/Eggert Hægt er að komast að því með einföldum hætti við fæðingu hvort barn muni eiga á hættu að glíma við offitu. Þetta fullyrða breskir sérfræðingar, skv. BBC. Offita barna getur leitt til ým- issa kvilla, t.d. sykursýki 2 og hjartasjúkdóma. Breskir vís- indamenn kynntu sér gögn um rúmlega 4.000 finnsk börn, fædd 1986, auk rannsókna frá Ítalíu og Bandaríkjunum, og komust að því að fæðingarþyngd barnsins og það, hvort móðirin reyki, gefi til kynna með nokkurri vissu hvort barnið sé í áhættu- hópi. Almennt hefur verið talið að erfðir gæfu mun betri mynd af því, en í ljós kom að aðeins í einu tilfelli af hverjum 10 má rekja vandamálið til erfðaþátta sem hafa áhrif á óvenjulega mikla matarlyst. Offita barna eykst stöðugt og gert er ráð fyrir að 17% pilta og 15% stúlkna í Bretlandi séu nú allt of þung. OFFITA BARNA Einföld lausn fundin? Morgunblaðið/ÞÖK J ógúrt einkennir oftar en ekki sætur ávaxtakeimur en hann kemur í flestum tilfellum til af notkun viðbætts sykurs eða annars konar sætuefna, í bland við ávexti og önnur bragðefni, sem bætt er við mjólkina í fram- leiðsluferlinu. Fyrrnefndir bragðbætar hafa ver- ið mikið í umræðunni, ekki síst í ljósi þess hve sigið hefur á ógæfuhliðina hvað varðar neyslumynstur vaxandi fjölda Vesturlandabúa. Eftir því sem umræðan um þykknandi holdarfar barna jafnt sem fullorðinna hefur gerst háværari er von að foreldrar velti einnig í auknum mæli fyrir sér næringarinnihaldi vara sem inni- halda sykur og sætuefni en hefur þótt tiltölulega saklaust að gefa ung- viðinu í gegnum tíðina, svo sem fyrr- nefnda jógúrti, skyr og fleira. 6% sykurs kemur út mjólk- urvörum Í ráðleggingum Landlæknisembætt- isins um hollt mataræði og næring- arefni, fyrir börn og fullorðna frá tveggja ára aldri, sem finna má á vef embættisins, er mælst til þess að viðbættur sykur sé ávallt innan við 10% af daglegri hitaeininganeyslu mannsins. Til viðbætts sykurs telst ekki ein- ungis hvítur sykur heldur einnig ým- is síróp, hunang, hrásykur, púð- ursykur og ávaxtasykur (frúktósi) sem dæmi. Í nýlegri landskönnun sem gerð var á mataræði fullorðinna hér á landi á árunum 2010-2011, kom fram að af þeim viðbætta sykri sem fólk neytir að staðaldri koma 6% úr mjólkurvörum. Hin 94% var að rekja til viðbætts sykurs úr öðrum kol- vetnaríkum neysluvörum á borð við gosdrykki, sætindi o.fl. Af niðurstöðunum að dæma væri fljótt á litið hægt að draga þá álykt- un að framlag sykraðra jógúrtvara til sykurneyslu mannsins hefur tak- mörkuð áhrif og því fátt sem mælir gegn slíkri neyslu í hófi. Málið er hins vegar ekki alveg svo einfalt. Sætuefnin umdeildu Í viðleitni til að framleiða hollari en engu að síður bragðbættar jóg- úrtvörur, hafa framleiðendur víða leitað fanga í gegnum tíðina. Ein leið er að notast við tilbúin leyfð sætu- efni, sem háð eru „reglubundnu eft- irliti og má einungis nota eftir að ör- yggi þeirra hefur verið staðfest með tilheyrandi rannsóknum og mati á gögnum þar af lútandi.“ (heimild: www.mast.is) Sykra þau náttúrulegt bragð vara og það margfalt, án þess þó að kol- vetnis- og hitaeiningainnihald rjúki upp úr öllu valdi. Eitt þeirra þekktasta og jafnframt umræddasta í seinni tíð, er efnið aspartam, einnig þekkt sem Nutras- weet, Canderel o.fl. Að sögn Ingibjargar Gunn- arsdóttur, prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvís- indasviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, öðluðust sætuefnin upp- haflega vinsældir en þau voru hugsuð til að auka fæðuframboð og vöruúrval, einkum fyrir þá sem var ráðlagt að forðast sykur m.a. vegna sykursýki. Síðan hefur það breyst með framförum í lyfjagjöf og öðru. Eftir því sem umræðan um óhóflega aukningu á neyslu viðbætts sykurs í hinum vestræna heimi færðist í aukana á níunda og tíunda áratugn- um, urðu fleiri þeirrar skoðunar að af tvennu illu færi betur að þetta mikla neyslumagn innihéldi fremur gervisætuefni en hreinan sykur. Bendir Ingibjörg á að skoðanir eru skiptar um hvort ekki hefði fremur átt að beina kröftunum að því að stuðla að breyttu neyslumynstri strax þá. Breyting hefur hins vegar orðið á Um hollustu eða óhollustu jógúrtar Í VAXANDI MÆLI HAFA SPURNINGAR VAKNAÐ UM RAUNVERULEGA HOLLUSTU HINNA ÝMSU MATVÆLATEGUNDA SEM LÖNGUM HEFUR VERIÐ AÐ FINNA Í ELDHÚSUM ÍSLENSKRA HEIMILA. HANDHÆGAR MJÓLKURVÖRUR Á BORÐ VIÐ JÓGÚRT HAFA EKKI FARIÐ VARHLUTA AF ÞEIRRI VITUNDARVAKNINGU SEM ORÐIÐ HEFUR, EINKUM OG SÉR Í LAGI HVAÐ VARÐAR SÆTUINNIHALD. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is SÆTUEFNI Í MJÓLKURVÖRUM Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.