Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 19
Brúðhjón framan við hofið Pura Ulun Danu Bratan við Bratan-vatn. með bílstjóra heilu dagana. Yf- irleitt er um að ræða minivan sem tekur fimm farþega. Dagurinn kostar 7-10.000 kr. Þegar haldið er norður til Ubud úr mesta kraðakinu í suðurhlut- anum tekur allt á sig annan blæ. Þar er miðstöð handverks- og listamanna. Hægt er að gera góð kaup í ýmsum listmunum svo sem batik, útskurði, silfurskartgripum og málverkum. Þar er einnig Apa- skógurinn frægi, þar sem hundruð makakí-apakatta stela öllu steini léttara af ferðamönnum. Ófáir hafa tapað gleraugum sínum í hendur apanna. Nauðsynlegt er að hafa með sér vænan poka af banönum ef haldið er þangað, en þeir eru seldir við innganginn í skóginn. Norðan við Ubud fer landslagið að hækka. Við taka hrísgrjónaekrur, oft í stöllóttum hlíðum eða gljúfr- um og fjallstindarnir klæðast dökkgrænum gróðrinum. Á norðurhluta eyjarinnar má finna þó nokkra tinda sem ná yfir 3.000 metra. Vinsælt er að fara í jeppasafarí að eldfjallinu Gunung Agung, en það er virkt eldfjall sem nær 3.142 m hæð. Fjallið er heilagt í augum Balíbúa, en sagt er að þeir trúi að þar safnist sálir forfeðra þeirra saman. Síðast gaus í fjallinu árið 1963 og fórust þá þúsundir manna. Smábærinn Petulu er þekktur fyrir sérkennilegt fyrirbrigði sem snertir trúarvitund margra Balí- búa. Í ljósaskiptunum á hverju kvöldi safnast fyrir í trjánum í þorpinu hundruð, jafnvel þúsundir hvítra hegra og dvelja þar alla nóttina. Mikið sjónarspil er að fylgjast með hegrunum flykkjast hvaðanæva til lendingar í trjánum. Hófust undur þessi skömmu eftir borgarastríðið á árunum 1965- 1966. Sumir vilja trúa því að sálir þeirra sem létust í stríðinu hafi tekið sér bólfestu í hegrunum. Bratan-vatn er annar helgur staður. Þar er Pura Ulun Danu Bratan, ellefu hæða hof frá sautjándu öld, á lítilli eyju úti í vatninu. Þarna er einstök nátt- úrufegurð, gott loftslag og þægi- lega svalt, enda í 1.200 m hæð yfir sjávarmáli. Hægt er að leigja báta til að fara um vatnið og fá fylgd- armenn í leiðangra á fjallstindana í kring. Skammt frá er jurtagarð- urinn Eka Karya, en þar má m.a. finna 320 tegundir af orkídeum. Yfir garðinum vakir tröllaukin stytta af Kumblakarna Laga í bar- áttu við apaherinn sem Rama stjórnar. Á Suðvestur-Balí er hið sér- stæða hof Tanah Lot á háum kletti í fjörunni en er aðeins aðgengilegt eftir tveggja metra breiðri nátt- úrulegri steinbrú. Þar eru engin handrið en fólkið flykkist yfir. Þegar líður að kvöldi fer fólk hundruðum saman í fjöruna til að fylgjast með sólinni steypa sér í sjóinn framan við Tanah Lot. Fyr- ir þá sem vilja vera á róm- antískum stað við sólsetur verður varla á betra kosið. Helgasta vatnahof hindúa á Balí er Pura Ulun Danu Bratan við Bratan-vatn, en það er byggt árið 1663. Líkfylgdir eru afar skrautlegar athafnir. * Balídansarhafa gjarnanflókinn söguþráð sóttan í gamlar þjóðsögur. Umferðin á Balí er kapítuli út af fyrir sig. Um 70% allra ökutækja á eyjunni eru mótorhjól og oft eina farartæki fjölskyldunnar. Hvítu hegrarnir setjast að í trjánum í þorpinu Petulu rétt fyrir sólsetur. Börnin á Balí eru yndisleg, eins og alls staðar. 2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Pöntunarsími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is Holtagörðum Í FULLUM GANGI! Jóla- tilboð! Dúnsæng + dúnkoddi kr. 15.900,- Trölla-dúnsæng kr. 13.900,- Stakur dúnkoddi kr. 4.900,- TVENNU TILBOÐ Sæng+kodd i Dorma sængurverasett kr. 5.592,- JÓLA- AFSLÁ TTUR20% Sæng: 30% dúnn/70% smáfiður. Koddi:15% dúnn/85% smáfiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.