Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Page 19
Brúðhjón framan við hofið Pura Ulun Danu Bratan við Bratan-vatn. með bílstjóra heilu dagana. Yf- irleitt er um að ræða minivan sem tekur fimm farþega. Dagurinn kostar 7-10.000 kr. Þegar haldið er norður til Ubud úr mesta kraðakinu í suðurhlut- anum tekur allt á sig annan blæ. Þar er miðstöð handverks- og listamanna. Hægt er að gera góð kaup í ýmsum listmunum svo sem batik, útskurði, silfurskartgripum og málverkum. Þar er einnig Apa- skógurinn frægi, þar sem hundruð makakí-apakatta stela öllu steini léttara af ferðamönnum. Ófáir hafa tapað gleraugum sínum í hendur apanna. Nauðsynlegt er að hafa með sér vænan poka af banönum ef haldið er þangað, en þeir eru seldir við innganginn í skóginn. Norðan við Ubud fer landslagið að hækka. Við taka hrísgrjónaekrur, oft í stöllóttum hlíðum eða gljúfr- um og fjallstindarnir klæðast dökkgrænum gróðrinum. Á norðurhluta eyjarinnar má finna þó nokkra tinda sem ná yfir 3.000 metra. Vinsælt er að fara í jeppasafarí að eldfjallinu Gunung Agung, en það er virkt eldfjall sem nær 3.142 m hæð. Fjallið er heilagt í augum Balíbúa, en sagt er að þeir trúi að þar safnist sálir forfeðra þeirra saman. Síðast gaus í fjallinu árið 1963 og fórust þá þúsundir manna. Smábærinn Petulu er þekktur fyrir sérkennilegt fyrirbrigði sem snertir trúarvitund margra Balí- búa. Í ljósaskiptunum á hverju kvöldi safnast fyrir í trjánum í þorpinu hundruð, jafnvel þúsundir hvítra hegra og dvelja þar alla nóttina. Mikið sjónarspil er að fylgjast með hegrunum flykkjast hvaðanæva til lendingar í trjánum. Hófust undur þessi skömmu eftir borgarastríðið á árunum 1965- 1966. Sumir vilja trúa því að sálir þeirra sem létust í stríðinu hafi tekið sér bólfestu í hegrunum. Bratan-vatn er annar helgur staður. Þar er Pura Ulun Danu Bratan, ellefu hæða hof frá sautjándu öld, á lítilli eyju úti í vatninu. Þarna er einstök nátt- úrufegurð, gott loftslag og þægi- lega svalt, enda í 1.200 m hæð yfir sjávarmáli. Hægt er að leigja báta til að fara um vatnið og fá fylgd- armenn í leiðangra á fjallstindana í kring. Skammt frá er jurtagarð- urinn Eka Karya, en þar má m.a. finna 320 tegundir af orkídeum. Yfir garðinum vakir tröllaukin stytta af Kumblakarna Laga í bar- áttu við apaherinn sem Rama stjórnar. Á Suðvestur-Balí er hið sér- stæða hof Tanah Lot á háum kletti í fjörunni en er aðeins aðgengilegt eftir tveggja metra breiðri nátt- úrulegri steinbrú. Þar eru engin handrið en fólkið flykkist yfir. Þegar líður að kvöldi fer fólk hundruðum saman í fjöruna til að fylgjast með sólinni steypa sér í sjóinn framan við Tanah Lot. Fyr- ir þá sem vilja vera á róm- antískum stað við sólsetur verður varla á betra kosið. Helgasta vatnahof hindúa á Balí er Pura Ulun Danu Bratan við Bratan-vatn, en það er byggt árið 1663. Líkfylgdir eru afar skrautlegar athafnir. * Balídansarhafa gjarnanflókinn söguþráð sóttan í gamlar þjóðsögur. Umferðin á Balí er kapítuli út af fyrir sig. Um 70% allra ökutækja á eyjunni eru mótorhjól og oft eina farartæki fjölskyldunnar. Hvítu hegrarnir setjast að í trjánum í þorpinu Petulu rétt fyrir sólsetur. Börnin á Balí eru yndisleg, eins og alls staðar. 2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Pöntunarsími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is Holtagörðum Í FULLUM GANGI! Jóla- tilboð! Dúnsæng + dúnkoddi kr. 15.900,- Trölla-dúnsæng kr. 13.900,- Stakur dúnkoddi kr. 4.900,- TVENNU TILBOÐ Sæng+kodd i Dorma sængurverasett kr. 5.592,- JÓLA- AFSLÁ TTUR20% Sæng: 30% dúnn/70% smáfiður. Koddi:15% dúnn/85% smáfiður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.