Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Snæbjörn Kristjánsson eldaði lambahrygg með íslenskum sveppum í París og hlaut gull fyrir »30 É g er búsett í litlu þorpi á austurströnd Spánar. Í dag langar mig að bjóða þér í eldhúsið mitt og leyfa þér að fylgjast með. Klukkan er ellefu að morgni og ég er að búa mig undir að elda miðdegismatinn. Hér er borðað klukkan tvö á hverjum degi. Rétturinn er eldaður í hverri viku í hverju húsi hér í þorp- inu mínu og kallast cocido con pelotas. Við Íslendingar kunn- um vel að gera góða kjötsúpu, en þessi útfærsla er síst síðri. Kraftmikill og bragðgóður matur. Kvöldið áður en elda á súpuna er nauðsynlegt að leggja kjúklingabaunirnar í bleyti og svo þarf að skunda til slátr- arans, okkur vantar sitt lítið af hverju. Hér er innihaldslist- inn í heild sinni en magnið af kjötinu og samsetningin fer al- veg eftir þér og þínum. Ég frysti helminginn af bollunum en úr þessum skammti komu 18 stykki. Þegar bera skal matinn á borð er venjan sú að skammta bollurnar fyrst, þær eru efst í pottinum og fara einar á disk- inn. Þegar búið er að borða bollur er hægt að fá sér kjöt, kartöflur, baunir, sellerí og súpuna sjálfa. Við sitjum lengi við borðið, maturinn er góður og við njót- um líðandi stundar. Einhver sagði að hamingjan væri ferða- lag en ekki áfangastaður, njótum þess að vera saman á leið okkar um lífið. Það er lúxus að borða góðan mat á meðan. Og vel á minnst, ef afgangur er af kjöti, kartöflum og baun- um þá gerum við bixímat daginn eftir, smá hvítlaukur með á pönnuna og komin er önnur yndisleg máltíð. MATARGERÐ VIÐ MIÐJARÐARHAFIÐ Matartími klukkan tvö KJÖTSÚPA ER Í HÁVEGUM HÖFÐ VÍÐAR EN Á ÍSLANDI. HÉR SEGIR AF KRAFTMIKILLI KJÖTSÚPU SEM ELDUÐ ER VIKULEGA Í ÞORPINU ALGORFA Á AUSTURSTRÖND SPÁNAR. Steinunn Fjóla Jónsdóttir sfjola@gmail.com SÚPA 2-3 stilkar sellerí svínakjöt (gjarnan feitur biti eða flesk með) fuglakjöt (hæna, kjúklingur, kalkúnn) slátrarinn læddi einum bita úr nauti með í þetta sinn kjúklingabaunir að vild 5-6 meðalstórar kartöflur salt og saffran KJÖTBOLLUR 500 g grófhakkað kjöt úr kjúklingi og svíni 250 g þurrt skorpubrauð fersk steinselja 2 msk furuhnetur 1 tsk múskat 2 egg 2-4 msk blóð (má sennilega sleppa þó ef nauðsyn krefur) salt Aðferð Kjúklingabaunir, sellerí og kjötbitarnir, gjarnan í þessari röð, fara rúmum tveimur tímum fyrir mat í stóran súpupott með vatni. Settu nægilegt vatn til að rúma kartöflurnar og bollurnar seinna. Hver stilkur af selleríi skorinn í ca. fjóra hluta. Salta vel, gott að smakka til að athuga saltmagnið. Koma upp meðalhægri suðu. Lok á pottinn og við snúum okkur að aðalmál- inu, sem eru kjötbollurnar sjálfar. Brauðið sem hér er notað í bollurnar er svokallað sveitabrauð, hvítt brauð með skorpu sem farið er að þorna. Skorpan er rifin smátt niður í skál og bleytt upp í með vatni. Þessu er síðan blandað við hakkað kjötið, allt gert með höndunum. Hluta af þurru innvolsinu úr brauðinu geymi ég mulinn til að grípa til ef bollurnar verða of blautar. Steinseljan er svo rifin niður og sett saman við maukið, eggin brotin út í, blóðinu hellt yfir, furuhnetum og múskati sáldrað og svo saltað sæmilega. Við blöndum öllu vel saman í höndunum eins og verið væri að hnoða í brauð. Þegar klukkutími eða svo er í matinn má setja kartöflurnar út í pottinn og saffran fyrir góðan gulan lit, teskeið eða tvær. Hér er gott að smakka soðið og salta meira ef þarf. Svo er að móta kjötbollurnar, hefðbundin stærð er á við lítinn snjóbolta, sumir vilja þær stærri. Og koma þeim varlega fyrir efst í pottinum. Hér á að fljóta rétt yfir, og aftur setjum við lokið á, leyfum þessu að malla saman. Spænsk kjötsúpa með kjötbollum Ljósmyndir/Abel Gil - Myndvinnsla/Barbara Birgis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.