Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 H ér liggur skáld er ný skáldsaga eftir Þór- arin Eldjárn. Þór- arinn nýtir sér þar efni úr Svarfdæla sögu og Þorleifs þætti jarlaskálds og skapar úr þeim skáldverk en Þorleifur er aðalpersóna skáldsögu hans. Þórarinn á föðurætt sína að rekja til Svarfaðardals, var þar í sveit sem ungur drengur og á þar hús með fjölskyldunni. „Tengsl mín við Svarfaðardal eru sterk,“ segir hann, „en það er ekki nauðsynlegt að þekkja vel til í dalnum til að geta lesið þessa skáldsögu og því síður þarf lesandinn að vera sérfræðingur í Svarfdælu.“ Hvenær lastu Svarfdælu fyrst? „Innan við tíu ára held ég, en skildi ekki mikið í henni og raunar æ minna allar götur síðan. Hún er ansi ruglingsleg og gloppótt þó að víða glitti í margt skemmtilegt. Kannski er þar komin skýringin á því af hverju ég skrifaði þessa bók. En ég er svo sem ekki fyrstur höf- unda til að nýta mér efni þaðan. 1952 kom út skáldsaga byggð á Svarfdælu eftir Sigurjón Jónsson, Yngveldur fögurkinn. Það er einmitt Ynga systir Þorleifs Ásgeirssonar söguhetju minnar. Fyrir nokkrum árum sýndi leikfélag Dalvíkur leik- ritið Svarfdæla sögu eftir Ingi- björgu Hjartardóttur og Hjörleif Hjartarson. Svo er auðvitað til frægt kvæði byggt á Þorleifsþætti, Jarlsníð, eftir Grím Thomsen sem fjallar um viðskipti Þorleifs og Há- konar jarls. Þaðan eru þekktar hendingar sem Thor Vilhjálmsson hafði oft á hraðbergi: Enginn skyldi skáldin styggja/skæð er þeirra hefnd. Þær línur minna reyndar alltaf á fleyg orð Strindbergs: „Se upp din jävel. Vi ses i min nästa pjäs, hittumst í næsta stykki hel- vískur.“ Ein af vísunum sem við Hallbjörn hali, síðar þjóðskáld, ort- um saman í minni bók kallast á við þetta kvæði Gríms. Svarfdæla og Þorleifs þáttur eru sem sagt kveikjan. Í Svarfdælu seg- ir frá atviki sem varð þegar Þorleif- ur er nýfæddur og hlýtur óvart rispu á kviðinn af lykli sem Yng- veldur systir hans bar við belti. Henni verður þá að orði að sú ben marki spjóti spor. Segir svo ekki meira af þessu í Svarfdælu en ég læt þessa spásögn hafa mikil áhrif á líf Þorleifs. Í Þorleifs þætti er aftur á móti ekkert um þetta atvik né fæðingu Þorleifs en hinsvegar sagt frá því hvernig hann lætur lífið á Þingvöllum, ristur á kvið af róbót- anum Þorgarði, sem Hákon jarl lét illþýði sitt hanna og sendi út til Ís- lands. Ég tengi þessar frásagnir og prjóna atburðarás umhverfis þær. Í bók minni eru orð og beiting þeirra mjög á dagskrá. Máttur orðanna er mikill, eins gott að gæta sína á þeim og fara vel með þau. Spásögn Yng- veldar er dæmi um það. Þegar Þor- leifur á síðan harma að hefna og yrkir níð um Hákon jarl eru áhrif þess mikil en síðan kemur það hon- um sjálfum í koll. Svo er þarna þessi karakter sem ég læt ramma inn frásögn mína í kveðskap sem honum er eignaður. Það er Hall- björn sauðamaður. Bókin hefst þar sem hann liggur á haug Þorleifs á Þingvöllum en Þorleifs þætti lýkur einmitt á þeirri frásögn. Hallbjörn þráir að verða skáld og er þjakaður af því að vera kallaður hali. Það má segja að þessi bók fjalli að miklu leyti um orðin og skáldskapinn, til- gang hans og eðli.“ Hvað er erfiðast við að skrifa bók eins og þessa? „Það sama og alltaf – að finna tóninn. Þegar ég byrja að skrifa er ég sífellt að berja tónkvíslinni í allt og alla og hlusta. Svo allt í einu, einn góðan veðurdag, kemur tónn- inn og allt fer í gang eftir ótal til- hlaup. Ef tónninn finnst leiðir hann mann áfram. En svo skiptir maður kannski um tóntegund í miðju kafi. Varðandi stílinn í þessari sögu reyndi ég að fara milliveg milli nú- tímaíslensku og ákveðinnar fyrn- ingar án þess að fara út í lágkúru eða torf. Þetta er línudans en ef manni tekst sjálfum að ramba eftir þeirri línu með jafnvægisstöngina þá vonast maður til að lesandanum takist það líka.“ Kíkti í svörin Það er komin út ný þýðing þín á leikriti Shakespeares, Macbeth, sem þú þýðir fyrir jólasýningu Þjóðleik- hússins. Ertu áhugamaður um Shakespeare? „Ég hef lesið flest af hans meiri háttar leikverkum og lesið talsvert um hann og hef áður þýtt Lé kon- ung. Þegar ég var í 6. bekk í menntaskóla lásum við Macbeth hjá frábærum kennara, Gunnari Nor- land. Hann fór í gegnum verkið með okkur svo rækilega að allan þann tíma sem ég var núna að þýða Mac- beth gat ég heyrt fyrir mínum innri eyrum hrjúfa rödd Norlands þar sem hann lagði út textann og lék jafnvel fyrir okkur valin atriði.“ Hvaða leið ferðu í þýðingunni? „Ég reyni að þýða textann beint af augum eins og mér finnst að hann eigi að vera á skiljanlegri og tiktúrulausri nútímaíslensku. Alltaf þegar ég sat blýfastur kíkti ég í svörin eins og ég kalla það og at- hugaði hvernig fyrri þýðendur þrír höfðu leyst vandann, Matthías, Helgi og Sverrir, eða aðskiljanlegir Skandinavar. Þetta losaði um stífl- una, en ekki þannig að ég tæki upp þýðingar þessara manna heldur fæddist ný þýðingarlausn. Oft ramb- ar maður líka óséð á sömu lausnir. Þannig virkar þetta. Ef aðrar þýð- ingar væru ekki til held ég samt að lokaniðurstaðan hjá mér hefði ekki orðið neitt óskaplega mikið öðruvísi. Það sem var grundvallarstefna hjá mér, ef nota má svo virðulegt orð, var að gera textann auðskilinn þjál- an og klingjandi, án þess að fara út í ástæðulausan hversdagsleika eða tilefnislausa upphafningu. Þýðingin er gerð fyrir leiksýningu og það er grundvallaratriði að fólk sitji ekki úti í sal og hvái við öðru hverju orði: Hvað var maðurinn eiginlega að segja? Að þýða Shakespeare og hátt- bundinn brag almennt er ár- áttuvinna. Sá sem fæst við slíkt hef- ur enga þörf fyrir að leysa krossgátur á meðan.“ Skáldsagan þín er ekki eina bókin þetta árið með skáldskap eftir þig. Þú yrkir ljóð og Edda Heiðrún Backman myndskreytir tvær barna- bækur, Vaknaðu Sölvi og Ása og Erla. Hvernig þekkist þið Edda Heiðrún? „Á sínum tíma unnum við að ákveðnu samstarfsverkefni sem síð- an varð ekki af. Við höfum þekkst ágætlega síðan og eftir að hún veiktist af MND höfum við Unnur, kona mín, verið í stuðningshópi sem myndaðist kringum hana. Út frá því kynntumst við Edda Heiðrún enn betur. Hún fór svo út í myndlistina og fékk meðal annars þá hugmynd að semja þessar tvær sögur. Hún málaði myndirnar og sagði mér hvað persónurnar hétu og hvað væri að gerast og svo ljóðskreytti ég. Það er stórkostlegt að sjá og upplifa hvernig Edda Heiðrún hefur getað beint sínum gífurlega mikla listræna eldmóði yfir á nýtt svið þegar frá henni var tekið það sem hún stund- aði áður og þurfti frá að hverfa á hápunkti glæsilegs ferils.“ Eins og að fara í tímavél Það verður að nefna enn eina bók sem þú kemur nálægt. Það er Vín- landsdagbók, sem geymir dagbók- arfærslur föður þíns Kristjáns Eld- járns um leiðangur sem hann fór til Nýfundnalands sumarið 1962 til að leita að minjum um dvöl norrænna manna til forna en Norðmaðurinn Helge Ingstad stóð þar fyrir forn- leifauppgreftri. Þú skrifar inngang að þessari bók og dagbókarfærslur Máttur orðanna er mikill ÞÓRARINN ELDJÁRN SENDIR FRÁ SÉR SKÁLDSÖGUNA HÉR LIGGUR SKÁLD. HANN ÞÝÐIR LÍKA SHAKESPEARE OG SEMUR BARNABÆKUR MEÐ EDDU HEIÐRÚNU BACHMAN. EINNIG SKRIFAR HANN FORMÁLA AÐ VÍN- LANDSDAGBÓK FÖÐUR SÍNS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is *Þegar ég byrja að skrifa er ég sífelltað berja tónkvíslinni í allt og allaog hlusta. Svo allt í einu, einn góðan veðurdag, kemur tónninn og allt fer í gang eftir ótal tilhlaup. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.