Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Föt og fylgihlutir A níta Hirlekar útskrifaðist með BA-gráðu frá hin- um virta hönnunarskóla Central Saint Martins (CSM) í London í júní og hefur út- skriftarlína hennar vakið athygli. Aníta er í úrslitum í Young Vision Award-keppni Vogue Italia í sam- starfi við hönnunarsölusíðuna Muuse.com. „Sá sem vinnur fær að selja línuna sína á vefnum og um- fjöllun í tímaritinu,“ segir Aníta, sem er tilnefnd fyrir útskriftarlínu sína. Ótrúlegt en satt, þá er annar Íslendingur á topp tíu, Magnea Einarsdóttir, sem útskrifaðist með Anítu í sumar. Hægt er að kjósa til 10. desember á Vogue.it. „Þetta er mjög gaman því maður er búinn að vinna svo lengi að út- skriftarlínunni að það er gaman að hún fái meiri athygli,“ segir Aníta. Línan heitir „The Handfelted Collection“ eða „Handþæfða línan“. „Ég tók fyrir þessa tækni og not- aði hana í öllu sem ég gerði. Ég gerði öll efnin sjálf og notaði ull á mismunandi efni, pólýester, silki og bómull og prófaði mig áfram í því,“ segir hún en þetta var mikil vinna sem stóð í um átta mánuði. „Þetta er allt handþæft saman og engir saumar í línunni,“ segir hún en áferð efnanna er mjög skemmti- leg. Spjallið við Anítu er símaspjall enda er hún stödd í London þar sem hún stundar nú meistaranámLjósmyndir/Saga Sig Fötin á meðfylgjandi myndum eru öll úr útskriftarlínu Anítu frá hinum virta hönnunarskóla Central Saint Martins í Lond- on. Línan er meira og minna handunnin, í fötunum er enginn saumur og efnin eru handþæfð. TILNEFND TIL TÍSKUVERÐLAUNA List og landslag LADY GAGA HEFUR ÁHUGA Á HENNI OG RITSTÝRA FRANSKA VOGUE LÍKA. ANÍTA HIRLEKAR ER AÐ GERA GÓÐA HLUTI Í FATAHÖNNUN Í BRETLANDI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar. M arquis Mills Converse var rétt rúmlega þrítugur þegar hann stofnaði skófyrirtæki sitt árið 1908 sem hann af alkunnri hógværð nefndi í höfuðið á sjálfum sér, Converse. En framleiðslan fór ekki á verulegt skrið fyrr en hann fór að framleiða körfuboltaskó árið 1917. Árið 1921 kom frægur körfuboltamaður að nafni Charles H. „Chuck“ Taylor inn á skrifstofu fyrirtækisins og kvartaði undan því að skórnir meiddu hann. Maðurinn var ráðinn á staðnum og skónum breytt. Chuck þessi reyndist fyrirtækinu hinn öflugasti sölumaður. Brátt hafði útgáfa hans á All-Star- körfuboltaskónum unnið markaðinn og það fannst ekki það körfuboltalið sem ekki notaðist við Converse-körfuboltaskó. Seinna áttu skórnir eftir að verða tískuvara á meðal fræga fólksins og eru það enn þann dag í dag. Frægar stjörnur eins og Drew Barrymore, Willow Smith, Demi Lovato og Kristen Stewart hafa verið í Converse-skóm á rauða dreglinum við af- hendingu Óskarsverðlaunanna í Hollywood. Í dag er fyrirtækið í eigu Nike en árið 2003, þegar Converse var farið að ógna Nike, ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins að kaupa keppinaut sinn fyrir 305 milljónir dollara og framleiða enn hina frægu körfuboltaskó; All-Star Converse. borkur@mbl.is Stewart er með smekk fyrir skóm. Ein af ástæð- unum fyrir velgengninni. Adrian Grenier úr Entourage þáttunum er hrifinn af Converse. All-Star er málið hjá Natalie Portman í ýms- um skilningi. SKÓTÍSKAN Poppsöngkonan Kesha telur ekki nauðsynlegt að vera í skónum. Kallað á Converse Rihanna skín eins og demantur í strigaskónum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.