Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.12. 2012 Föt og fylgihlutir A níta Hirlekar útskrifaðist með BA-gráðu frá hin- um virta hönnunarskóla Central Saint Martins (CSM) í London í júní og hefur út- skriftarlína hennar vakið athygli. Aníta er í úrslitum í Young Vision Award-keppni Vogue Italia í sam- starfi við hönnunarsölusíðuna Muuse.com. „Sá sem vinnur fær að selja línuna sína á vefnum og um- fjöllun í tímaritinu,“ segir Aníta, sem er tilnefnd fyrir útskriftarlínu sína. Ótrúlegt en satt, þá er annar Íslendingur á topp tíu, Magnea Einarsdóttir, sem útskrifaðist með Anítu í sumar. Hægt er að kjósa til 10. desember á Vogue.it. „Þetta er mjög gaman því maður er búinn að vinna svo lengi að út- skriftarlínunni að það er gaman að hún fái meiri athygli,“ segir Aníta. Línan heitir „The Handfelted Collection“ eða „Handþæfða línan“. „Ég tók fyrir þessa tækni og not- aði hana í öllu sem ég gerði. Ég gerði öll efnin sjálf og notaði ull á mismunandi efni, pólýester, silki og bómull og prófaði mig áfram í því,“ segir hún en þetta var mikil vinna sem stóð í um átta mánuði. „Þetta er allt handþæft saman og engir saumar í línunni,“ segir hún en áferð efnanna er mjög skemmti- leg. Spjallið við Anítu er símaspjall enda er hún stödd í London þar sem hún stundar nú meistaranámLjósmyndir/Saga Sig Fötin á meðfylgjandi myndum eru öll úr útskriftarlínu Anítu frá hinum virta hönnunarskóla Central Saint Martins í Lond- on. Línan er meira og minna handunnin, í fötunum er enginn saumur og efnin eru handþæfð. TILNEFND TIL TÍSKUVERÐLAUNA List og landslag LADY GAGA HEFUR ÁHUGA Á HENNI OG RITSTÝRA FRANSKA VOGUE LÍKA. ANÍTA HIRLEKAR ER AÐ GERA GÓÐA HLUTI Í FATAHÖNNUN Í BRETLANDI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar. M arquis Mills Converse var rétt rúmlega þrítugur þegar hann stofnaði skófyrirtæki sitt árið 1908 sem hann af alkunnri hógværð nefndi í höfuðið á sjálfum sér, Converse. En framleiðslan fór ekki á verulegt skrið fyrr en hann fór að framleiða körfuboltaskó árið 1917. Árið 1921 kom frægur körfuboltamaður að nafni Charles H. „Chuck“ Taylor inn á skrifstofu fyrirtækisins og kvartaði undan því að skórnir meiddu hann. Maðurinn var ráðinn á staðnum og skónum breytt. Chuck þessi reyndist fyrirtækinu hinn öflugasti sölumaður. Brátt hafði útgáfa hans á All-Star- körfuboltaskónum unnið markaðinn og það fannst ekki það körfuboltalið sem ekki notaðist við Converse-körfuboltaskó. Seinna áttu skórnir eftir að verða tískuvara á meðal fræga fólksins og eru það enn þann dag í dag. Frægar stjörnur eins og Drew Barrymore, Willow Smith, Demi Lovato og Kristen Stewart hafa verið í Converse-skóm á rauða dreglinum við af- hendingu Óskarsverðlaunanna í Hollywood. Í dag er fyrirtækið í eigu Nike en árið 2003, þegar Converse var farið að ógna Nike, ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins að kaupa keppinaut sinn fyrir 305 milljónir dollara og framleiða enn hina frægu körfuboltaskó; All-Star Converse. borkur@mbl.is Stewart er með smekk fyrir skóm. Ein af ástæð- unum fyrir velgengninni. Adrian Grenier úr Entourage þáttunum er hrifinn af Converse. All-Star er málið hjá Natalie Portman í ýms- um skilningi. SKÓTÍSKAN Poppsöngkonan Kesha telur ekki nauðsynlegt að vera í skónum. Kallað á Converse Rihanna skín eins og demantur í strigaskónum sínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.