Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniKerti og spil detta aldrei úr tísku en á tækniöld má líka hugsa sér græjugjafir í jólapakkann »36 É g er mikill græjukarl,“ segir Karl Pétur, framkvæmdastjóri GRD Consulting. „Hef alltaf átt mikið af tækjum sem ég nota mikið. Tæknin tengist starfi mínu. Þar ráðlegg ég stjórnendum fyrirtækja um upplýsinga- miðlun, því er mjög mikilvægt fyrir mig að fylgjast vel með því hvernig fólk aflar sér upplýsinga, sem breytist hratt um þessar mundir. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var nóg að senda fréttatilkynningu á Rúv og Moggann, en það dugir ekki lengur. Annars er ég núorðið spenntari fyrir samspili mismunandi tækja en tækjunum sjálfum. Til dæmis ef ég kaupi mér tónlist, eða rippa geisladisk sem ég á - þá er tónlistin komin á sím- ann, ipadinn, fartölvuna, heimatölvuna, vinnutölvuna og í appletívíið eftir nokkrar mínútur. Baðvigtin mín sendir iSímanum stöðu mála um leið og ég stíg á flísarnar aftur. Það skiptir auðvitað öllu máli að geta skoðað fituprósentuna í farsímanum.,“ segir Karl Pétur.  Bowers & Wilkings P5-heyrnartól – „Jólagjöf frá eiginkonunni fyrir tveimur ár- um. Náttúrulegur hljóðdeyfari og dýrlegur hljómur.“  iPad – „Nota hann til að slappa af heima eða á hótelher- bergjum. Horfi nánast á allt sjón- varp í iPad. Les bækur í honum og á orðið ágætis ibókasafn.“  Apple TV – „Nota það mjög mikið, til að streyma tónlist, horfa á bíómyndir og þætti og til að sýna fjölskyld- unni myndbönd þegar ég hef lokið við að klippa þau í sím- anum eða tölvunni.“ ▲ GE-ruslakvörnin – „Ég lærði það í Bandaríkjunum hversu þægilegt er að vera með kvörn í eldhúsvaskinum. Allir matarafgangar fara beint í vaskinn og svo út í sjó til að fóðra fiskana.“ Karl Pétur Jóns- son ráðgjafi með soninn Grím Fannar í fanginu. GRÆJURNAR MÍNAR Fituprósentan í farsímanum KARL PÉTUR JÓNSSON SEGIST VERA MIKILL GRÆJUKARL OG NOTAST ÝMIST VIÐ IPHONE 4S EÐA BLACKBERRY CURVE ÞEGAR HANN VILL HRINGJA OG HONUM DUGAR EKKERT MINNA EN GE-RUSLAKVÖRN Á MEÐAN AÐRIR NOTAST VIÐ RUSLAPOKA. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is ▲ iPhone 4S – „Eins og framlenging á líkamann. Líklega nota ég myndavélina mest fyrir utan tölvupóst, síma og sms. Ég tek mik- ið af myndböndum og klippi jafn- óðum í iMovie í símanum. Gæti ekki án hans verið. Ætla að fá mér fimmuna við tækifæri.“  Jawbone Jambox – „Þráðlaus hátalari sem tengist með bluetooth. Pínulítill kassi, þéttfullur og þungur. Gúmmíáferð á utanverðu boxinu. Risastór hljómur og tíu tíma hleðsla. Fullkomið í útileg- una, á hótelið eða bara hvar sem þú vilt hlusta á tónlist. Svo er hægt að nota Jamboxið sem fjarfundabúnað.“ ▲ Blackberry Curve – „Þegar maður ferðast er of dýrt að nota „Data Roam- ing“. Þá er frábært að vera með Black- berry og fá allan tölvupóst beint í símann án aukakostnaðar. Þar sem ég ferðast talsvert vegna vinnu er þetta mjög snið- ugt fyrir mig.“  Canon 60D og 24-105L-linsa – „Tek allar myndir á þetta kombó. Frá- bær fyrir ljósmyndir og vídeó.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.