Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Blaðsíða 27
S
egja má að eldhús og borðstofan séu vist-
arverur jóla. Bakstur, eldamennska og
laufabrauðsútskurður taka stóran toll í des-
embermánuði og þá er borðstofan sam-
komustaður fyrir ótal jólafagnaði, jólaboð, kaffitíma
og auðvitað sjálft aðfangadagskvöld.
Heimiliselskir fagurkerar gætu því freistast til
að hressa upp á eldhúsið og skreyta með jóla-
legum blæ en til þess þarf oft ekki annað en
skæra og bjarta liti á hefðbundna eldhúsmuni en
ekki eiginlegt jólaskraut og greni.
Klassískir litir jóla eru jafnan taldir vera eld-
rauður og grenitrésgrænn. Einn litur, himinblár,
sem minnir á eitthvað kaldara, ís og jólasnjó er
þó ekki síður falleg samsetning með grænum eða
rauðum.
Víða má finna ódýrar og dýrar vörur sem
hressa upp á jólaandann en Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins tók smá rúnt um bæinn og reyndar
alla leið til Akureyrar til að skoða hvað má finna
í verslunum. Á fjörurnar rak ýmsa muni sem
myndu sóma sér vel í íslenskum eldhúsum svo
sem glös, könnur, diskamottur, kertastjaka, eldhús-
áhöld og jafnvel jólalegar ruslafötur.
Yndislegt ömmukaffiborð til
að rúlla góðgæti fram í stofu.
Epal, Skeifunni 6. Verð:
48.700 krónur.
Stenslar fyrir mynst-
ur á smákökurnar.
IKEA, Kauptúni 4.
Verð: 395 krónur.
Jól í eldhúsið
UNNENDUR FORLÁTA MUNA Í ELDHÚSIÐ OG BORÐSTOFUNA ÆTTU AÐ
HUGA AÐ ÞVÍ AÐ HAFA ÞÁ Í JÓLALEGUM RAUÐUM EÐA HIMINBLÁUM LIT.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
ÓMÓTSTÆÐILEGAR FREISTINGAR
Geo hitakanna fyrir heita og kalda drykki
eftir hönnuðinn Nicholai Wiig Hansen.
Epal, Skeifunni 6. Verð: 12.900 krónur.
Ný ruslafata á aðventunni. IKEA,
Kauptúni 4. Verð: 595 krónur.
Franski potta-
framleiðandinn
Le Creuset
framleiðir margt
fleira en potta. Til
dæmis þessa forláta könnu. Búsáhöld,
Kringlunni. Verð: 8.860 krónur.
Reffileg
röndótt
Godis-glös
fyrir jóla-
blönduna.
IKEA, Kaup-
túni 4. Verð:
995 krónur.
Sígildur
tappatogari úr
smiðju Alessi.
Casa, Skeif-
unni 8 og
Kringlunni.
Verð: 7.290
krónur.
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
haag
fjölskyldusófinn
189.900
199.900
295 cm
330 cm
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27