Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 8. tölublað 101. árgangur
VINSÆLAR OG
LOFSUNGNAR
MYNDIR
HVERJIR
SLÁ Í GEGN
Á SPÁNI?
HELGARFRÍ Á
MILLI MENNTA-
OG HÁSKÓLA
SÉRBLAÐ UM HM 2013 BJARKI ÞÓR GRÖNFELDT 10FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 38
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Örtröð Oft er mikil umferð á og við Hakið
og brýn þörf á því að bæta aðstöðuna.
Mikið álag er á Hakinu við Þing-
velli yfir sumartímann og stundum
örtröð, enda talið að um hálf millj-
ón manna staldri þar við á ári
hverju. Vonir standa til að fram-
kvæmdir hefjist á næstu vikum við
stækkun fræðslumiðstöðvarinnar á
Hakinu og fjölgun bílastæða.
Ekkert er ákveðið með aðra upp-
byggingu á Þingvöllum, en Ólafur
Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður
gerir sér vonir um að framkvæmdir
við veitingahús í stað Valhallar geti
hafist á næsta ári. Ólafur Örn vill
að í byggingunni verði aðstaða fyr-
ir fundi Alþingis. „Slíkt er einfald-
lega samofið sögu staðarins og eðli-
legt að Alþingi eigi þar ríkan þátt,“
segir Ólafur. »17
Úrbætur við Hakið
og mögulega byrjað
á veitingahúsi 2014
Bætt vinnubrögð
» Stjórn Samtaka atvinnulífs-
ins leggur til að samningsað-
ilar á almennum og opinberum
vinnumarkaði bæti vinnubrögð
við gerð kjarasamninga.
» Vill stjórnin horfa til ná-
grannaríkja sem tekist hafi að
tryggja kaupmáttaraukningu
samfara lítilli verðbólgu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samninganefnd Alþýðusambands Ís-
lands samþykkti á fundi í gærkvöldi
að hitta fulltrúa Samtaka atvinnulífs-
ins á fundi í dag til að ræða útspil
vinnuveitenda vegna endurskoðunar
kjarasamninga sem nú stendur yfir.
„Við viljum sjá hvort hægt er að
spinna eitthvað úr þessum þræði,“
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
eftir fundinn.
Stjórn SA lýsti sig reiðubúna til
viðræðna við ASÍ og landssambönd
þess um að stytta samningstíma
kjarasamninga um einn mánuð, til 31.
desember nk., og hefja viðræður um
undirbúning næstu kjarasamninga.
Stjórnin mun leita eftir samstöðu með
ASÍ um meginþætti atvinnustefnu og
reyna að fá fram afstöðu stjórnmála-
flokkanna fyrir komandi alþingis-
kosningar. Eftir myndun nýrrar rík-
isstjórnar gefist möguleiki til að
fullvinna raunhæfa aðgerðaáætlun til
næstu ára.
Vilmundur Jósefsson, formaður
SA, segir að með þessu sé stjórn SA
að taka mið af reynsluheimi sam-
skipta við núverandi ríkisstjórn. Hún
hafi svikið allt jafnóðum sem lofað
var.
Gylfi Arnbjörnsson segir að fulltrú-
um ASÍ þyki boð SA um styttingu
samningstíma heldur lítið. Þá vilji
ASÍ einnig ræða um forsendur verð-
lagsmála. Þótt ekki sé gert lítið úr
mikilvægi atvinnumála sé verðbólgan
mesta ógnin við kjör launafólks.
MVilja samstöðu »2
Reynt að spinna úr þræði
SA tilbúið að stytta samningstíma og vill viðræður um sameiginlega atvinnustefnu
Forseti ASÍ telur verðbólgu mestu ógnina Samninganefndir funda í dag
Fjallagarpur Andri Kristinsson á
leið sinni upp á Aconcagua.
„Þetta er sá sjúkdómur sem dregur
flesta háfjallamenn til dauða. Ég
fékk strax súrefni og það var spraut-
að í mig sterum, ég fékk líka eina
Viagratöflu til að koma blóðinu af
stað. Þetta er víst eitthvert há-
fjallabragð sem þeir nota. Síðan var
kallað á þyrlu vegna bráðatilfellis og
ég fluttur umsvifalaust niður,“ segir
Andri Kristinsson, viðskipta-
fræðinemi við Stanford-háskóla og
þaulvanur fjallamaður, sem gekk
ásamt hópi Bandaríkjamanna á
hæsta fjall Ameríku, Aconcagua í
Argentínu, nokkru fyrir jól.
Fjallið er um 7.000 metra hátt en í
4.300 m hæð fékk Andri háfjalla-
lungnabjúg. Hann minnir óvant fólk
á að Aconcagua sé varasamt og
dauðsföll í hlíðum þess fleiri en á
nokkrum öðrum þekktum fjöllum.
Nokkrum dögum eftir það sem henti
Andra dóu tveir menn í fjallinu eftir
að hafa veikst af háfjallalungnabjúg.
Tómas Guðbjartsson læknir tekur
undir varnaðarorð Andra en í Morg-
unblaðinu sl. helgi greindi Halla Vil-
hjálmsdóttir leikkona frá ferð sinni á
sama fjall, en hún hafði enga reynslu
í fjallaklifri eða naut leiðsagnar. »16
Var hætt kominn á fjallinu
Veiktist á hæsta fjalli Ameríku Segir fjallið varasamt
Í skammdeginu taka skuggarnir á sig margar og
skemmtilegar myndir. Konan sem gekk framhjá menn-
ingarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði var ein á
ferð en engu að síður í góðum félagsskap.
Á gangi í góðum félagsskap
Morgunblaðið/Golli
Kveikt verður
á blysum eftir
allri gossprung-
unni sem opn-
aðist í eldgosinu
í Heimaey 23.
janúar 1973.
Þess verður
minnst með
margvíslegum
hætti í Eyjum að 40 ár eru liðin
frá upphafi eldgossins. Gosminn-
ingarhátíðin verður á lág-
stemmdum nótum. Síðar á árinu
verða fleiri viðburðir, meðal ann-
ars vegleg Goslokahátíð í byrjun
júlí. »12
Blys á allri
gossprungunni
Jón S. von Tetzchner, annar stofnandi
norska hugbúnaðarfyrirtækisins
Opera, hefur komið með 1,1 milljarð
króna til landsins í gegnum fjárfest-
ingarleið Seðlabankans. „Ég hef
mikla trú á Íslandi,“ segir hann í sam-
tali við Morgunblaðið. „Það er ekki
enn búið að fjárfesta fyrir alla þessa
fjármuni. En það er gott að hafa þá til
reiðu því ég hef trú á því að álitleg
fjárfestingartækifæri finnist.“
Hann hefur fjárfest í nokkrum at-
vinnufasteignum og tveimur tölvufyr-
irtækjum hér á landi: OZ, sem hefur
þróað nýja aðferðafræði við að dreifa
sjónvarpsútsend-
ingu í háskerpu á
netinu, og Ís-
lenskum vefversl-
unum.
Fjárfestinga-
leið Seðlabankans
gengur út á að
fjárfestar komi
með gjaldeyri til
landsins og skipti
honum fyrir krón-
ur og fjárfesti hér til lengri tíma. Gul-
rótin fyrir fjármagnseigendur er að
þeir fá 20% afslátt af krónunum. »18
Jón von Tetzchner
kom með milljarð
Jón S. von
Tetzchner
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi
ráðherra og einn hugmyndafræð-
inga VG í umhverfismálum, segir að
áform um olíuleit á Drekasvæðinu
gangi í berhögg við stefnu VG í lofts-
lagsmálum.
„VG hefur einn flokka verið með
ákveðna stefnu í loftslagsmálum og
hún hefur heldur betur riðlast með
útgáfu þessara sérleyfa,“ segir Hjör-
leifur.
Hann segir fulla ástæðu til að hafa
áhyggjur af stöðu umhverfismála og
að allir flokkar þyrftu að skoða sína
stöðu í því samhengi. Spurður um
þörf fyrir nýjan umhverfisflokk seg-
ist Hjörleifur vonast til að menn
vakni og á það verði að reyna hvort
það gerist í núverandi flokkum eða
með nýjum. »15
Morgunblaðið/Skapti
VG Steingrímur J. setur landsfund.
Olíuleit gegn
stefnu VG