Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
-1
1-
05
09
g g
H
VÍ
TA
H
Ú
S
... ný bra ðte und
SI
Ð
/
SÍ
A
-1
1-
05
09
Ný bragðtegund
með
pizzakryddi
Ný viðbót í ...
... baksturinn
... ofnréttinn
... brauðréttinn
... súpuna
eða á hrökkbrauðið
Friðlandið við Vífilsstaðavatn er eftirsóknarvert
til útivistar á öllum tímum árs. Lífríki vatnsins
er fjölbreytt og góð aðstaða til að njóta náttúr-
unnar, meðal annars útivistarstígur hringinn í
kringum vatnið og slóði upp í Grunnavatns-
skarð. Þótt veður fari heldur kólnandi er ekki að
sjá annað en vel klæddir íbúar höfuðborg-
arsvæðisins geti áfram notið útivistar við Vífils-
staðavatn næstu daga.
Friðlandið við Vífilsstaðavatn er útivistarparadís á öllum tímum árs
Morgunblaðið/Golli
Vel klæddir íbúar geta áfram notið útivistar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það skiptir þá ekki máli hvaða
flokkar taka við eftir kosningar,
þeim yrði algerlega ljóst hver af-
staða okkar er,“ segir Vilmundur
Jósefsson, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, um þá samþykkt stjórn-
ar SA að leita eftir samstöðu með Al-
þýðusambandi Íslands um
meginþætti atvinnustefnu sem lögð
yrði fyrir stjórnmálaflokkana fyrir
komandi alþingiskosningar. Forseti
ASÍ segir að í slíku samráði þyrfti
einnig að fjalla um það hvernig ætti
að halda aftur af verðbólgunni.
Í samþykkt stjórnar SA er lýst yf-
ir vilja til viðræðna við ASÍ og lands-
sambönd þess um að stytta samn-
ingstíma núgildandi kjarasamninga
um mánuð, til 31. desember 2013.
ASÍ hefur lagt til rauð strik og enn
frekari styttingu samningstíma.
„Samtökin telja í því samhengi nauð-
synlegt að samningsaðilar hefji nú
þegar vinnu vegna næstu kjara-
samninga sem þarf að felast í mótun
á sameiginlegri sýn á getu atvinnu-
lífsins og samfélagsins til launa-
hækkana og aukins kaupmáttar á
næstu árum. Ennfremur þarf að
hefja sameiginlega stefnumörkun til
að tryggja vöxt og viðgang atvinnu-
lífsins og efnahagslegan stöðugleika
sem eru forsendur framfara og
bættra lífskjara,“ segir í samþykkt
stjórnar SA.
Samtökin vilja á næstu vikum leita
samstöðu með Alþýðusambandinu
um meginþætti atvinnustefnu sem
hefur hagvöxt, fleiri og betri störf og
bætt lífskjör á grunni stöðugleika að
markmiði. Niðurstaða þeirrar vinnu
yrði lögð fyrir stjórnmálaflokkana til
þess að ná fram afstöðu þeirra fyrir
komandi kosningar. Eftir kosningar
og myndun nýrrar ríkisstjórnar gef-
ist síðan möguleiki til að fullvinna
raunhæfa aðgerðaáætlun til næstu
ára. Vilmundur segir að með þessu
sé stjórn SA að taka mið af reynslu-
heimi samskipta við núverandi rík-
isstjórn. Hún hafi svikið allt jafnóð-
um sem lofað var. Þá segir hann
mikilvægt að bæta vinnubrögð við
gerð kjarasamninga og gera þau
markvissari.
Fagnar vilja til viðræðna
„Það er fagnaðarefni að Samtök
atvinnulífsins eru komin inn á það að
ræða við okkur um lausnir og kalla
eftir samstöðu í atvinnumálum,“ seg-
ir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
þegar viðbragða hans er leitað.
Hann segist hins vegar sakna þess
að sjá fjallað um aðgerðir gegn verð-
bólgu í yfirlýsingu SA. „Við hljótum
að eiga samræður um það á hvaða
grundvelli við ætlum að móta stefnu
í gengis- og verðlagsmálum.“
Vilja samstöðu um atvinnustefnu
Stjórn Samtaka atvinnulífsins tilbúin að stytta samningstímann um mánuð og hefja viðræður við ASÍ
um undirbúning næstu kjarasamninga ASÍ vill einnig ræða varnir gegn verðbólgunni
Vilmundur
Jósefsson
Gylfi
Arnbjörnsson
Nokkrir fyrrverandi atvinnuleitend-
ur hafa undanfarna daga haft sam-
band við Skrifstofu stéttarfélaganna
á Húsavík í kjölfar bréfa sem þeir
hafa fengið þar sem Greiðslustofa
Vinnumálastofnunar er að innheimta
skuldir vegna ofgreiddra atvinnu-
leysisbóta. Um er að ræða einstak-
linga sem á sínum tíma fengu tiltekið
hlutfall af atvinnuleysisbótum á móti
skertu starfshlutfalli.
Aðalsteinn Á. Baldursson, formað-
ur stéttarfélagsins Framsýnar segir
kröfurnar sem fólk hefur fengið á sig
á bilinu 30-200 þúsund krónur og
hafi þær orðið til 2009-2010. Hann
furðar sig á vinnubrögðum Vinnu-
málastofnunar og þykir með ólíkind-
um að innheimtar skuli skuldir allt
að þremur árum eftir að til þeirra
var stofnað. Þá þykir honum ámæl-
isvert að bréfunum fylgi engir út-
reikningar eða nánari skýringar. Að-
alsteinn segir að stéttarfélagið sé að
skoða málið bæði með sínum lög-
fræðingum og lögfræðingum ASÍ.
Innheimta þriggja
ára gamlar skuldir
Fyrrverandi atvinnuleitendur rukkaðir
Morgunblaðið/Ómar
Skuld Fyrrverandi atvinnuleitendur
fá bakreikninga þessa dagana.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, áréttar í pistli á heima-
síðu embættisins að prestar og
forysta safnaða
þjóðkirkjunnar
eigi að gæta var-
úðar og fylgja
starfs- og siða-
reglum þjóð-
kirkjunnar.
Agnes segir það
þyngra en tárum
taki að það al-
varlega kynferð-
isbrotamál sem
nú er í hámæli í
samfélaginu skuli hafa viðgengist
um áratuga skeið. Hugur hennar
og hjarta sé með þeim sem brotið
hafi verið á.
Í Kastljósþætti í gærkvöldi kom
fram að biskup segði Sigurð Jóns-
son, sóknarprest í Áskirkju hafa
brotið reglur kirkjunnar þegar
hann tilnefndi Karl Vigni Þor-
steinsson sem nú situr í gæslu-
varðhaldi, til að þiggja viðurkenn-
ingu frá þjóðkirkjunni. Í þættinum
kom fram að biskup mundi funda
með sóknarnefnd og prestinum í
Áskirkju á næstunni. » 14
Biskup
minnir á
starfsreglur
Agnes M.
Sigurðardóttir
Mun funda með
sóknarpresti í Áskirkju
Kjarasamningar aðildarfélaga
ASÍ við Samtök atvinnulífsins
gilda frá 5. maí 2011 til 31. jan-
úar 2014. Nú stendur yfir end-
urskoðun, út frá þróun for-
sendna. Niðurstaða þarf að
liggja fyrir 21. janúar næstkom-
andi þegar frestur til að segja
samningunum upp rennur út.
Laun hækka um 3,25% 1. febr-
úar, ef samningar gilda áfram.
Niðurstaða
21. janúar
ENDURSKOÐUN SAMNINGA
Inflúensa færist
nú í aukana hér
á landi eins og í
nálægum lönd-
um, samkvæmt
upplýsingum
sóttvarnalæknis.
Á Íslandi hafa
tvær gerðir
inflúensunnar
einkum verið
áberandi og er
önnur þeirra svínainflúensan frá
2009 en hún er nú orðin að árlegri
inflúensu.
Tekið er fram að inflúensa sé
oftast skaðlaus þeim sem hraustir
eru en geti valdið alvarlegum ein-
kennum, sérstaklega hjá þeim sem
eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Inflúensan hafi verið staðfest í
öllum landshlutum nema í Vest-
mannaeyjum og á Vestfjörðum.
Inflúensa
að aukast
Flensa Tvær teg-
undir eru algengar.