Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 4

Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Svo virðist sem silíkon í eitlum sé algengur fylgikvilli þess að hafa verið með sprunginn PIP- brjóstapúða. Af þeim 354 konum með PIP-brjóstapúða sem mættu í ómskoðun hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins í fyrra voru 203 með sprungna púða. Silíkon greindist í eitlum hjá 126 þeirra. Þar af út frá báðum brjóstum hjá 46 kvennanna samkvæmt samantekt Leitarstöðv- arinnar. Konurnar voru ómskoð- aðar með tilliti til brjósta og eitla- stöðva. Engar vísbendingar eru um að silíkon í eitlum sé hættulegt heilsu manna. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalækni á að vera lítið mál að fjarlægja eitla sem silíkon hefur sest í. Slíkar aðgerðir eru gerðar hér á landi og á ekki að vera mikil áhætta að fara í þær. Hann segir það mjög sjaldgæft að silíkon kom- ist í eitla út frá brjóstapúðum, um einstaka tilvik sé að ræða. „En þá er ég ekki að tala um öfgatilfelli eins og með PIP-brjóstapúðana. Í PIP-púðunum var annað silíkon en í löglegum púðum og það gæti vald- ið öðruvísi ertingu,“ segir lýtalækn- irinn, sem notaði aldrei PIP- brjóstapúða. Samfélagið vaknaði Spurður hvernig silíkon í eitlum sé fjarlægt svarar hann að oftast sé um að ræða eitla í holhöndum þar sem eitlastöðvarnar fyrir brjósta- svæðið eru. „Laust silíkon getur í einstaka tilvikum skilað sér með eitlabrautum inn í eitlana og safn- ast þar upp. Þar tekur eitillinn, sem er partur af ofnæmiskerfinu, við þessum efnum og byrjar að skrá- setja þau með það fyrir augum að búa sér til varnir. Eitillinn getur stækkað, sést í ómskoðun og veldur jafnvel einhverjum einkennum. Þarna eru um 20-30 aðrir eitlar sem lenda kannski ekki í silíkoni. Þá er gerður lítill skurður og eit- illinn með silíkoninu tekinn út. Það á ekkert að koma að sök. Það getur líka verið silíkon eftir í vefjum sem á eftir að skila sér út í eitlana þannig að það verður að fylgjast með sumum einstakling- um.“ Silíkon í eitlum er eitt af því sem er talið upp sem áhætta þegar kon- ur fá sér brjóstapúða. Lýtalækn- irinn segir að í kjölfar PIP-málsins hafi samfélagið vaknað varðandi slík mál. „Margir, sem eru ekki með PIP-púða, hafa komið og látið líta á sig og fengið fræðsluna upp á nýtt, þá vita þeir sem koma í að- gerð orðið meira um það sem þeir eru að fá sér. PIP-málið hefur líka kostað marga kvíða, depurð og ang- ist því þær konur sem voru ekki með PIP fóru að hafa áhyggjur af sínu ástandi.“ Morgunblaðið/Ómar Skurðaðgerð Lýtalæknir segir að það sé áhættulítið að láta fjarlægja eitla í handarkrika sem silíkon hefur sest í vegna lekra brjóstapúða. Silíkon greindist í eitlum hjá 126 konum  Algengt hjá konum með PIP-púða  Ekki talið hættulegt Þeir sem fara í sílikonaðgerð fá afhent kort með upplýsingum um vöruna sem er sett í þá. Á kortinu má bæði sjá strikamerki og framleiðslunúmer vörunnar og víða er líka hægt að sjá hvaða einstaklingur í verksmiðjunni handfjatlaði sílikonpúðana. Þannig á varan að vera alveg rekjanleg ef eitthvað kemur upp á. „Þetta kort hefur alltaf fylgt vörunni, það er ekkert nýtt, en svo gæti hafa verið misbrestur á því áður fyrr hvort lýtalæknirinn lét sjúklinginn sjálfan fá kortið eða límdi það inn í möppu hjá sér, það er hægt að gera hvort tveggja. Í dag er það alveg á hreinu að sjúklingurinn fær kortið af- hent,“ segir lýtalæknirinn. Varan á að vera rekjanleg SJÚKLINGAR FÁ AFHENT KORT MEÐ UPPLÝSINGUM UM VÖRUNA Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Til stendur að loka þeim fjórum herbergjum sem hafa orðið hvað verst úti vegna rakaskemmda á þriðju hæð elstu byggingar Land- spítalans en um er að ræða skrif- stofur og eitt hvíldarherbergi starfsfólks. Viðgerð á framhlið byggingarinnar verður boðin út í febrúar og verður m.a. skipt um þá glugga sem hafa lekið og valdið því að myglusveppur hefur þrifist í skrifstofuálmunni. Talið er að veik- indi tíu starfsmanna spítalans megi rekja til rakans og myglunnar en starfsfólkið varð fyrst vart við ein- kenni fyrir allt að þremur árum. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir húsið þannig byggt að myglu- sveppurinn berist ekki á milli her- bergja og það ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að komast fyr- ir vandamálið. „Það fyrsta er að útiloka rakann,“ segir Ingólfur. „Það þarf að loka þessum herbergjum þar sem þetta er og gera við gluggana. Við byrjum vonandi á því í apríl og gerum svo ráð fyrir að gera við inni á her- bergjunum í framhaldinu,“ segir hann. Ingólfur segir vonir standa til þess að búið verði að standsetja herbergin seinni part sumars. Hann segir að yfirvöldum hafi verið gerð grein fyrir mikilli viðhaldsþörf bygginga Landspítalans en í ljósi þróunar mála verði mögulega að forgangsraða verkefnum upp á nýtt. Skoða forgangsröðun verkefna „Við höfum ekki tekið ákvörðun um slíkt en allt sem við gerum er mjög brýnt. Við höfðum tekið frá 40 milljónir til að endurnýja lyftu inn- andyra á spítalanum, þannig að það væri með góðu móti hægt að flytja sjúklinga á milli gjörgæslu og bráðamóttöku, sem er erfitt því lyft- an er svo lítil, og það hefur svona verið nefnt, án þess að það hafi nokkur ákvörðun verið tekin um það, að fresta því og reyna að gera meira utandyra.“ Ingólfur segir að þetta sé nokkuð sem verði metið í framhaldinu en þeir fjármunir sem rekstrarsviðið hafi til ráðstöfunar í utanhússvið- gerðina dugi aðeins til að gera við hálfa framhlið hússins. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær gera áætlanir ráð fyr- ir að um 300 milljónum verði varið til viðhalds á byggingum Landspít- alans á árinu. Þar af fara 60 millj- ónir í utanhússviðhald en um 240 milljónir í viðhald innanhúss, s.s. breytingar á húsnæðinu, málning- arvinnu, gólfdúkaskipti og uppsetn- ingu á nýjum tækjum. Loka fjórum herbergjum  Viðgerðir boðnar út í febrúar  Öðr- um framkvæmdum mögulega frestað Viðhald og nýframkvæmdir Heimild: Rekstrarsvið Landspítala *Ríkisframlag í milljónum króna á föstu verðlagi 2012 (mv. vísit. byggingarkostnaðar) 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Fjárlög Viðbætur 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 51 0, 6 49 4, 4 53 1, 4 50 4, 7 46 4, 9 51 3, 3 46 1, 6 37 7,7 36 2, 7 33 0, 6 30 2, 0 28 6, 0 33 ,31 23 ,5 64 ,377 ,1 39 9, 1 17 3, 4 51 2, 4 17 2, 3 Dagur B. Egg- ertsson, varafor- maður Samfylk- ingarinnar, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins sem er í næsta mánuði. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Dagur hafa tekið þá ákvörðun fyrir nokkru að sækjast ekki eftir emb- ættinu en einbeita sér að borg- armálunum. Aðspurður hvort umræðan um nauðsyn þess að kona tæki við sem varaformaður í flokknum hafi haft áhrif á ákvörðunina segir Dagur að hann hafi þegar verið búinn að ákveða að láta af embætti þegar ljóst var að karl myndi taka við embætti formanns. Dagur sagði að tryggja þyrfti ákveðna breidd í for- ystusveitinni og sér fyndist það í takt við áherslur flokksins í jafn- réttismálum að kona yrði varafor- maður. heimirs@mbl.is Dagur hætt- ir sem vara- formaður Dagur B. Eggertsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Víða gæti orðið hætta á kali ef svellið fer ekki af túnunum. Bænd- ur eru ánægðir með hlákuna sem verið hefur en það þarf meira til að hreinsa klakann, hann er víða mik- ill og þykkur og hefur legið yfir síðan í nóvember,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur á Sauðár- króki, um ástand túna í Skagafirði. Víða um land liggur klaki yfir túnum, sérstaklega á Norðurlandi þar sem snjóað hefur mikið í vetur. Eiríkur segir að þar sem horf- urnar séu verstar séu bændur eðli- lega áhyggjufullir. Ef grasræturn- ar fái aðgang að lofti sé minni hætta á kalskemmdum en þolið sé mismunandi eftir grastegundum og aldri túna. Þannig séu dæmi um að tún í Fljótum hafi komið vel undan vetri þó að þar sé jafnan mikið fannfergi. „Núna hefur klaki hins vegar legið yfir og þetta má ekki standa lengi svona. Hér hafa verið hlýindi síðustu daga en sólin er lágt á lofti og auk þess hefur verið logn eins og í gær [miðvikudag], en við þær aðstæður minnkar klakinn lítið,“ segir Eiríkur. Hann bendir jafnframt á að síð- ustu tvö sumur hafi heyskapur á svæðinu verið almennt slakur og bændur vilji ekki fá kalskemmdir í ofanálag í vor. Útlitið ekki gott Undir þetta tekur Ingvar Björnsson, ráðunautur á Búgarði í Eyjafirði. Útlitið sé ekki mjög gott ef fram heldur sem horfir. Þó sé of snemmt að vera með miklar svart- sýnisspár. Staðan verði metin nán- ar í byrjun febrúar. „Langt er síðan það snjóaði og frysti og svellið hefur því verið yfir alveg síðan í nóvember sums stað- ar. Það er ástæða til að hafa meiri áhyggjur af golfvöllum og íþrótta- völlum þar sem grösin þola ekki jafnmikinn klaka. Túnin geta þolað allt að þrjá mánuði áður en veruleg hætta skapast á kalskemmdum,“ segir Ingvar. Hann rifjar upp að ekki séu nema tvö ár liðin síðan tún skemmdust norðan- og austanlands vegna kals. Bændur hafi einnig upplifað þurrkatíð og heybirgðir séu í lágmarki. „Það eru búnir að vera óvanalega miklir umhleyping- ar og ótíð í vetur. Þannig muna eldri Þingeyingar ekki eftir jafn- slæmri tíð og svona snemma vetr- ar,“ segir Ingvar. Bændur óttast kalskemmdir í vor  Víða svell yfir túnum norðanlands Morgunblaðið/Einar Falur Kalskemmdir Svell liggur víða yfir túnum og bændur vonast eftir frekari hlýindum næstu vikurnar til að minnka hættu á kalskemmdum í vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.