Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 7
Komdu og skoðaðu
Volvo XC60 í Brimborg í dag.
opið kl. 9-17 virka daga
og kl. 12-16 laugardaga.
Mikil eftirspurn eftir notuðum
Volvo. Gerðu góð skipti. Settu
Notaða bílinn uppí nýjan Volvo.
Lestu meira um sportjeppann
Volvo XC60 á volvo.is
• Borgaröryggi
• SIPS hliðarárekstrarvörn
• WHIPS bakhnykksvörn
• Bluetooth símatengi
• Nálægðarskynjarar að aftan
• Brekkubremsa
• 23 cm undir lægsta punkt
Sá hæfasti kemst af
Skoðaðu Volvo XC60. Sjáðu öryggið í snilldinni.
Lifðu í lúxus. Veldu volvo. Komdu í Brimborg í dag.
Volvo XC60 er margverðlaunaður sportjeppi frá Volvo. Komdu í Brimborg og sjáðu sportjeppann
sem sameinar framúrskarandi aksturseiginleika fólksbílsins og notagildi jeppans. Sjáðu bílinn
sem sækir innblástur sinn í jafnvægi, fegurð og látleysi skandinavískrar hönnunar. Njóttu þæginda
og hlýju rúmgóðs innanrýmis í harðneskjulegri veðráttu norðlægra slóða. Volvo XC60 er búinn
framúrskarandi öryggisbúnaði enda hefur bíllinn hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hann var
kosinn sportjeppi ársins af bílablaðinu What Car* og fékk hæstu einkunn í árekstrarprófunum
Evrópsku umferðaröryggisstofnunarinnar (EuroNCAP) og Bandarísku umferðaröryggisstofnunar-
innar (NHTSA). Komdu í Brimborg og sjáðu glæsilegan og vel útbúinn Volvo XC60.
Sjáðu hvað snilldin veitir þér mikið öryggi.
* http://www.automobilesreview.com/auto-news/volvo-xc60-what-car-winner/8980/
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki er talið að tveir erlendir karl-
menn sem stöðvaðir voru á Kefla-
víkurflugvelli með kókaín í fórum
sínum nýlega tengist. Lögreglan á
Suðurnesjum rannsakar nú málin
tvö.
Mennirnir voru báðir einir á ferð
en annars vegar er um fertugan
mann frá Senegal, búsettan á
Spáni, að ræða og hins vegar rúm-
lega fertugan Rússa.
Sá fyrrnefndi var stöðvaður við
landamæraeftirlit en að sögn lög-
reglu vaknaði fljótlega grunur um
að hann hefði fíkniefni í fórum sín-
um. Reyndist hann vera með rúm-
lega hálft kíló af kókaíni innvortis.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
er ekki vitað til þess að maðurinn
hafi áður komið til Íslands en
mögulegt er að hann hafi tengst
fíkniefnamálum erlendis. Hann hef-
ur verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 11. janúar. Ekkert hefur
komið fram um hugsanlega íslenska
tengiliði mannsins og enginn annar
hefur verið handtekinn vegna máls-
ins.
Var með kókaín á sér
Hinn maðurinn er nú í farbanni
en hann var stöðvaður við hefð-
bundið tolleftirlit á flugvellinum
vegna gruns um að hann væri með
fíkniefni. Við leit á honum fundust
300 grömm af kókaíni. Maðurinn
var að koma frá París þegar hann
var tekinn höndum.
Lögreglan hefur yfirheyrt
nokkra í tengslum við málið en eng-
inn hefur verið handtekinn vegna
hugsanlegrar aðildar.
Fíkniefnin fundust í kjöl-
far landamæraeftirlits
Handteknir á Keflavíkurflugvelli með kókaín í fórum sínum
Morgunblaðið/ÞÖK
Landamæri Annar maðurinn er frá Senegal en hinn Rússlandi.
Sérstakur saksóknari hefur ákært
fyrrverandi starfsmann flokkahóps
íhaldsmanna í Norðurlandaráði fyrir
umboðssvik á árunum 2009 til 2011.
Maðurinn sveik út rúmar 19 millj-
ónir króna á tímabilinu og tók til
dæmis sjaldnast minna út úr hrað-
bönkum en 100 þúsund krónur í einu.
Maðurinn sem er þrítugur, nú með
lögheimili í Rúmeníu, var ritari
flokkahóps íhaldsmanna í Norður-
landaráði. Sem slíkur hafði hann að-
stöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins í Valhöll en var ekki starfsmaður
flokksins. Vegna starfa sinna fékk
hann þó kreditkort frá Sjálfstæðis-
flokknum og var honum ætlað að
greiða með því útgjöld tengd störf-
um flokkahópsins.
Grunsemdir vöknuðu á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins og fór svo að
flokkurinn kærði manninn til efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra
í apríl 2011. Þegar málið kom upp
hvarf maðurinn sporlaust. Utanrík-
isráðuneytið var beðið um aðstoð við
að hafa uppi á honum og fannst hann
í New York.
321 úttekt af korti
Í ákæru sem gefin var út 18. des-
ember sl. er maðurinn ákærður fyrir
að misnota aðstöðu sína og skuld-
binda Sjálfstæðisflokkinn þegar
hann í 321 skipti notaði kreditkort
flokksins til úttekta á reiðufé, kaupa
á vörum og þjónustu fyrir 19,4 millj-
ónir króna. Hann tók til dæmis 100
þúsund krónur út úr íslenskum hrað-
bönkum í 82 skipti. Margar háar út-
tektir voru hjá flugfélögum og raun-
ar víða um lönd. Hæsta einstaka
færslan nam 510 þúsund krónum
vegna viðskipta við úrsmíðameistara
í Vínarborg í september 2010.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir þá
kröfu í málinu að maðurinn verði
dæmdur til að greiða flokknum upp-
hæðina alla, þ.e. 19,4 milljónir króna,
auk vaxta. Þá er þess krafist að mað-
urinn greiði flokknum málskostnað
að skaðlausu. andri@mbl.is
Sveik út 19 millj-
ónir af kreditkorti
Fv. starfsmaður flokkahóps ákærður