Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 8

Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Hluti af leiktjöldunum í aðildar-viðræðunum var að skipa sér- staka „samninganefnd“ og skipa „aðalsamningamann“, þótt ESB taki skýrt fram að engar samninga- viðræður fari fram og biðji sérstaklega um að þjóð sem sæk- ir um aðild blekki ekki íbúa sína í þeim efnum. Þess vegna láta þeir búrókrat- ann, sem íslenski „aðalsamningamað- urinn“ afhendir áfangaskýrslur um aðlögun, heita „stækkunarstjóra“.    Vinstri vaktin skrifar: Það erfróðlegt að skoða þau skjöl sem lýsa samningsafstöðu Íslands í ýmsum málum í viðræðum við Evr- ópusambandið.    Þar er í meginatriðum sagt að Ís-land fallist á regluverk ESB eins og það liggur fyrir og að áður en af mögulegri aðild geti orðið muni Ísland vera búið að ljúka inn- leiðingu á öllu regluverki sem ekki hefur þegar verið innleitt.    Í ljósi þessa á sér nú stað um-fangsmikil aðlögun að reglu- verki sem stór hluti íslenska stjórn- kerfisins tekur þátt í á fullu.    Þjóðin hefur verið blekkt. Þaðeru ekki samningaviðræður sem eru í gangi, heldur aðlögunar- viðræður sem miða að því að búið verði að uppfylla öll helstu skilyrði ESB þegar mögulegur samningur liggur fyrir.“    Samningaviðræður er sagðarhafa staðið á fjórða ár. Hverju hefur „nefndin“ náð fram í þeim samningum? Er nefndin launuð? Ef svo er hefur hún samvisku til að þiggja þau laun? Stefán Haukur Jóhannesson Ósvífin blekkingariðja STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 2 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað Vestmannaeyjar 6 alskýjað Nuuk -8 alskýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló -1 alskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -2 snjókoma Helsinki -5 snjóél Lúxemborg 2 skýjað Brussel 3 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 2 þoka London 2 skýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 2 skýjað Vín 5 skýjað Moskva -12 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 11 skúrir Aþena 8 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:03 16:09 ÍSAFJÖRÐUR 11:38 15:45 SIGLUFJÖRÐUR 11:22 15:26 DJÚPIVOGUR 10:40 15:32 Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar mótmæla því harðlega að staða sýslumannsins á Sauðárkróki hafi ekki verið auglýst og í hana ráðið til eins árs á meðan óvissa ríkir um framtíðarskipan embættisins. Kemur þetta fram í bókun byggðaráðs sem oddvitar Fram- sóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Frjáls- lynda flokksins rita undir. Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að aðskilja sýslumanns- og löggæsluhluta sýslumannsembætta landsins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki hættir um mánaðamót og ákvað innan- ríkisráðherra að fela sýslumanninum á Blönduósi að gegna stöðunni tíma- bundið. Byggðarráð telur óeðlilegt að á meðan lagafrumvarpið hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, sé staða sýslumannsins á Sauðárkróki lögð niður. Byggðarráð telur eðlilegt að ákvörðun um framtíðarskipun sýslu- mannsembætta sé tekin á Alþingi en ekki innan veggja ráðuneytis. Fulltrúar allra flokka mótmæla Frá Sauðárkróki. Andri Karl andri@mbl.is Bakkavararbræður, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, hafa stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, frétta- stjóra á DV, vegna leiðaraskrifa hans um þá. Telja þeir að skrifin séu ærumeiðandi og krefjast þess að fern tiltekin ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Málið verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. janúar næstkomandi. Bræðurnir krefjast þess ekki að Ingi Freyr verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur heldur „aðeins“ 800 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í málinu í tveimur dagblöðum og að DV verði gert að birta forsendur og dómsorð í málinu í blaðinu og á vefmiðlinum dv.is strax að dómi gengnum. Meðal annars er vísað í umfjöllun Inga Freys í helgarblaði DV um nokkur af þeim hlutafélögum þar sem Ágúst og Lýður komu að rekstri fyrir hrunið haustið 2008. Blaðið kom út 19.-21. október 2012. Þeir gera ekki sérstakar athuga- semdir við umfjöllunina en vekja at- hygli á því í stefnu, að fréttinni hafi verið sá tilgangur að kynda undir andúð í garð þeirra vegna þátttöku í atvinnurekstri og atvinnuuppbygg- ingu. „Skrif þessi fela almennt ekki í sér málefnalega eða upplýsandi umfjöllun, heldur bera þau ríkan keim af hatursáróðri í garð tiltek- inna einstaklinga. Hatursáróður í fjölmiðlum er bannaður sbr. 27. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 og refsiverður sbr. 56. gr. sömu laga.“ Fela í sér grófa aðdróttun Ummælin sem krafist er að dæmd verði dauð og ómerk birtust hins vegar í leiðara sem kom út 24. október undir fyrirsögninni „Ættu Bakkabræður að eiga níu millj- arða“. Í stefnu segir að Ingi hafi haldið uppteknum hætti og dregið upp sem dekksta mynd af bræðrunum. „[Skrif Inga] eru ósönn og fela í sér grófa aðdróttun, sem borin var út opinberlega og gegn betri vitund. Ummælin eru til þess fallin að vera virðingu stefnenda til hnekkis, móðgandi og fela í sér aðdróttun í garð stefnenda og fara því í bága við 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Þá segir að það skerði ekki tján- ingarfrelsi Inga að dæma ummælin dauð og ómerk, enda sé honum frjálst að fjalla um bræðurna sé það gert í samræmi við siðareglur sem blaðamenn hafi sett sér og reynt sé að tryggja upplýsta og vitræna um- ræðu. „Bera ríkan keim af hatursáróðri“  Bakkavararbræður stefna blaðamanni Ummælin » Þetta voru peningar sem þeir höfðu tekið í arð út úr ís- lenskum hlutafélögum sínum á árunum fyrir hrunið. » Bakkabræður halda hins vegar arðgreiðslum upp á millj- arða sem þeir tóku út úr eign- arhaldsfélaginu sem þarf að afskrifa 22 milljarða hjá. » Arðgreiðslurnar byggðu því á blekkingum. » Þau uppkaup kunna að vera fjármögnuð með arðgreiðsl- unum sem þeir tóku út úr ís- lenska hagkerfinu á árunum fyrir hrunið. Morgunblaðið/Heiddi Bakkavararbræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.