Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Ríkiskaup hafa opnað tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Nú í haust auglýstu Ríkiskaup eftir til- boðum í leigu á tveimur björg- unarþyrlum, til gæslu- og björg- unarstarfa. Í auglýsingunni kom fram að leigan væri til næstu 6-8 ára og skyldu þyrlurnar afhendast á tímabilinu frá apríl 2013 fram á mitt ár 2014. Í tilkynningu frá Landhelgisgæsl- unni og Ríkiskaupum segir að tilboð hafi borist frá tveimur aðilum í leigu á tveimur þyrlum. Jafnframt kemur fram að um sé að ræða tilboð í leigu á þyrlum af gerðinni Super Puma, nán- ar tiltekið EC 225. Landhelgisgæslan hefur haft tvær þyrlur sömu gerðar að láni und- anfarin ár, TF-SYN og TF-GNA. Leigusamningur um TF-SYN átti að renna út um áramótin en framlengd- ist vegna skoðunarmála. Leigusamn- ingur vegna TF-GNA rennur út um mitt ár 2014. Niðurstaða innan fjögurra vikna Ríkiskaup og Landhelgisgæslan munu fara yfir tilboðin á næstu miss- erum og kanna hvort þau standist þær kröfur sem settar voru fram í út- boðsgögnum. Ennfremur segir í til- kynningu að stefnt sé að því að yfir- ferð Ríkiskaupa og Landhelgis- gæslunnar á tilboðunum ljúki innan fjögurra vikna. Von á nýjum björgunarþyrlum  Tvö tilboð í leigu á tveimur Super Puma þyrlum bárust Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nauðsyn Þyrlur Gæslunnar hafa oft skipt sköpum þegar neyð ber að. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún ætlaði að sækja veikan sjómann um borð í skip sem var á Halamiðum, 21 sjómílu frá landi, í fyrrakvöld. Þung undiralda tor- veldaði aðgerðir mjög og ekki náð- ist að koma sigmanni um borð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í samráði við áhöfn var því ákveðið að sigla með manninn til Ísafjarðar. Hjá Landhelgisgæslunni fengust þær upplýsingar að atvik af þessu tagi væru ekki algeng. Skipverjinn sem átti að sækja liggur á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem hann gekkst undir rannsóknir og fær viðeigandi meðferð. Undiralda hefti björgunaraðgerðir Lögreglan lagði hald á um 1200 kannabisplöntur í tveimur húsleitum í Hafnarfirði í fyrradag. Kannabisplönturnar sem voru á ýmsum stigum ræktunar voru ræktaðar í iðnaðarhúsnæði. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna rannsóknarinnar og játaði hann aðild að málunum tveimur. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Við húsleit sem lögreglan framkvæmdi á heimili hans var lagt hald á pen- inga, tugi gramma af marijúana og verulegt magn af áfengi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 1200 kannabisplöntur fundust í Hafnarfirði Kannabis Plöntur sem lögregla lagði hald á í Hafnarfirði. Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun Sjá sölustaði á istex.isBæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Allt nýjar og nýlegar vörur Nýtt kortatímabil ÚTSALA 50% afsláttur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum ÚTSALA ÚTSALA 30 - 50 % AFSLÁTTUR Eikjuvogur 29, 104 Reykjavík sími : 694-7911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.