Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Gjafavara Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar og skúlptúra. Handsmíðaðir gull- og silfurskartgripir með Íslenskum steinum Góðar gjafahugmyndir á nýju ári Eyjafjallajökull, skál 5.900 kr Vatnajökull, skál 7.900 kr Salattöng 17.800 kr Smjörhnífur 8.900 kr Sultuskeið 6.900 kr Sultuskeið 8.900 kr Ostahnífur 6.900 kr Stálarmband 13.900 kr Stállokkar 6.900 kr Stállokkar 9.800 kr Íslensk hönnun María Ólafsdóttir maria@mbl.is Bjarki Þór Grönfeldt út-skrifast í dag með stúd-entspróf frá MenntaskólaBorgarfjarðar í Borg- arnesi eftir aðeins tveggja og hálfs árs nám. Bjarki Þór hefur hlotið svokallaðan nýnemastyrk við Há- skólann í Reykjavík sem veittur er afburðanemendum á fyrstu önn þeirra og hefur sálfræðinám við skólann á mánudaginn. Stúdent í ensku í 10. bekk „Ég tek bara helgarfrí á milli menntaskóla og háskóla,“ segir Bjarki Þór í léttum dúr, en hann ætlar að fagna áfanganum á morg- un með veislu fyrir nánustu ætt- ingja. Bjarki Þór er fæddur árið 1994 og býr á Brekku í Norðurárdal sem er rétt norðan við háskólaþorpið á Bifröst. Hann hefur ferðast dag- lega í skólann um 33 km síðastliðin ár ásamt Dagbjörtu skólasystur sinni og nágranna í Tröð, en for- eldrar og aðrir hjálpuðust að við aksturinn þar til þau fengu bílpróf. Bjarki Þór útskrifast af félags- fræðibraut en hann tók ensku í fjarnámi við skólann í 9. og 10. bekk sem gerði honum kleift að verða stúdent í ensku í 10. bekk og útskrifast fyrr. „Það má segja að ég hafi alltaf verið mikill náms- maður og ég hef haft nóg að gera enda bætt félagsstörfum við líka,“ segir Bjarki Þór. Við skólann í heild stunda 170 manns nám en í útskriftarhópnum eru um 30 nem- endur. Áfangakerfi er í skólanum en Bjarki Þór segir þó mikla bekkj- arheild geta skapast þar sem skól- Helgarfrí á milli mennta- og háskóla Bjarki Þór Grönfeldt er í hópi útskriftarnema frá Menntaskóla Borgarfjarðar sem útskrifast í dag. Bjarki Þór lýkur náminu á aðeins tveimur og hálfu ári og hefur einnig verið ötull í félagsstörfum á þeim tíma. Hann hefur nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík eftir helgina og hefur hlotið nýnemastyrk til námsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Námsmaður Bjarki Þór hefur nám í sálfræði við HR í næstu viku. Ljósmynd/Dagbjört Birgisdóttir Leikfélag Leikarar í uppsetningu Litlu Hryllingsbúðarinnar hjá M.B. Breska vefsíðan wastewatch.org.uk er áhugaverð síða þar sem finna má fréttir bæði frá Bretlandi og víðar um hversu mikið af sorpi við mennirnir látum frá okkur ár hvert. Margt mætti betur fara og nútímalífshættir hafa orðið til þess að hellingur fer í ruslafötuna sem mætti endurnýta. Á vefsíðunni má bæði lesa fréttir af stöðu þessara mála í dag og einnig leita ráða og hugmynda fyrir þá sem vilja taka sig á í þessum efnum. Á vefsíðunni má meðal annars lesa athyglisverða grein þar sem segir að í heiminum öllum fari 50% matvæla til spillis á meðan einn milljarður manna svelti. Grípa þurfi til aðgerða hvað þetta varðar og það átak hefjist í eld- húsum okkar sem nóg höfum að bíta og brenna. Það er þörf áminning að kíkja á þessa vefsíðu og sjá hvað maður getur gert til að huga betur að jörðinni okkar og lífríki hennar. Vefsíðan www.wastewatch.org.uk AFP Mótmæli Frakkar útbúa stóran karrírétt úr grænmeti sem annars færi til spillis. Ruslahaugurinn fer stækkandi Nú í byrjun árs er um að gera að láta hugann reika og drauma sína rætast. Hvers vegna ekki að gera 2013 að ferðaárinu mikla? Ákveða að skoða borg eða land sem þig hefur lengi langað til að sjá? Mögu- leikarnir eru óteljandi og hægt að komast alla leið eða í það minnsta áleiðis með flugfélögum hér heima. Asía hefur verið vinsæll áfanga- staður hjá mörgum upp á síðkastið en þar er víða hægt að lifa spart þó nokkuð kosti að koma sér á áfanga- stað. Byrjaðu að plana og safna strax í dag og láttu draumana þína rætast. Endilega… …ferðist um og skoðið heiminn AFP Ferðalög Hugurinn ber mann hálfa leið. Nýbökuð og volg sneið af brúnku (brownie) er alltaf jafn góð og rennur ljúflega niður með mjólkurglasi. Brúnku-bitarnir mega ekki vera of mikið bakaðir og þurfa að fara vel undir tönn. Dálítið eins og tyggjó. Það er um að gera að prófa sig áfram við baksturinn og finna þá áferð sem manni finnst best. Margir eiga sína leyniuppskrift og sumum finnst gott að setja hnetur út í deigið. Kosturinn við svona bakstur er líka að bitana má skera ýmist meðalstóra eða bara litla sem eftirrétt eins og konfekt. Ef þig langar að skreyta brúnkusneið fallega á rómantískan hátt handa einhverjum sérstökum eða sérstakri í þínu lífi er til einföld leið til þess. Klipptu út pappírshjarta í þeirri stærð sem þú kýst og settu á miðja sneiðina. Dustaðu síðan flór- sykri yfir og fjarlægðu hjartað að því loknu. Þannig má búa til einfalda skreytingu. Svo má líka klippa ým- islegt annað út en hjarta eða skreyta sneiðina með ávöxtum. Rómantískur bakstur Fallega skreyttar brúnkur Rómantískt Það er líka hægt að baka hjartalaga brúnkur eins og þessar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.