Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.01.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013 Parki býður upp á fjölbreyttar lausnir í loftakerfum Mono hjóðísogsloftin frá Rockfon eru án allra sýnilegra samskeyta og gefa rýminu stílhreint yfirbragð. Einnig býður Parki upp á hefðbundin kerfisloft af ýmsum gerðum. Loftin eru ofnæmisprófuð með 15 ára ábyrgð. Láttu drauminn rætast hjá okkur. Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Útsala Útsala Útsala Útsala 30% 60%20% 30% 70% 10% 70%50%40% Verðdæmi: Borðstofustólar 4.900 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 130.900 Kommóður 15.000 Höfðagaflar 5.000 Náttborð 5.000 Heilsukoddar Sófasett PúðarHornsófar Sjónvarpsskápar Borðstofuhúsgögn Rúm Fjarstýringavasar Hægindastólar VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Talið er að um fjórðung ónýttra birgða af jarðefnaeldsneyti sé að finna á norðurslóðum. Ef það á að fara að brenna þessu eldsneyti á öld- inni eru öll markmið um að stöðva loftslagsbreytingar af mannavöldum rokin út í veður og vind. Svo einfalt er það,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra fyrir Alþýðu- bandalagið og einn hugmyndafræð- inga VG í umhverfismálum, um áform um olíuleit og síðar vinnslu á Dreka- svæðinu. Hjörleifur telur aðspurður að fyrir- huguð olíuleit gangi í berhögg við stefnu VG í loftslagsmálum. Samræmist í engu stefnu VG „Ég sé ekki að þetta samræmist stefnu VG á nokkurn hátt. VG hefur einn flokka verið með ákveðna stefnu í loftslagsmálum og hún hefur heldur betur riðlast með útgáfu þessara sér- leyfa. Ég tel að aðrir flokkar sem hafa tjáð sig um málið hafi ekki haft neina ákveðna stefnu. Eftir útgáfu sérleyf- anna í síðustu viku, þ.e.a.s eigi sú ákvörðun að standa óbreytt, eru allir flokkarnir komnir í sömu lest hvað þetta varðar. Í rauninni er það undr- unarefni hvað stjórnmálaflokkarnir, svo ég spyrði þá saman, eru veik- burða í stefnumörkun og við mat á þeim háska sem sækir að jarðarbúum vegna loftslagsvandans. Þeir hafa þar enga skýra stefnu. Þetta er átakan- legt og ekki er Sjálfstæðisflokkurinn barnanna bestur í þeim efnum. Á þeim bæ eru að mér virðist engir fyrirvarar gerðir um losun gróður- húsalofttegunda.“ – Þú gagnrýndir andvaraleysi for- ystumanna VG í olíumálum í nýlegri blaðagrein. Hefur grasrótin í flokkn- um ekkert komið að málum? „Nei. Það er mér ekki kunnugt um. Mér vitanlega hafa þessi mál ekki komið upp á yfirborðið í neinni opin- berri umræðu hérlendis og ekki held- ur innan VG.“ Engin umræða innan flokksins – Þannig að forystan er ekki að fylgja eftir samþykktum innan flokksins með útgáfu sérleyfa? „Nei, ekki mér vitanlega. Ég hef ekki séð nein merki þess. Þegar Orkustofnun tilkynnti að veita ætti sérleyfin til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu 3. desember sl. þá hafði ekki nokkur umræða farið fram um málið, enda áttuðu fæstir sig á hvað væri í vændum.“ – Guðmundur Hörður Guðmunds- son, formaður Landverndar, sagði í tilefni sérleyfanna að skapast hefði þörf fyrir nýjan umhverfisflokk. Ertu sammála? „Hann verður að útfæra það nánar, ef hann er með áskorun í þessa veru. Hitt er annað mál að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu umhverfismála almennt hér á landi og auðvitað á heimsvísu. Ég held að allir flokkar þyrftu að skoða sína stöðu í því samhengi. Ætla menn að sitja uppi sem nátttröll andspænis þeirri loftslagsvá sem er orðin al- mennt viðurkennd af fræðasamfélag- inu og vísindamönnum? Ætla stjórn- málamenn að standa eins og þvörur og taka ekkert tillit til þessa í sínum ákvörðunum og stefnumörkun? Það er hið stóra áhyggjuefni. Það er vonandi að menn vakni og það verður bara að reyna á það hvort það gerist í núverandi flokkum eða með nýjum flokkum. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með að þetta skref skuli hafa verið stigið. Þetta er í engu samræmi við stefnu flokka á svipuðum slóðum og VG ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þar vísa ég til Sosialistisk Venstreparti í Nor- egi sem hefur haldið höfði í þessu máli og spyrnt við fótum gegn því sem ríkisstjórnarflokkur að farið verði í olíuvinnslu á nýjum svæð- um norður með Noregi, við Lófót og norðar, hvað þá í Barentshafi.“ Menn vakni ella komi nýir flokkar  Einn hugmyndafræðinga Vinstri grænna í umhverfismálum segir olíuleit þvert á stefnu flokksins  Grasrótin hafi ekki verið höfð með í ráðum  VG beri að fylgja systurflokkum á Norðurlöndum Morgunblaðið/Eggert Stefnan mótuð Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Katrín Jakobs- dóttir, varaformaður flokksins, á flokksþingi í sumarlok 2011. Sú ákvörðun forystu VG að fall- ast á olíuleit á Drekasvæðinu hefur fallið í grýtta jörð meðal umhverfisverndarsinna. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, gagnrýndi olíustefnu for- manns VG í samtali við mbl.is. „Það sem kemur okkur á óvart er að Steingrímur J. Sig- fússon skyldi taka á móti norska olíumálaráðherranum og fagna þessu … Við eigum að láta olíuna á Drekasvæðinu liggja kyrra.“ Guðmundur H. Guðmunds- son, formaður Land- verndar, tók í sama streng á mbl.is. „Ef það er ekki til stjórnmálaflokkur í landinu sem er andsnúinn olíuleit hlýtur að vera pláss fyrir einn flokk í við- bót.“ Ólga meðal græningja OLÍULEIT MÓTMÆLT Hjörleifur Guttormsson Íslandsmót barna í skák fer fram í Rima- skóla laugardag- inn 12. janúar og hefst klukkan 12. Þátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fædd 2002 og síðar) og sigurvegar- inn fær sæmdarheitið Íslands- meistari barna 2013 og keppnis- rétt á Norðurlandamótinu í skólaskák sem haldið er á Bifröst í febrúar 2013. Þetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sig- urður Páll Steindórsson sigraði á fyrsta mótinu árið 1994, en meðal annarra meistara má nefna titil- hafana Dag Arngrímsson, Guð- mund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Ís- landsmeistari barna er Nansý Davíðsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampað titlinum. Íslandsmót barna í skák í Rimaskóla Nansý Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.