Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Að minnsta kosti ellefu hafa dáið af
völdum hríðarbyls og norðangarra í
Mið-Austurlöndum síðustu daga.
Vetrarhretið hefur einnig aukið á
þjáningar hundraða þúsunda sýr-
lenskra flóttamanna sem hafast við í
tjöldum við landamæri grannríkj-
anna Jórdaníu, Tyrklands og Líban-
ons. Feðgar hjálpast hér að við að
moka snjó frá tjaldi í flóttamanna-
búðum í Sýrlandi, nálægt landa-
mærunum að Tyrklandi.
Hretið hefur einnig aukið neyðina
meðal íbúa sýrlenskra borga sem
eru orðnir uppiskroppa með elds-
neyti til kyndingar. Þar að auki er
algengt að rafmagnslaust verði
vegna átaka og loftárása hers ein-
ræðisstjórnarinnar síðustu 22 mán-
uði.
Rafmagnslaust varð víða í Mið-
Austurlöndum í gær vegna vetrar-
hretsins. Hríðarbyljirnir urðu einnig
til þess að loka þurfti skólum í Líb-
anon, Sýrlandi, Jórdaníu og Ísrael.
Ekkert hlé var þó gert á blóðsúthell-
ingunum í Sýrlandi.
AFP
Hríð og hraglandi eykur neyðina
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Tilboðsverð kr. 99.900
Vitamix kanna fylgir með meðan birgðir endast
Fullt verð kr. 117.530
Meira en bara
blandari!
• Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
• Hnoðar deig
• Býr til heita súpu og ís
• Uppskriftarbók og
DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
FYRIR
ALVÖRU
KARLMENN
Fæst á
hársnyrtistofum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þegar hafa komið fram nokkrar
kenningar um hverjir myrtu þrjár
konur úr röðum frammámanna í
Verkamannaflokki Kúrdistans
(PKK) eftir að þær voru skotnar til
bana í Menningarmiðstöð Kúrda í
París í gær. Daginn áður var skýrt
frá því að tyrkneska ríkisstjórnin
hefði hafið friðarviðræður við leið-
toga PKK, Abdullah Öcalan, sem
hefur verið í fangelsi í Tyrklandi frá
árinu 1999.
Verkamannaflokkur Kúrdistans
var stofnaður seint á áttunda áratug
aldarinnar sem leið og hóf vopnaða
baráttu sína árið 1984. Hún hefur
kostað um 45.000 manns lífið. Leið-
togar flokksins féllu frá kröfu sinni
um sjálfstæði Kúrda-héraðanna í
Tyrklandi og vilja nú að héruðin fái
aukin sjálfstjórnarréttindi.
Hermt er að í viðræðunum við
fulltrúa tyrknesku stjórnarinnar
hafi Öcalan fallist á vopnahlé gegn
því að réttindi Kúrda yrðu aukin í
Tyrklandi, auk þess sem hann og
fleiri leiðtogar PKK í tyrkneskum
fangelsum yrðu látnir lausir.
Manuel Valls, innanríkisráðherra
Tyrklands, skoðaði lík kvennanna
þriggja, og sagði að enginn vafi léki
á því að þær hefðu verið teknar af lífi
með byssum. Þær voru allar með
skotsár á höfði.
Deilt um friðarviðræðurnar
Ein kvennanna, Sakine Cansiz,
var á meðal stofnenda PKK. Sér-
fræðingar í málefnum Kúrda segja
að hún hafi verið í nánum tengslum
við Öcalan og á meðal talsmanna
hans. Þeir telja því líklegt að kon-
urnar hafi verið myrtar vegna
friðarviðræðna Öcalans við tyrk-
nesku stjórnina.
Vitað er að í PKK er róttæk fylk-
ing sem er andvíg friðarviðræðum
við tyrknesk stjórnvöld og hugsan-
legt er að hún standi á bak við morð-
in.
Mikil andstaða er einnig sögð vera
meðal Tyrkja við friðarviðræður við
PKK og hugsanlegt er að tyrkneskir
þjóðernissinnar, leyniþjónustu-
menn, morðingjar glæpasamtaka
eða útsendarar hersins hafi verið að
verki.
Ennfremur hefur komið fram sú
tilgáta að morðin megi rekja til
deilna um peninga í tengslum við
fíkniefnasmygl eða fjárkúganir sem
liðsmenn PKK hafa verið sakaðir um
að stunda. PKK hefur aflað fjár með
því að leggja „byltingarskatta“ á
Kúrda, sem hafa flúið frá Tyrklandi,
og bandarísk yfirvöld hafa sakað
nokkra af forystumönnum PKK um
fíkniefnasmygl.
Myrtu Kúrdar eða
Tyrkir konurnar?
Þrjár konur í Verkamannaflokki Kúrdistans teknar af lífi
AFP
Félagar Sakine Cansiz og Abdullah
Öcalan, leiðtogi PKK, árið 1995.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/