Morgunblaðið - 11.01.2013, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Golli
Á tvo vegu Þær urðu allt í einu fjórar og hrossin líka þegar þær riðu út í gær þessar blómarósir.
Áramótin eru nú liðin hjá með
ræðu forsætisráðherra á gaml-
ársdag, viðræðum í Kryddsíld og
greinum forystumanna í Morg-
unblaðinu. Hvað skilur það eftir?
Ekkert nema vonbrigði, sér-
staklega með forsætisráðherra,
sem setti fram margar rangar full-
yrðingar um bata, kaupmátt-
araukningu, leiðréttingu á skuld-
um heimila, fjölgun starfa, aukna
fjárfestingu og minnkandi vanskil
og gjaldþrot! Hinir forystumenn
flokkanna sögðu ekkert nýtt í greinum sínum
og endurspegluðu rifrildishefð Alþingis í
Kryddsíldinni.
Skilgreindu þeir vandamálin?
Hvað á að gera í hrikalegum vanda þjóð-
arinnar? Síhækkandi skuldir ríkissjóðs, gjald-
eyrishöft, eignir gömlu bankanna erlendis og
hér heima. Eignir banka, vogunarsjóða, jökla-
bréf og aðrar eignir sem leita út með allan okk-
ar gjaldeyri, þannig að þjóðargjaldþrot blasir
við, sé höftunum sleppt.
Um tuttugu og átta þúsund einstaklingar
eru í verulegum greiðsluerfiðleikum og áttatíu
þúsund einstaklingar eiga ekkert á banka-
reikningum sínum. Þeir sem eru á aldrinum
22-42 ára eru með eignastöðu upp á mínus 82
milljarða króna. Getur hagkerfið gengið án eft-
irspurnar og skattgreiðslna þeirra í framtíð-
inni? Vandi þeirra sem tóku verðtryggð hús-
næðislán, sem hafa hækkað um 450 milljarða
frá hruni, og vandi 5.000 heimila, sem geta ekki
greitt húsnæðislán sín er alþekktur. Er hann
ekki líka þekktur sá mikli mismunur sem er á
þeim sem eiga von um 30% leiðréttingu geng-
islána og hinum sem eru að missa eignir sínar
og sjá engan tilgang í að greiða af verð-
tryggðum lánum áfram? Hefur ekki legið fyrir
í tvö ár, að gengislánin voru dæmd ólögmæt af
Hæstarétti? Alþingi tók afstöðu með bönk-
unum gegn fólkinu, en það var einnig dæmt
ólöglegt. Bankar bíða enn með útreikninga og
vilja fleiri dóma Hæstaréttar.
Hefur ekki verið greint frá staðreyndum um
veiðigjaldið, sem hefur ekkert með afkomu
hvers fyrirtækis að gera og að óbreyttu mun
leggja nær allar minni útgerðir niður og leggja
af fiskveiðar, þar sem aflinn er unninn úti á
sjó?
Breytinga er þörf
Það verður að skilgreina
vandamálin og horfast í augu við
þau. Erfiður tími er framundan,
sem kallar á samstarf allra
flokka um lausnir. Mikla einurð
þarf að sýna vogunarsjóðum og
afnema heimildir til útgreiðslna
á vöxtum lána í gjaldeyri. Móta
ber stefnu um „eftirleguskatt“ á
allar eignir þeirra eða margra
ára bindingu þessa fjár.
Setja ber reglur um að gengi
krónunnar myndist í viðskiptum
með andvirði inn- og útflutnings, án fjár-
magnsflutninga. Þeir skekkja ævinlega gengið
og valda um leið ójöfnum gangi neysluvísitölu.
Setja ber húsnæðislán undir sérstaka vísitölu
sem taki breytingum eftir hækkun eða lækkun
húsnæðisverðs og bjóða þeim sem eru að missa
húsnæði sitt vegna verðtryggðra lána, sem
tekin voru eftir 2004, möguleika á að lengja
lánið til margra ára með föstum vöxtum.
Breyta ber veiðigjaldinu með hækkun
grunngjalds, vegna aðgöngu að þjóðareign.
Útgerðir og önnur fyrirtæki í sjávarútvegi
greiði tekjuskatt af hagnaði eins og önnur fyr-
irtæki, sem tryggir afgjald í samræmi við
hagnað.
Hvað leggur Sjálfstæðisflokkurinn
til um úrlausnir?
Fullreynt virðist að þingmenn flokksins
komi fram með tillögur til lausnar á fjárhags-
vanda heimilanna í samræmi við samþykkt
Landsfundar 2011 og flokksráðsfundar 2012.
Því verður að vænta breytinga með nýjum
þingmönnum og að sjálfstæðismenn móti
skýra stefnu á Landsfundi í febrúar um þau
mörgu ágreiningsmál, sem bíða úrlausnar hjá
þjóð í miklum vanda.
Eftir Halldór
Gunnarsson
» Það verður að skilgreina
vandamálin og horfast í
augu við þau. Erfiður tími er
framundan, sem kallar á sam-
starf allra flokka um lausnir.
Halldór
Gunnarsson
Höfundur er bóndi í Holti og fyrrverandi
sóknarprestur.
Hvað sögðu forystumenn
stjórnmálaflokkanna?
Sagt er að allir menn
hafi nokkuð til síns
ágætis, og efa ég það
ekki. Hitt skilur menn
oft að, hvernig málin
eru borin fram, mýktin
sigrar hörkuna. Hnef-
inn stöðvar mál og
skapar átök og reiði.
Það er nýtt að sjá í um-
ræðu um breytingar á
stjórnarskrá að tæpur
meirihluti á Alþingi
ætli með málið áfram á hnefanum.
Það er því fróðlegt að bera saman
vinnubrögð Gunnars Thoroddsen og
Jóhönnu Sigurðardóttur, en bæði
voru í lok forsætisráðherrastarfa
sinna með stjórnarskrána efst á dag-
skrá óskalistans. Stjórnarskráin er
fjöregg þjóðar, hún er leiðsögn og
biblía, hana má aldrei brjóta eða
skapa um hana hatrammar deilur.
Stjórnarskrá á að vera fámál en skýr
um aðalatriði.
Íslendingar eignuðust nýja stjórn-
arskrá árið sem landið varð lýðveldi
1944 og studdu hana 99% kjósenda.
Sú stjórnarskrá hefur reynst vel þó
vilji og full ástæða sé til að endur-
skoða nokkur atriði enn sem eðlilegt
er í tímans rás. Stjórnarskráin var
Gunnari heilagur sáttmáli, hann
vann að endurskoðun hennar með
mönnum úr öllum flokkum, var sjálf-
ur formaður stjórn-
arskrárnefndarinnar
og trúði því að hann
næði að láta kjósa um
breytingarnar 1983.
Nokkrir nefndarmanna
eru enn lífs og á góðum
aldri, svo sem Ólafur
Ragnar Grímsson, Jón
Baldvin Hannibalsson,
Ragnar Arnalds, Matt-
hías Bjarnason, Sig-
urður Gizurarson.
Þarna sátu menn á borð
við Gylfa Þ. Gíslason og
Þórarin Þórarinsson,
báðir mikilsvirtir stjórnmálamenn en
látnir. Sagt var um glæsileika Gunn-
ars að hann hefði ,,gengið sparibúinn
að reiptogi stjórnmálanna“.
Jón Baldvin segir
svo í ævisögu sinni
Flokksbróðir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, Jón Baldvin Hannibalsson,
minntist vinnubragða Gunnars Thor-
oddsen í ævisögu sinni, og hversu
hann vann sitt starf vel og kunni að
vinna með mönnum ólíkra sjón-
armiða. Jón Baldvin segir: ,,Doktor
Gunnar hélt mönnum hægt og hljóð-
lega við efnið. Það var auðfundið að
hann bjó yfir ótrúlegri þekkingu,
ekki bara á stjórnarskránni, sögu
hennar og merkingu, heldur nánast
allri löggjafarsögu landsins. Stjórn-
málasöguna hafði hann á hraðbergi
og þekkti út í æsar. Hann kryddaði
mál sitt með gamansögum sem ein-
kenndust af fínlegum húmor.“ Svo
minnist Jón Baldvin þess hvernig
hann bar klæði á vopnin þegar deilur
hófust meðal nefndarmannanna. En
Gunnar náði aðeins að tala fyrir nýju
frv. til stjórnarskipunarlaga. Sumt er
orðið að lögum sem hann dreymdi
um og komið í stjórnarskrá, annað
ekki.
Jóhönnu er reiðin og hnefinn
Nú gerðist það að stjórnlagaráð
náði saman um drög sem eru komin
til þingsins. Ekki efast ég eina stund
um að margt er gott sem þar kemur
fram. En samt er það svo að frum-
varpið verður umdeildara eftir því
sem lengra líður. Stjórnlaga-
ráðsmaðurinn Salvör Nordal, en hún
var forseti stjórnlagaráðsins, efast
um vinnubrögð og varar við deilum
og telur málið ekki í farvegi af-
greiðslu eins og það stendur nú.
Fræðimannasamfélagið gagnrýnir
vinnubrögð og ýmsar hættur sem í
frv. séu. Forseti landsins leggur
fram bókum í ríkisráði og í nýársá-
varpi tekur hann nokkra kafla frv. og
afhjúpar galla og átakalínur. Telur
að verði það að lögum færi hér af
stað tilraun um allt annað stjórnkerfi
en við höfum búið við og stjórnkerfi
sem ætti ekki sinn líka á Vest-
urlöndum. Svo óttast forsetinn það
vald sem standi til að færa forsætis-
ráðherra og forseta. Forsætisráð-
herra verði fært vald til að ráðskast
með alla hina flokkana. Bendir á
hvernig málsvarar landsbyggð-
arkjördæmanna verði á Alþingi að-
eins 11 (af 63 þingmönnum). Jóhanna
Sigurðardóttir bregst við þessu öllu
reið og steytir hnefann og segir mál-
ið muni keyrt áfram og um það kosið
í vor.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
þingsins, er helmingi reiðari og varð-
ar ekkert um gallana og átakalín-
urnar. Steingrímur J. Sigfússon gæti
tekið í taumana, hann veit betur, trúi
að Ögmundur Jónasson rísi gegn
vinnubrögðunum. Þorvaldur Gylfa-
son, prófessorinn af stjórnlagaþingi,
segir of seint að gera athugasemdir.
Þorvaldur rær nú einn á báti á móti
flestöllum prófessorum háskólanna.
Venja þingsins er samt sú að mál
sem komið er í gegnum fyrstu um-
ræðu er enn á byrjunarstigi, tekur
breytingum í nefndinni eftir umsagn-
ir og umræður sem enn eru af skorn-
um skammti.
Forseti Alþingis stöðvar
ráðherravaldið
Eins og stjórnlagafrumvarpið er
nú búið í átök eftir þessar hremm-
ingar sem það er komið í hefði það
samkvæmt venju um mikilvæg mál
verið saltað fram yfir kosningar. Ein
leið er reyndar fær sem væri Jó-
hönnu til heiðurs, að afgreiða þá
þætti sem samstaða er um. Forseti
Alþingis hefði á hverjum tíma talið
ófært að taka það til annarrar um-
ræðu með deilum um allt þjóðfélagið
á þeim stutta tíma sem eftir er. Það
verður því að treysta því að nýr þing-
vilji komi fram sem svæfir málið í
þessum búningi, og það bíði nýs
þings. Forseti Alþingis á hverjum
tíma lætur sér annt um stjórn-
arskrána, þannig er Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur forseta farið. For-
seti Alþingis hlýtur að kalla á sátt um
málið í forsætisnefnd og meðal þing-
flokksformanna. Hún getur ekki látið
framkvæmdavaldið kollvarpa göml-
um og góðum siðum Alþingis. Aðeins
eitt er í stöðunni, að fara að eins og
Gunnar Thoroddsen gerði að við-
urkenna að málið er fallið á tíma.
Eftir Guðna
Ágústsson »Nú gerðist það að
stjórnlagaráð náði
saman um drög sem eru
komin til þingsins. Ekki
efast ég eina stund um
að margt er gott sem
þar kemur fram. En
samt er það svo að
frumvarpið verður um-
deildara eftir því sem
lengra líður.
Guðni
Ágústsson
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
Gunnar Thoroddsen átti sér draum -
Jóhanna ætlar á hnefanum