Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
✝ Björn Kol-beinsson fædd-
ist í Lúxemborg 25.
júlí 1977. Hann lést
af slysförum á
Þingvöllum þann
28. desember 2012.
Foreldrar hans
eru Kolbeinn Sig-
urðsson, f. 11.8.
1943, og Jónína Jó-
fríður Gunnars-
dóttir, f. 13.1. 1942,
d. 10.2. 1987. Systkini hans eru:
1) Sigurður Kolbeinsson, f. 7.12.
1966. 2) Jóhannes Ingi Kol-
beinsson, f. 24.9. 1969, maki
Andrea Kristín Jónsdóttir, f.
7.7. 1966. Börn þeirra eru Jón-
ína Jófríður Jóhannesdóttir,
Rökkvi Dan. Börn Elíasar með
Kolbrúnu Haraldsdóttur eru
Sigurður Heiðar og Hrafndís
Katla. 3) Hrafnhildur Þórhalls-
dóttir, maki Guðjón Ingi Við-
arsson, þau skildu. Barn þeirra
er Kría Sól. Björn ólst upp í
Lúxemborg til 15 ára aldurs.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Kópavogi
starfaði hann í nokkur ár við
ýmsa banka í Lúxemborg, en
hóf síðan nám við Háskólann í
Reykjavík og lauk þaðan BA-
og MA-prófum í lögfræði. Að
loknu námi starfaði hann hjá
einkaleyfastofu og einnig um
tíma hjá Kortaþjónustunni þar
til hann hóf störf hjá EFTA í
Genf.
Útför Björns fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 11. jan-
úar 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Högni Steinn Jó-
hannesson og Þurí
Gunnarsdóttir. 3)
Friðdóra Dís Kol-
beinsdóttir, f. 28.2.
1982. Barn hennar
Aðalheiður Ísmey
Davíðsdóttir.
Seinni kona föð-
ur Björns er Aðal-
heiður Ingvadóttir,
f. 28.4. 1947. Henn-
ar börn eru: 1)
Þórhildur Þórhallsdóttir, f.
18.9. 1968, maki Pétur Jónsson,
f. 30.6. 1968. Börn þeirra
Aþena Mjöll, og Þórhallur Dag-
ur. 2) Elías Þórhallsson, f. 20.8.
1969, maki Berglind Inga Árna-
dóttir, f. 6.2. 1974. Barn þeirra
Þegar birta jólaljósanna er
sem skærust berst okkur harma-
fregnin, allt tekur á sig breytta
mynd, missir marks. Sársaukinn
nístir að hjartarótum. Fátt getur
orðið þungbærara en að setja á
blað minningarorð um börnin
sín.
Ég kom inn í líf hans Bjössa
þegar hann var 12 ára er við
pabbi hans hófum sambúð. Við
vorum fljót að kynnast, hann var
ljúfur og hlýr og við náðum fljótt
vel saman sem ekki var sjálfgefið
fyrir ungan dreng enn í sárum
eftir móðurmissinn sem hafði
markað djúp ör á sálina.
En að eðlisfari var hann glað-
vær og vinsæll og áhugamálin
margvísleg, vinahópurinn stór.
Hann laðaði að sér fólk, hafði
djúpa samkennd og átti auðvelt
með að setja sig í spor annarra.
Námshæfileikar hans voru mikl-
ir, skilaði alltaf toppeinkunnum á
öllum skólastigum og undruð-
umst við foreldrarnir oft hvar
hann hefði skotið inn tíma fyrir
lærdóm þar sem hann virtist allt-
af hafa tíma fyrir áhugamálin og
vinina. Var m.a. í nokkrum
hljómsveitum og náði langt á því
sviði og músíkin skipaði stóran
sess í lífi hans.
Hann elskaði lífið og lifði
hratt, var mikill sportáhugamað-
ur, var flinkur skíðamaður og
síðustu sumrin tók hann þátt í
hestaferðum fjölskyldunnar, þar
naut hann sín vel og var efnileg-
ur reiðmaður. Vegna starfsins
var hann búinn að ferðast um all-
an heim, þar sem annars staðar
ávann hann sér traust og virð-
ingu. Hann sagði okkur frá
reynslu sinni á framandi slóðum,
notaði alltaf tækifærið og kynnti
sér sögu og menningu staðanna.
Fjölskyldan hér heima var
honum kær, hann hafði einlægan
áhuga á högum allra, spurði
frétta af mannskapnum og sýndi
börnunum í fjölskyldunni ótrú-
lega umhyggju enda elskuðu þau
öll hann Bjössa. Sjálfur átti hann
draum um að eignast fjölskyldu
og mörg börn. Alltaf kom hann
hlaðinn gjöfum hingað heim, allt
valið af kostgæfni, t.d. eðalkon-
fekt og gæðaostar frá Sviss.
Guatemala-kaffi færði hann mér
úr síðustu vinnuferð sinni í S-
Ameríku, okkur bar saman um
að þarna værum við með heims-
ins besta kaffi.
Við eldhúsborðið, gjarnan yfir
góðum kaffibolla, deildum við
sameiginlegum áhugamálum,
allt frá kaffitegundum og matar-
gerð til andlegra málefna. Hann
var ótrúlega þroskaður og fróður
enda áhuginn fjölbreytilegur.
Hann bar djúpa virðingu fyrir
eldra fólki, ömmurnar hans voru
honum einkar kærar og skipuðu
háan sess í líf hans. Réttlætis-
kennd hans var rík og mannrétt-
indi voru honum hugleikin, for-
dómalaus og kom jafnt fram við
alla. Hjálpsemin var honum í
blóð borin, ávallt til taks, í eld-
húsinu sem annars staðar.
Ég mun sakna þín, elsku ljúf-
lingurinn minn, megi englar him-
insins umvefja þig ljósinu, vaka
yfir þér og leiða á nýjum braut-
um. Björt minning þín mun lýsa
okkur veginn áfram. Almættið
gefi okkur öllum styrk.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Vald. Briem)
Hafðu þökk fyrir allt sem þú
varst okkur.
Þín fósturmamma,
Aðalheiður.
Elsku karlinn minn.
Það er sjaldan sem maður er
sleginn. Ég er til skiptis svekktur
og reiður. Og svo gefst ég upp.
Þetta er óskiljanlegt. Eins og þú
veist, þá gefst ég aldrei upp, en nú
veit ég ekki hvað.
Þetta átti ekki að fara svona –
en þessu verður ekki breytt.
Elsku bróðir minn, þú hefur
gefið mér svo ótrúlega margt. Ég
hef svo oft verið stoltur af þér, því
sem þú hefur verið að gera og fyr-
ir hvað þú hefur staðið. Þú varst
alltaf þú sjálfur, aldrei að þykjast
vera einhver annar eða þóknast
því sem öðrum fannst. Það er með
miklum söknuði sem ég kveð þig,
kæri bróðir.
Til að taka það saman í stuttu
máli hver þú varst og fyrir hvað
þú stóðst, þá varstu til að byrja
með prakkari, ljúfur, óþekktar-
angi, góður strákur, unglingavill-
ingur, hjartahlýr, pönkari, góð-
menni, anarkisti, réttsýnn,
uppátækjasamur og síðast en
ekki síst rokkari. Árangur þinn í
námi og starfi var engin tilviljun,
því þú varst bráðgreindur, eld-
klár, útsjónarsamur og lausna-
miðaður. Þessi samsetning leiddi
þig til árangurs. Meðfram stund-
aðir þú áhugamálin af miklum
eldmóði.
Ég myndi giska á að nú fari að
verða partíhæft þarna hinumegin
hjá þér. Haltu áfram að vera þú,
hvar sem þú ert. Við munum sjá
um málin hérna megin og svo
verður ærleg veisla þegar við
hittumst aftur.
Þú munt áfram vera fyrirmynd
mín í svo mörgum málum og ég
mun halda þínum hugsjónum á
lofti.
Rokk on, bróðir.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson.
Elsku Bjössi minn. Ég hugsa
og trúi því að við munum finna
leið saman í gegnum þessar
breytingar. Við skulum hjálpa
hvort öðru að venjast þessu. Nú
höfum við í gegnum tíðina mikið
rætt um það hvað taki við þegar
við kveðjum tilveruna eins og við
þekkjum hana. Við trúðum saman
á ýmislegt. Ég er alveg sannfærð
um að þú sért kominn til mömmu
núna, og felst mikil huggun í því.
Ég veit að þér líður vel og að þú
hefur fundið frið og sátt.
Ég er gífurlega þakklát, elsku
Bjössi minn, fyrir að hafa fengið
að verða samferða þér í gegnum
lífið og fyrir að eiga þig fyrir
bróður. Þú hefur verið mér algjör
stoð og stytta. Takk fyrir að
passa alltaf svona vel upp á mig
og fyrir að vera svona mikið yndi.
Ég er svo óendanlega þakklát
fyrir vináttu okkar. Öll ferðalögin
okkar, sem við skipulögðum sjálf í
gegnum tíðina, eru afar dýrmæt í
minningunni, hvort sem það voru
ferðir um landið hér heima, skíða-
ferðir erlendis, tónleikar eða öll
þessi margbreytilegu erindi sem
við höfum átt víðsvegar um Evr-
ópu. Ævintýrin sem við lentum í,
sum alveg óstjórnlega fyndin og
önnur sem voru meira bara fynd-
in eftir á. Eitt dæmi þegar pústið
brotnaði undan bílnum og við
neyddumst til að keyra bílinn
þannig frá Danmörku til Lúx. því
á sunnudegi voru öll verkstæði
lokuð í Danmörku. Sú ferð hefði
vanalega tekið um níu tíma í
akstri en tók rúma 12 tíma því
vegna hávaðamengunar af okkar
völdum var bara hægt að fara
mest upp í 80 km hraða, jei. Og
það á hraðbraut í Þýskalandi þar
sem enginn keyrir undir 100 km,
það var ekkert horft á okkur, nei
nei. Tónlistin í botni til að gera
lætin aðeins bærilegri. Mikið var
ljúft að koma svo loks heim til
Junglinster og skella sér í sólbað
með fuglasöng.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa náð að heimsækja þig í Sviss.
Þú lagðir þig alltaf svo mikið fram
og það er ekkert lítið sem hefur
þú verið stórtækur fyrir litlu syst-
ur. Ég varð alveg undrandi þegar
ég var hjá þér í Genf fyrir ári og
þú varst búinn að panta útsýnis-
flug í þyrlu fyrir litlu systur í þrí-
tugsafmælisgjöf. En sökum óveð-
urs varð flugmaðurinn að hætta
við. Þú varst með dvöl okkar
mæðgna alveg skipulagða og
fórst með okkur í nærliggjandi
bæi við Genfarvatnið að skoða
kastala og á jólamarkað þar sem
við drukkum Glühwein. Æðislegt
var að fara upp í Alpana í pano-
rama-lest. Það var ævintýri, fyrst
var það sporvagn frá heimilinu,
svo lest, labb, aftur lest, loks
panorama-lestin, svo rúta og aft-
ur lest og loks stigið út í Gstaad
þar sem við fórum á veitingastað
að slaka aðeins á áður en við skoð-
uðum bæinn. Ferðalagið varð að-
eins lengra á leiðinni til baka,
þegar við hlupum upp í einhverja
lest sem við héldum að við værum
að missa af, en það var einfald-
lega vitlaus lest sem fór með okk-
ur í þveröfuga átt. Við hlógum að
þessu rugli í okkur og rifjuðust
upp í kjölfarið ýmis fyndin brot úr
ferðalögum okkar í gegnum tíð-
ina. Nú langar mig að fá kisa til
mín, sem er bara í pössun, eig-
andalaus í Sviss.
Elsku bróðurhjarta, mér þykir
óendanlega vænt um þig og
hlakka til að hitta þig aftur
seinna. Sakna þín þangað til.
Friðdóra Dís Kolbeinsdóttir.
Stundum á lífsleiðinni kynnist
maður fólki sem einfaldlega gerir
lífið betra og fallegra, fólki sem
maður nýtur þess að vera með og
gerir mann sjálfan og aðra sem
það umgengst að betri manneskj-
um. Bjössi var einn af þessum
mönnum, hann var hrein og góð
sál sem lýsti allt upp í kringum
sig og var alltaf glaður.
Við vorum ungir þegar við hitt-
umst fyrst, mamma mín og pabbi
hans höfðu tekið saman eftir að
hafa bæði misst maka sína og við
Bjössi því orðnir einskonar bræð-
ur og ekki hefði maður getað
hugsað sér betri bróður. Það er
ekki auðvelt að sameina svona
tvær fjölskyldur og ekki sjálfgef-
ið að ungur drengur sem nýlega
hafði misst móður sína tæki því
vel en það lýsir Bjössa kannski
best hvernig hann tók okkur. Við
urðum strax góðir vinir og styrkt-
ust þau vinabönd mikið er árin
liðu. Það eru forréttindi að fá að
kalla þig vin og bróður.
Þú varst mikið náttúrubarn og
dýravinur, þrátt fyrir að þú hefðir
ekki stundað hestamennsku fyrr
en seinni árin varst þú fljótur að
ná tökum á henni og voru hesta-
ferðirnar sem þú komst með okk-
ur í ógleymanlegar.
Þrátt fyrir að ég geti ekki boðið
þér í reiðtúr hérna megin þá veit
ég að pabbi mun glaður þeysa
með þér um grundu Paradísar
enda ætti sá gamli að vera nokkuð
vel hestaður ef ég þekki hann
rétt.
Þrátt fyrir að við öll sem eftir
sitjum séum buguð af sorg og
skiljum ekki þetta óréttlæti að
taka þig frá okkur þá er ég samt
svo óendanlega þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Þú
gerðir mig og alla sem þér kynnt-
ust að betri manneskjum.
Takk Bjössi fyrir hvað þú varst
alltaf góður við börnin mín. Takk
Bjössi fyrir hvað þú varst góður
við mig. Takk Bjössi fyrir að hafa
verið til.
Þar til við sjáumst aftur, þinn
vinur og bróðir,
Elías.
Elsku bróðir minn. Ég er ekki
að skrifa til að kveðja þig. Það
ætla ég ekki að gera. Ég ætla að
leyfa mér að lifa í blekkingunni
aðeins lengur. Ímynda mér að þú
sért á einu af þínum löngu ferða-
lögum og að bráðum fái ég bréf
frá þér þar sem þú segist koma
heim innan tíðar. Segir mér að
dvölin á Balí hafi verið frábær, að
nú sértu að rjúka til Indlands og
spyrð hvort mig vanti ekki eitt-
hvað úr kasmír. Í lok bréfsins
minnirðu mig á að ég þurfi að
finna handa þér konu. Mér hefur
ekkert orðið ágengt í því máli.
Hvar á ég að finna konu sem er
jafn leiftrandi gáfuð og hæfileika-
rík og þú? Jafn opin og endalaust
áhugasöm um lífið og tilveruna.
Jafn fyndin og einlæglega góð.
Og síðast en ekki síst jafn óvenju
hjartahlý, kærleiksrík og falleg
manneskja. Fólk af þínu tagi er
ekki á hverju strái, elsku Bjössi
minn. Þú ert einhver besta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Mér hef-
ur alla tíð þótt innilega vænt um
þig og okkar á milli var alltaf
þessi hlýi þráður. Jafnvel þegar
við vorum unglingar og engan
veginn á sömu blaðsíðunni, þú í
þungarokkinu á efri hæðinni og
ég í poppmúsíkinni á þeirri neðri,
var alltaf einhver skilningur á
milli okkar sem ekki þurfti að
færa í orð. Okkur varð aldrei
sundurorða og ég hef alltaf borið
djúpa virðingu fyrir réttlætis-
kennd þinni og heilindum. Þú
hafðir þann einstaka hæfileika að
geta hlustað á sjónarmið annarra
af opnum hug, velt hlutunum fyr-
ir þér fordómalaust og séð marg-
ar hliðar á hverju máli. Líklega
átti þessi eiginleiki stóran þátt í
því hvað þér gekk vel í vinnunni
þar sem þú varst á stöðugum
ferðalögum um heiminn og í sam-
skiptum við fólk af ólíkum upp-
runa og menningu. En þótt líf þitt
síðustu ár hafi verið annasamt og
fullt af ævintýrum og velgengni
gafstu þér alltaf tíma til að senda
mér línu og spyrja hvernig ég
hefði það, hvort þú gætir ekki
gert eitthvað til að gleðja mig.
Það er sjaldgæft að kynnast fólki
sem er raunverulega gæskufullt
og ég er heppin að þú skyldir
koma inn í líf mitt. Það er heldur
ekki sjálfgefið að stjúpsystkini
tengist sterkum böndum en
þannig var það með okkur og í
mínum huga verður þú alltaf
Bjössi bróðir. Þakka þér fyrir alla
vináttuna og hlýjuna sem þú hef-
ur sýnt mér. Takk fyrir hvað þú
hefur verið Kríu minni góður
frændi og mömmu yndislegur
fóstursonur. Takk fyrir að vera
góð manneskja. Ég óska þér
góðrar ferðar, elsku bróðir, þótt
ég vilji mest af öllu að þú sért
áfram hérna hjá okkur. Ég ætla
að treysta Guði og reyna að
brjóta heilann ekki of mikið um
það sem mér er ekki ætlað að
skilja. Við sjáumst aftur.
Þín fóstursystir,
Hrafnhildur.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast þér, elsku Bjössi
minn, allar góðu stundirnar í
Daltúninu þar sem rætt var um
alla heima og geima. Ógleyman-
legar eru hestaferðirnar okkar
þar sem þú naust þín í botn og
sýndir snilldartakta þegar þú
reiðst um grænar grundir.
Öllum leið vel í návist þinni, út-
geislun þín, bros þitt, smitandi
hlátur þinn og umhyggja þín fyrir
öðrum var aðdáunarverð.
Elsku hjartans Bjössi, það eru
forréttindi að hafa fengið að
kynnast þér.
Grámi dagsins grætur
hin góðu, liðnu ár,
þá hlupu fimir fætur
og féllu gleðitár.
Nú faðmast fólk sem lifir
og fegurð leitar að
en engill svífur yfir
þeim yndislega stað.
Nú tala englar aðrir
um allt sem hérna var.
Til jarðar falla fjaðrir
sem fagrar minningar.
(Kristján Hreinsson)
Sjáumst aftur seinna, kæri vin-
ur, þín mágkona,
Berglind Inga Árnadóttir.
Jæja Bjössi minn. Svona veit
maður aldrei hvernig þetta fer
allt saman. Einhvernveginn trúir
maður því alltaf að tíminn sé næg-
ur en svo koma endalokin miklu
fyrr en reiknað var með.
Þú varst nú bara fermingar-
gutti þegar við bróðir þinn fórum
að skjóta okkur saman og ég
kynntist þér fyrst. Ég sá þig ekki
oft þar sem þú bjóst úti í Lux en
við Jói vorum á Bifröst. En þú
komst samt strax inn í líf mitt þar
sem hann bróðir þinn kunni af þér
ótal sögur sem honum leiddist
ekki að rifja upp. Æska og upp-
vöxtur í Lux, ævintýrin hér heima
og ytra og um allan heim. Þú
varst sannarlega kraftmikill
strákur og ýmis samskipti þurftu
að vera milli foreldra og skóla þar
sem uppátækin voru ýmisleg, það
var engin lognmolla í kringum
þig. Svo fluttir þú hingað heim og
fórst í menntaskóla og stundum
skildi maður ekki hvernig þú
fórst að því að klára hann svona
vel með svona fínar einkunnir þar
sem þú varst nú ansi oft upptek-
inn við eitthvað annað en námið.
Tónlistin skipaði stóran sess í
þínu lífi og fólkið í kringum þig
líka. Ekki bara fjölskyldan heldur
allir. Þú hafðir strax svo ríka rétt-
lætiskennd og hafðir auga fyrir
hinum smáu og þeim sem ekki
áttu eins auðveldan gang í lífinu.
Þegar þú fórst að velta fyrir þér
framtíðinni þá var ljóst að þú vild-
ir læra eitthvað og starfa þar sem
þú gætir haft áhrif til góðs, gera
eitthvað sem skiptir máli. Þegar
kom að framhaldsnámi valdir þú
lögfræðina og eins og endranær
reyndist námið þér ekki erfitt. Þú
varst alltaf kominn í vinnu um leið
og þú þurftir á því að halda, bæði
meðfram námi og eftir útskrift.
Um tíma komstu við í Kortaþjón-
ustunni hjá honum bróður þínum
og þar tala verkin þín enn. Svo
flaugstu út í heim og hófst störf
hjá EFTA og þessi ár þín í Sviss
hafa sannarlega verið ævintýra-
leg. Það hefur verið svo gaman að
fylgjast með þér, hvernig þú hef-
ur notið þín í starfi, þessi áhugi á
framandi menningarheimum,
virðing þín fyrir náunganum og
öðrum þjóðum og þessi iðandi
kraftur sem í þér býr. Ég er svo
ákaflega stolt af þér, kæri mágur,
ekki bara eða endilega vegna þess
sem þú hefur áorkað í námi og
starfi, heldur vegna þess hver þú
ert og hvernig þú ert. Þú ert ein
af mínum fyrirmyndum í lífinu
(þó þú sért miklu yngri en ég).
Það er nú ekkert lítið búið að
ræða um þig á mínu heimili í
gegnum tíðina og sú umræða mun
halda áfram um ókomna tíð enda
af nægu að taka þar sem þú ert.
Þú munt alla tíð verða partur af
okkar lífi og halda áfram að lifa
með okkur þó þú hafir kvatt þessa
jarðvist.
Stórfjölskyldan hefur safnast
saman þar sem við höfum haldið
hvert utan um annað í leit að
huggum og fró á þessum erfiða
kveðjutíma. Kæru ættingjar og
vinir Bjössa sem ég hef ekki náð í,
ég sendi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur. Öll hafið þið átt
ykkar líf með Bjössa og í hugum
ykkar og hjörtum mun hann lifa
áfram. Verið dugleg að rifja upp
minningar til að ylja ykkur við og
haldið hvert utan um annað.
Bjössi minn, ég kveð þig úr
þessum heimi með söknuði en
jafnframt þakklæti fyrir góða
samferð.
Þín mágkona,
Andrea.
Elskulegur bróðursonur minn,
Björn Kolbeinsson, sem við
kveðjum í dag, var einstakur
maður um margt. Hann sá fleira á
sinni allt of stuttu ævi en flestir,
fæddur í Lúxemborg og bjó síðan
víða um heim. Lauk menntaskóla-
námi á Íslandi og átti alltaf sterk-
astar rætur hér.
Höggið er þungt og óvænt þeg-
ar hann er skyndilega tekinn frá
okkur. Söknuður fjölskyldunnar
er sár og djúpur.
Við minnumst ungs manns sem
náði langt, naut virðingar í erf-
iðum störfum og var hvers manns
hugljúfi hvar sem hann kom. Fyr-
ir það ber að þakka.
Það var engan veginn ljóst
hvaða leið Bjössi myndi velja þeg-
ar hann hafði lokið menntaskóla-
námi. Hann var í tónlist og spilaði
í hljómsveitum, um tíma langaði
hann að vera leikari. Ég minnist
samtals okkar Bjössa, þar sem ég
ráðlagði honum frekar að læra
lögfræði, en á því hafði hann alltaf
áhuga eins og fleiri í fjölskyld-
unni. Það kom í ljós að það fag átti
einkar vel við hann. Við fylgd-
umst stolt með fjölskyldan þegar
hann sótti um krefjandi sérfræði-
starf hjá EFTA í Genf og ekki síð-
ur þegar hann var valinn úr mikl-
um fjölda umsækjenda. Hann
naut þess að hafa alls staðar kom-
ið sér vel og ekki hefur tungu-
málakunnáttan tafið fyrir honum,
en hann talaði mörg tungumál
reiprennandi þótt íslenskan hafi
alltaf verið móðurmálið.
Í þessu erfiða starfi í Genf hef-
ur hann notið mikillar virðingar.
Hann var sífellt á förum á ein-
hverjar óþekktar slóðir þegar
maður hitti hann eða nýkominn
úr löngum ferðum til fjarlægra
heimshluta á vegum starfsins.
Hress og skemmtilegur, leitandi
og frjór.
Það er þungur harmur sem
kveðinn er að fjölskyldunni, eink-
um Kolla og Heiðu og systkinum
Bjössa. Megi minning um ein-
stakan dreng styrkja þau á þess-
ari erfiðu stundu.
Þórunn Sigurðardóttir.
Það var helgi í loftinu þann 28.
desember, tímaleysi jólanna í al-
gleymingi, hvorki dagur né nótt
en birtan dimm og snjónum
kyngdi niður. Þennan dag hvarf
hann Bjössi okkur, inní heilag-
leikann, staddur í ægifögrum iðr-
Björn Kolbeinsson