Morgunblaðið - 11.01.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2013
Heimsóknir til fjarlægra landa eru lærdómsríkar. Síðustu ár-in hef ég komið til allra heimsálfanna og á marga áhuga-verða staði. Ég heillaðist af Japan, vestrænu samfélagi í
austri, og ekki síður var gaman að koma á mörgæsaslóðir á suður-
skautinu; Antarktíku eins og landið er stundum nefnt,“ segir Sturla
Geir Pálsson í Þorlákshöfn, sem er 42 ára í dag.
„Leikjatölvur áttu hug minn í æsku og svo rafeindatæknin en á
því sviði aflaði ég mér menntunar,“ segir Sturla sem starfaði lengi
við sjónvarpsstöðvar og ýmsa rafeindaþjónustu. Hefur síðustu árin
verið í áhöfn The World, sem gert er út til skemmtisiglinga með
efnafólk um höfin sjö. Skipið er um 50.000 tonn og tekur 250 far-
þega – sem aftur kallar á að um borð séu úrræðagóðir tæknimenn.
„Hvert úthald er tíu vikur. Síðasta ferð sem ég tók var frá Mont-
réal suður með Bandaríkjunum um Karabíska hafið, til Mexíkó og
víðar,“ segir Sturla. Þessar fjarvistir frá fjölskyldunni reyni vissu-
lega á en tæknin hafi þó gert veruleikann bærilegri.
„Þótt ég sé á fjarlægum slóðum er fjölskyldan hjá mér og ég fylg-
ist með. Tölum saman og sjáumst á skype,“ segir Sturla Geir sem er
Stokkseyringur. Hefur sl. tuttugu ár búið í Þorlákshöfn, en þaðan er
kona hans, Elsa Þorgilsdóttir, og eiga þau tvær dætur á unglings-
aldri. sbs@mbl.is
Sturla Geir Pálsson er 42 ára í dag
Ljósm/Úr einkasafni
Tæknimaður „Frá Montréal suður með Bandaríkjunum um Karab-
íska hafið, til Mexíkó og víðar,“ segir Sturla Geir Pálsson.
Fjölskyldan fylgir
í siglingunum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Þórunn Birta
fæddist 14. desember 2011.
Hún vó 3.500 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Einar Már Björnsson og Sig-
urlaug Þóra Kristjánsdóttir.
Nýr borgari
B
erglind fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Kópavogi. Hún var í
Digranesskóla, lauk
stúdentsprófi frá MK
1993, lærði tanntækni við FÁ og lauk
þaðan prófum 1995. Þá lauk hún 1.
stigs kennaraprófi í hatha-jóga 2002.
Berglind vann lengst af með námi.
Á unglingsárunum stundaði hún
verslunarstörf í Hagkaupum í Skeif-
unni, við bakaríið Kornið í Kópavogi,
vann í matvöruverslun og með úti-
flokki hjá Loftorku í Hafnarfirði við
ýmiss konar jarðvegsvinnu, lagna-
vinnu, hellulagnir og jarðvegsund-
irbúning fyrir malbikun.
Eftir útskrift sem tanntæknir var
Berglind tanntæknir á Egilsstöðum
hjá Þóri Schiöth tannlækni í eitt ár
og var síðan tanntæknir með hléum
vegna barneigna og uppeldis, m.a.
hjá tannlæknunum Þórarni Sigþórs-
syni og Sæmundi Pálssyni. Hún
starfar nú aðra hverja viku hjá Þóri
Schiöth í Reykjavík.
Berglind var prestsfrú á Skaga-
strönd 2001-2006, í Ólafsvík 2006-
2010 og hefur verið prestsfrú á
Berglind Guðmundsdóttir, prestsfrú og tanntæknir – 40 ára
Fjölskyldan Talið frá vinstri: Magnús, Guðmundur Grétar, Rannveig Erla, Guðrún Helga og Berglind.
Alsæl á landsbyggðinni
Rómantík í Köben Berglind og Magnús á góðri stund á Bakken í Kaup-
mannahöfn síðastliðið sumar.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd
Sótt í Suðurskautshafið, hreinasta hafsvæði veraldar
• Gott fyrir hjarta, heila, taugar og liði
• 1-2 hylki á dag!
• Ekkert eftirbragð og engin uppþemba
NORÐURKRILL
NORÐURKRILL fæst í heisubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Taktu þátt í vísnaleik
Norðurkrill á facebook
Sendu inn vísu um Norðurkrill, við veljum vísu
vikunnar og verðlaunum með einum pakka.
Þú finnur upplýsingar um Norðurkrill á
www.gengurvel.is
Í Norðu
rkrilli v
el er vir
k
vænsta
efnabla
nda,
geðheils
unni ge
fur styr
k
og gjarn
an leysi
r vanda
.
Kristjá
n Hrein
sson
P
R
E
N
T
U
N
.IS