Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 1
Töpuðu miklu
» Arion banki og Íslandsbanki
eru óskráð félög.
» Lífeyrissjóðir töpuðu um 128
milljörðum á hlutabréfum í
Kaupþingi, Landsbanka, Glitni
og Straumi-Burðarási.
» Tap á skuldabréfum banka og
sparisjóða nam 100 milljörðum.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Forystumenn innan stéttarfélaga
sem eiga fulltrúa í stjórnum lífeyris-
sjóða eru tvístígandi yfir fréttum af
mögulegum kaupum lífeyrissjóða í
Arion banka eða Íslandsbanka, minn-
ugir afleiðinga fjármálahrunsins á ís-
lenska lífeyrissjóðakerfið.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að Framtakssjóður Íslands, sem er
að meirihluta í eigu 16 lífeyrissjóða,
tæki þátt í viðræðum um kaup á öðr-
um hvorum bankanum.
Þótt lífeyrissjóðirnir eigi Fram-
takssjóðinn að stærstum hluta má
ekki bera einstakar ákvarðanir um
fjárfestingar undir þá. Þorbjörn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Sam-
iðnar og stjórnarformaður Sameinaða
lífeyrissjóðsins, segir þó að ef menn
stígi þessi skref „þá munu menn fara í
gegnum þá ferla sem menn lentu í í
hruninu og munu örugglega draga af
þeim lærdóm“. »13
Dragi lærdóm af hruninu
Tvístígandi vegna viðræðna um kaup á bönkum
F Ö S T U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 38. tölublað 101. árgangur
VORLITIR, MERKIN Á
RFF, ILMIR OG SKART
STÓRSTJÖRNUR
BLÚSSINS
VÆNTANLEGAR
32 SÍÐNA AUKABLAÐ UM
TÍSKU OG FÖRÐUN BLÚSHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 46
Morgunblaðið/Ómar
Sætir Gæludýr geta borið með sér
um þrjátíu sjúkdóma.
Hunda- og kattaeigendur þrýsta
á um að ekki verði lengur gerð
krafa um að dýrin verði sett í ein-
angrun við komuna til landsins
heldur dugi að framvísa heil-
brigðis- og upprunavottorðum eða
svokölluðum gæludýravegabréfum.
Matvælastofnun, dýralæknar,
samtök bænda og fleiri leggjast
harkalega gegn þessum hug-
myndum og benda á hættuna á
smitsjúkdómum.
Hundar og kettir skipta þús-
undum hér á landi. Á höfuðborgar-
svæðinu, Suðurnesjum og á Akur-
eyri eru skráðir á áttunda þúsund
hundar. »14
Eigendur gæludýra
vilja að slakað verði
á einangrun
Kjaradeila á spítala
» Á sumum deildum Landspít-
alans hafa allir þeir hjúkrunar-
fræðingar sem sögðu upp
störfum dregið uppsagnir sín-
ar til baka.
» Á þriðja hundrað starfs-
manna spítalans er í Eflingu og
fjölmargir eru í Starfsmanna-
félagi ríkisstofnana.
Ómar Friðriksson
Skúli Hansen
Efling - stéttarfélag lítur þannig á að
stefnumörkun velferðarráðherra og
Landspítalans um launahækkun
hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til
allra starfsmanna Landspítalans og
mun senda erindi þess efnis til Land-
spítalans, að sögn Sigurðar Bessa-
sonar, formanns Eflingar.
„Starfsmenn innan Eflingar sem
vinna hjá Landspítalanum og á hjúkr-
unarheimilum eru nánast hrein
kvennastétt, enda yfir 96% þeirra
sem sinna þessum störfum konur.
Efling - stéttarfélag lítur svo á að vel-
ferðarráðherra sé að tala til alls þessa
hóps í yfirlýsingum sínum,“ segir í
samantekt Eflingar vegna málsins.
Að sögn Ernu Einarsdóttur,
starfsmannastjóra Landspítalans,
liggur ekki fyrir hversu margir
hjúkrunarfræðingar hafa dregið upp-
sagnir sínar til baka. Hún bendir þó á
að á sumum deildum hafi allir þeir
sem sögðu upp dregið uppsagnir sín-
ar til baka. Uppsagnarfrestur hjúkr-
unarfræðinga rann út á miðnætti í
nótt.
Hækkanirnar nái til allra
Efling telur að stefnumörkun um launaleiðréttingar hljóti að ná til allra starfs-
manna LSH Dýrkeypt fyrir hjúkrunarfræðinga að draga ekki uppsögn til baka
Aðspurð segir hún að þeim hjúkr-
unarfræðingum sem draga uppsagnir
sínar til baka eftir að frestinum lýkur
verði tekið opnum örmum. Svari þeir
eftir að fresturinn rennur út muni
þeir þó ekki fá 60 þúsund króna við-
bótargreiðslu fyrir nóvember og des-
ember.
Fleiri stéttir horfa til samninga
hjúkrunarfræðinga, því í gær álykt-
aði fundur Sjúkraliðafélagsins um að
vinnuumhverfi og kjör hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða væru samofin.
M„Nánast hrein kvennastétt“ »4
Þessi brosmilda dagmamma í Kópavogi nýtti fal-
lega veðrið í gær og hélt í göngutúr með barna-
skarann. Sum skoðuðu forvitin umhverfið en
önnur kusu að lygna aftur augunum og njóta
þess að vera ýtt áfram í vagninum.
Dagarnir verða nú æ bjartari og með því létt-
ist vafalaust lund margra landsmanna en hver
dagur er nú u.þ.b. sex og hálfri mínútu lengri en
sá næsti á undan.
Morgunblaðið/Ómar
Það er ljúft að lúra í kerrunni á björtum og fallegum degi
Vertíðin hefur
gengið betur í ár
en í fyrra, þrátt
fyrir að menn
hafi haldið að sér
höndum. Þetta
segir Pétur
Bogason, hafnar-
vörður í Ólafs-
vík.
Að sögn Péturs hefur ýsan valdið
vandræðum fyrir vestan, hún þvæl-
ist fyrir og ekki sé hagstætt að
leigja ýsukvóta. Segir hann menn í
Ólafsvík halda að sér höndum
vegna þessa. „Nú liggja hér t.d. þrír
stórir dragnótabátar við bryggju,“
segir Pétur. »6
Vertíðin gengur
betur en í fyrra
Sérunnið íslenskt
lambakjöt er á
matseðlum há-
gæða-veit-
ingastaða í
Moskvu. SS hefur
unnið að mark-
aðssetningu á
sérunnum lamba-
kjötsafurðum til hágæða-veit-
ingastaða í Moskvu. SS og kjöt-
afurðastöð SS taka þátt í stærstu
matvælasýningu Rússlands. Kjötút-
flutningur til Rússlands hefur
margfaldast úr 200 í 700 tonn í
fyrra. »12
Íslenskt úrvalslamba-
kjöt til Rússlands
Námafélagið London Mining, sem
fjármagnað er af Kínverjum, hefur
sótt um að hefja umfangsmikinn
námagröft eftir járngrýti við Isua í
Grænlandi. Auk þess hafa Suður-
Kóreumenn sýnt því gríðarlega
magni sjaldgæfra málma og stein-
tegunda sem finnast í Suður-
Grænlandi áhuga. Að sögn Ingu
Dóru Guðmundsóttur Markussen,
sem býr í Qaqortoq í Grænlandi, er
afstaða til nýtingar þessara auð-
linda eitt af helstu kosningamál-
unum þar í landi. »22
Margir hafa áhuga á
auðlindum Grænlands
Grænland Mikill áhugi á auðlindum.
Hækkandi sól léttir lund og kallar fram bros