Morgunblaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Makríll Stefna á að 125 smábátar
veiði makríl árið 2013.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Við viljum ná góðum veiðiheim-
ildum og sækjum þetta fast því ým-
islegt hefur orðið til þess að gera út-
gerð smábáta erfiðari,“ segir Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda.
Landssambandið hefur óskað eftir
að makrílpottur fyrir smábáta, þ.e.
undir 15 brúttótonnum, verði aukinn
í 18% af heildarafla í makríl sem eru
ríflega 20.000 tonn. Hugmyndirnar
voru kynntar Steingrími J. Sigfús-
syni, atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðherra, í gær.
„Þetta hafa verið tilraunaveiðar
hjá okkur undanfarin ár. Í fyrra var
sýnt fram á að smábátar geti veitt
makrílinn með góðum árangri. Þá
voru ekki nema 17 bátar sem stund-
uðu veiðarnar og náðu 1.100 tonnum
af tæplega 150
þúsund tonna
kvóta,“ segir Örn.
Í ályktun sem
Landssambandið
sendi frá sér er
vísað til norskrar
fyrirmyndar.
„Í ljósi reynsl-
unnar sem Norð-
mennirnir hafa
þá teljum við okk-
ur þurfa að hafa þetta inn í framtíð-
ina,“ segir Örn.
125 smábátar á makríl 2013
Makríllinn hefur gengið langt inn
á mið smábáta sem hefur gert það að
verkum að þeir hafa átt auðvelt með
að veiða hann. Örn bendir á að jafn-
framt verði menn að vera tilbúnir að
taka við honum en dýrt þykir að
koma upp þeim tækjum og tólum
sem til þarf til að stunda makrílveið-
ar.
Landssambandið kannaði hvort
smábátaeigendur hefðu hug á að
stunda makrílveiðar á árinu. Rúm-
lega hundrað óskuðu eftir því og er
áætlað að í ár muni um 125 smábátar
veiða makríl. „Það veitir heldur ekki
af því, ef makríllinn heldur áfram að
ganga svona nálægt landi þá þarf að
vera öflugur floti til að veiða hann
þar,“ segir Örn.
Hann bendir á að það séu margar
litlar fiskverkanir út um allt land
sem séu verkefnalausar, hafi lítið að
gera og geti bætt við sig með vinnslu
og verkun á makríl.
Makríllinn sem smábátarnir veiða
er eftirsóttur að sögn Arnar. Hann
hefur farið inn á annan markað en sá
makríll sem er veiddur í troll. Sá
markaður hefur byggst upp hægt og
rólega og mun vera í sókn.
Atvinnuskapandi makrílveiðar
Örn segir að helstu rök fyrir
auknum veiðiheimildum til smábáta
í makríl séu m.a. að veiðarnar séu
umhverfisvænar, skili hágæða-
hráefni, séu mannaflsfrekar og þar
af leiðandi atvinnuskapandi. Veiði-
heimildirnar afla mikillar þekkingar
um göngu makríls á grunnslóð. Þá
éti makríll mikið af seiðum svo sem
grásleppu-, þorsk- og ýsuseiðum,
sandsíli, rauðátu og smásíld. Svo
ekki sé minnst á laxaseiðin.
Smábátar fái 18% af makrílkvóta
Áætla 125 smábáta á makrílveiðar 2013 Veiðarnar eru umhverfisvænar og atvinnuskapandi
Makrílveiðar
» 125 smábátar veiði ríflega
20.000 tonn.
» Noregur fyrirmyndin.
» Verkanir víða úti á landi
verkefnalausar og geta bætt
við sig.
» Umhverfisvænar og atvinnu-
skapandi veiðar.
Örn
Pálsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Frystigeymsla HB Granda er að rísa við Norð-
urgarð í Örfirisey í Reykjavík. Frystigeymslan er
stærðarinnar hús og breytir ásýnd hafnarsvæð-
isins verulega.
Aðspurður segir Gísli Gíslason hafnarstjóri
ekki vera neinar aðrar stórar framkvæmdir á döf-
inni við Reykjavíkurhöfn í sumar. „Það er aðeins
líf við gömlu höfnina en ekkert svona stórt og
áberandi eins og frystigeymslan sem verið er að
byggja,“ segir Gísli. Framkvæmdir eru í gangi í
Vesturbugt þar sem verið er að vinna í lengingu á
bryggjuköntum og flotbryggju. Gísli segir það
vera upphafið að meira lífi út við Vesturbugtina
og Sjóminjasafnið. „Við erum með tilbúnar lóðir
út við Fiskislóð sem bíða eftir áhugasömum að-
ilum sem við vonum að skili sér með góða starf-
semi,“ segir Gísli. Framkvæmdir á þeim lóðum
myndu breyta svip hafnarsvæðisins enn meira.
Ásýnd hafnarsvæðisins breytist
Morgunblaðið/Ómar
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Efling – stéttarfélag lítur svo á að
stefnumörkun velferðarráðherra og
Landspítalans varðandi leiðrétting-
ar á launum hljóti að ná til allra
starfsmanna Landspítalans og ætlar
félagið að senda erindi um þetta efni
til spítalans, skv. upplýsingum Sig-
urðar Bessasonar, formanns félags-
ins.
Hefur félagið óskað eftir því að
stofnanasamningur vegna starfs-
mannanna verði endurskoðaður en á
þriðja hundrað starfsmanna á spít-
alanum eru félagsmenn í Eflingu og
fjölmennur hópur er í Starfsmanna-
félagi ríkisstofnana.
Forsvarsmenn Eflingar hafa
ákveðið að vekja athygli á kjörum
þess fólks sem
vinnur almenn
störf á Landspít-
alanum nú þegar
fyrir liggi nýr
stofnanasamn-
ingur á milli
hjúkrunarfræð-
inga og spítalans.
„Í yfirlýsingum
velferðaráðherra
hefur komið fram
að nú sé kominn tími til að leiðrétta
launakjör starfsmanna þar sem mik-
ill meirihluti starfsmanna séu konur.
Starfsmenn innan Eflingar sem
vinna hjá Landspítalanum og á
hjúkrunarheimilum eru nánast hrein
kvennastétt enda yfir 96% kvenna
sem sinna þessum störfum. Efling –
stéttarfélag lítur svo á að velferðar-
ráðherra sé að tala til alls þessa hóps
í yfirlýsingum sínum enda hefur
hann vakið athygli á að laun þessa
fólks séu allt of lág,“ segir í sam-
antekt Eflingar vegna málsins.
Launabreytingar hljóta að ná
til allra umönnunarstarfa
Forsvarsmenn verkalýðsfélagsins
vísa til þess að í öllum launakönn-
unum innan Eflingar komi fram að
óútskýrður kynbundinn launamunur
á heildarlaunum sé um 19%. Með-
altal heildarlauna í umönnunarstörf-
um sé um 265 þúsund krónur en fyrir
dagvinnu 231 þúsund.
„Því verður ekki trúað að þessum
nýgerðum stofnanasamningi Land-
spítalans og hjúkrunarfræðinga sé
ætlað að brjóta nýtt blað varðandi
launaþróun komandi ára. Að hér sé
verið að taka upp launastefnu þar
sem að leggja eigi til meiri laun-
hækkanir til þeirra sem fyrir hafa
mun betri kjör. Því hljóta þessar
launabreytingar að ná til allra
umönnunarstarfa,“ segir Sigurður.
Einnig lýsir hann yfir verulegum
áhyggjum af þeirri lausn sem spít-
alinn hefur boðað að launabreyting-
ar verði bornar upp með hagræðingu
innan spítalans. Hagræðingar sem
átt hafa sér stað á undagengnum ár-
um hafi verið fólgnar m.a. í því að
bjóða út nánast alla ræstingu spít-
alans.
Gerir Efling þá kröfu bæði til spít-
alans og ríkisstjórnarinnar sem
rekstraraðila að störf okkar fólks
verði tryggð og lagðir verði til nægj-
anlegir fjármunir til þess að standa
undir þessum launabreytingum.
„Nánast hrein kvennastétt“
Efling – stéttarfélag krefst þess að félagsmenn þess sem starfa á Landspít-
alanum fái sömu leiðréttingar á launum og samið var um við hjúkrunarfræðinga
Sigurður
Bessason
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur um að
fella úr gildi úrskurð kærunefndar
húsamála þess efnis að samningur
um leigu lóðar númer 4 í landi jarð-
arinnar Trönu (Ferjubakka) í Borg-
arbyggð framlengist til 1. júlí árið
2030.
Í málinu var deilt um það hvort
leigusamningur málsaðila hefði á
grundvelli 4. mgr. 12. gr. laga um
frístundabyggð og leigu lóða undir
frístundahús framlengst sjálfkrafa
um 20 ár vegna svokallaðs málskots
leigutakanna til kærunefndar húsa-
mála, en eins og áður segir hafði
nefndin úrskurðað á þann veg. Ef
niðurstaðan hefði orðið sú að samn-
ingurinn hefði framlengst með
þessum hætti þá var einnig ágrein-
ingur um það hvort það fyr-
irkomulag sem mælt er fyrir um í
fyrrnefndu lagaákvæði samrýmist
eignarréttarákvæði stjórnarskrár-
innar.
Talið var að leigusamningurinn
hefði fallið undir sérreglu í lög-
unum og því gætu málskotsreglur
12. gr. þeirra ekki átt við í lög-
skiptum aðilanna. Málskot leigu-
takanna hefði því ekki haft þau
réttaráhrif að samningurinn fram-
lengdist sjálfkrafa um 20 ár.
skulih@mbl.is
Leiga ekki fram-
lengd um 20 ár
Morgunblaðið/Ómar
Kúrir Haustlitadýrð í Grímsnesi.
Frá árinu 2008 hafa verið höfðuð 614
mál á hendur ríkinu og eru áfrýjanir
mála meðtaldar. Ef eingöngu er
horft á málshöfðanir fyrir héraðs-
dómi þá eru þær 455 og 26 fyrir fé-
lagsdómi.
Þetta kemur fram í svari forsætis-
ráðherra við fyrirspurn Lilju Mós-
esdóttur þingmanns.
Öll málin að frátöldum 24 á þessu
tímabili hafi verið flutt af ríkislög-
manni eða lögmönnum sem starfa
við embættið.
Þá er tekið fram að allmörg þjóð-
lendumál að auki hafi verið rekin af
öðrum lögmönnum með heimild rík-
islögmanns og fjármála- og efna-
hagsráðuneytis. Þau séu um 50.
Yfir 600 mál
gegn ríkinu