Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 6
BAKSVIÐ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Það er búið að ganga vel, búið að
vera mjög gott fiskirí,“ segir Grétar
Sigurbjörnsson, yfirmaður í Sand-
gerðishöfn. Hann bætir við að litlu
línubátunum hafi gengið mjög vel,
þeir fái aðallega þorsk sem sé stór
og vænn. Frá Sandgerðishöfn róa
aðallega dragnótabátar og línubát-
ar, sæmilega hefur gengið hjá drag-
nótabátunum að sögn Grétars þó í
afla þeirra blandist fleiri tegundir,
t.a.m. koli.
„Litlu handfærabátarnir hafa líka
verið að kroppa hérna rétt fyrir ut-
an.“ Grétar segir að um 2.400 tonn-
um hafi verið landað í Sandgerðis-
höfn í janúar og hann telur að um
1.400-1.500 tonn séu komin á land
það sem af er febrúar. Verðtíðin
fari því heldur betur af stað en í
fyrra.
Segja að það borgi sig
ekki að leigja ýsukvóta
Lítill ýsukvóti stendur þó mönn-
um fyrir þrifum í Sandgerði eins og
víða annars staðar. „Menn eru
ósáttir hversu mikið ýsukvótinn var
minnkaður, það háir mönnum veru-
lega, nóg er af ýsu hér fyrir utan,“
segir Grétar og bætir við að ekki
borgi sig að leigja ýsukvóta.
„Það hefur bara gengið ágætlega,
við höfum aðallega verið hérna á
heimaslóðum, t.a.m. við Sandvík.
Það hefur verið dálítið af stórufsa,
meira heldur en áður,“ segir Árni
Ólafur Þórhallsson, skipstjóri á Sig-
urfara, 140 tonna dragnótabáti sem
hefur verið að róa frá Sandgerði.
Bestu túrarnir hjá Sigurfara hafa
verið 10-12 tonn en að jafnaði hefur
skipið komið inn með 4-5 tonn.
Gengið þokkalega í Grindavík
Örlítið færri bátar en vanalega
hafa verið að róa frá Grindavík að
undanförnu vegna óhagstæðra
vinda, að sögn Arnfinns Antons-
sonar sem starfar á hafnarvigtinni í
bænum. Arnfinnur á von á því að
eitthvað minna hafi komið á land
það sem af er ári miðað við sama
tíma í fyrra. Það stafi að einhverju
leyti af því að nokkrir stærri línu-
bátanna í bænum hafi verið að
landa annars staðar á landinu. „Ein-
hverjir hafa verið að róa frá Sand-
gerði. Veðrið er hagstætt fyrir okk-
ur í dag, það er allavega slatti af
bátum hérna fyrir utan í dag,“ sagði
Arnfinnur í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
„Annars hefur vertíðin gengið
þokkalega, þetta er helst þorskur,
ýsa og keila,“ segir Arnfinnur og
bætir við að nokkrir handfærabátar
séu úti enda sé veður gott.
„Það er búið að vera ágætis fisk-
irí, svona eins og menn þora og
mega veiða. Margir eru stopp því
þá vantar ýsukvóta,“ segir Pétur
Bogason, hafnarvörður í Ólafsvík.
Línubátar sem gerðir eru út frá
Ólafsvík hafa verið að komast upp í
13 tonn í einum túr. Þorskur og ýsa
hafa verið uppistaðan í aflanum.
Ýsan að þvælast fyrir
Ýsan hefur einnig valdið vand-
ræðum fyrir vestan, er að þvælast
fyrir og fregnir herma að gríðarlegt
magn af ýsu sé á miðunum. Eins og
áður segir er ekki hagstætt að
leigja ýsukvóta. Pétur segir að
menn í Ólafsvík haldi að sér hönd-
um þessa vegna.
„Nú liggja t.d. þrír stórir drag-
nótabátar við bryggju,“ segir hann
og bætir við að menn bíði þess og
voni að ýsan syndi í burtu.
Pétur segir að vertíðin hafi geng-
ið betur í ár en í fyrra, þrátt fyrir
að menn hafi haldið að sér höndum,
hann áætlar að um 1.500 tonn hafi
veiðst. Þá hefur tíðin verið með
skásta móti eftir grimma óveðurs-
kafla um áramótin, að sögn Péturs.
16-17 bátar landa í Ólafsvík dag-
lega, þeir veiða ýmist með línu, í net
eða á dragnót. Þegar strandveiðar
hefjast með vorinu eykst fjöldinn og
þá landa 30-40 bátar á dag. „Það
hefur gengið alveg ljómandi, við
reynum að veiða allt nema ýsu, það
gengur skarpt á ýsukvótann enda
er hún alls staðar,“ segir Heiðar
Magnússon, skipstjóri á Brynju, 15
tonna línubáti frá Ólafsvík. „Það er
erfiðara að forðast hana, hún er
miklu víðar heldur en í fyrra,“ segir
Heiðar. Einkar vel gekk hjá Brynju
á þriðjudag þegar hún kom með
13,5 tonn til hafnar, þar af 9 tonn af
vænum þorski, jafnvel of stórum.
Að jafnaði hefur Brynja fengið um 8
tonn í hverjum túr en á þessum árs-
tíma siglir Brynja að jafnaði um 10-
15 mílur út.
Ýsan veldur vandræðum á vertíðinni
Fiskast ágætlega og víða gengur betur en í fyrra Erfitt að forðast ýsuna fyrir vestan
Dæmi um að bátar séu stopp í Ólafsvík Þrír dragnótabátar við bryggju í Ólafsvík í gær
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Sjómennska Bræðurnir Guðlaugur og Snorri Rafnssynir, skipverjar á Katrínu SH, voru sáttir með aflabrögð við komuna í Ólafsvíkurhöfn í gær. Ágætlega hef-
ur viðrað fyrir vestan á yfirstandandi vertíð og aflabrögð verið með ágætum. Mikið líf er á höfninni í Ólafsvík, þessa dagana landa þar daglega 16-17 bátar.
Morgunblaðið/Ómar
Ferðalög Ögmundur Jónasson er nýkominn heim úr
vikulangri ferð til Kína og er á leið til Indlands.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ætla má að kostnaður við vikulanga ferð Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra og föruneytis til Kína í
byrjun febrúar hafi numið tæpum 2,4 milljónum króna.
Ráðherrann hélt á ný utan í dag, að þessu sinni til Ind-
lands, einnig í vikuferð.
Í för sinni til Kína fundaði Ögmundur meðal annars
með þarlendum ráðamönnum um flug- og ættleiðinga-
mál en flest börn sem ættleidd eru hingað til lands
koma frá Kína. Auk þess undirritaði ráðherrann sam-
komulag um samstarf um neytendavernd. Samkomu-
lagið varðar meðal annars vöruvottun og merkingar á
þeim vörum sem fluttar eru á milli landanna tveggja.
Íslendingar fluttu vörur út fyrir um átta milljarða
króna í fyrra en 7% af öllum innflutningi hingað til
lands eru frá Kína.
Alls fóru fimm manns frá ráðuneytinu í ferðina en
samkvæmt upplýsingum þaðan nam flugkostnaður
hvers og eins um 230.000 krónum. Samtals gerir það
því um 1,15 milljónir króna. Sé miðað við ákvörðun
Ferðakostnaðarnefndar ríkisins má áætla að dagpen-
ingakostnaður vegna ferðarinnar hafi numið rúmum 1,2
milljónum fyrir þær sex gistinætur sem ferðin tók.
Heimsækir barnaheimili
Auk innanríkisráðherra fóru ráðuneytisstjóri og
skrifstofustjóri ráðuneytisins með í ferðina til Indlands
auk ráðgjafa ráðherrans. Aðalerindi ferðarinnar er al-
þjóðleg ráðstefna um ættleiðingamál í Delí en auk ráðu-
neytisins senda samtökin Íslensk ættleiðing fulltrúa á
hana.
Þar kemur Ögmundur til með að funda með þeim
ráðherra sem fer með ættleiðingamál á Indlandi. Ráð-
stefnan stendur yfir á þriðjudag og miðvikudag í næstu
viku.
Áður en að ráðstefnunni kemur er á dagskrá ráð-
herrans heimsókn á barnaheimili í Kalkútta þaðan sem
mörg þeirra barna sem ættleidd hafa verið til Íslands
hafa komið í gegnum tíðina.
Þá hefur komið fram ósk um að ráðherrann haldi er-
indi í háskóla í Delí um mannréttindamál á Íslandi.
Hann snýr svo aftur heim til Íslands á föstudag eftir
viku.
Ráðherra á faraldsfæti
Innanríkisráðherra á leið til Indlands að ræða ættleiðingar
og mannréttindi Kostnaður við Kínaför rúmar 2 milljónir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Íslendingar munu í fyrsta skipti
taka þátt í árlegri fjarskiptaæf-
ingu Evrópuherstjórnar Banda-
ríkjanna í september næstkom-
andi. Æfingin verður haldin í
Þýskalandi.
Á fimmta tug ríkja taka þátt í
fjarskiptaæfingunni en fram
kemur í nýútkominni skýrslu ut-
anríkisráðherra til Alþingis um
utanríkismál að sérstök útstöð
verði sett upp á öryggissvæðinu
á Keflavíkurflugvelli í tengslum
við æfinguna, þar sem tækifæri
gefist til að nýta aðstöðuna sem
þar er að finna ,,og beina sjónum
að nærumhverfi Íslands og
norðurslóðum,“ segir í skýrsl-
unni.
Styrkara varnarsamstarf
Fram kemur í skýrslu utanrík-
isráðherra að varnarsamstarfið
við Bandaríkin hafi styrkst á
liðnu ári. Reglulegum samráðs-
fundum um varnar- og öryggis-
mál hafi fjölgað og nýjar línur
verið lagðar í samstarfinu, sem
taki nú einnig til áhættuþátta á
borð við hryðjuverkaógn og
vefvá, þróunar öryggismála á
norðurslóðum o.fl.
Þar segir einnig að Bandaríkin
muni eftir sem áður skipa árlega
vakt í loftrýmisgæslu á Íslandi,
sem haldin er undir merkjum
Atlantshafsbandalagsins.
omfr@mbl.is
Taka þátt í fjar-
skiptaæfingu
yfir 40 ríkja
Repjuolía sem notuð var við útlögn
vegklæðingar árið 2011 uppfyllir ekki
skilyrði til slíkrar notkunar en hún er
að of miklu leyti vatnsuppleysanleg.
Þetta er niðurstaða rannsóknar sem
gerð var á olíunni vegna mikilla blæð-
inga í klæðningunni, að því er fram
kemur á vef Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að
notkun á repjuolíu hafi verið hætt ár-
ið 2011 og þá hafi ekki staðið til að
nota hana áfram.
Fyrr í vetur ollu blæðingar úr
bundnu slitlagi töluverðum skemmd-
um á bílum og var líklegasta skýr-
ingin talin gölluð repjuolía.
Rannsóknin á olíunni var gerð í
Þýskalandi og um leið voru könnuð
gæði svonefndra etýlestera sem unn-
ir eru úr lýsi og einnig eru notaðir í
klæðingar. Í ljós kom að lýsisefnið
uppfyllti skilyrði.
Ljósmynd/Umferðarstofa
Repjuolía Tjara safnaðist fyrir á
dekkjum og olli tjóni.
Repjuolían
var gölluð