Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
15% afsláttur
Gildir út febrúar
Það er ekkert grín að fara í út-varpsviðtöl áður en farið er á
fætur. Velferðarráðherra svaraði
spurningum um Landspítalann í
gærmorgun og mörg svörin voru
sérstök eins og við
var að búast. Sér-
kennilegust voru þó
svörin sem sneru
að ákvörðun hans í
fyrra um launa-
hækkun forstjór-
ans.
Spurður um þá ákvörðun sagð-ist Guðbjartur búinn að biðj-
ast afsökunar á henni en bætti svo
við: „Aftur á móti hafi það leitt til
þess að við getum bætt stöðu
heilbrigðisstéttanna innan stofn-
unarinnar í framhaldinu og það
hafi orðið til þess að þar verði
möguleiki að rýmka eitthvað þá
verðum við að líta á það frá þeim
sjónarhóli líka.“
Hvað á ráðherrann við? Þurftihann að hækka laun forstjór-
ans og hætta svo við hækkunina
til að geta samið um launahækkun
við hjúkrunarfræðinga? Var þetta
þá í raun farsæl ákvörðun? En
hvers vegna baðst hann þá afsök-
unar?
En þetta var ekki allt. Spurðurnánar út í málið svaraði Guð-
bjartur: „Sú aðferð sem þarna var
notuð, það sem var verið að hafna
í rauninni, það var það að vera
með einstaklingslausnir vegna
þess að það væri yfirvofandi að
einhverjir færu frá okkur. En svo
getur maður sett það í samhengi
við eitthvað annað – bíddu er það
ekki það sem margir eru einmitt
að vænta, það er að við kaupum
fólk til þess að vera heima.“
Getur einhver tekið að sér aðvekja velferðarráðherra áður
en hann fer í næsta viðtal?
Guðbjartur
Hannesson
Furðusvör í
morgunsárið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.2., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 2 súld
Akureyri 2 rigning
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Vestmannaeyjar 3 heiðskírt
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn 0 alskýjað
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg -2 snjókoma
Brussel 1 skýjað
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 8 skúrir
París 5 skýjað
Amsterdam -1 slydda
Hamborg 0 heiðskírt
Berlín 1 skýjað
Vín 0 þoka
Moskva -5 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 8 alskýjað
Winnipeg -18 skýjað
Montreal 0 alskýjað
New York 2 heiðskírt
Chicago 3 skýjað
Orlando 18 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:22 18:02
ÍSAFJÖRÐUR 9:37 17:57
SIGLUFJÖRÐUR 9:21 17:40
DJÚPIVOGUR 8:54 17:29
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Það hefur varla snjóað korn hér í
vetur og nú eru öll snjómokst-
urstækin komin í síldarmokstur,“
segir Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á
Eiði í Kolgrafafirði, en hreins-
unarstörf í fjörunni þar hófust á mið-
vikudag.
Moksturstækin eru nú nýtt til
þess að ýta síldinni sem skolaði á
land hinn 1. febrúar í djúpa skurði í
fjörunni þar sem hún verður urðuð.
„Þetta er tilraun sem hefur ekki
verið reynd áður og lofar góðu. Þessi
aðferð er margfalt ódýrari en að
flytja síldina. Hún fær þá að grotna
niður þar sem hún er,“ segir Bjarni.
Hann gerir ráð fyrir að það taki
viku til tíu daga að hreinsa fjöruna
miðað við hvernig starfið hefur
gengið hingað til. Menn séu reyndar
bundnir af sjávarföllum en hægt sé
að ná tæpum sex tímum af vinnu á
dag ef starfið er vel skipulagt.
Vandasamasti hlutinn við hreins-
unarstarfið er að eiga við grútinn
sem myndaðist þegar síld drapst
fyrst í miklu magni í firðinum um
miðjan desember. Hann myndast
þegar síldin brotnar niður og er
hann nú að mestu efst í fjörunni.
„Við erum meðal annars að berj-
ast við þá drullu í dag. Grúturinn er
erfiðari og seinlegri að eiga við. Við
þurfum að moka honum upp á vagna
og svo þarf að fara með hann í við-
urkenndan urðunarstað í Fífl-
holtum,“ segir Bjarni
Hann lofar viðbrögð allra þeirra
sem að málinu hafa komið eins og
Umhverfisstofnunar, umhverf-
isráðuneytis og atvinnuvega- og auð-
lindaráðuneytis og segir þá eiga
heiður skilinn.
„Þetta lítur vel út og við erum í
skýjunum með að svona vel hafi ver-
ið tekið á þessu,“ segir Bjarni.
Þyrfti að ganga fjörur
Grúturinn sem safnast hefur fyrir
í fjörunni er hættulegur fuglum en
ef hann kemst í fiður hættir það að
einangra og fuglarnir hætta jafnvel
að geta flogið. Þeir geta þá drepist
úr hungri eða kulda.
Að sögn Róberts Arnars Stef-
ánssonar, líffræðings og forstöðu-
manns Náttúrustofu Vesturlands,
hafa engir dauðir fuglar fundist
ennþá. Ekki sé þó líklegt að þeir
finnist nema fjörur verði gengnar
skipulega.
„Við ættum að sjá þetta ef dauðir
fuglar væru í miklu magni. Við kíkj-
um í fjörurnar en höfum ekki gengið
þær skipulega hingað til. Fjár-
magnið sem við höfum dugar ekki í
það,“ segir hann.
Telur að hreinsun taki tíu daga
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Grotnar Síldinni er mokað í skurði en grúturinn er urðaður annars staðar.
Föðurnafn misritaðist
Birt var viðtal við Finn Kristinsson,
framkvæmdastjóra Landslags
teiknistofu, í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins á fimmtudag. Í greininni
misritaðist föðurnafn Finns svo
hann var óvart kallaður Krist-
jánsson. Er beðist velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Hæstiréttur dæmdi í gær að fjórum
greiðslum frá B09 ehf., áður Víkur-
verki, til framkvæmdastjórans og
eina hluthafa Víkurverks yrði rift.
Samtals nam fjárhæðin 25,8 millj-
ónum króna.
Framkvæmdastjórinn millifærði
upphæðina á reikning sinn skömmu
fyrir gjaldþrot félagsins. Hæstirétt-
ur taldi að þessar greiðslur hefðu
verið á ótilhlýðilegan hátt til hags-
bóta fyrir framkvæmdastjórann og
á kostnað annarra kröfuhafa.
Rifti 25 milljóna
greiðslum frá B09