Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 9

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 9
Framboð til setu í stjórnum málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis á hverjum tíma og eru sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir eftir framboðum til stjórna málefnanefnda í samræmi við skipulagsreglur flokksins. Kosið verður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 21. til 24. febrúar. Allir flokksmenn geta boðið sig fram. Nánari upplýsingar má finna á XD.is. Nánari upplýsingar á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn ∑ Allsherjar- og menntamálanefnd ∑ Atvinnuveganefnd ∑ Efnahags- og viðskiptanefnd ∑ Fjárlaganefnd ∑ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ∑ Umhverfis- og samgöngunefnd ∑ Utanríkismálanefnd ∑ Velferðarnefnd Framboðum skal skilað á netfangið frambod@xd.is og skal skýrt tekið fram til stjórnar hvaða nefndar framboðið er. Fram skal koma nafn, kennitala, starfsheiti og heimilisfang. Öllum frambjóðendum býðst einnig að kynna sig með því að senda 200 orða texta ásamt mynd í góðri upplausn. Frestur til að skila inn framboði er til 15. febrúar. Dansinn dunaði í Hörpu í gær þar sem yfir 1.500 manns sameinuðust í dansi gegn kynbundnu of- beldi. „Stemningin og krafturinn voru ólýsanleg og mætingin fór fram úr okkar björtustu von- um,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, fram- kvæmdastýra UN Women á Íslandi. Markmiðið var að ná einum milljarði manna saman út um allan heim til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Það voru 193 lönd sem tóku þátt í þessu átaki og lögðu Íslendingar sitt af mörkum. „Það sýndi sig vel í dag að fólk lætur sig þessi málefni varða,“ segir Inga Dóra hæstánægð með daginn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Femínísk flóðbylgja í Hörpu FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Nýtt frá Jakki kr. 16.900.- Litir: svart, coral Freyr kom nýr til landsins í ágúst 1960. Freyr er systurskip Mai, Sigurðar og Víkings sem komu til landsins sama ár. Í febrúar 1961, héldum við einskipa til veiða á Nýfundnalandsmið. Afli var strax ágætur, en aðstæður voru erfiðar -frost um 10-20°C og sjávarhiti -2°C. Þegar á þriðja hun- drað tonn af karfa voru komnar í lestar og skipið orðið talsvert ísað af minniháttar pusi dagana á undan hvessti skyndi-lega og sjór ýfðist mjög. Á stuttum tíma yfirýsaðist þetta mikla sjóskip svo illilega að það missti nær allan stöðuleika. Ef einhver lesandi var með í þessari ferð –væri gaman að heyra frá viðkomandi. Hafið samband við Guðmund í síma :892 0394 eða með tölvupóst: gudmundur@hler.is Síðutogarinn FREYR RE1 Kjartan Ingimarsson, hópferðabílstjóri og at- hafnamaður, lést á Hrafnistu 12. febrúar síðastliðinn, 94 ára að aldri. Kjartan hóf bílaút- gerð með Ingimar bróð- ur sínum árið 1937 og m.a. fluttu þeir bræður fólk á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1944, í fyrstu rútunni sinni. Kjartan og Ingimar voru með sérleyfið að Ljósafossi og Miðfelli í Þingvallasveit og sáu um allan akstur að virkjununum í Soginu. Kjartan stofnaði síðar fyrirtækin Hópferðabíla Kjart- ans Ingimarssonar og Bílaleiguna Aka sem hann rak fram til ársins 2008, þegar hann lét af störfum 89 ára gamall eftir að hafa verið í bíla- útgerð í 71 ár. Kjartan var frá Laugarási í Reykja- vík, fæddur 2.1. 1919. Hann eignaðist 5 börn með eig- inkonu sinni, Sig- urbjörgu Unni Árnadóttur sem lést 1981. Andlát Kjartan Ingimarsson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.