Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Skapandi og ævintýragjarnir einstaklingar ættu að
leggja leið sína í Tjarnarbíó á morgun en þar fer
fram kynning á fagháskólanámi erlendis á sviði
skapandi greina frá kl. 12.30-17. Ef áhugasviðið
tengist hönnun, miðlun, listum eða tísku er ekki
ólíklegt að eitthvað forvitnilegt verði á veginum.
Í skólum sem þessum koma nemendur víða að úr
heiminum og því myndast þar oft alþjóðlegt um-
hverfi og mikilvæg tengsl við atvinnulífið á sviði
skapandi greina. Í Tjarnarbíói verður hægt að fá ein-
staklingsviðtöl við fulltrúa skóla sem staðsettir eru
í Bournemouth, London, Barcelona, Glasgow og Míl-
anó. Viðtölin eru veitt í anddyrinu og á sama tíma er
hægt að fræðast um ýmislegt í salnum eins og til
dæmis „portfolio“ gerð, starfsmöguleika á sviði
hönnunar og framtíðarsýn í tískuheiminum.
Endilega …
… kynntu þér skap-
andi háskólanám
Í þessari viku hafa nemendur Förð-
unarskólans í Snyrtiakademíunni ver-
ið að læra förðun eldri kvenna og í
gær mættu nemendurnir á hjúkr-
unarheimilið að Droplaugarstöðum
og förðuðu áhugasamar eldri konur.
Á síðustu önn fóru nemendur í
Sunnuhlíð og á Aflagranda og voru
móttökurnar engu líkar, konurnar
voru þakklátar og glaðar yfir heim-
sókninni. Hugmyndin að heimsókn til
aldraðra kom frá einum nemand-
anum sem vinnur á hjúkrunarheimili
fyrir aldraða ásamt því að vera í nám-
inu. Thelma Hansen framkvæmda-
stjóri segir að yfirleitt hafi nemendur
fengið ömmur sínar til að æfa sig í
förðun eldri kvenna, en viðbrögðin
hafi verið svo góð í fyrra þegar þau
fóru á dvalarheimili aldraðra til að
æfa sig, að ákveðið var að gera þetta
aftur núna.
„Það er virkilega gaman að geta
glatt þessar konur, en það er nauð-
synlegt fyrir nemendur okkar að æfa
sig í förðun eldri kvenna því þær læra
það sérstaklega, þá eru allt aðrar
áherslur en í förðun yngri kvenna.“
Nemendur buðu konum upp á förðun
Dásamlegur dagur hjá
konunum á Droplaugarstöðum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Augnmálning Eins gott að vanda sig þegar augnlokin eru máluð.
Viðmælendur mínir, sem flestirkoma úr viðskiptalífinu,segja margt skemmtilegt
sem ekki ratar á prent. Þrjú gull-
korn eru í miklu uppáhaldi hjá mér
og er æskilegt að halda þeim til haga
í Morgunblaðinu. Ég týni öllum öðr-
um blöðum.
„Þetta þarf nú ekki að koma fram í
fréttinni en Ólafur Ragnar Grímsson
er góður vinur minn,“ sagði einn.
Svona á að neimdroppa.
Hin tvö snúa að mér – og þar fer
ekki fyrir mikilli aðdáun í minn garð.
Ég hringdi á föstudegi á skrifstofu
glúrins forstjóra. Hann var ekki við
og ég skildi eftir skilaboð. Karlinn
hringdi ekki til baka, þannig ég
reyndi aftur á mánudegi og
var gefið samband við mann-
inn. Hans allra fyrstu orð
voru: „Nennir þú að hætta
að pesta mig!? Mér líkar
ekki við þig! Mér líkar
ekki við nafnið þitt!“
Síðasta setningin er í
sérstöku uppáhaldi.
Rétt er að nefna að
við þekkjumst ekki
og í þessu samtali
var hvorki sagt sæll
né bless. En ég er
upp með mér. Ekki
nóg með að stórlax-
inn viti hvað ég heiti, þá
hefur hann myndað sér
skoðun á mér – og það
sem er öllu óvenjulegra;
hann hefur skoðun á nafninu mínu.
(Ég á reyndar ekki heiðurinn að því,
þannig að ég ætti kannski ekki að
vera upp með mér, en er það nú bara
samt, enda fylgir nafnið mér hvert
sem ég fer.)
Jæja, og að lokum eru það býsna
harkaleg viðbrögð frá viðmælanda
eftir að hann las yfir viðtal sem ég
átti við hann, daginn fyrir birtingu.
Viðtalið var ósköp hefðbundið og
málefnið snerti ekki hans
eigin hagsmuni á
nokkurn hátt. Ég
fór því miður
rangt með ein-
hver atriði
sem auðvelt var
að laga. Viðtalið fór
jú í yfirlestur til að fyrir-
byggja að villur rötuðu í
blaðið. Viðmælandinn
hringdi í mig alveg snaróður
og sagði: „Ef þú birtir þetta
viðtal frem ég sjálfsmorð!“
– Mjög eðlilegt. Svona á að
ná sínu fram.
» „Þetta þarf nú ekki aðkoma fram í fréttinni
en Ólafur Ragnar Gríms-
son er góður vinur minn“
Heimur Helga Vífils
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
að verður mikið um
dýrðir hjá okkur og
gaman að vera í Hörpu
í fyrsta sinn,“ segir
Pálmar Þór Hlöðvers-
son, formaður Kaffibarþjónafélags
Íslands, um Kaffihátíð þá sem
hefst í dag. „Við ætlum að hafa
opið fyrir gesti og gangandi í
Hörpu í dag og líka á morgun,
laugardag. Allskonar vörukynn-
ingar og smakk verður á boð-
stólum og einnig verður haldið Ís-
landsmót kaffibarþjóna sem og
Íslandsmótið Kaffi í góðum vín-
anda,“ segir Pálmar sem ekki
keppir þetta árið en sjálfur er
hann tvöfaldur Íslandsmeistari
kaffibarþjóna. „Við höldum þessa
hátíð í samvinnu við Evrópu-
samtök um sælkerakaffi (SCAE)
en þau ásamt systursamtökum í
Bandaríkjunum eiga saman World
Coffee Events, sem sér um að
halda heimsmeistaramót í kaffi-
greinum. Sá kaffibarþjónn sem
hampar Íslandsmeistaratitlinum
núna um helgina, fer fyrir Íslands
hönd á næsta heimsmeistaramót,
en það verður í Melbourne í Ástr-
alíu í vor.“
Bragð, áferð og ilmur
Pálmar segir að kaffibar-
þjónakeppnin sé elsta og virtasta
kaffikeppni í heimi. „Hún fer
þannig fram að þeir kaffibar-
þjónar sem taka þátt fá fimmtán
mínútur til að laga tólf staka kaffi-
drykki fyrir fjóra smakkdómara.
Þetta þurfa að vera fjórir
espresso, fjórir cappuccino og
fjórir frjálsir kaffidrykkir. Hver
Kaffi býr yfir fegurð
og ótal blæbrigðum
Mikil kaffihátíð hefst í Hörpu í dag þegar Íslandsmót kaffibarþjóna fer fram en þá
þarf hver keppandi að laga tólf kaffidrykki á fimmtán mínútum. Einnig verður Ís-
landsmótið Kaffi í góðum vínanda en þá eru keppendur ekki bundnir við espres-
sovélina. Margt verður að skoða og smakka í fjölbreyttum kaffiheimi.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fallegt Kaffi þarf ekki aðeins að smakkast vel, það þarf líka að líta vel út.
Vandaverk Pálmar að laga kaffi á kaffihúsinu sínu Pallett Kaffikompaní.