Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 16

Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það eru mér mikil vonbrigði hvernig málið hefur þróast. Þá horfi ég eink- um til þess hvernig þingið hefur hald- ið á málinu. Það hefur tekið alltof langan tíma að fá álit og heildstæða úttekt á frumvarpinu, eins og við í stjórnlagaráði töluðum um þegar við skiluðum okkar tillögum sumarið 2011. Ef þetta hefði legið fyrir fyrr hefði málið farið í annan farveg. Nú er orðinn lítill tími til stefnu,“ segir Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, um stöðuna. „Ég hef áður lýst því yfir að ég tel að ræða eigi einstaka efnisþætti og reyna að komast að samkomulagi um þá þannig að það sé þá að minnsta kosti mögulegt að ganga frá ein- hverjum þáttum frumvarpsins á þessu þingi þótt það náist ekki að fara yfir frumvarpið allt saman. En ég held að sá möguleiki sé líka að renna frá þingmönnum. Fram kom í byrjun vikunnar að 15 þingfunda- dagar væru eftir og það er ekki langur tími. Þeim má vissulega fjölga en ég hef ekki trú á því að þingið sitji nánast fram að kosning- um. Eins og málið blasir við mér utan frá séð er mikil vinna eftir. Það þarf að skoða álit Feneyjanefndar vandlega. Taka þarf álit sem komið hafa fram alvarlega og skoða þau vandlega. Margar athuga- semdir eru þess eðlis að það þarf að leggjast yfir þær og meta hvernig hægt er að svara þeim eða koma til móts við þá gagnrýni sem þar kemur fram.“ Málið geti lent í ógöngum Spurð hvaða væntingar hún hafi um framhaldið leggur Salvör áherslu á að finna þurfi því góðan farveg. „Ég vonast til þess að menn geti að minnsta kosti lent málinu á þessu þingi þannig að það verði hægt að halda áfram með það á næsta þingi. Ef maður lítur á möguleikana í stöð- unni þá vissulega getur það gerst að málið lendi í algjörum ógöngum, þannig að stjórnmálamenn treysti sér ekki til að finna því farveg á nýju þingi. Það er mjög mikilvægt að mál- ið steyti ekki endanlega á skeri. Það er því spurning hvort hægt væri að ná samkomulagi milli allra flokka um áframhaldandi starf í málinu á næsta kjörtímabili með skuldbindandi ályktun … Einn veikleiki við þennan feril allan, sem er að koma mjög skýrt í ljós núna, er að í upphaflegu lögunum um stjórnlagaþingið var ekki skilgreint og ákveðið hvað tæki við þegar stjórnlagaráð væri búið með sína vinnu … Þar sem ekki lá fyrir frá upphafi hvað tæki við hefur of mikill tími síðan farið í að ákveða næstu skref. Síðan hafa verið átök um öll þessi skref á leiðinni og um- ræðan hefur því miklu meira snúist um þau fremur en efnisleg atriði.“ Dapurlegt hversu hægt miðar Ari Teitsson, fyrrverandi varafor- maður stjórnlagaráðs, er heldur ekki sáttur við farveg málsins. „Mér þykir dapurlegt hversu málið hefur gengið hægt og það er auðvitað bæði stjórn- og stjórnarandstöðu að kenna. Það verður líka að taka það með í reikninginn að málið gekk mjög hægt í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd og það tókst ekki að ná þeirri efnislegu umræðu í nefndinni sem hefði þurft að vera. Það var ekkert síður stjórnarandstöðunni að kenna. Mín skoðun er sú að æskilegt væri að ná samstöðu um að fara að tillög- um stjórnlagaráðs varðandi hvernig stjórnarskrá skuli breytt, þ.e.a.s. að þingið þyrfti fyrst að samþykkja nýja stjórnarskrá og síðan færi hún í þjóð- aratkvæði. Ef það væri gert núna væri hægt að halda áfram á næsta ári eða næstu tveimur árum eftir því sem þarf og þá þyrfti ekki að bíða eft- ir næstu kosningum til að afgreiða málið. Þannig að ég tel að forsendan fyrir því að það sé skynsamlegt að fresta málinu núna sé að það náist samkomulag um að stjórnarskrár- breytingar þurfi ekki að fara í gegn- um tvö Alþingi.“ Katrín Fjeldsted, læknir og fulltrúi í stjórnlagaráði, telur raun- hæft að ljúka málinu fyrir þinglok. „Ég tel augljóst að Alþingi geti klárað frumvarpið og ég tel æskilegt að það sé gert og í samræmi við vilja kjósenda. Ég held að þær athuga- semdir sem koma frá Feneyjanefnd- inni séu ekki veigameiri en svo að það megi koma ýmsum breytingum inn fyrir þinglok,“ segir Katrín en nánar er rætt við hana og Ara Teitsson á mbl.is í dag. Leggja til millileiki í stöðunni  Fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs leggur til ályktun sem tryggi framhald málsins á næsta þingi  Varaformaður ráðsins vill að flokkarnir nái samstöðu um málalok  Einn fulltrúa vill ljúka málinu Katrín Fjeldsted Ari Teitsson Salvör Nordal Ágrip af stjórnarskrármálinu 4. nóvember 2009 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leggur fram frumvarp á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing. Þingið skyldi koma saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 og ljúka störfum 15. apríl 2011. 25. júní 2010 Frumvarpið verður að lögummeð þeirri meginbreytingu að stjórn- lagaþingið, síðar stjórnlagaráð, var stytt úr 11 mánuðum í 2–4 mánuði. Jafnframt skyldi skipuð stjórnlaganefnd, sem forynni sérfræðivinnu, og boðað til 1.000 manna þjóðfundar „til að fá sjón- armið þjóðarinnar á grunngildum stjórnarskrár landsins“. Ágúst 2010 Leigð er skrifstofuaðstaða fyrir starfsfólk undirbúningsnefndar að starfsemi stjórnlagaþings og stjórnlaganefndar í Borgartúni 24. 8. nóvember 2010 Efnt til þjóðfundar í Laugar- dalshöll. 950manns, úrtak fólks á aldrinum 18-91 árs eða varamenn, sóttu fundinn frá öllum landshlutum. 27. nóvember 2010 Kosning til stjórnlagaþings. Þátttakan var 36% og sú lakasta í almennum kosningum frá stofnun lýðveldisins. 20. desember 2010 Skrifstofa Hæstaréttar sendir kærur sem bárust vegna kosninga til stjórnlagaþings til umsagnar landskjörstjórnar og dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytisins. 4. janúar 2011 Landskjörstjórn og innanríkis- ráðuneytið telja að grundvallar- reglan um leynilegar kosningar hafi verið virt í kosningunum til stjórnlagaþings. 25. janúar 2011 Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að kosning til stjórnlagaþings, sem fram fór 27. nóvember 2010, sé ógild vegna annmarka á framkvæmd. 26. janúar 2011 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir vinnu nefndarinnar á lokastigi. 31. janúar 2011 Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra útilokar ekki tillögu um að þeir sem kosnir voru fái að starfa áfram og að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs eftir að það lýkur störfum. 26. febrúar 2011 Ágúst Geir Ágústsson, formaður starfshóps um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar, segir að ef einhverjir þeirra sem náðu kjöri á stjórnlagaþing kjósa að taka ekki sæti í fyrirhuguðu stjórnlagaráði, verði lagt til að í þeirra stað komi þeir sem voru næstir því að ná sæti á stjórnlagaþingi. Þó verði tekið tillit til kynjajafnræðis. 24. mars 2011 Þingsályktunartillaga um skipun Stjórnlagaráðs er samþykkt á Alþingi. 26. mars 2011 Fulltrúar stjórnlagaþings hittast til að ræða framhaldið eftir að Hæstiréttur dæmdi kosningarnar ólöglegar. Inga Lind Karlsdóttir hafði þá sagt sig frá hópnum. 6. apríl 2011 Stjórnlagaráð er sett í Ofanleiti 2.Róbert Marshall, þáverandi formaður allsherjarnefndar, segir koma til greina að leggja tillögur stjórnlagaráðs fyrir einhvers konar þjóðfund. 27. júlí 2011 Stjórnlagaráð skilar inn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá Íslands. 12. nóvember 2012 Sérfræðingahópur um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar- skrá afhendir skilabréf. 16. nóvember 2012 Frumvarp til stjórnskipunarlaga lagt fram á Alþingi. Nóvember 2012 til janúar 2013 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fær umsagnir vegna frumvarpsins. 11. febrúar 2013 Feneyjanefnd skilar áliti vegna stjórnarskrárfrumvarpsins. 15. mars 2013 Þingfrestun áformuð. Frestur til að afgreiða frumvarpið rennur því út samkvæmt starfsáætlun þingsins. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR Hátíðarmálþing Orators verður haldið á morgun kl. 12 í stofu 101 í Lögbergi. Yfir- skrift þess er Ráðgefandi álit EFTA dómstóls- ins – Er breyt- inga þörf á ís- lenskum reglum? Í tilkynningu segir, að EFTA-dómstóllinn hafi verið í umræðunni undanfarið vegna Icesave-dómsins. Hátíðarerindið flytur Páll Hreinsson, dómari við EFTA- dómstólinn. Ásamt honum koma fram þau Skúli Magnússon héraðs- dómari og Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofn- unar. Málþing um álit EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson Við guðsþjónustu í Bíldudalskirkju sunnudaginn 17. febrúar kl. 14 verður þess minnst að sjötíu ár eru liðin frá því að 31 maður fórst í ofsaveðri við Garðskaga með vél- skipinu Þormóði og þar af 22 úr Arnarfirði. Þormóður var síldarskip sem hafði verið leigt til strandflutninga og var ferðinni heitið til Reykjavík- ur með farþega og farm. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Örn Gíslason minnist þeirra sem fórust. Sr. Leifur Ragn- ar Jónsson sóknarprestur leiðir at- höfnina. Kór Bíldudalskirkju syng- ur. Organsti er Marion Gisela Worthmann. Bíldudalskirkja Þormóðsslyssins verður minnst þar á sunnudaginn. Þormóðsslyssins minnst í Bíldudal STUTT Raddir fólksins boða til útifundar um stjórnarskrármálið næstkom- andi laugardag, 16. febrúar, klukk- an 15:00 á Ingólfstorgi. Ræðumenn verða Jenný Stefanía Jensdóttir viðskiptafræðingur og Viktor Orri Valgarðsson stjórn- málafræðingur. Fundarstjóri verður Sigríður Ólafsdóttir. Raddir með útifund á Ingólfstorgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.