Morgunblaðið - 15.02.2013, Síða 18
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Viðskiptaráð Íslands segir í nýrri
skýrslu að ein leið til þess að ýta und-
ir uppbyggingu innviða og stoðkerfa í
atvinnulífinu sé í gegnum aukið sam-
starf fyrirtækja. Dæmi um slíkt væri
til að mynda samstarf um uppbygg-
ingu og rekstur 4G-farsímakerfis.
Samstarf af þessum toga geti haft já-
kvæð áhrif á verðlag og þar með kjör
neytenda. Ómar Svavarsson, for-
stjóri Vodafone, hefur sagt að skyn-
samlegt sé að fara í samstarf við aðra
á markaðnum í uppbyggingu á slíku
kerfi.
„Rannsóknir McKinsey & Comp-
any hafa sýnt að ná má fram allt að
30% kostnaðarhagræði af auknu
samstarfi og um leið meiri gæðum
kerfa – sem gagnast bæði fyrirtækj-
um og neytendum,“ segir í ritinu 13
tillögur að aukinni hagkvæmni sem
kynnt var á miðvikudaginn. Þar segir
að samstarfið geti leitt af sér umtals-
verðan efnahagslegan ábata, m.a.
með auknu umfangi starfsemi, upp-
bygginu þekkingar, áhættudreifingu,
kostnaðarhagræði, aukinni fjárfest-
ingu, auknum gæðum og fjölbreytni
vara auk hraðari nýsköpunar.
Samkeppniseftirlitið
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að það hafi ver-
ið viðfangsefni stofnunarinnar um
langa hríð hvernig megi koma á
stærðarhagkvæmni á fákeppnis-
markaði, en á sama tíma tryggja að
samkeppni sé virk, neytendum til
hagsbóta. „Við höfum afgreitt og tek-
ið afstöðu til ýmissa undanþágu-
beiðna frá fyrirtækjum sem óskað
hafa eftir að fá að starfa saman, þrátt
fyrir bann við samstarfi. Við höfum
heimilað slíkt þegar við teljum það
vera neytendum til hagsbóta, oft á
grundvelli skilyrða,“ segir hann og
nefnir tvö dæmi. Fjármálafyrirtækj-
um er leyft að eiga og reka saman
upplýsingatæknifyrirtækið Reikni-
stofu bankanna til að sameinast um
kostnað vegna tölvuþjónustu sem er
nauðsynleg fjármálafyrirtækjum.
Reiknistofunni voru þó sett viss skil-
yrði, eins og t.d. að fyrirtækið sé rek-
ið á hefðbundnum viðskiptaforsend-
um, sé rekið með eðlilegri arðsemi og
að þjónustan sé öllum opin. Annað
dæmi er að viðskiptabankarnir fengu
leyfi til að sameinast um auðkennis-
lykla sem nauðsynlegir voru til að fá
aðgang að netbanka. „Við veittum
þessa heimild vegna þess að það er
eðlilegt og skynsamlegt út frá al-
mannahagsmunum að hafa þarna
samstarf um sameiginlega lausn á ör-
yggisatriði í netbönkum,“ segir hann.
Óljós skil
Skilin á milli samkeppnisforskots
og grunnstoðar í rekstri geta verið
óljós, að sögn Páls Gunnars. „Þetta
snýst ekki bara um verðsamkeppni,
heldur einnig um nýjungar, gæði, og
nýbreytni.“ Hann segir að ekki megi
varpa fyrir róða viðleitni til að efla
samkeppni með þeim rökum að
stærðarhagkvæmni sé mikilvægari.
„Stærðarhagkvæmni mun ekki skila
neytendum ávinningi nema sam-
keppni sé virk á markaði. Ella er
stærðarhagkvæmi sem hlýst af sam-
starfi fyrirtækja kjörið tækifæri til að
skara eld að eigin köku,“ segir hann.
Í skýrslu Viðskiptaráðs segir að
uppbygging margra markaða hér á
landi einkennist af samþjöppun, þ.e.
tiltölulega fáir stórir keppinautar
keppa sín á milli. „Við fákeppni er að
búast í ljósi landfræðilegrar stöðu,
lítils hagkerfis og takmarkaðs
mannafla hér á landi. Samspil þess-
ara þátta og þörf fyrir lágmarks
stærðarhagkvæmni, til að auka skil-
virkni og auðvelda fyrirtækjum að
stækka út fyrir landsteinana, ýtir
undir slíka uppbyggingu og raunar
má segja að fákeppni sé því í ein-
hverjum tilvikum við hæfi. Á það
einkum við markaði þar sem fyrir-
tæki eru með hlutfallslega háan fast-
an kostnað því þar er ábati stærðar-
hagkvæmni hvað augljósastur. Með
aukinni stærðarhagkvæmni má
draga úr kostnaði sem aftur ætti að
hafa jákvæð áhrif á verðlag og þar
með kjör neytenda.
Ein leið til þess er að ýta undir
uppbyggingu innviða og stoðkerfa í
atvinnulífinu í gegnum aukið sam-
starf fyrirtækja.“
Samstarf fyrirtækja ýti
undir uppbyggingu innviða
Samkeppniseftirlitið segir mikilvægt að samkeppni sé virk á markaði
Samkeppniseftirlitið „Stærðarhagkvæmni mun ekki skila neytendum
ávinningi nema samkeppni sé virk á markaði,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Morgunblaðið/Eggert
Minni framleiðni hér
» Framleiðni í innlendri þjón-
ustu er um 20% minni hér-
lendis en í samanburðar-
löndum, segir í skýrslu
Viðskiptaráðs.
» Rekja má þessa stöðu til
hamlandi samkeppnis-
umhverfis innlendrar þjónustu,
m.a. í formi hindrana á erlendri
fjárfestingu, ógagnsæis í
stjórnsýslu og samkeppnis-
hindrana.
» Hægt er að fara í samstarf í
fleiru í fjarskiptageira en 4G,
t.d. í uppbyggingu
nettenginga til heimila í gegn-
um kopar eða ljósleiðara.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Gleymdu gamla símkerfinu,
hér kemur Swyx
STUTTAR FRÉTTIR
● Greiðslulausnafyrirtækið Valitor mun
flytja höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík
til Hafnarfjarðar í haust. Valitor og Reit-
ir fasteignafélag hafa í þessu skyni und-
irritað langtíma leigusamning um rúm-
lega 3.500 fm húsnæði í Dalshrauni 3 í
Hafnarfirði. Um er að ræða þrjár efstu
hæðirnar í nýbyggingu sem mun hýsa
nýjar höfuðstöðvar Valitor hér á landi í
framtíðinni. Núverandi höfuðstöðvar
eru á Laugavegi 77 en auk þess rekur
fyrirtækið starfsstöð í Danmörku og
opnar á næstunni skrifstofu í London.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyr-
irtækinu, en starfsmenn Valitor eru um
160 talsins.
Valitor til Hafnarfjarðar
● Breskar ferðaskrifstofur hafa verið
að skoða möguleikann á því að bjóða
upp á beint leiguflug frá Bretlandi til
Akureyrar næsta vetur, en um er að
ræða samtals tæplega 2.000 flugsæti.
Þetta kom fram í frétt á vef Vikudags í
gær.
Haft er eftir Arnheiði Jóhannsdóttur,
framkvæmdastjóra Markaðsstofu
Norðurlands, að skipulögð markaðs-
setning sé greinilega að skila sér og að
þetta geti verið fyrsta skrefið í frekari
fjölgun í framtíðinni.
Skoða beint flug frá
Bretlandi til Akureyrar
Forsvarsmenn bandarísku flug-
félaganna American Airlines og
US Airways hafa staðfest að félög-
in muni sameinast en orðrómur
hefur verið á kreiki um að þau séu
á leið í eina sæng í talsverðan
tíma.
Í tilkynningu frá American Air-
lines, móðurfélagi AMR Corp og
US Airways, kemur fram að við
samrunann verður til stærsta flug-
félag Bandaríkjanna. Markaðsvirði
þess verður um 11 milljarðar
Bandaríkjadala, samkvæmt frétt
breska ríkisútvarpsins.
American Airlines hefur verið í
gjaldþrotameðferð í rúmt ár. Sam-
einað félag hefur yfir að ráða um
900 flugvélum sem sinna yfir þrjú
þúsund flugleiðum. Alls starfa um
100 þúsund manns hjá félögunum
tveimur í dag.
AFP
Sameining Eftir að félögin tvö hafa runnið saman í eitt, ræður félagið yfir
900 flugvélum, sem munu sinna yfir þrjú þúsund flugleiðum.
Stór samruni
staðfestur í gær
American Airlines og US Airways
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+11.2/
+,-.3,
,,.1/-
,3.,4/
,5.,22
+31.3
+.34/
+1/.+3
+4+.31
+,-.1/
+11.12
+,-.4
,3.530
,3.320
,5.353
+31./1
+.3-
+1/.4+
+4+.-4
,33./2+1
+,1.,4
,55.2,
+,1.5-
,3.+5,
,3.2+2
,5.3/,
+25.5-
+.3-2
+14.,1
+4,.30
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á