Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 19

Morgunblaðið - 15.02.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir uppgang á evrópskum hlutabréfamörkuðum og gengis- styrkingu evrunnar á síðustu mán- uðum benda hagvísar til þess að staðan sé allt önnur og verri í raun- hagkerfinu. Samkvæmt nýjum hag- tölum sem birtust í gær mældist samdráttur á evrusvæðinu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs 0,6% – og hefur ekki verið meiri frá falli Lehm- an Brothers haustið 2008. Efnahags- samdrátturinn var talsvert meiri en spár sérfræðinga gerðu ráð fyrir og féll gengi evrunnar um 1% gagnvart Bandaríkjadal í kjölfar fréttanna. Samdráttarskeiðið á evrusvæðinu hefur nú staðið yfir í níu mánuði. Greinendur óttast að hátt gengi evr- unnar, sem hefur hækkað samfellt gagnvart flestum alþjóðlegum gjald- miðlum síðustu sex mánuði, muni gera það að verkum að það verður erfitt að snúa þessari þróun við. Það var ekki aðeins í skuldahrjáð- ustu evruríkjunum þar sem hagkerf- ið dróst talsvert saman á síðasta árs- fjórðungi – á Ítalíu mældist samdrátturinn 0,9% – heldur einnig í kjarnaríkjum myntbandalagsins. Í Þýskalandi mældist samdrátturinn 0,6% á meðan efnahagsumsvif í Frakklandi drógust saman um 0,3%. Í báðum tilfellum var um að ræða meiri samdrátt en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi viðskiptaaf- gangur og fjárfesting í framleiðslu- iðnaði voru helstu orsök samdráttar í þýska hagkerfinu. Þær dökku hagtölur sem berast um stöðu mála í raunhagkerfum evruríkjanna ættu þá ekki að koma á óvart. Á umliðnum mánuðum hafa hagvísar sýnt minnkandi umsvif í framleiðslugeiranum og aukna svartsýni stjórnenda í atvinnulífinu. Það sem vekur hins vegar ugg í brjósti evrópskra stefnusmiða er hversu mikill samdrátturinn reynd- ist vera á fjórðungnum. Sumir hag- fræðingar óttast – ekki síst í ljósi þess að sambærilegar hagtölur, þó ekki jafn dökkar, hafa borist frá Jap- an, Bandaríkjunum og Bretlandi – að framundan sé viðvarandi efna- hagslægð í heimshagkerfinu. Margir seðlabankastjórar hafa einmitt viðrað áhyggjur sínar af því á síðustu vikum um að eignaverð á fjármálamörkuðum virðist ekki vera í samræmi við þá þróun sem er að eiga sér stað í heimshagkerfinu. Mervyn King, bankastjóri Eng- landsbanka, lét þau ummæli falla í viðtali við Financial Times í gær að það væri ástæða til að óttast nýja eignabólu. Að hans viti hefur pen- ingamálastefna helstu seðlabanka heims – að halda vöxtum lágum og „peningaprentun“ í formi skulda- bréfakaupa – skapað meiri bjartsýni á mörkuðum en efni standa til. Kreppan dýpkar á ný  Samdráttur mældist 0,6% á evrusvæðinu á síðasta fjórð- ungi  Seðlabankastjóri varar við eignabólu á mörkuðum AFP Evrusvæðið Samdráttarskeiðið hefur nú varað í níu mánuði. Aukablað alla þriðjudaga Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Átt þú rétt á slysabótum? –– Meira fyrir lesendur . Food and Fun verður haldin í Reykjavík 27. febrúar - 3. mars. Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 22. febrúar. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.