Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013
Efnt var til mótmæla gegn kynbundnu of-
beldi í um það bil 200 löndum í gær. Mark-
miðið með mótmælunum var að hvetja millj-
arð manna til að rísa upp gegn kynbundnu
ofbeldi og láta í ljósi stuðning við milljarð
kvenna – eða þriðju hverja konu í heiminum
– sem talið er að sæti barsmíðum eða
nauðgunum einhvern tíma á ævinni.
Fjölmenn mótmæli fóru meðal annars
fram í Nýju-Delhí á Indlandi þar sem mikil
reiði ríkir vegna árásar á unga konu sem
beið bana eftir hrottalega hópnauðgun í
strætisvagni í borginni fyrir nokkrum vik-
um. Á meðal þeirra sem tóku þátt í undir-
búningi mótmælanna á Indlandi er Ano-
ushka Shankar, dóttir indverska sítar-
leikarans Ravis Shankars. Hún sagði í
myndskeiði, sem dreift var í tilefni af mót-
mælunum, að hún hefði verið beitt
kynferðislegu ofbeldi í barnæsku af fjöl-
skylduvini. „Sem barn var ég beitt kynferð-
islegu og tilfinningalegu ofbeldi í nokkur ár
af hálfu manns, sem foreldrar mínir treystu
fullkomlega,“ sagði hún.
AFP
Milljarður rís upp Fólk með rauðlitaða hanska tekur þátt í fjöldamótmælum gegn kynbundnu ofbeldi á torgi í Róm, Piazza di Spagna, í gær.
Risu upp gegn
kynbundna
ofbeldinu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistor-
ius verður ákærður fyrir morð á unnustu
sinni sem fannst látin á heimili hans í
Pretoríu í gærmorgun, að sögn fjölmiðla í
Suður-Afríku í gær.
Lögreglan staðfesti að kona hefði fundist
látin á heimili spretthlauparans og sagði að
26 ára karlmaður yrði ákærður fyrir morð á
henni og leiddur fyrir dómara í dag. Lög-
reglan nefndi hann ekki með nafni þar sem
venja er að hún nafngreini ekki sakborn-
inga fyrr en þeir eru ákærðir formlega fyrir
rétti.
Fyrstur til að hlaupa á
gervifótum á Ólympíuleikum
Pistorius er 26 ára og varð fyrsti fóta-
lausi maðurinn til að keppa á Ólympíu-
leikum. Hann hefur hlaupið á gervifótum
frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri og
keppti á Ólympíuleikunum í London á liðnu
ári.
Fréttir um atburðinn í Pretoríu voru
mjög óljósar í gær. Suðurafrískir fjölmiðlar
sögðu að Pistorius hefði haldið að innbrots-
þjófur væri á ferð í íbúðinni og hleypt af
byssu. Talsmaður lögreglunnar neitaði
þessu og sagði að áður en konan fannst lát-
in hefðu „komið fram ásakanir um heimilis-
erjur í húsi sakborningsins“. Lögreglan
hyggst leggjast gegn því að sakborningur-
inn verði látinn laus gegn tryggingu.
Talsmaður lögreglunnar sagði að konan
hefði orðið fyrir fjórum byssuskotum, í höf-
uðið og aðra höndina. Beitt hefði verið
skammbyssu sem fannst í íbúðinni. „Herra
Pistorius hafði tilskilin leyfi fyrir henni,“
hafði fréttaveitan AFP eftir talsmanni lög-
reglunnar.
Eiginkona spretthlauparans, Reeva
Steenkamp, var 29 ára og fyrirsæta. Fjöl-
miðlafulltrúi hennar staðfesti að hún hefði
fundist látin.
Reiðarslag fyrir S-Afríkumenn
Málið er reiðarslag fyrir aðdáendur
Pistorius sem er meðal dáðustu íþrótta-
manna Suður-Afríku og einn af þekktustu
íþróttamönnum heimsins. Pistorius fæddist
án kálfabeina og var ekki orðinn eins árs
þegar báðir fæturnir voru teknir af honum.
Hann þurfti lengi að berjast fyrir því að fá
að keppa á stórmótum öðrum en þeim sem
ætluð eru fyrir fatlaða. Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandið (IAAF) samþykkti loks árið 2008
að heimila honum að keppa á stórmótunum.
Hann keppti í 400 metra hlaupi á Ólympíu-
leikunum í London á liðnu ári og komst þá í
undanúrslit. Hann var einnig í 4x400 metra
boðhlaupssveit Suður-Afríku sem komst í
úrslitin. Pistorius keppti einnig á Ólympíu-
móti fatlaðra í London, fékk þá tvenn gull-
verðlaun og ein silfurverðlaun.
Pistorius sakaður um morð
Einn dáðasti íþróttamaður heims sagður hafa myrt unnustu sína
AFP
Sprettharður Oscar Pistorius keppti á
Ólympíuleikunum í London í ágúst.
Norska öryggislögreglan (PST)
kvaðst í gær vera að rannsaka
hvort 27 ára maður, sem var hand-
tekinn í fyrradag, hefði ætlað að
gera árás á þinghúsið í Ósló eða
norska þingmenn.
Lögreglan handtók manninn
vegna gruns um að hann hefði hót-
að sprengjuárás á norska stórþing-
ið í miðborg Óslóar. Áður hafði lög-
reglan lokað byggingum við
þinghúsið og girt svæðið af.
Maðurinn sem var handtekinn er
talinn tengjast hægriöfga-
samtökum, Norska varnarbanda-
laginu. Að sögn norskra fjölmiðla
hefur maðurinn haft í frammi
hatursáróður gegn íslamistum á
netinu.
Maðurinn
var handtek-
inn eftir að
lögreglunni
bárust upplýs-
ingar frá
strætis-
vagnabílstjóra
sem sagðist
hafa heyrt í
manninum vera með hótanir í far-
síma. Bílstjórinn segir að maðurinn
hafi m.a. hótað að gera árás á þing-
húsið. Unnusta mannsins sagði hins
vegar að hann hefði verið drukkinn
og lýsti hótuninni sem „fyllirís-
rugli“.
Lögreglan fann skothelt vesti og
gasvopn í íbúð mannsins.
Noregur
Hótun um árás á
þinghúsið rannsökuð
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga