Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sérfræðingar í Suður-Kóreu sögðu í gær að þeim hefði ekki tekist að finna neinar geislavirkar samsætur í loftsýnum sem tekin voru eftir kjarnorkusprenginguna í Norður- Kóreu á þriðjudaginn var. Þetta dregur úr líkunum á því að vís- indamenn geti metið hvers konar kjarnorkusprengju Norður- Kóreumenn sprengdu, einkum hvort þeir hafi notað auðgað úran í stað plútons. Vísindamenn í Suður-Kóreu hafa lagt mikið kapp á að safna loftsýn- um og rannsaka þau í von um að geta komist að því hversu langt Norður-Kóreumönnum hefur miðað í tilraunum sínum til að þróa kjarnavopn sem hægt væri að beita í árásum með langdrægum eld- flaugum. Kjarnorkusprengingin olli jarð- skjálfta sem gaf vísbendingu um sprengikraft sprengjunnar sem sprengd var. Talið er að kraftur hennar hafi verið um sex til sjö kílótonn, eða um helmingi minni en kjarnorkusprengjunnar sem Banda- ríkjaher varpaði á Hiroshima í Jap- an í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sprengjan sem sprengd var á þriðjudag virðist þó hafa verið öfl- ugri en kjarnorkusprengjurnar tvær sem Norður-Kóreumenn sprengdu í tilraunaskyni á árunum 2006 og 2009. Norður-Kóreumenn hafa fullyrt að þriðja sprengjan hafi verið smærri en hinar tvær og ef það er rétt hafa þeir færst nær því markmiði sínu að búa til kjarnaodd sem er nógu lítill til að hægt væri að beita honum í árás með lang- drægri eldflaug. Í fyrri sprengingunum tveimur notuðu Norður-Kóreumenn plúton sem notað er sem orkugjafi í kjarnaofna og í kjarnorkuvopn. Tal- ið er að þeir hafi gengið á forða sinn af plútoni og þeir hafi því lagt kapp á að auðga úran sem hægt væri að nota í kjarnorkusprengju. Takist þeim það geta þeir framleitt fleiri kjarnorkusprengjur þar sem þeir hafa nægar birgðir af úran- grýti. Þar að auki er miklu auðveld- ara að auðga úran í skilvindum á laun en að auðga plúton í kjarna- kljúfi. Ný stýriflaug sýnd Varnarmálaráðuneyti Suður- Kóreu sýndi í gær myndir af nýrri stýriflaug sem skotið var úr her- skipi og kafbáti nýlega. Ráðuneytið sagði að hægt væri að nota stýri- flaugina til að gera mjög nákvæmar árásir á skotmörk í N-Kóreu. „Með þessari flaug getum við skotið á hvaða byggingu, tæki eða ein- stakling sem er, hvenær sem við viljum … við gætum skotið henni á skrifstofuglugga aðalstjórnstöðvar Norður-Kóreuhers,“ sagði tals- maður ráðuneytisins. *Norður-Kórea sagði upp samningnum árið 2003 Kjarnorkuveldi í heiminum Hafa afsalað sér kjarnavopnum eða hætt þróun kjarnavopna Heimildir: NPT/Friðarverðlaunanefnd Nóbels/ArmsControl BANDARÍKIN RÚSSLAND KÍNAFRAKKLANDBRETLAND HVÍTA-RÚSSLAND KASAKSTAN SUÐUR-AFRÍKA ÍSRAEL INDLANDPAKISTAN Viðurkennd kjarnorkuveldi Talin vera að þróa kjarnavopn Eiga kjarnavopn en hafa ekki undirritað samninginn NORÐUR- KÓREA* ÍRAN ÚKRAÍNA Kjarnorkusprengja sprengd í tilraunaskyni í þriðja skipti á þriðjudag Aðeins fimm kjarnorkuveldi hafa undirritað samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) Engin geislavirkni greindist AFP Nákvæm Stýriflaug af nýrri gerð skotið úr suðurkóresku herskipi.  Minni líkur á að vísindamenn komist að því hvort N-Kóreumenn notuðu úran í kjarnorkusprengjuna  Hafi þeir notað úran gætu þeir búið til fleiri sprengjur Taílendingar með húlahringa á íþróttaleikvangi háskóla í Bangkok. Um 4.000 manns tóku þátt í húlahoppi á nokkrum stöðum í Taílandi og sveifl- uðu hringunum um mittið í tvær mínútur samfleytt til að komast í heims- metabók Guinness. Taílenska heilbrigðisráðuneytið skipulagði fjöldahúla- hoppið í tengslum við herferð fyrir því að landsmenn hreyfi sig meira. AFP Heilsusamlegt húlahopp Franska kjöt- vinnslufyrir- tækið Spanghero seldi kjöt, merkt sem nautakjöt, þótt það hefði vitað að það kynni að vera hrossakjöt, að sögn franskra stjórnvalda í gær. Benoit Hamon, sem fer með neytendamál í frönsku ríkisstjórninni, sakaði fyrirtækið um „svik“ við neytendur. Franski landbúnaðarráðherrann Stephane Le Foll sagði að starfsleyfi fyrir- tækisins hefði verið afturkallað. Rannsókn var hafin á fyrirtæk- inu eftir að í ljós kom að hrossakjöt var í tilbúnum réttum sem voru merktir sem nautakjötsréttir. Rétt- irnir voru seldir í að minnsta kosti tólf Evrópulöndum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkis- útvarpsins. Í fyrstu voru tvö slátur- hús í Rúmeníu sökuð um svikin en svo virðist sem þau hafi verið höfð fyrir rangri sök. bogi@mbl.is FRAKKLAND Kjötvinnslufyrir- tækið vissi að kjötið var hrossakjöt Sjónvarpskapp- ræður, sem sýnd- ar voru í beinni útsendingu í Georgíu, leystust upp í slagsmál milli tveggja þingmanna. Ann- ar þeirra kom úr röðum stuðn- ingsmanna forsætisráðherra lands- ins en hinn er á meðal fylgismanna forseta Georgíu, Mikheils Saakas- hvili. „Þú ert úrþvætti, morðingi og mannleysa,“ hrópaði Koba Davita- shvili, sem er á meðal stuðnings- manna forsætisráðherrans. Hann réðst síðan á þingmanninn Sergo Ratiani, sem styður forsetann, og þeir slógust þar til hugrökkum sjónvarpsmönnum tókst loks að skilja þá í sundur. bogi@mbl.is GEORGÍA Einvígið leystist upp í slagsmál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.