Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 22

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki er líklegtað mjögmargir hafi fylgst náið með um- ræðu um skýrslu um utanríkismál sem fram fór á Alþingi í gær. Sé það rétt ágiskun er það í rauninni skaði, því margt fróðlegt kom fram í þeirri umræðu. Þó var ekki endilega til þess stofnað að svo yrði af hálfu þeirra sem mesta ábyrgð bera á skýrslunni. Þing- menn fengu ekki frambærilegan tíma til að kynna sér efni skýrsl- unnar fyrir umræðuna og kom það fram í máli margra að aðeins hefði gefist tóm til að blaða í henni. Formáli utanríkisráðherr- ans að skýrslunni er hvorki ráð- herranum né skýrslu hans til framdráttar og minnir fremur á óyfirlesið miðnæturblogg en nokkuð annað. En það efni sem kom frá starfsmönnum ráðuneytisins sjálfs er sumt að auki óþægilega kunnuglegt. Þeir sem lásu yfir drög starfsmanna að slíkum skýrslum fyrir rúmum áratug eru undrandi á hinum gömlu draug- um sem þar birtast. Órökstutt tal, ætlað til áróðurs af heldur ódýru tagi er um að EES-samningurinn hafi ekki sama gildi og áður fyrr og að búrókratar í Brussel hafi ekki sama vilja og forðum til að virða hann. Fyrir nýja þingmenn er fróðlegt að vita að slíkir frasar, nánast orðréttir, voru góðkunn- ingjar þeirra sem lásu slíkar skýrslur í uppkasti fyrir rúmum áratug. Viðræður við forystumenn Evrópusambandsins á æðstu stöðum, sem starfsmenn ráðu- neytisins fengu sjaldan raunveru- legan aðgang að sýndu jafnan að þetta var innantómt og inn- stæðulaust blaður. En með nú- verandi forystu í ráðuneytinu og í ríkisstjórn er slíkum áróðri, gömlum og slitnum, ekki aðeins haldið í drögum, heldur ratar hann ómengaður í skýrsluna sjálfa og dregur auðvitað mjög úr gildi hennar. Enn lengra er gengið þegar reynt er að réttlæta að allar þjóð- ir sem gengist hafi undir aðild að ESB verði að kyngja því að sífellt sé gengið lengra við fullveld- isskerðingu, langt umfram það sem lofað var þegar til aðildar kom. Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, benti á þessar háskalegu staðreyndir: „Þetta er bara eitt lítið dæmi um það að þegar menn stíga inn í svona djúpt samstarf á sífellt fleiri sviðum þá mun það leiða smám saman til meira og meira framsals ríkisvalds sem hlýtur að vera þungamiðjan í umræðunni um Evrópusambandið fyrir okk- ur Íslendinga.“ Bjarni var þarna m.a. að vísa til þróunarinnar innan Evrópu- sambandsins og hvernig ríki þess hefðu smám saman þurft að sætta sig við það að framselja vald yfir ýmsum málum til stofnana sam- bandsins vegna efnahagserfiðleik- anna innan þess sem þau hefðu annars ekki verið reiðubúin að gera. Tengdi hann þessa þætti við kröfur Evrópusambandsins um að Ísland og önnur aðildarríki EES-samningsins, sem stæðu ut- an sambandsins, gengjust undir vald stofnana þess, til að mynda vegna sameiginlegs fjármálaeft- irlits. Bjarni lagði áherslu á að þetta gengi gegn EES-samstarfinu sem grundvallaðist á svonefndu tveggja stoða kerfi þar sem aðild- arríki samstarfsins, sem stæðu utan Evrópusambandsins, væru ekki undir stofnanir sambandsins sett. Standa yrði vörð um það fyr- irkomulag og ekki kæmi til greina að framselja íslenskt rík- isvald til stofnana sem Ísland væri ekki aðili að. Hann lagði einnig áherslu á að jafnvel þótt Ísland væri innan Evrópusam- bandsins yrðu áhrif landsins þar innanborðs aldrei mikil. Í umræðunum lenti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í sér- kennilegri rimmu við Árna Þór Sigurðsson, formann utanrík- ismálanefndar þingsins, vegna deilna við ESB um veiðar á mak- ríl. Árni Þór benti á að Íslend- ingar yrðu að semja um afla- hlutdeild í makríl við aðrar þjóðir sem hagsmuna hafa að gæta. Um það er ekki deilt. En Árni Þór virtist telja að túlkun á slíkum al- þjóðlegum reglum hlyti að vera sú að Íslendingar yrðu að gefa eftir af sínum sjónarmiðum allt þar til að viðsemjendur þeirra teldu nóg komið! Þessi þingmað- ur VG taldi að Íslendingar bæru einhliða ábyrgð á því að samn- ingar næðust og skipti þá engu hversu óbilgjarnir viðsemjend- urnir væru. Furðaði formaður Framsóknarflokksins sig á þess- ari afstöðu svo sem vonlegt var enda ekki álitlegt að hafa forræði þessa máls í höndum manna sem haldnir eru slíkum rang- hugmyndum. Lengi vel vildu ESB-flokkarnir tveir, Samfylking og VG, ekki við- urkenna að aðild að ESB fylgdi mikið og sífellt vaxandi fullveld- isframsal þjóðanna. En nú er flú- ið úr því víginu enda ekki fært að verjast þar lengur. Eins og Sig- mundur Davíð benti á heitir það nú í skýrslu utanríkisráðherra að „deila fullveldi sínu“ með ESB. Það var einmitt það sem hjáríkj- um Sovétsins gamla var boðið upp á forðum tíð. Tékkland og Austur-Þýskaland „deildu full- veldi“ sínu þannig að verulegu leyti með Moskvustjórninni og Eystrasaltslöndin þrjú að öllu leyti. Að öðru leyti héldu þau full- veldi sínu og sjálfstæði að fullu og öllu. Ekki verður öðru trúað en að þessar þjóðir hafi verið ánægðar með slíka deilingu á sjálfstæði. Eða var það ekki? Nú heitir það að „deila fullveldi“ að missa forræði eigin mála} Í senn fróðleg og undarleg umræða V arla hefur farið framhjá mörgum að framundan eru þingkosningar. Nánar tiltekið verða þær væntan- lega í lok apríl næstkomandi. Það verður vafalaust fróðlegt að sjá hvernig þróun mála verður fram að kosning- unum, bæði hvað varðar málflutning og áherzl- ur framboðanna en einnig og ekki síður hvernig þróunin verður í fylgi þeirra. Það getur ým- islegt breytzt í þeim efnum á skömmum tíma og þannig voru til að mynda talsverðar sveiflur í þeim efnum fyrir síðustu þingkosningar 2009. Þannig verður áhugavert til dæmis að sjá hvort sá byr sem Framsóknarflokkurinn hefur notið undanfarið í skoðanakönnunum í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu eigi eftir að haldast fram að kosning- unum. Það fer vitanlega mikið eftir því hvernig framsóknarmönnum tekst til við að virkja hann sér til framdráttar á næstu vikum. Það verður að sama skapi fróðlegt að sjá hvernig stuðn- ingur við Bjarta framtíð mun þróast og hvort fylgis- aukning þess flokks haldi áfram allt fram að kosningum eða hvort hún eigi eftir að ná toppnum á einhverjum tíma- punkti fyrir þær og dala í kjölfar þess. Þá hugsanlega með hliðstæðum hætti og var raunin hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði fyrir síðustu kosningar. Persónulega hef ég verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að Björt framtíð eigi eftir að toppa of snemma eins og það er oft orðað. Fylgi flokksins virðist einna helzt hafa komið frá Samfylkingunni en ekki er ósenni- legt að eitthvað af því allavega skili sér aftur til heimahúsanna þegar nær dregur kosningum. En þetta á auðvitað allt eftir að koma í ljós. Önnur ný framboð virðast ekki ætla að ná sér á strik. Nái þau ekki nauðsynlegu lág- marksfylgi til þess að fá kjörna fulltrúa á Al- þingi verður fylgi við þau væntanlega aðeins til þess fallið að auka hugsanlega fulltrúafjölda einhverra af þeim framboðum sem ná lág- marksfylgi og væntanlega hlutfallslega mest hjá þeim sem fá mest fylgi. Stjórnarflokkarnir hafa annars ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undan- farin misseri eins og alkunna er og þá einkum þeim síðustu. Samfylkingin hefur verið að mælast þriðji og jafnvel fjórði stærsti flokk- urinn og fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur ítrekað mælst í eins stafs tölu undanfarið. Í báðum tilfellum er vitanlega um hörmulega stöðu að ræða. Ekkert virðist ógna stöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsta stjórnmálaflokks landsins miðað við kannanir, sem hann endurheimti raunar fljótlega eftir síðustu kosn- ingar. Margir hafa þó talið að flokkurinn ætti að hafa meira fylgi miðað við aðstæður. Hvort hann nær að auka fylgi sitt ræðst væntanlega ekki sízt í kjölfar landsfund- arins síðar í mánuðinum og hvort honum tekst að senda frá sér skýr skilaboð í helztu málum þjóðarinnar. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Vangaveltur um kosningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is A fstaða til nýtingar gríð- arlegra náttúru- auðlinda Grænlands og ásóknar umheimsins í þær er eitt af stóru kosningamálunum í Grænlandi. Kos- ið verður til grænlenska löggjaf- arþingsins Inatsisartut hinn 12. mars og er kosningabaráttan nýhaf- in, að sögn Ingu Dóru Guðmunds- dóttur Markussen sem býr í Qaqor- toq í S-Grænlandi. Skiptar skoðanir eru um málið og hvað Grænlend- ingar muni bera úr býtum. Land- stjórnin vill skattleggja námafyr- irtækin en stjórnarandstaðan leggur áherslu á auðlindagjöld. Námafélagið London Mining, sem er fjármagnað af Kínverjum, hefur sótt um að hefja umfangsmik- inn námagröft eftir járngrýti við Isua, um 150 km NA af Nuuk. Lond- on Mining hyggst einnig leggja vegi og gera nýja höfn, að sögn Aften- posten. Landstjórnin fjallar nú um umsókn London Mining. Fjárfest- ingin er upp á 14 milljarða DKR (324 milljarða ÍKR), að sögn Politiken. Í fréttaskýringu Aftenposten kom m.a. fram að tekjur af nátt- úruauðlindum gætu gert Grænlend- inga síður háða stuðningi frá Dönum en ella. Mikið atvinnuleysi er í Grænlandi og eru flestir sammála um að nýta beri auðlindir landsins. Fundu ríka gullnámu Auk járngrýtisins sem Kínverj- ar vilja nýta hafa Suður-Kóreumenn sýnt áhuga á gríðarlegu magni sjald- gæfra málma og steintegunda í Suð- ur-Grænlandi. Þar finnst m.a. euda- lyte og mikið úran. Nýlega fannst gríðarlega rík gullnáma á Nanorta- lik-svæðinu. Alcoa hefur hug á að byggja álver við Manitsoq með til- heyrandi virkjun. Leitað er að olíu utan við Nuuk og Manitsoq, á Disco- flóa og við Austur-Grænland. Þá eru norðvestur- og norðaustursigling- arleiðirnar að opnast. Mikið hefur verið rætt um svo- nefnd risaverkefnalög (storskalalov) sem grænlenska þingið samþykkti í desember sl. Þau gera kleift að flytja inn vinnuafl til Grænlands. London Mining vill m.a. fá að flytja inn 3.000 kínverska verkamenn, til að hefja námagröftinn og byggja upp að- stöðu. Verkamennirnir munu njóta síðri kjara en grænlenskt og danskt vinnuafl. Inga Dóra sagði að bent hefði verið á að Bandaríkjamenn hefðu flutt inn þúsundir verkamanna til að byggja flugvellina í Nars- arsuaq, Syðri- Straumfirði og Thule á sínum tíma. Grænlendingar ráða auðlindum landsins og vinnumarkaði en Danir hafa stjórn á innflytjendamálum. Danir þurfa því að veita erlenda vinnuaflinu landvistarleyfi. Þess hef- ur verið krafist í danska þinginu að Helle Thorning-Schmidt forsætis- ráðherra komi í veg fyrir að útlend félög nái tangarhaldi á rétti til námavinnslu í Grænlandi. Forsætis- ráðherrann vill ekki taka afstöðu til málsins fyrr en að loknum kosning- unum í Grænlandi, að sögn Aften- posten. Þær raddir hafa heyrst í dönsku atvinnulífi að ríkisstjórnin hafi sofið á verðinum. Danir hefðu átt að njóta forgangs að nátt- úruauðlindum Grænlands. London Mining segir að félagið muni borga allt að 32 milljarða DKR (741 milljarð ÍKR) skatta til land- sjóðs Grænlands á 15 árum. Land- stjórnin gerir ráð fyrir um 28 millj- arða DKR (649 milljarða ÍKR) skatttekjum af járnnámunni. Fjár- lög grænlenska ríkisins eru nú um sex milljarðar DKR og er um helm- ingur þess stuðningur frá Dan- mörku, að sögn Politiken. Mikil sókn í náttúru- auðlindir Grænlands Grænland Í S LAND GRÆNLAND Scoresbysund Heimskauts- baugur Nanortalik Quaqartoq KulusukNuuk Maniitsoq Diskóflói Isua „Sambandið milli Danmerkur og Grænlands er svolítið kalt núna,“ sagði Inga Dóra G. Markussen í Quaqortoq. Ástæðuna má rekja til auðlindanna sem fundist hafa í Grænlandi. Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 2009 og öðluðust þá m.a. eignarrétt á náttúruauðlindum landsins og frumgróðann af þeim. Danir sjá nú áhugann sem Kínverjar, S-Kóreumenn og fleiri sýna auðlindum Grænlands. Danir hafa beðið um frest til að geta tekið þátt í kapphlaupinu. Grænlendinga vantar hins vegar sárlega fjármagn til að leysa úr miklum efnahagsvanda landsins og þeir telja sig ekki geta beðið eftir Dönum, að sögn Ingu Dóru. Missa Danir af lestinni? KULDI Í SAMSKIPTUM DANA OG GRÆNLENDINGA Inga Dóra G. Markussen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.