Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 24

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 28. febrúar og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir, hann verður haldinn hátíðlegur 1. mars n.k. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 22. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Þrotabú Lands- bankans á ekki eins og er fyrir að borga Ice- save. Þrotabú Lands- bankans hefur þegar borgað 650 milljarða í gjaldeyri til Hollands og Bretlands inn á Icesave. Eftirstöðvar um 670 milljarðar eru ekki til í gjaldeyri og mun þrotabú Lands- bankans ekki geta borgað þetta í gjaldeyri fyrir en eftir 4 ár (2018), miðað við núverandi væntingar um innheimtu eða seinna. Ef lengt er í skuld nýja Landsbankans við þann gamla gæti uppgjör á Icesave tafist um nokkur ár. Er reyndar áhuga- vert að búið er að borga 10 millj- arða inn á Icesave í íslenskum krónum og til stendur að borga um 30 milljarða samtals inn á Icesave í ISK, sem Bretar og Hollendingar geta ekki fengið að breyta í gjald- eyri útaf gjaldeyrishöftunum. Þrotabú Landsbankans mun eiga um 45 til 50 milljarða í íslenskum krónum sem til stendur að borga til kröfuhafa. Nýi Landsbankinn skuldar enn um 300 milljarða með vöxtum sem á að borga í gjaldeyri. Verð á kröfum á þrotabú gömlu bankana hefur aðeins lækkað í verði síðan í sumar, þær eru nú eru Glitnir 27,5/28,5 Kaupthing 24,5/ 25,00 og á Landsbanka 6,7/7,25 (heimild Bloomberg), sjá eldri tölur á www.keldan.is. Í byrjun janúar kom hópur full- trúa kröfuhafa til landsins og töluðu þeir við stjórnvöld. Höfðu þeir áhuga á að geta gengið til samninga við stjórnvöld um afföll á kröfum í staðinn fyrir vissu um hvernig væri staðið að útgreiðslum úr þrotabúun- um og uppgjör á þessu ári. Von kröfuhafa er að íslensk stjórnvöld láti sér duga 400 milljarða í bætur eða útgönguskatt, það myndi leyfa kröfuhöfum að fara með allan gjald- eyri þrotabúana úr landi og halda öllum íslenskum eignum, þar á meðal viðskiptabönk- unum. Þetta eru ekki raunhæfar væntingar, lausn á snjóhengjunni kostar meira, vænt- anlega nær 1.200 millj- örðum. Núverandi plan kröfuhafa er að nýta sér viðskiptabankana þannig að þessi 200 milljarða fjárfesting þrotabúanna í nýju bönkunum gefi af sér samtals 800 milljarða með því að viðskiptabankarnir verði skafnir að innan og verðmæti þess sem eftir er verði aukið með því að setja bankana á hlutabréfamark- aðinn. Má sjá meðal annars um- merki um slíkt í hvernig staðið er að rekstri Straums, en Seðlabank- inn kom upp um og snéri við ákvæði í rekstrarsamningi milli Straums og eiganda, svokölluðu „Cash Sweep“-ákvæði. Slíkt ákvæði gengur út á það að Straumur er skuldbundinn til að flytja úr landi allt lausafé sitt á hverjum tíma til eigenda sinna, eigendur Straums valsa svo um með lausaféð eins og þeim sýnist, minnir þetta óneit- anlega á meðferð á bótasjóði Sjóvár á sínum tíma. Haustið 2008 varð hér fjár- málahrun, alvarlegasta afleiðing þess var skuldsetning ríkissjóðs um 1.100 milljarða og stækkun snjó- hengjunnar um 800 milljarða í 1.200 milljarða. Hefur ríkissjóður meðal annars gefið út um 725 milljarða af ríkisskuldabréfum árin 2008-2011. Er nú komið að þanþoli, skuldar ís- lenska ríkið nú um 1.507 milljarða beint og um 1.750 milljarða með nú- virtum lífeyrissjóðsskuldbindingum ríkisins eða um 5,5 milljónir króna á hvern Íslending. Beint tap ís- lenska ríkisins vegna hruns banka- kerfisins er nú komið í 500 millj- arða, að mati Seðlabanka Íslands og með afleiddu tapi um 1.100 millj- arðar. Gerir þetta tap ríkissjóðs um 3,4 milljónir á hvern Íslending. Írar héldu neyðarfund á þingi sínu í síðustu viku, voru þar sam- þykkt neyðarlög um bankana, nokkuð seint þó. Var ákveðið að slíta þeim bönkum sem fóru á haus- inn 2008-2010 en írska ríkið var svo vitlaust á þeim tíma með að taka á sig allar skuldir stærstu bankanna. Er álitið að kostnaður Íra við að bjarga kröfuhöfum írskra einka- banka sé „einungis“ 1.545 milljónir króna á hvern Íra og meðaltal allra Evrópuríkja sé einungs 33 þúsund krónur á mann (heimild BBC). Írar eru 4,6 milljónir og ríkissjóður Íra tók á sig 64 milljarða evra tap við- skiptabanka þeirra að kröfu „Al- þjóðasamfélagsins“. Tókst Írum í síðustu viku að semja við Seðla- banka Evrópu að skipta út skulda- bréfi til 10 ára með 8% refsivöxtum, fyrir kúlulán til 40 ára með 3% vöxtum. Tala erlendir fjölmiðlar um að Írar hafi tekið á sig „ánauð“ (www.wsj.com) og að írskt samfélag muni eiga í erfiðleikum næstu árin. Vinir okkar Bretar voru að til- kynna lagasetningu í síðustu viku, þar sem þeir fara íslensku leiðina, sem sagt að færa rétt innistæðueig- enda fremst í kröfuröð, að illa rekn- ir bankar verði settir á hausinn og að breska ríkið muni ekki taka á sig kostnað við fall banka, sá kostnaður verði að lenda á kröfuhöfum (BBC). Er er ekki flott að Bretar skuli vera svo ánægðir með íslensku neyðarlögin að þeir skuli núna taka þau upp í breska löggjöf. Það er áhugavert að það kemur fram í máli fulltrúa erlendu kröfu- hafanna að það sé ekki sanngjarnt að þeir verði að taka snjóhengjuna einir á sig, finnst þeim réttlátt að Bretar og Hollendingar taki líka á sig skerðingu. Er þetta ekki ósann- gjarnt sjónarmið. Hvernig væri að borga eftirstöðvar Icesave í inn- lendum gjaldeyri, sem hægt væri að fullu strax á þessu ári? Bretar og Hollendingar verði svo að taka á sig sömu skerðingu og aðrir kröfu- hafar þegar þeir vilja breyta inn- lendum gjaldeyri í erlendan gjald- eyri. Snjóhengjan og uppgjörið á Icesave Eftir Holberg Másson » Þrotabú Landsbank- ans á ekki eins og er fyrir að borga Icesave. Greiddir hafa verið 650 milljarðar, ekki er enn til fyrir eftirstöðvunum, 670 milljörðum. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. Í næstum þrjá ára- tugi hefur Lions- hreyfingin annast MedicAlert á Íslandi og nota um 5.000 manns á landinu merkið sem bjargar mannslífum. Lions- hreyfingin vinnur að því að uppfæra og kynna MedicAlert með ýmsum hætti. Afar brýnt er til að mynda að heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningafólk og allir þeir sem koma að slysum eða hættu- ástandi þekki merkið. MedicAlert eru alþjóðleg örygg- issamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyð- arstundu. Tilgangur MedicAlert er að koma á og starfrækja aðvörunarkerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem af ein- hverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir verði ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og gætu þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga meðferð. Um fjórar milljónir manna í fjörutíu löndum í fimm heimsálfum bera Medic- Alert-merkið í sínu daglega lífi. Saga öryggissamtakanna byrjaði vorið 1953 í bænum Turlock í Kali- forníu, þar sem fjórtán ára lækn- isdóttir hafði nærri látist vegna of- næmis af völdum stífkrampasprautu eftir að hafa skorið sig á fingri. Foreldrar henn- ar létu hana síðan bera miða á klæðnaði sínum þar sem fólk var beðið að gæta að ofnæmi hennar. Feðginin Linda og Marion C. Coll- ins þróuðu síðan í sameiningu hug- myndina að merki sem gæti bjarg- að mannslífum og faðirinn lagði fram fjármuni til þess að gera hana að veruleika. Árið 1956 var Me- dicAlert sett á stofn sem sjálfstæð stofnun fyrir Bandaríkin öll. Collins læknir sagði við það tækifæri: „Við erum ekki að stofna þetta til að græða peninga. Við erum hér til að bjarga mannslífum.“ Þríþætt aðvörunarkerfi Aðvörunarkerfið MedicAlert er þríþætt; merki, upplýsingaspjald og tölvuskrá. Í fyrsta lagi er um að ræða málmmerki sem borið er í keðju um háls eða úlnlið og greinir helstu áhættuþætti merkisbera. Í öðru lagi fylgir plastspjald í kred- itkortastærð fyrir veski þar sem fram koma fyllri upplýsingar um viðkomandi sjúkling, sjúkdómsgreining og eða ábending um með- ferð sjúkdómsins. Loks er að finna ít- arlegar upplýsingar í tölvuskrá, sem er í vörslu slysa- og bráða- deildar Landspítalans. Þar er gjaldfrjáls sólarhringsvakt- þjónusta fyrir neyðarnúmer Me- dicAlert. Björn Guðmundsson reifaði fyrst hugmyndina að Íslandssdeild Med- icAlert á fundi í Lionsklúbbi Kópa- vogs árið 1981. Í framhaldinu var stofnuð undirbúningnefnd sem Guðsteinn Þengilsson læknir veitti formennsku. Stofnfundur MedicA- lert var svo haldinn 30. janúar 1985 í húsnæði Lionshreyfingarinnar í Sigtúni 20 í Reykjavík og reifaði Svavar Gests umdæmisstjóri þar hina merku sögu öryggissamtak- anna. Aðsetur MedicAlert hefur síðan verið á þeim stað eins og fram kemur á heimasíðunn- iwww.medicalert.is. Vökult sjálfboðaliðastarf er for- senda þess að hægt sé að reka að- vörunarkerfi MedicAlert á Íslandi af nauðsynlegum krafti. Helst þyrftu allir Íslendingar að vita um merkið, bæði þeir sem haldnir eru kvillum sem skyndilega geta gert þá óvirka, og við hin líka sem gæt- um lent í því að þurfa að bregðast rétt við í slíkum aðstæðum. Þekkjum merkið sem bjargar mannslífum Eftir Lúðvík Andreasson Lúðvík Andreasson »MedicAlert eru al- þjóðleg öryggis- samtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyð- arstundu. Höfundur er formaður MedicAlert á Íslandi. Yrði það ekki eiginlega að teljast beinlínis stefnumarkandi, ef þjóðin kysi nú um það í komandi kosn- ingum, hvort hún hneigist til vinstri eða hægri í pólitískum skilningi, marggreindum og skilmerkilegum, þótt vinstrimenn tali núorðið um „þokukennd skil“, enda á hröðum flótta frá illa grunduðu upphafi ógæfu sinnar, upprunnu á öndverðri síðustu öld. Það munu því vera áhrif forfeðranna á afkomendur sína (kjósendurna) sem ákvarða hvernig Alþingi verður samansett að kjör- fundi loknum, samkvæmt núgildandi kosningalögum. En verður kosið samkvæmt þeim? Verður búið að knýja í gegnum þing- ið nýja stjórnarskrá með lágmarks- meirihluta atkvæða alþingismanna – sem ásaka hver annan um að vera ekki með öllum mjalla og það með rentu sýnist manni stundum. Gætu ill uppeldisáhrif, jafnvel náinna ætt- ingja þessa blessaða fólks, komið hér við sögu? Sumum virðist ekki hafa verið sagt rétt til. Eru það bara borgaraflokkarnir gömlu sem reynast best, áratuga gamlir – en í sífelldri endurnýjun samt og gjarnan í góðri trú, styðj- andi framtak einstaklinga með ein- beitta framtíðarsýn, er byggja upp atvinnutækifæri og útflutnings- tekjur sem allt þjóðarbúið nýtur svo góðs af? Háir sem lágir. „Jafnrétti“ fyrirfinnst hvergi, af þeirri einföldu meginástæðu að fólk er ekki „jafnt“. Það er kannski genunum og um- hverfinu „að kenna“, að allir eru ekki „eins“. Ekki vex mér í augum þótt sumt fólk reisi sér 5-600 fermetra hús, vel- megandi á sínu sviði. Verra er þegar efnilegur einstaklingur fer fram úr sér og sínum með fjárfestingum, eða ótímabærum skuldsetningum sem halda honum í heljargreipum verð- tryggingarinnar. Alla ævi virðist vera. Er þá öll von úti? Ekki samkvæmt úrræðum Hægri-grænna. Gott að þar sé kominn fram skýr valkostur gegn núverandi vinstra feigðarflani forræðishyggjuflokkanna, hvað þeir nú aftur heita hverju sinni sem gengið er til kosninga. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Hvort skyldi vinstri- eða hægri-græn framtíð vera framundan? Frá Páli Pálmari Daníelssyni Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.