Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.02.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir fæddist í Grindavík 25. ágúst 1932. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 7. febr- úar 2013. Foreldrar Jó- hönnu voru Guðjón Klemensson, tré- smiður frá Grinda- vík, og Sigrún Kristjánsdóttir, húsmóðir og saumakona frá Stöðvarfirði. Systkini Jóhönnu voru Þórhall- ur, húsa- og skipasmíða- meistari, og Kristján Karl, flug- stjóri, en þeir eru báðir látnir. Jóhanna giftist Hafsteini B. Magnússon. Börn þeirra eru Hafsteinn og Sólveig. 4) Brynja, sjúkraliði, f. 1960, gift Skúla Jónssyni. Börn þeirra eru Arnar Guðjón, Andri Þór og Birkir Örn. 5) Sigrún, grunnskólakennari, f. 1967, gift Birni Péturssyni. Börn þeirra eru Ingvar Þór og Sandra Dögg. Langömmubörnin eru fimm. Jóhanna nam við Héraðs- skólann í Reykholti og síðan við Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Jóhanna og Hafsteinn hófu búskap í Reykjavík, en lengst af áttu þau heimili í Keflavík þar sem Jóhanna var húsmóðir auk þess sem hún starfaði um tíma í Sundhöllinni í Keflavík. Þá var hún virkur félagi í skátafélaginu Heið- arbúum. Útför Jóhönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Guðmundssyni, f. 1.10. 1923, íþrótta- kennara og for- stöðumanni Sund- miðstöðvarinnar í Keflavík. Þau gengu í hjónaband 2. ágúst 1952, en Hafsteinn lést 29.4. 2012. Börn þeirra eru: 1) Hafdís, leikskólastjóri, f. 1953. Börn hennar eru Ragnheiður Laufdal og Brynjar Laufdal. 2) Haukur, framkvæmdastjóri, f. 1954, kvæntur Þóru G. Gísladóttur. Börn þeirra eru Sigrún, Vigdís og Jóhanna. 3) Svala, leikskóla- kennari, f. 1956, maki Magnús Hún mamma er búin að kveðja sagði Brynja mín mér, þegar hún tilkynnti að móðir hennar væri látin. Það var stutt á milli þeirra hjóna en tengdapabbi lést fyrir rúmum níu mánuðum. Jóhanna var 80 ára þegar hún lést en ætt- menni hennar voru hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim. Þegar ég hugsa um Jóhönnu, tengdamóður mína kemur upp í hugann allt þetta góða í lífinu. Hún var góðmennskan uppmál- uð, mikill vinur vina sinna, vildi öllum vel, hallmælti aldrei nokkrum manni en hafði á stund- um óþarflega miklar áhyggjur af hlutunum. Þannig var hún bara. Jóhanna var af þeirri kynslóð þar sem móðirin var heimavinn- andi þar til börnin voru farin að heiman. Barnabörnin urðu tólf, en þeim þótti ávallt gott að koma til ömmu og afa á Brekkubraut og síðan á Suðurgötuna. Jóhanna og Hafsteinn aðstoðuðu okkur Brynju við að koma drengjunum okkar til manns með því að vera ávallt til staðar þegar á reyndi. Jóhanna var trúuð kona, trúði á upplýsingar að handan og að allt hefði sinn tilgang í lífinu. Gott dæmi um þetta var þegar hana dreymdi föður sinn, Guð- jón, tveimur dögum fyrir skírn elsta sonar okkar. Við hjónin voru búin að gefa honum nafnið Arnar en það að Jóhönnu skyldi dreyma föður sinn svona skömmu fyrir skírnina var merki um eitthvað. Honum var að sjálf- sögðu gefið nafnið Arnar Guðjón. Jóhanna var alla tíð mikill skáti og virkur meðlimur í St. Georgs-gildinu en það er fé- lagsskapur eldri skáta. Skátar, þið þekkið þetta, einu sinni skáti, ávallt skáti. Jóhanna lék á gítar og hafði gaman af sögn og tón- list. Jóhanna var afbragðs hand- verkskona og hafði t.d. mjög gaman af að vinna með leir með- an hún hafði heilsu til. Margir fallegir munir eftir hana prýða heimili okkar en sérstakan sess hefur upplýsta keramik jólatréð sem er svo listilega vel málað. Jóhanna var vakin og sofin yf- ir velferð afkomenda sinna. Kenndi þeim góðu gildin um kærleika, heiðarleika, von og trú. Hún hafði það til siðs að skrifa ljóð í skírnar- og fermingarkort afkomenda sinna en í einu þeirra eru eftirfarandi línur sem lýsa svo vel persónunni sem við kveðjum í dag. Ég vona að þig lánið leiði og lífsins gæfu veiti þér. Guð faðir ávallt götu þína greiði og gæti þín um lífsins hála veg. Ég votta fjölskyldu Jóhönnu samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Skúli Jónsson. Elsku besta amma okkar Við systur eigum svo ótal margar fallegar minningar um þig, alltaf glæsileg og vel til höfð, alveg fram á þinn síðasta dag. Þú varst svo góð og umhyggjusöm og passaðir alltaf að öllum liði vel, það var þér svo mikilvægt. Þú áttir mjög góða ævi og skilur eftir þig svo ótal margt gott. Við lærðum margt af þér og sá lær- dómur er og verður okkur vega- nesti í lífinu. Umhyggja þín fyrir öðrum og það hvernig þú hélst utan um fjölskylduna hefur mót- að börnin þín og okkur barna- börnin, enda traust vináttubönd milli allra í fjölskyldunni. Þú verður alltaf okkar fyrirmynd. Það var alltaf yndislegt að koma til ykkar afa á Brekku- brautina og síðar á Suðurgötuna. Þið tókuð alltaf svo hlýlega og fallega á móti okkur. Stuttu heimsóknirnar til Keflavíkur urðu að margra klukkutíma spjalli enda auðvelt að gleyma sér með ykkur. Við áttum ekki bara góðar stundir með ykkur heima í Keflavík, því toppurinn á hverju sumri var að fá að fara með ykkur afa í bústaðinn í Mun- aðarnesi; í sundið, minigolfið, kvöldvökurnar og gera allt hitt sem okkur þótti svo skemmti- legt. Stórfjölskyldan fór nokkr- um sinnum saman til útlanda og eigum við skemmtilegar minn- ingar bæði úr Spánarferðunum og ferðinni til Þýskalands með ykkur. Allt þetta hefur nú skap- að nýjar árlegar hefðir í stórfjöl- skyldunni; Brekkubrautargolf- mótið, sumarbústaðaferðir og jólaboð sem standa frá morgni til kvölds. Allt ómetanlegar sam- verustundir. Amma, þú varst ein allra flott- asta kona sem við systur höfum kynnst. Við erum svo þakklátar fyrir allar stundirnar sem við höfum átt með þér og þær geym- um við í hjörtum okkar um ókomna tíð. Minningin um þig verður ljós í lífi okkar. Þínar, Sigrún, Vigdís og Jóhanna. Ég vil minnast yndislegu ömmu minnar með nokkrum orð- um. Amma var svona ekta amma. Alltaf þótti mér gott að vera í návist hennar enda sótti ég mikið í að vera hjá ömmu og afa á yngri árum. Það var gott að koma á Brekkubrautina því amma var alltaf svo glöð og með góða nærveru. Hún var svo barn- góð, söng og spilaði stundum á gítarinn fyrir okkur barnabörn- in. Þegar við komum til Keflavík- ur í heimsókn var hún búin að baka góðar kökur og síðustu árin voru það vöfflur. Þegar ég var yngri sótti ég mikið í að fá að vera hjá ömmu og afa í Keflavík og ekki var ég gömul þegar ég byrjaði að taka rútuna svo ég gæti eytt helgun- um þar. Hvert einasta sumar var farið í Munaðarnes í bústað og var það í raun sveitin okkar. Þar héldum við barnabörnin alltaf kvöldvökur með heimatilbúnum skemmtiatriðum fyrir ömmu og afa. Fyrir nokkrum mánuðum sagði amma við mig að við vær- um svo miklar vinkonur sem var alveg satt. Við gátum talað enda- laust saman og bestu stundirnar voru þegar við vorum tvær sam- an. Ég átti eina svoleiðis stund með henni rétt fyrir jólin þegar ég fór til hennar á spítalann og tók hana í snyrtingu. Amma vildi alltaf líta vel út og var stórglæsi- leg kona í alla staði. Síðustu árin hrakaði heilsunni hjá henni mik- ið og sérstaklega síðastliðið ár og var erfitt að horfa upp á það því hún var oft mjög slöpp. Síðasta stundin okkar saman var á gamlárskvöld þegar amma kom í bæinn. Hún var svo fín og nutum við þess öll að hafa hana með okkur þetta kvöld og ég veit að hún naut sín líka vel innan um barnabörnin og barnabarna- börnin. Þegar hún kvaddi mig þetta kvöld tók hún utan um mig og sagði „takk fyrir öll góðu árin sem við höfum átt saman“. Ekki óraði mig fyrir því þá að við vær- um að kveðjast í síðasta sinn. Alltaf er erfitt að kveðja þá sem maður elskar og söknuður- inn er mikill en ég veit að afi hef- ur tekið vel á móti henni enda voru þau einstaklega samrýmd og áttu gott og fallegt hjóna- band. Ég kveð mína yndislegu ömmu í dag og er þakklát fyrir öll góðu árin sem við höfum átt saman og allar þær góðu minn- ingar sem hún skilur eftir hjá mér. Þín Ragnheiður. Orðtak allra skáta vertu viðbúinn sé greypt í huga þinn og greypt í huga minn. Það varðar okkar leið, á lífsins gönguför, til lokadags, er þrýtur fjör. (T.Þ.) Jóhanna Guðjónsdóttir, skáta- systir okkar, er „farin heim“, eins og við skátar segjum þegar jarðnesku lífi lýkur. Jóhanna var lánsöm í einkalíf- inu. Hún giftist Hafsteini Guð- mundssyni, sem lést í apríl 2012. Þau hjónin áttu fallegt heimili þar sem snyrtimennskan réð ríkjum. Þau hjónin eignuðust fimm fyrirmyndarbörn og marga afkomendur. Fjölskyldan var henni allt og þau hafa staðið vel saman undanfarin ár þegar veik- indi urðu henni erfið. Jóhanna tileinkaði sér lífsgildi sem hún lærði ung í skátaheitinu og skátalögunum og var „ávallt viðbúin“. Hún var ljósálfaforingi hjá yngstu stúlkunum í Heiðabú- um á árunum 1965-1975. Þar naut hún sín vel í leik og starfi og fylgdist ávallt með af áhuga á skátastarfinu. Þrjár dætur henn- ar urðu einnig foringjar hjá Hei- ðabúum. Fyrir 50 árum var St. Georgsgildi (félag eldri skáta) stofnað í Keflavík. Jóhanna var ein af stofnendunum og var ávallt mjög virk í starfinu. Hún var í ferðanefnd 1986-1997 var í stjórn 1989-1997 og aftur árin 2000-2006. Hún sá einnig lengi um frímerkjabankann. Frímerk- in voru svo send til norskrar gildissystur sem stofnaði og rak skóla fyrir börn í Tíbet fyrir ágóðann af frímerkjunum. Jóhanna mætti á alla fundi, ferðalög, leikhúsferðir og annað sem var á vegum gildisins. Hún var heiðruð á Landsgildisþingi í maí 2011. Þar hlaut hún heiðurs- merki St. Georgsgildanna á Ís- landi fyrir vel unnin störf, því allt hið liðna er ljúft að þakka. Innilegar samúðarkveðjur sendum við til barna og aðstand- enda. Við kveðjum þig með þakklæti og virðingu og þökkum þér sam- fylgdina. Lokaorðin eru þau sem við sungum alltaf í lok hvers fundar: Sofnar drótt, nálgast nótt sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Höf. óþekktur.) Fyrir hönd Skátafélagsins Heiðabúa og St. Georgsgildisins í Keflavík, Eydís B. Eyjólfsdóttir. Jóhanna Guðjónsdóttir ✝ Þórdís fæddistí Reykjavík hinn 21. september 1929. Hún lést 7. febrúar 2013 á Garðvangi, Garði. Foreldrar hennar voru Kristjana Jónsdóttir og Guð- jón Einarsson. Fósturfaðir var Stefán Karlsson sem gekk henni í föðurstað. Bræður: Jón Ellert Stefánsson, Karl Júlíus Stef- ánsson og Stefán Már Stef- ánsson. og að hluta til á Laugarvatni. Á sínum yngri árum starfaði hún lengst af sem ráðskona vítt og breitt um landið. Þá var mikill uppgangur og hún kom víða við. Þar varð hún vitni að upp- hafi fólksflutninga þegar hún eldaði ofan í rútubílstjórana sem oftast áðu í Gröf á Snæ- fellsnesi, hún kynntist fyrstu sporum ferðaiðnaðar sem starfsstúlka á Hótel Hellu í Rangárþingi og varð tíðrætt um dvöl sína sem vinnukona hjá nóbelsskáldi þjóðarinnar á Gljúfrasteini. Á fullorðinsárum nam hún hjúkrun á Bretlandi og sérhæfði sig í öldrunarhjúkrun. Hún unni því starfi og átti með- al annars þátt í því að stofnsett var dvalarheimili fyrir aldraða á Djúpavogi. Útför Þórdísar fór fram í kyrrþey 14. febrúar 2013. Börn Þórdísar eru Rafn Sævar Heiðmundsson, f. 1946, Sigurjón Börkur Ólafsson, f. 1949, óskírð stúlka, f. 1950, d. 1950, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir f. 1953, Friðrik Dónaldsson Walker, f. 1958, d. 1962, Jón Róbert Dónaldsson Walk- er, f. 1959, Stefán Þór Dónalds- son Walker, f. 1962, og Friðrik Dónaldsson Walker, f. 1963. Þórdís ólst upp í Reykjavík Þórdís ólst upp í Reykjavík og að hluta til á Laugarvatni. Á sín- um yngri árum starfaði hún lengst af sem ráðskona vítt og breitt um landið. Þá var mikill uppgangur og hún kom víða við. Þar varð hún vitni að upphafi fólksflutninga þegar hún eldaði ofan í rútubílstjórana sem oftast áðu í Gröf á Snæfellsnesi, hún kynntist fyrstu sporum ferðaiðn- aðar sem starfsstúlka á Hótel Hellu í Rangárþingi og varð tíð- rætt um dvöl sína sem vinnukona hjá nóbelsskáldi þjóðarinnar á Gljúfrasteini. Á fullorðinsárum nam hún hjúkrun á Bretlandi og sérhæfði sig í öldrunarhjúkrun. Hún unni því starfi og átti meðal annars þátt í því að stofnsett yrði dvalarheimili fyrir aldraða á Djúpavogi. Elsku mamma, nú ert þú farin frá okkur og komin til ástvina sem ég veit að þú hefur saknað í gegn- um árin. Þú áttir viðburðaríka ævi og upplifðir miklar sorgir en líka gleðistundir. Á kveðjustund er gott að taka saman og gera upp við sig áhrif og arfleifð þess sem kveðja skal. Í mínum huga stend- ur upp úr sá feiknamikli innri styrkur sem þú bjóst yfir. Þrátt fyrir áföll og heilsubrest sem gerði vart við sig snemma á æv- inni kepptist þú ávallt við að finna lausnir og komast á einhvern hátt út úr vandanum. Þorið, dugnaðurinn og eljan sem þú ætíð sýndir er sú arfleifð sem börnin þín búa að og muna þig fyrir. Þú varst vingjarnleg og félagslynd kona og hvar sem þú komst við á ferð þinni í gegnum lífið eignaðist þú trausta vini sem bera til þín mikinn hlýhug og er það fjölskyldu þinni huggun nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn. Guð blessi þig og varðveiti. Guðlaug Sjöfn. Ég þekkti ekkert til þessarar ágætu konu fyrr en hún flutti til Gunnars bróður míns á Lindar- brekku við Berufjörð. Gunnar byggði nýbýlið Lindarbrekku laust fyrir 1950 og eignaðist á næsta áratug sex mannvænleg börn með konu sinni, Sigrúnu Er- lingsdóttur. Sigrún lést 1983. Það var Gunnari og heimili hans mikið lán, þegar Þórdís, þá átta barna móðir, hugrökk og traust þrátt fyrir mikla og stund- um erfiða lífsreynslu að baki, flutti að Lindarbrekku árið 1989. Þá birti í ranni. Börn Gunnars voru þá flogin úr hreiðri, en Gunn- ar, sem unni jörð sinni, vildi vera sem allra minnst upp á aðra kom- inn. Ég kom alloft að Lindarbrekku eftir að Þórdís kom þangað. Mér eru minnisstæðir þeir hlýju straumar sem mættu manni. Þór- dís átti stóran þátt í að móta það andrúmsloft. Það má segja að þau hjónin, Þórdís og Gunnar, hafi annast hvort annað af næmleika, alúð, virðingu og hjartahlýju. Blessuð sé minning góðrar konu. Aðstandendum Þórdísar votta ég samúð mína og minna. Hermann Guðmundsson. Elsku Þórdís mín, það er tóma- rúm í hjarta mínu eftir að þú kvaddir þennan heim og ég sakna þín svo afar sárt. Ég er þó þakklát fyrir að hafa verið hjá þér að leið- arlokum og haldið í höndina þína. Við vorum svo góðar vinkonur, gátum spjallað um allt milli him- ins og jarðar, allt frá daglegu lífs- ins amstri til vangaveltna um trúarbrögð. Við gátum alveg gleymt okkur við að tala um ljóða- bækur sem við höfðum lesið eða langaði til að lesa. Þú hafðir svo mikla hæfileika til að skrifa eins og fallegu ljóðin þín og sögurnar sýna svo vel. Skrif þín eru tilfinn- ingarík og gefa mynd af lífs- reyndri konu sem gengið hefur í gegnum margt. Ástríða þín fyrir lífinu var svo áþreifanleg, þú elsk- aðir og varst elskuð. Þó var húm- orinn aldrei langt undan og gastu auðveldlega séð spaugilegar hlið- ar á lífinu. Mér fannst svo gaman að hlusta á þig segja frá liðnum at- burðum. Þú sagðir svo skemmti- lega frá, jafnvel hið hversdags- lega fékk á sig ævintýralegan blæ. Hvort sem þú sagðir frá æskuár- um þínum í Reykjavík, árinu í húsi skáldsins, lífinu á Englandi eða á Seyðisfirði þá lifnuðu liðnir atburðir við í frásögn þinni. Þú varst alltaf svo ung í anda og huga, þú skildir ungt fólk svo vel. Og við skildum hvor aðra. Ég er heppin að hafa fengið að vera hluti af þínu lífi og mun aldrei gleyma fallega brosinu þínu og augunum sem ætíð geisluðu af lífsgleði. Það síðasta sem ég las fyrir þig var ferðalýsing sem þú skrifaðir um ferð til Kanarí sem þú fórst með honum Gunnari þínum. Þar lýstir þú hversu vel ykkur leið þar og hvað þú hlakkaðir til að fá vini og ættingja þangað í heimsókn. Ég veit að þú ert komin aftur til Gunnars og fólksins þíns sem þú hefur misst og saknað. Ég sé ykk- ur fyrir mér á göngu á eilífðar- strönd, umvafin endalausu sól- skini. Eitt af ljóðunum sem þú samd- ir þótti þér sérstaklega vænt um og þú vitnaðir stundum í. Mig langar að láta það fylgja hér með: Nú fer ég í burtu og kem aldrei meir hverf eins og blómið sem fölnar og deyr. Sálin af fögnuði syngur og hlær saknaðartárunum grét ég í gær. Kannski á ég hamingju dýrðar í dal auðlegð, þótt beri ég léttan minn mal. Kannski er sólskinið glaðara þar? Kannski ég gleymi því liðna sem var? En hvort sem að frægð eða fátækt mín bíður ég fölna og dey, því tíminn hann líður. Í faðmi þér dalur í friði ég ligg því fjöllin þín svíkja ekki, fjöll eru trygg. Þú verður að eilífu í huga mér og hjarta. Hvíldu í friði. Þín Helga. Þórdís S. Guðjónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.