Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 30

Morgunblaðið - 15.02.2013, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2013 ✝ SnjólaugSveinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 21. október 1949. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð Víf- ilsstöðum aðfara- nótt 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinn Guðmunds- son, forstjóri Vélsmiðjunnar Héðins, f. 27. ágúst 1912, d. 1988, og Kristín Helga Mark- úsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1918, d. 1971. Systkini Snjólaug- ar eru Sverrir, f. 1939, Birna, f. þeirra eru: Freyr, f. 29. apríl 2006, og Urður, f. 9. september 2008. 2) Brjánn Jónasson, f. 13. maí 1977, maki Andrea Rúna Þorláksdóttir. Barn þeirra er Kári Björn, f. 4. apríl 2010. 3) Haukur Jónasson, f. 2. ágúst 1986. Snjólaug lauk kenn- araprófi árið 1970 og handa- vinnukennaraprófi árið 1972. Hún sinnti handavinnukennslu næstu árin, bæði í grunnskólum og í Námsflokkum Hafnarfjarð- ar, en var að mestu heimavinn- andi á uppvaxtarárum barna sinna. Hún starfaði síðar við hönnun og vinnslu á prjónaupp- skriftum fyrir prjónablaðið Ýr og við handavinnukennslu með öldruðum en var svo aftur heimavinnandi síðustu æviárin. Útför Snjólaugar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 15. febrúar 2013, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1941, d. 1942, Markús f. 1943, d. 2004, Kristín, f. 1945, og Guð- mundur Sveinn, f. 1954. Snjólaug gift- ist Jónasi Brjáns- syni, f. 18. júlí 1948, tæknifræðingi, hinn 12. ágúst 1972. Foreldrar hans voru Brjánn Jón- asson, f. 1915, d. 1989, fulltrúi og Unnur Guð- bjartsdóttir, f. 1916, d. 2005, húsfreyja. Börn Snjólaugar og Jónasar eru: 1) Helga Hrönn Jónasdóttir, f. 12. júlí 1975, maki Grímur T. Tómasson. Börn Ég kynntist Snjósu, eins og Snjólaug var yfirleitt kölluð, eftir að við Brjánn fórum að vera sam- an fyrir um fjórtán árum. Rúmu ári síðar buðu þau Jónas mér að flytja inn til þeirra á meðan við Brjánn kláruðum háskólanámið. Eftir að við komum heim úr námi bjuggum við einnig hjá þeim í um ár á meðan við komum undir okkur fótunum. Ég kynntist því Snjósu nokk- uð vel á þessum tíma og man eft- ir henni sem kraftmikilli handa- vinnukonu sem gekk á fjöll og var dugleg að ferðast um landið með Jónasi. Á þeim tíma sem ég bjó hjá þeim voru allar glugga- kistur fullar af blómum og ég á eflaust aldrei eftir að sjá papr- ikuplöntur aftur án þess að hugsa til Snjósu og paprikupl- antnanna hennar. Í gegnum árin fór ég í ýmis ferðalög með þeim hjónum og öðrum fjölskyldumeðlimum og hitti þau við alls kyns tilefni, enda hefur fjölskyldan alltaf ver- ið dugleg að hittast. Alltaf var ég jafn velkomin og mér þótti sér- staklega vænt um það þegar Snjósa lét útbúa hálsmen handa sér, mér og Helgu Hrönn úr sams konar steinum sem hún hafði tínt í einhverri fjallaferð- inni. Mér verður alltaf hugsað til hennar þegar ég nota þetta háls- men og hún mun halda áfram að vera í huga mínum þegar ég nota það í framtíðinni. Það er sorglegt að hugsa til þess að síðasta árið eða svo hvarf sú Snjósa sem maður þekkti nán- ast á braut Alzheimersjúkdóms- ins, en þó var það örlítil sárabót að hún gleymdi allavega ekki fólkinu sínu. Þótt það hefði verið áfall að hún skyldi fara svona snögglega, þá eigum við sem eft- ir erum endalaust margar góðar minningar um þá frábæru konu sem Snjósa var. Hvíl í friði elsku Snjósa og takk fyrir að vera besta tengda- mamma sem hægt var að hugsa sér. Andrea Rúna Þorláksdóttir. Í dag kveðjum við Snjólaugu Sveinsdóttur, kæra vinkonu til fjölda ára. Við vorum sextán stelpur sem hófum nám við handavinnudeild Kennaraskóla Íslands haustið 1970. Þetta var tveggja ára nám og var sá tími vel nýttur, stíf vinna frá kl. 8-16 alla daga undir stjórn mikilhæfra kennslu- kvenna sem héldu okkur ræki- lega við „efnið“. Deildin var til húsa í Kennaraskólanum við Laufásveg. Þar var notalegt og fór vel um okkur þó að þröngt væri. Við máttum því sitja þétt sem átti sinn þátt í að við kynnt- umst vel. Þarna myndaðist sá góði vinskapur sem enn stendur óhaggaður. Snjólaug var skarpgreind, af- ar vandvirk og listfeng. Allt lék allt í höndunum á henni, hvort sem var prjón, útsaumur, orker- ing eða annað. Enda varð hún dúxinn okkar. Snjólaug var rólynd og lítið fyrir að trana sér fram, en gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Traustari manneskju er vart hægt að hugsa sér. Fljótlega eftir útskrift fórum við sakna samvistanna, enda hafði nándin og vináttan í skól- anum verið mikil. Við fórum því að hittast reglulega og átti Snjó- laug drjúgan hluta að máli, hún dreif í því að kalla okkur saman. Hún naut þess að taka á móti gestum og hjá henni áttum við margar ánægjustundir. Gestrisni var henni í blóð borin. Með árunum jókst samheldni „handó“, eins og Snjólaug kallaði hópinn okkar. Við hittumst æ oftar og fórum að ferðast saman. Fyrst innanlands, m.a. í Eyja- fjörð og í Stykkishólm að heim- sækja skólasystur sem þar bjuggu, en síðar út fyrir land- steinana. Fyrstu ferðina fórum við til Þýskalands þar sem ein úr hópnum býr. Það var svo skemmtilegt að við ákváðum að ferðast enn meira saman. Draumaferðina fórum við haustið 2006 til franska bæjarins Bayeux til að skoða hinn fræga Bayeux-refil. Björn Th. Björns- son kveikti hjá okkur áhuga á honum þegar hann kenndi okkur listasögu í deildinni. Við létum verða af því 34 árum síðar að fara og skoða handbragðið á þessum u.þ.b. 70 metra langa refli sem fjallar um atburði í Frakklandi og á Englandi árið 1066. Hann er saumaður með sérstöku spori, refilsaumi, sem við höfðum lært. Snjólaug var gjaldkerinn í ferðinni, en í flugvélinni á leið til Parísar orkeraði hún gullfalleg blóm til að skreyta okkur með. Þetta var yndisleg ferð sem verð- ur lengi í minnum höfð. Það voru dapurleg tíðindi sem hún færði okkur haustið 2010 þegar hún sagði frá því að hún hefði greinst með Alzheim- ersjúkdóminn. Hún hélt þó áfram að hitta okkur eins lengi og unnt var, en síðustu mánuðina heimsóttum við hana á Vífils- staði. Auk þess að vera sessunautar í handavinnudeildinni var undir- rituð bekkjarsystir Snjólaugar í 7-12 ára bekk í Melaskóla og í 4 ár í almennri deild Kennaraskól- ans frá 1966-70. Enn stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum fyrsta heimsóknin á fallega æskuheimilið hennar á Haga- melnum árið 1956. Við vottum Jónasi, Helgu Hrönn, Brjáni, Hauki, tengda- börnum, barnabörnum og systk- inum Snjólaugar okkar dýpstu samúð. Þökkum vináttu á langri veg- ferð. Fyrir hönd vinkvenna úr handavinnudeild KÍ, Ásdís Sigurgestsdóttir. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Æskuvinkona mín Snjólaug Sveinsdóttir er fallin frá, 63 ára gömul. Mig setur hljóða við ótímabært fráfall hennar og hug- urinn fer á flug aftur í tímann. Við fæddumst í sama húsi á sama ári, ég í janúar og hún í október. Við vorum vinkonur í blíðu og stríðu alla bernskuna, en leiðir skildi þegar ég flutti og fór í ann- an skóla. Ég hugsaði mikið til hennar og við hittumst aftur þeg- ar ég flutti í Hafnarfjörð. Mér brá mikið að heyra um veikindi hennar. Örlögin geta verið grimm. Við ætluðum að heim- sækja hana tvær gamlar vinkon- ur, því við vorum í raun tríó sem bast vinaböndum á þessum ár- um. En áður en af því varð barst mér fréttin um andlát Snjósu. Mig langar til að minnast hennar með þessu ljóðbroti eftir Jóhannes úr Kötlum: Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu hennar. Hrönn Steingrímsdóttir. Fyrir rúmum þrem áratugum komu fimm kunningjahjón sér saman um að fara eitt kvöld í viku hverri í gönguferðir. Þessi ákvörðun stóðst og varð að margra ára venju og vináttu sem endist enn. Einnig fórum við margar ferðir víða um land og áttum ótal ánægjustundir saman. Snjólaug Sveinsdóttir var yngst okkar og einlæg áhuga- manneskja um útivist og heil- brigt líf. Þrátt fyrir það hafa ör- lögin hagað því þannig að hún féll frá fyrst okkar eftir harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Í ferðum hópsins kom vel í ljós hve áhugasöm hún var um landið og unni náttúrunni heils hugar. Hún var okkar fróðust um jurtir og gott að leita svara hjá henni um allt er að gróðri laut. Eftir hverja gönguferð var kaffiboð hjá hjónunum í hópnum til skiptis. Þar ríkti gjarnan gleði og gaman. Oft urðu líka frjóar og opnar umræður. Komu þá fram skoðanir og þekking félaganna á mönnum og málefnum. Þar lá Snjólaug ekki á liði sínu, enda margfróð og hafði skýrar skoð- anir. Það er mikill sjónarsviptir að Snjólaugu og eftir stendur hníp- Snjólaug Sveinsdóttir ✝ Ragnar ÞórMagnússon fæddist í Reykjavík hinn 5. apríl 1937. Hann andaðist á blóðlækningadeild 11-G Landspítalans við Hringbraut hinn 8. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Magnús Þorsteinsson úr Reykjavík, f. 4. september 1891, d. 25. maí 1969, og Magnea Ingibjörg Sigurð- ardóttir frá Miklaholtshelli, Hraungerðissókn, Árnessýslu, f. 2. maí 1901, d. 20. júní 1995. Eft- irlifandi systkini Ragnars eru: Margrét Magnúsdóttir, f. 11. febrúar 1927, Sigurður Magn- ússon, f. 25. mars 1928, Þor- steinn Magnússon, f. 20. október 1929, og Ásta Karen Magn- úsdóttir, f. 29. mars 1940. Ragnar kvæntist hinn 12. des- ember 1970 Signýju Gunn- arsdóttur, f. 17. janúar 1939. úar 1990, og á hún börnin Ame- líu Carmen, f. 25. júní 2008, og Christopher Darra, f. 30. janúar 2010, með Agnari Sæmundi Barðasyni, f. 10. nóvember 1989. 2) Gunnar, f. 16. ágúst 1970. Ragnar ólst upp á Háteigs- veginum í Reykjavík. Hann gekk í Austurbæjarskóla og Lindargötuskóla. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnabólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík ár- ið 1960 og starfaði sem slíkur mestallan sinn starfsaldur, ým- ist í vinnu hjá öðrum eða sjálf- stætt starfandi. Lengst af starf- aði hann í Skeifunni, þá Bíla- klæðningum og síðast hjá Kaj Pind eða þar til starfskrafta þraut eftir alvarlegt bílslys árið 2003. Hann gegndi trún- aðarstörfum fyrir sveinafélag bólstrara. Hann hafði mikinn áhuga á hestum og hestaíþrótt- um, hélt hesta, lagði stund á stang- og skotveiði, spilaði reglulega brids með æsku- félögum sínum og hafði sterkar skoðanir á þjóðmálunum enda alinn upp á góðu og gegnu sjálf- stæðisheimili. Ragnar verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, föstu- daginn 15. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Foreldrar hennar voru Gunnar Jón- atansson, f. 5. maí 1877, d. 25. júní 1958, og Vilfríður Guðrún Davíðs- dóttir, f. 20. nóv- ember 1897, d. 25. maí 1973, frá Bangastöðum, Kelduhverfi, Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Börn Ragnars og Signýjar eru: 1) Svanhildur, f. 31. janúar 1964, gift Ragnari Páli Aðalsteinssyni, f. 30. mars 1964, eiga þau þrjú börn: a) Signý Hrund, f. 12. apríl 1982, gift Sigurði Þorbergi Ingólfs- syni, f. 29. mars 1972, eiga þau tvo syni, Gunnar Nökkva, f. 17. nóvember 2001, og Myrkva Þór, f. 12. febrúar 2011, fyrir á Sig- urður börnin Daníval Heiki, f. 12. september 1993, og Þor- björgu Fjólu, f. 29. júlí 2001. b) Almar Freyr, f. 19. desember 1987. c) Gígja Dröfn, f. 15. jan- Pabbi, ekki óraði okkur fyrir að svona stutt væri eftir, en þú hafðir rétt fyrir þér. Ekki vitum við hvor lagði hvorn, hvor laut í lægra haldi, þú eða krabbamein- ið? Þú vissir í hvað stefndi, vildir stutta baráttu og hana fékkstu, sást ekki einu sinni ástæðu til að bíða niðurstöðu úr sýnatöku. Það voru dýrmætar stundir fyrir okk- ur í fjölskyldunni að vera með þér þessar síðustu klukkustundir eft- ir að hafa aðeins fengið að heyra í þér í síma dagana tvo á undan vegna sýkingar sem upp kom á deildinni. Ekki hvarflaði að okk- ur að tólf dögum eftir að fyrstu vísbendingar um krabbamein komu fram sætum við í kringum rúmið þitt að kveðja þig í hinsta sinn. Lífið er hverfult, því hafðir þú fengið að kynnast svo um munaði fyrir 10 árum á leið heim ofan úr hesthúsi. Á örskots- stundu umturnaðist allt þitt líf, bifreið úr gagnstæðri átt keyrði framan á þína bifreið, níu mán- uðum síðar komstu heim, útskrif- aður af spítala. Minningarnar hrannast upp, bíltúrarnir sem alltaf enduðu með viðkomu í ísbúð eða sjoppu nema hvort tveggja væri, kvöldin þegar mamma fór í saumaklúbb, „launagreiðslurnar“ í nammi og gosi þegar þurfti að taka upp kartöflur eða þvo bílinn, spila- mennskan, kapalkeppnirnar og allar myllurnar sem voru lagðar. Allar veiðiferðirnar og sérstak- lega ferðin á vatnasvæði Lýsu þegar bæði áll og stærsti lax sem þú hafðir veitt komu á land. Ekki er hægt að minnast þín án þess að segja frá því sem stóð hjarta þínu einna næst en það voru stjórnmálaskoðanir þínar. Þegar þú varst nýkominn af gjör- gæsludeildinni eftir bílslysið fyr- ir tíu árum og þekktir ekki þína nánustu sástu mann einn í sjón- varpinu og sagðir: „Mikið er þetta myndarlegur maður, þetta hlýtur að vera góður maður.“ Þá vissum við að þú myndir þekkja okkur innan skamms því maður- inn var enginn annar en forsætis- ráðherra þess tíma. Þú lagðir mikla áherslu á að fólk notaði kosningarétt sinn og kysi „rétt“ og varst ávallt tilbúinn að leið- beina þeim sem ekki vissu hver „rétti“ bókstafurinn á kjörseðlin- um var. Þótt þú værir tilbúinn að kveðja þetta líf þá sagðirðu nokkrum dögum áður: „Ég vona að ég nái að kjósa í vor og væri til í að sjá fyrstu tölur en svo …“ Elsku pabbi, það er komið að kveðjustund. Við erum þakklát og stolt að hafa átt þig að. Þraut- seigja þín og æðruleysi eru okkur til eftirbreytni. Þín er sárt sakn- að, hvíl í friði. Svanhildur og Gunnar. Elsku afi, nú ertu farinn. Ekki hefði mér dottið í hug fyrir tveim- ur vikum að ég ætti eftir að sitja hérna núna og skrifa minningar- orð um þig og er það svo sárt. Það er svo skrítið að koma í Hörðalandið núna og sjá þig ekki sitja í stólnum þínum að horfa á sjónvarpið. Þú fórst svo hratt og trúum við því ekki að þú sért far- inn. Söknuðurinn er svo mikill og við erum mjög svo brotin, tíminn var of stuttur með þér. Sumarbústaðaferðirnar sem Gunnar Nökkvi fór með þér og ömmu verða ekki fleiri en eru nú góðar minningar hjá honum sem hann mun varðveita í hjarta sér alla ævi. Við munum halda áfram að tala um þig við „litla Þór“ og halda minningunni um þig á lífi. Núna ertu kominn á betri stað, laus við hækjuna þína og farið að líða betur og sennilega kominn á hestbak, sem þú hefur ekki getað síðustu tíu árin, og búinn að finna gömlu gæðingana þína. En mikið vildi ég að við hefðum fengið einn síðasta reiðtúrinn okkar saman að lokum elsku besti afi minn. Við Siggi pössum litlu strák- ana þína og ömmu og viljum við kveðja þig með þessum orðum: Dáinn, horfinn! – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. … Sízt vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda, – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Takk fyrir allt saman. Guð geymi þig og farðu í friði elsku afi okkar. Signý Hrund Svanhild- ardóttir, Sigurður Þorberg Ingólfsson, Gunnar Nökkvi Sigurðsson og Myrkvi Þór Sigurðsson. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur. Þín verður sárt saknað, við munum aldrei gleyma þér. Almar Freyr, Gígja Dröfn, Amelía Carmen og Chri- stopher Darri. Í dag kveðjum við móðurbróð- ur okkar Ragnar Þór Magnús- son. Raggi eins og hann var alltaf kallaður lést eftir stutt og erfið veikindi á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag. Minningarnar spanna marga áratugi enda heilmikill samgang- ur á milli fjölskyldna okkar í gegnum árin. Fyrst koma upp í hugann minningabrot frá jólum, áramótum og þrettándanum en þá var hefð fyrir því að stórfjöl- skyldan kæmi saman. Á okkar uppvaxtarárum bjuggu þrjár kynslóðir undir sama þaki á Háteigsveginum. Þá var Raggi mikill uppáhalds- frændi og átti það til að koma færandi hendi með ýmislegt framandi frá útlöndum þegar hann var til sjós. Hann var einnig alltaf tilbúinn að taka í spil við lít- inn strák sem hafði yndi af því að spila og beið eftir að frændi kæmi heim frá vinnu. Raggi lærði húsgagnabólstrun og eru þeir ófáir stólarnir og sóf- arnir sem hann hefur bólstrað fyrir fjölskylduna. Raggi var mikill bridsspilari, hafði yndi af hestamennsku og stangveiði og eru ófáar veiðiferð- irnar sem farnar hafa verið í gegnum árin. Efst í huga eru ferðirnar í Þverá í Borgarfirði en þangað var farið um árabil ásamt góðum hópi manna. Signý og Raggi byggðu sér sumarbústað í Grímsnesinu og var alltaf gaman og gott að sækja þau heim. Fyrir tíu árum lenti Raggi í al- varlegu bílslysi sem hafði mikil Ragnar Þór Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.